Færsluflokkur: Lífstíll
2.2.2009 | 00:11
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - LOKUÐ SÖFN - MATUR - 11
Dagur - 11 / Day - 11 Mánudagur 29. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Dagur-10 Mán. 29. des. 2008 Flókin morgunmatur að venju eins og gelfiskur, ásamt niðurskornu epli og niðursöxuðum hnetumulningi af ýmsum gerðum með vínberjum í eftirrétt.
Þennan daginn var ákveðið var að fara á Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Tæknisafnið er mikil bygging með risa glerkúlu í miðjunni. Því miður var safnið lokað og mátti sjá verkamenn hangandi í böndum upp um allt að hreinsa þessa risa glerbyggingu.
Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆) is a large museum in Pudong, Shanghai, close to Century Park, the largest park of the city. The museum incorporates an IMAX theatre, and as of 2006 there are 12 main exhibits open to the public, including "Spectrum of Life", "World of Robots" and "Information Era". The construction of the museum cost 1,75 billion RMB, and the floor area is 98000m2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar komið var út úr lestastöðinni, blasti við stórt og mikið breiðstræti og mikið af veglegum glerbyggingum. Sérstaklega vakti athygli mína flottur arkitektúr á byggingunni Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces. Ofan frá séð er byggingin eins og 5 blaða smári.
Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces (上海东方艺术中心) 2004 Paul Andreu Architects. At night, the ceiling changes colors according to the melodic tunes played inside (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar rétt hjá mátti sjá þennan risa skúlptúr úr riðfríu stáli.
Sculpture near Oriental Arts Center (东方之光) and Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Time-themed sculpture (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Elda sjálfur "kvöldmatur"! Rafmagns fondapottur með stillanlegri eldahellu. Matur: hænuhjörtu, 10-15 cm langir hvítir sveppir, rækjur, þunnar lambaskífur, 3 gerðir af blaðsallati, rauðrófur, kartöfluskífur og rauðvín. Með þessu var svo borðuð dökk sósa ekki ósvipuð uxahalasúpu á bragðið.
Shanghai electric cooking plate, Induction cooker with special Induction Cookin Pot. Portable Induction Cooker. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.2.2009 | 10:54
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - SÖFN - EXPO 2010 - HEIMBOÐ - 10
Dagur - 10 / Day - 10 Sunnudagur 28. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Kínverjar eru mikið fyrir að stunda reglubundna heilsurækt. Í bakgarðinum þar sem við bjuggum var reglulega stór hópur af fólki að dansa eða stunda einhverskonar hreyfiíþrótt. Eitt kvöldið þegar við gengum í gegnum garðinn í myrkri, þá var einn að æfa sverðdans, með alvöru sverði :|
Þennan dag var byrjað á því að taka létt borðtennismót með stórfjölskyldunni snemma í morgunsárið. Það var sérstaklega gaman að spila við eina spræka ömmuna og bogaði af mér svitinn (og lýsið) í öllum hamaganginum. En það vill svo til að borðtennis er þjóðaríþrótt Kínverja.
Table tennis (乒乓球), also known as ping pong is Chinas national sport. China continues to dominate most world titles. Iceland playing against China Table Tennis Super League! Her is the Icelandic master loosing the game against 105 year old grandmama! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir hádegi fór ég í þjóðminjasafnið Shanghai Museum við People's Square (人民广场, 人民廣場). Það var frítt inn á safnið og er það líklega ein af ástæðunum fyrir því hversu marar rútur voru þar fyrir utan. Á safninu mátti sjá margt merkra muna frá fornsögu Kínverja eins og peninga, málverk, ritverk, líkneski, leirker, skartgripi ásamt ýmsum áhöldum og vopnum frá fyrri tímum.
The Shanghai Museum (上海博物館) is a museum of ancient Chinese art, situated on the People's Square (人民广场, 人民廣場) in the Huangpu District of Shanghai, People's Republic of China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Safnið er mjög stórt og upp á nokkrar hæðir. Sérstaklega var gaman að skoða peningasafnið og búdda líkneskin. Hér má svo sjá haganlega útskorin húsgögn
The Shanghai Museum (上海博物館) has a collection of over 120,000 pieces, including bronze, ceramics, calligraphy, furniture, jades, ancient coins, paintings, seals, sculptures, minority art and foreign art. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið var af "útskornum" munum úr steini eða marmara. Greinilegt var að mikil vinna hafði verið lögð í marga dýrgripinna
Hand made parts of "jade" stones. Jade is an ornamental stone. The term jade is applied to two different metamorphic rocks that are made up of different silicate minerals. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er mikið af fallegu handverki á safninu og má sjá ótrúlega skrautgripi unna úr mjúkum og hörðum marmara.
The Jade (玉) and the Chinese. In the Chinese Empire jade was considered the most noble of all gems. Jade was considered more valuable than gold or silver. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið á aðra sýningu sem var þar rétt hjá og var hún um borgarskipulag Shanghai og hönnun á World EXPO 2010 sýningarsvæðinu ásamt stórbrotnum vinningstillögum.
The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). In front of the hall is the Mascot figue, the sign of World EXPO 2010 exhibition in Shanghai. Mascot is created from a Chinese character meaning people, the mascot "Haibao" embodies the character of Chinese culture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar inn var komið, þá mátti sjá ótrúlega sýnigu á 6 hæðum um Shanghai borg. Hér má sjá stórt módel af EXPO 2010 sýningarsvæðinu sem núna er í byggingu. Íslenski skálinn er neðarlega vinstra megin, 2 lítil grá hús og er Íslenski skálinn húsið hægra meginn.
Shanghai World EXPO 2010. Expo 2010 (上海世界博览会) will be held in Shanghai, China. Model of the Exhibition site. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna mátti einnig sjá ótrúlega flott RISA módel af allri Shanghai borg með húsum og öllum smáatriðum.
The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). The biggest scale model I’ve ever seen is of the Shanghai City. A mini-landscape of historic architecture, electronic reading materials and a three-dimensional digital cinema were among the multimedia forms displayed yesterday to illustrate the splendid wonderland of the World Expo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég náði aðeins að skoða 3 hæðir af sýningunni. Var seinn fyrir en rétt náði að sjá 360° tölvugerða kvikmynd af allri Shanghai borg ásamt flugvellinum og var það frábær upplifun. Gaman að sjá hversu langt 3D grafíkin er komin. Sýning sem að ég mæli hiklaust með, enda aldrei áður séð eins vel staðið að kynningu á borgarmálum áður (aðgangseyrir ¥30).
A three-dimensional digital cinema in The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). Amazing 3D rendering and fly through of Shanghai City, a must to see! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var skotist með leigubíl yfir þvera borgina (¥19) til að taka þátt í heimboði til ungra frænku Heng og fjölskyldu hennar sem býr í lítilli íbúð. Pabbinn var meistara kokkur og var búinn að galdra fram þvílíka stórmáltíð.
Vegna plássleysis í íbúðarkitrunni, þá var eldhúsborðið fært upp að rúmgafli inn í herbergi dótturinnar og sátum við Heng á rúminu, pabbi og stjúpa Heng við sitthvorn endann og svo gömlu hjónin sem buðu í matinn beint á móti (gat ekki neitað því að það var smá íslensk baðstofustmenning yfir borðhaldinu). One of my best memory from the Shanghai trip was on the best and finest restaurant in Shanghai, a private home. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Dóttirin kom svo skömmu seinna, tróð sér inn á milli og tók þátt í borðhaldinu með okkur. Í boði var fiskisúpa (fiskhausinn soðin) ásamt með glæru hlaupi (búið til úr hrísgrjónum), svínasultu dýft í viniger sósu, rækjur, fiskkurl í grænmeti, ásamt kínversku eðal "Yellow wine".
Hápunktur veislunnar endaði svo með nýveiddum hárvatnakrabba í dökkri sósu sem var nánast borðaður upp til agna nema af undirrituðum og mátti sjá vígvöll borðhaldsins eins og eftir sprengjuárás þar sem sundurlimaðir krabbar lágu út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég var víst orðin eitthvað slappur þarna um kvöldið og var komin með kvef sem tók 3 daga að losna við.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Kveiktu á flugeldum innanhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 08:10
KÍNAFERÐ - Shanghai - Matur - Ferðamáti - Kvöldmyndir
Ferð til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.
Dagur - 2 / Day - 2
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Næsta dag fórum við út í hliðargötu sem er hér rétt hjá til að kaupa okkur morgunmat.
Hér er verið að elda litlar bollur á pönnu. Þessi matur er mjög vinsæll í Kína.
Það er mjög mismunandi hvað er inni í bollunum. Hjá þessum aðila keyptum við t.d. kringlóttar bollur sem voru fylltar með grænmetissúpu og þurfti að bíta varlega þegar þær voru borðaðar. Street Food in Shanghai: Do you want fried dumplings or Shanghai Soup Dumplings. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það iðaði allt af mannlífi allt frá lögregluþjónum yfir í hrörlega betlara sem voru að heimta pening. Ég hef haft það fyrir venju að forðast að gefa, því ef þeir sjá að ef ég gef einum, þá koma allir hinir líka. Ég tók slatta af myndum af fólki sem var að elda á fullu á meðan Heng var að hlaupa á milli og kaupa nýeldaðan morgunmat fyrir okkur. Við fengum okkur fylltar bollur beint af pönnunni sem þurfti að bíta varlega í svo að innihaldið spýttist ekki út um allt. Einnig keypti hún bollur sem voru með mismunandi fyllingu. Þessu var svo skolað niður með sojamjólk og tófó drykk (tófó = sojakögglar svipað og ostur og notast mikið í matagerð).
Einnig fórum við inn í ávaxtamarkað sem var rétt hjá og nóg var úrvalið
Perur, appelsínur, epli, bananar og ávextir sem að ég hef aldrei séð. Fruit market in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var sama hvert litið var, fólk var að selja út um allt á öllum götuhornum. Reiðhjól eru mikið notuð
Eins og sjá má, þá er allt flutt sem hægt er að flytja á reiðhjólum. Flower seller in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Seinna um daginn fórum við með leigubíl (ódýrt og mikið notað) í fjölskylduboð og þar tók á móti okkur hlaðborð af mat. Þar fengum við m.a. smokkfiskur (cutler fish).
Í Shanghai eru 45.000 leigubílar og eru ódýr og mikið notaður ferðamáti. Að auki er öflugt lestarkerfi og mikið af léttum farartækjum. Blómasali í Shanghai. Shanghai has approximately 45000 taxis operated by over 150 taxi companies. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem að mig vantaði rúm til að sofa á, þá var farið í verslunarleiðangur í búð sem sérhæfði sig í rúmum.
Búðin var svipuð af stærð og Kringlan, nema hún var upp á 4-5 hæðir. Fyrir utan búðina var þessi litli Hummer jeppi. Shanghai Sleeping bed shopping Mall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið buðum við Heng í 20 rétta máltíð útvöldum úr fjölskyldu Heng. Sest var við risastórt hringborð og var hægt að snúa miðjunni þar sem matnum var raðað á og þannig gátu allir náð í það sem hvern og einn langaði í með því einu að snúa borðinu (mjög algengt í Kína).
Þarna voru borðaðir froskar, hænuhausar, eitthvert afbrigð af krossfisk eða kolkrabba, þari af ýmsum gerðum (mikið borðað) og grænmeti sem að ég kann ekki að nefna og eins og vanalega, þá borðaði ég ALLT. Sharing the Meal revolves aroung a Chinese round table. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á kvöldin fyllast svo göturnar af sölumönnum sem eru að selja varning. Það sem kostar $100 í hinum vestræna heimi er hægt að fá á $1 í Kína
ástæðan er auðvita sú að farið er að framleiða flestar þessar vörur í Kína með ódýru vinnuafli. Street Markets in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Shanghai er byggð upp á endann! Hér má sjá turninn þar sem íbúðin hennar Heng er uppi á 8 hæð.
Borgir geta líka verið fallegar eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um kvöld. Parks & Gardens in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru margir fallegir garðar i Shanghai og er lýsing mikið notuð til að auka á stemninguna
The best Parks in Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Fuglaflensa í Nepal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.1.2009 | 06:42
KÍNAFERÐ - Kaupmannahöfn - París - Shanghai
Þar sem allt er að verða vitlaust þarna heima á Íslandi, þá er spurning um að byrja að blogga aðeins aftur og lofa þá blogglesendum að fylgjast með ferð sem að ég fór frá Danmörku til Shanghai í Kína dagana 18. des. til 6. janúar 2009.
Ég tók mikið magn af myndum eins og vanalega og skráði jafnframt dagbók úr ferðinni.
Dagur - 1 / Day - 1
Kaupmannahöfn - París - Shanghai China Kína
Ferðin byrjar í Kaupmannahöfn og er lest tekin snemma morguns út á Kastrup flugvöll (Copenhagen Airports Kastrup). Þaðan er flogið beint á París.
Á meðan við biðum eftir flugi til Kína á Charles de Gaulle Airport, þá kom upp sú hugmynd að skreppa niður í miðbæ Parísar. En síðan kom í ljós að tíminn var of naumur svo að við bókuðum okkur inn aftur
Vegabréfaskoðun á flugvellinum í París, Charles de Gaulle Airport. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér bíða farþegar í lúxusaðstöðu eftir flugi á Charles de Gaulle Airport flugvellinum í París.
Lúxus biðaðstaða á flugvellinum Paris Charles de Gaulle Airport. Enda var biðröð eftir því að fá að komast í þessi sæti. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir 10-11 tíma flug (heildar ferðatími 14-15 kl.st.), flogið frá París til Shanghai með Boing 777. Allt í boði Air France og þvílíkar matarveitingar með frönskum eðalvínum og margrétta mátíðum. Einnig var horft á fullt af nýjum bíómyndum ásamt því að spila nokkra tölvuleiki (Frakkar bara kunna þetta og þetta er líka á almennu farrými).
Eina sem klikkaði var að töskurnar hennar Heng urðu eftir og var óvart flogið með þær til Bejing. En þær skiluðu sér seint í gær upp að dyrum þar sem að við búum núna.
Lent á flugvellinum í Shanghai
Shanghai Airport China 简体 繁体 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Frá flugvellinum fórum við með gamalli rútu sem var mögnuð upplifun eða eins og að fara 50 ár aftur í tímann. Á meðan brunaði heimsins flottasta rafmagnslest (Maglev kerfi) sem ferðast á segulbraut á 430 km/klst. hraða við hliðina á okkur! Eftir um kl.st. keyrslu ókum við í gegnum miðborgina yfir risabrúarmannvirki fram hjá stað þar sem næsta heimsýning Expó 2010 mun rísa (Ísland verður þar á meðal) og var greinilegt allt á fullu í jarð- og undirbúningsvinnu.
Hér er komið að risa brú Nanpu Bridge sem liggur yfir ánna Huangpu á leið inn í miðbæ Shanghai
Við hliðina á Nanpu Bridge er sýningasvæðið þar sem íslenski skálinn verður á næstu heimssýningu World EXPO 2010 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fórum strax út í mannlífið. Hélt að kl. væri 7 að morgni en þá var hún 7 að kveldi. Allt tímaskin ruglað. Klukkan er 4:30 þegar þetta er skrifað, (fór á fætur 2:00 þegar ég taldi mig búinn að sofa nóg!)
Til að vita hvað klukkan er. þá var nóg fyrir mig að snúa úrinu ca. 180° þannig að 12 verður 6. En eins og við vitum, þá er ísland hinu megin á hnettinum.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir í íbúðinn hennar Heng, þá var farið úr á næsta horn þar sem keyptur var ný eldaður matur
Fórum á veitingastað og keyptum okkur mat og það var risamáltíð fyrir 2 og verðið var ca. hálf pulsa með öllu miða við verðið heima á Íslandi og við gátum ekki klárað matinn (allt mjög framandi matur sem ég hef lítið borðað áður og þó ýmislegt prófað í þeim efnum)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við hliðina á veitingastaðnum er ótrúlegur markaður þar sem hægt er að kaupa nánast flest allar ávexti, matjurtir og dýrategundir til matar, bæði lifandi og dauðar. Þarna voru slöngur, ormar, skjaldbökur, krabbar, froskar, fiskar (iðandi og spriklandi út um allt og Heng sleikti út um) .... og ÓTRÚLEGT úrval :) Var því miður ekki með myndavélina með mér.
Okkur var boðið í mat til frænku Heng og var skotist með leigubíl
þar var boðið upp á flottar veitingar af kínverskum sið. Chines food. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Heng á æði íbúð hér í lokuðu hverfi sem þarf aðgangskort til að komast inn á. En þar er slatti af 20-40 hæða blokkum. Hún er með risa Sony TV í stofunni og annan skjá í svefnherberginu, internettengingu sem að ég var að reyna að finna út úr um nóttina (eða dag). En hún var með uppsett internet á sína ferðavél svo að það sem að ég gerði var að "shera" hennar nettengingu og búa til "wifi" þráðlaust net. Var því nót að tengja mig inn á hennar vél með mína tölvu til að komast inn á netið og það án þess að nota nokkuð lykilorð :)
Heng var sofandi á meðan ég dunda mér í tölvunni ásamt því að fletta í ca. 100 "kínverskum" rásum á sjónvarpinu (aðeins ein á Ensku :( China Today)!!! Greinilegt er að allar útsendingar eru orðið í HD gæðum og mikið af flottri grafík sem að maður er ekki vanur að sjá í Evrópu.
Við fórum bæði í klippingu kvöldið áður og í þeim pakka var 2 sinnum hárnudd, 2 sinnum hárþvottur og ásamt rakstri, eyrnarmerghreinsun m.m. og að verkinu komu 4-5 aðilar og herlegheitin kostuðu 200-300 kr. íslenskar :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.10.2008 | 09:49
HÉR ERU MYNDIR AF MILLJÖRÐUNUM SEM HURFU!
Skrítið að Íslenskum ofurfjarfestum skuli ekki hafa dottið í hug að gera meira af því að fara á þyrlunni til að kaupa sér eina með öllu. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/08/2/pages/kps08081537.html
Hér er "frekar" látlaust og íburðarlítið hús við Þingvallavatn. Það eru margir útrásavíkingarnir að byggja sér hallir víða um land. Gaman væri að vita hvað þeir ná að eyða miklum tíma á ári í þessum húsum sínum?
Dýrustu lóðir fyrir sumarhús er að finna við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að fljúga yfir svæðið við Sogið og Þrastalund á leið á Selfoss. Eins og sjá má, þá verða sumarbústaðir auðmanna sífellt stærri og stærri.
Sumarbústaður af stærri gerðinni. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn sumarbústaðurinn á suðurströndinni við sjóinn á frekar óvenjulegum stað. Ætli einhver útgerðargreifinn eigi þennan bústað? Nóg er af bátunum.
En þetta er annars skemmtilegur og fjölskylduvænn staður að koma á, ólíkt með margt annað í þessu græðgisvædda þjóðfélagi Íslendinga. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver ætli eigi svo þennan litla sæta og netta sumarbústað hér? Ég efa að það þurfi að fara yfir lækinn til að sækja vatnið þó bakkabróðir sé.
Hér er einn sumarbústaður með ÖLLU og ekkert til sparað í óhófi. Lágkúra, óhóf, bruðl flottræfilsháttur ... spurning hvernig á að flokka svona óráðsíu? Hver er svo að borga brúsann þegar upp er staðið? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þingvallaþjóðgarðurinn hefur löngum verið vinsæll og eftirsóttur staður. Fyrst að einn bróðirinn byggir stórt í Fljótshlíðinni, þá getur hinn ekki verið minni maður. Þar er að vísu ekki lækur sem þarf að fara yfir til að sækja vatnið, heldur var notuð þyrla sem hjólbörur í samfellt 3 daga sem flaug frá morgni til kvölds við jarðvegsflutninga.
Heyrst hefur að reglugerðir um hámarks stærð á húsum hafi fljótt fokið út í veður og vind, enda margbúið að blessa útrásarvíkingana í bak og fyrir, bæði af forsetanum og BB. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/07/10/pages/kps07088166.html
Byko veldið hefur náð að koma ár sinni vel fyrir borð eftir gríðarlegan uppvöxt á húsnæðismarkaði Íslendinga. Sagt er að á meðan Kárahnjúkavirkjun kostaði 100 milljarða, þá hafi uppbyggingin á stórreykjavíkursvæðinu kostað 350 milljarða.
En hér var allt fjarlægt til að hægt væri að reysa höll fyrir hinn skjótfengna auð. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá jarðir nokkura auðmanna sem hafa plantað litlu sætu sumarhúsunum sínum á vinsælum stað í Fljótshlíðinni. Hér hefur m.a. stjórnmálaforinginn BB komið sér vel fyrir innan um hóp auðmanna.
Það kemur sér vel að boðleiðirnar séu stuttar og eins og sjá má, þá er skattpeningum þjóðarinnar greinilega vel varið. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þekktir þingmenn eins og BB hafa heldur ekki farið varhluta af græðgisvæðingunni. Nú dugar ekki þingmönnum lengur lítil sumarhús til afnota til að senda kjósendum sínum stöðu mála af þingi og af ferðum sínum um heiminn á bloggi sínu lengur
Mig grunar nú að Dabbi kóngur búi nú ekki mjög langt í ekki minni sumarbústað en BB. Hver segir svo að þingstörf borgi sig ekki? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Önnur aðferð er að kaupa sér sveitabæ á rólegum og notalegum stað eins og þessum hér sem er á Barðaströnd á Vestfjörðum eins og Össur hefur gert. Ekki dugar að vera með lítið sumarhús á einum stað á landinu heldur þarf eitt hús á hvert horn landsins og síðan er notast við snekkju til að sigla á milli staða.
Heyrst hefur að öflugt eftirlitskerfi sem er í beinni tengingu við internetið sé á mörgum af þessum stöðum og er því hægt að fara á netið hvar sem er í heiminum og sjá hvort að einhverjir óboðnir gestir eru nálægir. Eins og sjá má, þá hafa verið útbúnar tjarnir fyrir endurnar. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er von að margur Íslendingurinn gráti þessa dagana þá fáránlegu stöðu sem hann er komin í. Hér er svo annar fallegur sveitabær sem hefur fengið andlitslyftingu. Bærinn er rétt áður en komið er að Geysi í Haukadal.
Því miður hefur mörgum ef betri jörðum landsins verið breitt í óðal fjárglæframanna og er nú svo komið að ungt fólk getur ekki lengur orðið hafið búskap þar sem verð á jörðum hefur snarhækkað svo mikið. En í dag eru víða góð tún í órækt og notuð sem beitaland fyrir hross. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er þetta nú allt alslæmt, en Íslenskir arkitektar og iðnaðarmenn hafa fengið botnlausa vinnu við að hanna og smíða þessi hús og ekki má svo gleyma öllum peningunum sem streyma í ríkiskassann! Gæti hugsast að þetta hafi allt verið gert fyrir lánsfé sem Íslendingar eru svo að súpa seyðið af þessa dagana!
Sum hús taka sig vel út, fallegur arkitektúr eins og þetta hér sem er í þjóðgarðinum við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það svo á Íslandi að þú ert ekki að meika það nema að þeir sem eru í kringum þig haldi að þú sért að meika það og því er þessi umgjörð sem þetta fólk er að reyna að skapa sér alveg bráðnauðsynleg - Eða er það ekki?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Viðræður við Rússa hefjast í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (148)
13.10.2008 | 05:46
ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?
Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is
12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.
12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.
Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.
Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2008 | 12:49
NÚ RÍÐUR Á AÐ TAKA RÉTTAR ÁKVARÐANIR!
Nú þurfa Íslendingar að standa í báðar lappir og standa "FASTIR" á sínu eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina (Þorskastríðið).
Það er greinilegt að alþjóðasamfélagið er ekki alveg sátt við þessa frábæru lánatillögu sem kom óvænt á elleftu stundu snemma að morgni frá Rússneska sendiherranum.
Ekki skal vanmeta Rússa í þessum leik, en Rússar hafa löngum verið skákmenn góðir ekki síður en Íslendingar.
Að sjálfsögðu eru Rússar með öflugt njósnanet og búnir að fylgjast vel með því sem hér er að gerast og hvernig búið er að leiða Íslenska bankakerfið til slátrunar án þess að Ameríkanar, Evrópubandalagið eða frændur vor Skandínavar réttu litla putta til hjálpar. Verst var að sjá hvernig vinir vor Bretar komu svo í lokin og greiddu náðarhöggið til að flýta fyrir fallinu.
Fróðlegt væri að vita hver væri hin raunverulega skýring á öllu þessu sjónarspili?
Því er þessi örvænting í gangi að koma endilega Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) að í þessu máli? Þar sem ALLT snýst um að verja hagsmuni og að endanum láta Íslendinga taka á sig ALLA ÁBYRGÐIR til langframa á skuldum bæði í Englandi og Hollandi?
Nútíma hernaður er ekki lengur háður með vopnum, heldur peningum og með þeirri krísu sem Íslendingar eru að lenda núna, þá er í raun verið að breyta Íslensku þjóðinni í vaxtarþræla um ókomin ár þar sem allur þjóðarauðurinn verður sendur jafnóðum úr landi í hendurnar á ...?
Nú væri ráðið mitt í öllum þessum darraðardansi að hringja líka í Kínverska sendiherrann og kanna lánamöguleika þar og að sjálfsögðu undir þeim formerkjum að lofa að skamma Björk aðeins í staðin :)
Líklega er þessi fjármálakrísa sem nú er í gangi, dæmi um einhverja þá mestu tilfærslu á fjármunum í sögunni og hverjir skildu nú hagnast í raun? Hvar eru blaðamennirnir okkar? Er ekki komin tími á að virkja "Follow The Money" aðferðina núna?
En hvað varð annars um alla þessa milljarða, varla hafa þeir bara gufað upp?
Varðandi lánið frá Rússum, þá man ég ekki eftir að Rússar hafi verið að koma neitt sérstaklega illa fram við Íslendinga hér á árum áður.
Núna eiga ráðamenn að spýta í lófanna og nýta sér eitt stærsta net af sendiherrum sem þessi litla þjóð hefur yfir að ráða og beita þeim ÓSPART í þessari baráttu.
Svo mörg voru þau orð.
Kjartan
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
28.9.2008 | 14:04
GALDRAR, DRAUGAR, TRÚMÁL OG HINDURVITNI ÍSLENDINGA - MYNDIR
Galdrasafnið og Kotbýli, Strandagaldur á Hólmavík á Ströndum. Picture of "The Museum Icelandic of Sorcery & Witchcraft" in Holmavik at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
þegar ekið er niður að Þorlákshöfn, þá má finna þetta merki hér við vegin þar sem ekið er í áttina að Eyrabakka
Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá beinagrind af þjóðþekktri persónu sem finna má á Draugasetrinu á Stokkseyri
Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri býður upp á ótrúlega upplifun af draugum og afturgöngum. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Draugasetrið er í þessu húsi hér sem er aflagt fiskvinnsluhús
Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki skal undra að margur ferðamaðurinn sjái alskyns forynjur og ófreskjur í Íslensku landslagi. Enda er náttúran hér á Íslandi mjög fjölbreitileg og oft þarf ekki einu sinni að ímynda sér til að sjá eitthvað gruggugt þar á ferð eins og á þessari mynd hér
Hér ríður skrattinn sjálfur hesti í jöklinum við Skaftafell. Picture of Ghosts in Skaftafell at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á bæ einum á Ljótsstöðum má sjá þennan draug hér. En hér er heimili sem var yfirgefið í skyndi!
Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn. Picture of ghosts at Ljotsstadir in Laxardal at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo leikvöllur fyrir þá sem vilja pynta þá sem þeir telja að séu að fremja galdra
Í dag er mun erfiðara að stunda galdra og þessi menning virðist vera líða undir lok hér á Íslandi hvernig svo sem stendur á því. Picture of tools in Atlavik close to Egilsstadir at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þjóðverjar sækja í galdur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.9.2008 | 07:25
SKOTSVÆÐI OG AÐSTAÐA - MYNDIR
Hús sem hefur verið byggt á afviknum stað rétt hjá Hestfjalli við Hvítá. Shooting in Iceland is very popular sport, both with cameras and guns. A special made hut for shooting icelandic polar fox. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotsvæði Iðavöllum Hafnarfirði _ Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. http://www.photo.is/07/06/3/pages/kps06070448.html http://www.photo.is/07/06/3/index_3.html Hér er verið að skjóta á leirdúfu á skotsvæði Iðavallar í Hafnarfirði
Að sjálfsögðu er veiðihundurinn hafður með til að venja hann við hvellinn í byssunni. Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af skotsvæðinu á Iðavöllum. Vonandi iðar allt af lífi á slíkum stað.
Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skotveiðifélag Íslands 30 ára og hér má sjá nýtt skotsvæðið á Álfsnesi. Á Álfsnesi er bæði aðstaða fyrir riffilskotfimi og haglabyssuskotfimi
Á Álfsnesi er líklega fullkomnasta aðstaða sem um getur til að æfa skotfimi á Íslandi í dag. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Æfingarsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Hér má svo sjá nýjustu myndina sem tekin var af Álfsnesi
Þessi mynd er tekin í lok sumars 2008 og eins og sjá má, þá eru vellirnir að verða tilbúnir og græni liturinn óðum að taka yfir. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorlákshöfn og mörg minni bæjarfélög hafa komið sér upp aðstöðu úti á landi
Hér má sjá æfingaraðstöðu fyrir skotveiðar fyrir austan fjall. Picture of a shooting area close to Thorlakshofn on south coast in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo er spurning hvort að það séu einhverjir skotjaxlar sem þekkja þessa mynd hér?
Íþróttagreinar eins og skotfimi hefur átt undir högg að sækja vegna ört stækkandi byggðar og hefur það gerst margoft að það hefur orðið að flytja aðstöðu á nýja staði. Old picture of a shooting area close to Reykjavik in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Skotveiðifélag Íslands 30 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2008 | 13:14
HÉR BÝR EINN FRÆGASTI KOPPASALI LANDSINS
Þorvaldur Norðdahl eða Valdi koppasal á heima á þessum bæ við Suðurlandsveg. Picture of home of Valdi Koppasali close to Reykjavik in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Til hamingju með afmælið Valdi.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Koppabransinn riðar til falls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)