Færsluflokkur: Lífstíll

BRÚ OG STAÐARSKÁLI VIÐ HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR

Hér er hinn "nýi" Staðarskáli að rísa í botni Hrútafjarðar þar sem búið er að leggja nýjan veg fyrir botn fjarðarins ásamt nýjum brúm

Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hóteli. Litla húsið við hótelið var reist á einni nóttu árið 2005 en hótelið sjálft var opnað 1994 og var það áður svínahús.

Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni

1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo lón og stíflan í Ormsá sem má sjá þegar ekin er leið sem heitir Haukadalsskarðsleið sem liggur úr Haukadal þar sem bær Eiríks Rauða var yfir Haukadalsskarð að Brú í Hrútafirði

En þó svo að virkjunin sé orðin gömul, þá má sjá enn upprunalega leiðslu úr timbri sem var greinilega orðin míglek á leiðinni því að það var fullt af litlum gosbrunnum sem stóðu upp úr leiðslunni á leið til byggðar. Picture of damp for power station for post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Staðarskáli á nýjum stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLUG ER SKEMMTILEGT ... EN DÝRT!

Hvað er skemmtilegra en að geta flogið um eins og fuglinn fljúgandi?

Á sínum tíma í kringum 1990 átti ég þess kost að tengjast flugi. En þá bauðst mér að koma inn í 10 manna hluthafahóp sem var að vinna í því að kaupa og yfirtaka Leiguflug Sverris Þóroddssonar. Ég var ungur og vitlaus þá og greiddi eitthvað um 3 millur fyrir 15-20% hlut og stofnað var nýtt flugfélag sem fékk nafnið Leiguflug.

Auk þess að greiða hlutafé að fullu, þá vann ég launalaust í nokkur ár við að reyna að vinna þessu félagi brautagengi og sá meðal annars um öll kynningarmál, auglýsingar, bréfsefni og fl. fyrir þetta nýja flugfélag.

Því miður voru rekstrarskilyrði ekki góð á þessum tíma og þetta litla flugfélag var m.a. stórt pólitískt bitbein (hægt að skrifa heila bók um þann þátt) og svo kom virðisauki á eldsneyti, hár viðhalds- og launakostnaður og líklega það sem fór verst með félagið að það vildu allir hluthafar stjórna. En eitthvað gekk ekki upp í þessum flugrekstri og fór því svo að félagið gaf upp öndina og Ísleifur Ottesen yfirtók félagið. Að vísu tengdist ég því félagi aðeins en þó bara með þeim hætti að útbúa eitthvað af kynningarefni áfram fyrir hið nýja félag.

Með Leiguflugi var rekin flugskóli sem bar nafnið Flugmennt og er líklega það eina sem að ég fékk út úr þessu flugrekstrarævintýri mínu að ég lærði einkaflug hjá skólanum og má segja að ég búi enn að þeirri menntun í dag.

Hér má svo sjá eina af mörgum auglýsingum sem að ég útbjó og var ég sérstaklega ánægður með hugmyndina af býflugunni.

Auglýsing um flugkennslu fyrir flugskólann Flugmennt útbúin 1993


Á meðan ég var að læra, þá var að sjálfsögðu flogið út um allt land og þá má segja að ljósmyndadellan hafi byrjað fyrir alvöru (enda þurfti að taka myndir í allar auglýsingarnar). Ein af þekktari myndum frá þessum árum er þessi mynd hér frá Vestmannaeyjum og er hún jafnframt ein af fyrstu samsettu loftmyndunum sem að ég setti saman á þeim tíma og má segja að þar hafi mikið frumkvöðlastarf verið unnið

Á þessari mynd má vel sjá Heimaey og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Önnur þekkt mynd sem að ég tók er þessi hér frá Vestfjörðum einnig frá svipuðum tíma

Vestfirðir úr lofti. Á myndinni má sjá Ísafjarðardjúp, Súgandafjörð og Önundarfjörð og Gölt fyrir miðri mynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig útbjó ég plakat og lítinn pésa eða bækling (enska, þýska, franska ...) fyrir Leiguflug sem virkaði mjög vel og fékk mikla dreifingu. Myndir fékk ég bæði frá Matz og svo frá Birni Rúrikssyni sem var að gefa út ljósmyndabækur á þeim tíma (Yfir Ísland) og má segja að þar hafi ég svo fengið áhuga á að fara út í svipaða útgáfu sjálfur. En ég var á þeim árum í þeirri þægilegu aðstöðu að vera að þjónusta bæði auglýsingastofur og prentiðnaðinn (prentvélarnar og tölvubúnað fyrir umbrot) og voru því hæg heimatökin að skella sér út í smá útgáfu sem endaði með útgáfu á 3 ljósmyndabókum.

Plakat unnið fyrir Leiguflug


Það flug sem ég stunda mest í dag er að fljúga og kenna á mótorsvifdreka (fis) og svo var svifdrekaflug stundað af kappi hér áður fyrr. En flugbakterían er víst eitthvað sem að maður losnar ekki svo auðveldlega við.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikið framboð er af flugtengdu námi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÉ Á ÍSLANDI Í FJÁRHAGSKRÖGGUM

Hér kemur svo smá sparðatíningur og vonandi síðasta jarmið frá mér í bili um Íslenskar fjárréttir. Ég vona að blogglesendur mín séu ekki orðnir leiðir á þessari áráttu minni um íslenskar fjárréttir. Þetta er sú 5 í röðinni og sumar spurningarnar eru mjög erfiðar, en að vísu ekki fyrir þá sem til þekkja.

Fyrri blogg og myndagetraunir má svo sjá hér og er búið að svara sumum af spurningunum rétt, einnig er ég búinn að setja linka inn á myndirnar þannig að það er hægt að skoða aðrar myndir af svæðinu með því að smella á myndirnar:

FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI http://photo.blog.is/blog/photo/entry/645931/

HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/

FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/

RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/

En hér kemur svo síðasta getraunin um Íslenskar fjárréttir:

ÍSLENSKAR FJÁRRÉTTIR - MYNDAGETRAUN 5

Hér kemur svo myndasería númer 5 um réttir á Íslandi og vona ég að viðtökur verði jafn góðar og í þeim fyrri :)

41) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


42) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


43) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur svo ein hrikalega erfið og því læt ég fleiri myndir fyrlgja af svæðinu og á þá að vera nóg að smella á myndina til að sjá þær myndir.

44) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


45) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


46) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


47) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni og hvaða saga tengist þessum stað?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


48) Myndagetraun
a) Hvaða heita fjárréttirnar sem er verið að smala fyrir?
b) Hvar eru þær fjárréttir?
c) Hvenær voru þær fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


49) Myndagetraun
a) Hvar er verið að smala?
b) Hvar eru fjárréttir fyrir þetta svæði?
c) Hvenær voru þær fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þær fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


50) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Spá 1% hagvexti næstu þrjú ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MEST FIMLEIKAHÚS - MYNDIR

Mér lýst vel á þær hugmyndir hjá Kjartan Magnússyni með að flytja fimleikadeild og karatedeild Fylkis í Árbæ í fyrrverandi húsnæði Mest á Norðlingabraut 12.

Hér er húsið sem um ræðir. Það er við hliðina á Olís stöðinni þar sem mestu lætin vor út af óeirðum vörubílstjóra við Vesturlandsveg.

Bygging Mest á Norðlingaholti. Picture of building Mest at Nordlingaholt in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá þetta glæsilega hús úr annari átt

Bygging Mest á Norðlingaholti. Picture of building Mest at Nordlingaholt in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft til til austurs þar sem hugmyndir eru að flytja fimleikadeild og karatedeild Fylkis í Árbæ í

Bygging Mest á Norðlingaholti. Picture of building Mest at Nordlingaholt in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hérer horft til norðurs. Mest er hægra megin fyrir miðju. Í baksýn má sjá Rauðavatn, Hádegismóa, Úlfarsfell og Esjuna.

Bygging Mest á Norðlingaholti. Picture of building Mest at Nordlingaholt in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo horft til vesturs þar sem hugmyndir eru að flytja fimleikadeild og karatedeild Fylkis í Árbæ í

Bygging Mest á Norðlingaholti. Picture of building Mest at Nordlingaholt in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Breytist byggingavöruverslun í fimleikahús?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EINELTI Á ÍSLANDI!

Vonandi fer með þessum dómi eineltisflokkapólitík á Íslandi í anda nasismans að heyra sögunni til, þar sem stjórnkerfinu er miskunnarlaust beitt fyrir sig í pólitískum tilgangi.
mbl.is Eggert: Ánægður og þakklátur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SEYÐISFJÖRÐUR, SELUR - MYNDIR

Líklega hefur selurinn verið að gæða sér á laxfisknum sem er í ánni Fjarðará og þá hefur veiðimaðurinn þurft að tæma úr hólknum á selinn til að stöðva átið!

Sumir vilja meina að það eigi að friða selinn, enda sé hann með falleg augu eins og ... Talað er um að selurinn hafi fjölgað sér mikið og getur verndun á einni dýrategund umfram aðra haft stundum slæm áhrif á jafnvægið í lífríkinu.

Við marga ósa og jafnvel eitthvað upp eftir ám, má sjá mikið af sel sem býður eftir að laxfiskurinn syndi upp árnar. Hvað ætli lendi margir laxfiskar í kjafti selsins með þessum hætti? How many salmons fish end in the seals mouth? Pictures from Glacier lagoon in Iceland, a salmon eaten by seals. Picture of Arctic Seals eating. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er annars úrdráttur úr fréttinni og ég vil taka það fram að engu hefur verið breitt :)

"Ekki skjóta sel án samþykkis lögreglu"
"atvikið tilkynnt til lögreglu"
"samþykki lögreglu þegar aðgerðin fer fram í þéttbýli"
"Vopnaburður bannaður í þéttbýli"
„Allur vopnaburður innan þéttbýlisins er auðvitað bannaður"
"það er skýrt í lögreglusamþykkt"
"Menn þurfa að fá leyfi lögreglu og fylgd lögreglu í aðgerðina"
"ítrekaði að málið væri í rannsókn"
"Ég á eftir að skoða málið betur"
"einhver hætta hafi verið á ferðum"
"ýmislegt sem þarf að rannsaka í þessu"
"Málinu ekki lokið"
"sagði að þetta væri alvarlegt mál"
"þyrfti að sjá til þess að þetta gerðist ekki aftur"
"heimildinni til að skjóta sel í veiðiám"
"maður sem hefur skotvopnaleyfi eigi jafnframt að þekkja vopnalögin"
"Málið er í rannsókn hjá lögreglunni"


og það besta við fréttina er þetta hér:


"Skjóta ekki sel, nema það sé selur til staðar"

Ég held að hömlulausu Íslensku reglugerðarþjóðfélagi sé ekki viðbjargandi lengur!

Það er ýmis afþreying fyrir ferðamenn í boði á Seyðisfirði. Þar má nefna tækniminjasafn, skemmtilegar gönguleiðir, köfun og fl.

Seyðisfjörður Kajakferð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


El Grilló var sökkt 10. febrúar 1944. Skipið var 10 þúsund lesta olíubirgðaskip Bandamanna sem þrjár þýskar flugvélar gerðu sprengjuárás á í síðari heimsstyrjöldinni á Seyðisfirði.

Skipið var vel vopnað, með tvær fallbyssur, fjórar loftvarnabyssur og fjórar rakettubyssur. Eins voru djúpsprengjur um borð.

El Grilló liggur á 30-40 metra dýpi á botni Seyðisfjarðar og er vinsælt er að kafa niður að skipinu.

Köfunarbúnaður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Dömurnar á staðnum verkja athygli hungraðra ferðamanna :)

Hótel Aldan er vinsælt kaffihús. Hér sitja tvær ungar blómarósir og sötra kaffi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Heimilt að skjóta sel en ekki án samþykkis lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ LENDA ÚTI Á TÚNI - 178 SEK. REGLAN Í FLUGI!

Það er nóg af túnum í kringum flugvölinn á Egilsstöðum. En undarlegt að lenda svona langt fyrir utan braut þegar risastór braut er þarna rétt hjá.

Þegar farið er að kanna málið betur, þá kemur í ljós að skyggni var mjög lítið og komið kvöld. Flugmaðurinn hefur líklega lent inni í skýjum og prísað sig svo sælan að ná út úr þeim óhultur og því ákveðið að lenda strax á næsta túni áður en hann lenti í annarri eins krísu.

En hver er 178 sek. reglan?

Sú regla fjallar um það að ef þú lendir inni í skýi, þá átt þú eftir 178 sek. ólifað ef þú hefur ekki blindflugsreynslu!

Árið 1990 voru gerðar prófanir á 20 flugmönnum með sjónflugsréttindi (VFR) í Háskóla í USA (University of Illinois). Þeir voru allir látnir fljúga óundirbúnir inn í ský og voru ALLIR búnir að missa stjórn og krassa flugvélinni á bilinu 20 til 480 sek. Út úr þessum rannsóknum fékkst meðaltal eða talan 178 sek.

Flugturninn á Egilsstöðum í góðu veðri.

Hringflug fisflugmanna í júlí 2004 um Ísland. Picture of ultralight or trike flying around Iceland in 2004. Airport at Egilsstadir. (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson WWW.PHOTO.IS (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er því ákaflega mikilvægt að halda sig langt frá öllum skýjum. En öðru máli gildir með flugvélar sem eru útbúnar blindflugsbúnaði.

Hringflug fisflugmanna í júlí 2004 um Ísland. Picture of ultralight or trike flying around Iceland in 2004. Airport at Egilsstadir. (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson WWW.PHOTO.IS (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ætli þetta sé túnið? En oft er gott að lenda á túni svo lengi sem það er sæmilega slétt og nýslegið!

Hér er flug á Egilsstaði á fisi 2005. Picture of ultralight flying over highland to East-Fjord of Iceland in 2005. Airport at Egilsstadir. (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson WWW.PHOTO.IS (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá meira af myndum frá Egilsstöðum:

Fokker 50 reynist gríðarlega vel við Íslenskar aðstæður http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358262

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA Í SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/

og hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517

En ég þekki þessa upplifun af eigin raun því að ég lenti í nákvæmlega því sama fyrir mörgum árum síðan og hef heitið því að fljúga ekki inn í þoku af óþörfu síðan. Segi frá þeirri sögu seinna :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Flugvél lenti utan flugbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÖRDAR RÍFAST :)

Það vill svo til að leiðsögumenn lenda stundum í ótrúlegum viðskiptavinum sem sækja landið heim.

Ég var svo heppinn að kynnast einum slíkum í sumar, en maður að nafni Nathan Myhrvold kom hingað til landsins ásamt fjölskyldu sinni til að ferðast um landið og taka myndir - af LUNDUM.
http://www.photo.is/08/06/2/index_29.html

En eins og mín er von og vísa, þá nýtti ég að sjálfsögðu ferðina til að smella af nokkrum myndum svona í leiðinni.

Nathan Myhrvold er hreinræktaður tæknigúrú og nörd og einn af frumkvöðlunum og jafnframt fyrrverandi tæknistjóri hjá Microsoft.

Það mátti meðal annars sjá á þeim 40-50 vel merktu töskum með tæknibúnaði, myndavélum og linsum sem hann kom með með sér til landsins á sinni eigin þotu. http://www.photo.is/08/06/2/index_55.html

Umræddur nörd hefur m.a. unnið sér það til ágætis að hafa starfað náið með Stephen Hawking sem mbl fjallar um og er eitthvað tengdur öreindahraðalinum hjá Cern í Sviss.

Nathan Myhrvold starfaði á sínum yngri árum að verkefnum í stærðfræði og fræðilegri eðlisfræði við Cambridge háskóla með umræddum Stephen Hawking og síðan þá hefur frami þessa manns verið með ólíkindum.

Vefurinn Eyjan.is fjallaði aðeins um ferð Nathan's til Íslands hér:

http://eyjan.is/blog/2008/07/16/nathans-myhrvolds-fyrrum-taeknistjori-microsoft-bloggar-um-ljosmyndaferd-til-islands/

Nathan og hans fjölskylda voru annars á ferð um heiminn og skruppu líka til Grænlands og Afríku ... aðalega til að mynda fugla :)

Til að gefa smá hugmynd af því hvað þessi maður starfar við í dag, þá er hér smá videó um karlinn, en þess má geta að hann er með nokkrar doktorsgráður.

Ein af ástæðunum fyrir því að hann kom til íslands, var að rekja sögu og slóð víkinganna frá Noregi, til Íslands, Grænlands og að lokum til Ameríku. En það vill svo til að hann á ættir sínar að rekja til Noregs.

Ferðin um landið tók 10 daga og var m.a. gist á Hótel Látrabjargi í 3 daga - til að mynda LUNDA.


http://www.mahalo.com/Nathan_Myhrvold

Natan er sankallaður frumkvöðlum hjá Microsoft og á fjöldan allan af einkaleyfum og hefur greinilega komist vel til álna:

http://money.cnn.com/magazines/fortune/fortune_archive/2006/07/10/8380798/index.htm

Í dag rekur Myhrvold sitt eigið fyrirtæki, Intellectual Ventures,

http://www.intellectualventures.com/about.aspx

sem leitar uppi og hjálpar til við þróun og fjármögnun nýrra uppfinninga. Sjálfur er Myhrvold handhafi 18 einkaleyfa og 100 önnur bíða samþykktar.

Ég hef fengið nokkur bréf frá karlinum og tvö sem eru ansi skemmtilega skrifuð um Ísland og er ég búinn að hlæja mikið eftir lesturinn.

Brot af þeim skrifum má svo lesa á bloggi hans hér:

http://freakonomics.blogs.nytimes.com/2008/07/14/iceland-rocks-or-how-is-eating-whale-like-voting-for-president-a-guest-post/

http://freakonomics.blogs.nytimes.com/2008/07/16/how-iceland-went-from-blood-feuds-to-geothermal/#more-2805

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Eðlisfræðiprófessorar í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÖLSKYLDAN FÉKK HJÁ MÉR MYNDIR TIL MINNINGAR

Það vildi svo til að ég átti ljósmyndir af svæðinu þar sem mest var leitað af mönnunum sem týndust í Vatnajökli á sínum tíma. Ljósmyndirnar birti ég á blogginu mínu ásamt korti á meðan á leitinni stóð.

Eftir að leit var lokið, þá hafði unnusta annars aðilans sem týndist beint samband við mig og spurði hvort að það væri hægt að fá afrit af myndunum til minningar um atburðinn.

Mér þótti það auðsótt mál og gaf ég henni þær myndir sem hún óskaði eftir til útprentunar í fullri upplausn.

En þessi 2 blog má svo lesa nánar hér:

Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort http://photo.blog.is/blog/photo/entry/292383/

Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293781/

Að öðru leiti vil ég votta fjölskyldum þessara manna fulla samúð og leitt að svona skyldi hafa farið.

Við sem eftir sitjum fáum enn eina staðfestingu á því hversu viðsjárverð íslensk náttúra getur verið og greinilega margt sem ber að varast.

Kjartan

mbl.is Minningarskjöldur um týnda fjallgöngumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLOTT, ÆÐI, FRÁBÆRT :)

Mjólk og Ólaf Magnússon eiga heiður skilið fyrir að taka snarlega á þessu máli eins og höfðingjum sæmir.
mbl.is Fékk styrk til að leysa út vélarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband