NÖRDAR RÍFAST :)

Það vill svo til að leiðsögumenn lenda stundum í ótrúlegum viðskiptavinum sem sækja landið heim.

Ég var svo heppinn að kynnast einum slíkum í sumar, en maður að nafni Nathan Myhrvold kom hingað til landsins ásamt fjölskyldu sinni til að ferðast um landið og taka myndir - af LUNDUM.
http://www.photo.is/08/06/2/index_29.html

En eins og mín er von og vísa, þá nýtti ég að sjálfsögðu ferðina til að smella af nokkrum myndum svona í leiðinni.

Nathan Myhrvold er hreinræktaður tæknigúrú og nörd og einn af frumkvöðlunum og jafnframt fyrrverandi tæknistjóri hjá Microsoft.

Það mátti meðal annars sjá á þeim 40-50 vel merktu töskum með tæknibúnaði, myndavélum og linsum sem hann kom með með sér til landsins á sinni eigin þotu. http://www.photo.is/08/06/2/index_55.html

Umræddur nörd hefur m.a. unnið sér það til ágætis að hafa starfað náið með Stephen Hawking sem mbl fjallar um og er eitthvað tengdur öreindahraðalinum hjá Cern í Sviss.

Nathan Myhrvold starfaði á sínum yngri árum að verkefnum í stærðfræði og fræðilegri eðlisfræði við Cambridge háskóla með umræddum Stephen Hawking og síðan þá hefur frami þessa manns verið með ólíkindum.

Vefurinn Eyjan.is fjallaði aðeins um ferð Nathan's til Íslands hér:

http://eyjan.is/blog/2008/07/16/nathans-myhrvolds-fyrrum-taeknistjori-microsoft-bloggar-um-ljosmyndaferd-til-islands/

Nathan og hans fjölskylda voru annars á ferð um heiminn og skruppu líka til Grænlands og Afríku ... aðalega til að mynda fugla :)

Til að gefa smá hugmynd af því hvað þessi maður starfar við í dag, þá er hér smá videó um karlinn, en þess má geta að hann er með nokkrar doktorsgráður.

Ein af ástæðunum fyrir því að hann kom til íslands, var að rekja sögu og slóð víkinganna frá Noregi, til Íslands, Grænlands og að lokum til Ameríku. En það vill svo til að hann á ættir sínar að rekja til Noregs.

Ferðin um landið tók 10 daga og var m.a. gist á Hótel Látrabjargi í 3 daga - til að mynda LUNDA.


http://www.mahalo.com/Nathan_Myhrvold

Natan er sankallaður frumkvöðlum hjá Microsoft og á fjöldan allan af einkaleyfum og hefur greinilega komist vel til álna:

http://money.cnn.com/magazines/fortune/fortune_archive/2006/07/10/8380798/index.htm

Í dag rekur Myhrvold sitt eigið fyrirtæki, Intellectual Ventures,

http://www.intellectualventures.com/about.aspx

sem leitar uppi og hjálpar til við þróun og fjármögnun nýrra uppfinninga. Sjálfur er Myhrvold handhafi 18 einkaleyfa og 100 önnur bíða samþykktar.

Ég hef fengið nokkur bréf frá karlinum og tvö sem eru ansi skemmtilega skrifuð um Ísland og er ég búinn að hlæja mikið eftir lesturinn.

Brot af þeim skrifum má svo lesa á bloggi hans hér:

http://freakonomics.blogs.nytimes.com/2008/07/14/iceland-rocks-or-how-is-eating-whale-like-voting-for-president-a-guest-post/

http://freakonomics.blogs.nytimes.com/2008/07/16/how-iceland-went-from-blood-feuds-to-geothermal/#more-2805

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Eðlisfræðiprófessorar í hár saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smámunasemi kannski í mér, en það er rosalega leiðinlegt að kalla bráðgáfaðamenn sem hafa gert mikið fyrir tækni og vísindi "nörda". Veit auðvitað að nörd þarf ekki að vera niðrandi(þó oftast sé það þannig notað), en mér finnst það einfaldlega ekki henta vel við snillinga af sinni mennt.

Gunnar (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 14:43

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég er nörd og hann kallar sig sjálfur nörd, svo hvað er málið?

Mestu skiptir að taka sjálfan sig ekki allt of hátíðlegan eins og hann gerir sjálfur í umræddu myndbandi.

Nörd í minni skilgreiningu er einfaldlega einhver sem setur sig djúpt ofan í málefnið og kryfur til mergjar.

Til að svo sé hægt, þá þarf mikinn tíma og sumir nánast giftast starfinu. Svo er ekki verra að vera pínu skipulagðir í leiðinni.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2008 kl. 16:43

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

snillingar eru oftast nördar :)

Óskar Þorkelsson, 11.9.2008 kl. 17:15

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég vil nú ekki taka alveg svo djúpt í árina, en oft liggur að baki gríðarleg vinna hjá viðkomandi aðilum. Annað er að þeir eru með fókusinn í lagi, uppfullir af hugmyndum og vita nákvæmlega hvað þeir vilja og að hverju þeir stefna. Thomas Edison er gott dæmi um mikinn vinnuþjark, hann svaf oft ekki nema örfáa tíma á sólahring. Hann átti 1,093 einkaleyfi (U.S. patents) í sínu nafni þegar upp var staðið. Eins og gefur að skilja, þá er oft erfitt fyrir slíka aðila að lifa eðlilegu fjölskyldulífi og því oft kallaðir nördar.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.9.2008 kl. 18:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband