KÍNAFERÐ - SHANGHAI - LOKUÐ SÖFN - MATUR - 11

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - LOKUÐ SÖFN - MATUR - 11

Dagur - 11 / Day - 11 Mánudagur 29. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Dagur-10 Mán. 29. des. 2008 Flókin morgunmatur að venju eins og gelfiskur, ásamt niðurskornu epli og niðursöxuðum hnetumulningi af ýmsum gerðum með vínberjum í eftirrétt.

Þennan daginn var ákveðið var að fara á Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Tæknisafnið er mikil bygging með risa glerkúlu í miðjunni. Því miður var safnið lokað og mátti sjá verkamenn hangandi í böndum upp um allt að hreinsa þessa risa glerbyggingu.

Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆) is a large museum in Pudong, Shanghai, close to Century Park, the largest park of the city. The museum incorporates an IMAX theatre, and as of 2006 there are 12 main exhibits open to the public, including "Spectrum of Life", "World of Robots" and "Information Era". The construction of the museum cost 1,75 billion RMB, and the floor area is 98000m2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þegar komið var út úr lestastöðinni, blasti við stórt og mikið breiðstræti og mikið af veglegum glerbyggingum. Sérstaklega vakti athygli mína flottur arkitektúr á byggingunni Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces. Ofan frá séð er byggingin eins og 5 blaða smári.

Shanghai Oriental Art Center - Concert Hall & Performance Spaces (上海东方艺术中心) 2004 Paul Andreu Architects. At night, the ceiling changes colors according to the melodic tunes played inside (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Þar rétt hjá mátti sjá þennan risa skúlptúr úr riðfríu stáli.

Sculpture near Oriental Arts Center (东方之光) and Shanghai Science and Technology Museum (上海科技馆). Time-themed sculpture (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Elda sjálfur "kvöldmatur"! Rafmagns fondapottur með stillanlegri eldahellu. Matur: hænuhjörtu, 10-15 cm langir hvítir sveppir, rækjur, þunnar lambaskífur, 3 gerðir af blaðsallati, rauðrófur, kartöfluskífur og rauðvín. Með þessu var svo borðuð dökk sósa ekki ósvipuð uxahalasúpu á bragðið.

Shanghai electric cooking plate, Induction cooker with special Induction Cookin Pot. Portable Induction Cooker. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þetta er meiriháttar flott hjá þér.  Algjört augnakonfekt.

Marinó G. Njálsson, 2.2.2009 kl. 01:01

2 identicon

Sæll Kjartan.

Hér er linkur á 3D kort af Shanghai. Er til af fleiri borgum.

Svo vegna síðustu færslu þá er jade ekki marmari, er það?

Gummi

Gummi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 03:32

3 identicon

http://sh.edushi.com/

Gummi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 03:33

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Marinó:

Takk.

Gummi:

Ég var að spyrjast fyrir um þennan stein hjá dömunni og var í bölvuðum vandræðum með Íslenska orðið fyrir þessa steintegund. Skaut ég þá að henni orðinu marmari og var hún fljót að játa því og setti ég það inn án þess að spá meira í málið.

En hægt er að lesa nánar um steininn hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Jade

Jade is an ornamental stone. The term jade is applied to two different metamorphic rocks that are made up of different silicate minerals (??? + SiO4)

og marmara hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Marble

Marble is a nonfoliated metamorphic rock mostly of calcite (a crystalline form of calcium carbonate, CaCO3)

og þýðingar hér:

http://is.wiktionary.org/wiki/jade

og þar er hann hreinlega kallaður jaði á Íslensku (þó svo að það komi ekki upp í púka orðabókinni).

En þarna virtist í fyrstu vera eitthvert marmaraafbrigði á ferð. Vandamálið á Íslandi er að við þekkjum svo lítið af djúpbergi og þessum steintegundum. En það er helst að finna á suðaustur hluta landsins þar sem jökulinn (Vatnajökull) hefur náð að skafa hressilega ofan af yfirborðinu svo að djúpbergið sem venjulega liggur á miklu dýpi nær að koma upp á yfirborðið.

Takk fyrir 3D linkinn, vantar að vísu plug-in (Mac)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 2.2.2009 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband