FJÖLSKYLDAN FÉKK HJÁ MÉR MYNDIR TIL MINNINGAR

Það vildi svo til að ég átti ljósmyndir af svæðinu þar sem mest var leitað af mönnunum sem týndust í Vatnajökli á sínum tíma. Ljósmyndirnar birti ég á blogginu mínu ásamt korti á meðan á leitinni stóð.

Eftir að leit var lokið, þá hafði unnusta annars aðilans sem týndist beint samband við mig og spurði hvort að það væri hægt að fá afrit af myndunum til minningar um atburðinn.

Mér þótti það auðsótt mál og gaf ég henni þær myndir sem hún óskaði eftir til útprentunar í fullri upplausn.

En þessi 2 blog má svo lesa nánar hér:

Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort http://photo.blog.is/blog/photo/entry/292383/

Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293781/

Að öðru leiti vil ég votta fjölskyldum þessara manna fulla samúð og leitt að svona skyldi hafa farið.

Við sem eftir sitjum fáum enn eina staðfestingu á því hversu viðsjárverð íslensk náttúra getur verið og greinilega margt sem ber að varast.

Kjartan

mbl.is Minningarskjöldur um týnda fjallgöngumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Virkilega fallegt af þér að gefa þeim myndirnar.    

Allar myndir á blogginu eru meiriháttar hjá þér.

Takk fyrir að leyfa okkur að njóta.  

Marinó Már Marinósson, 5.9.2008 kl. 17:28

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk fyrir Marinó.

Hef ekki veri mikið í netsambandi síðustu daga svo að bloggi er látið sitja á hakanum á meðan. Reynum að bæta úr því fljótlega.

 kjartan 

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.9.2008 kl. 14:56

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hvað er að gerast með símann þinn?

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.9.2008 kl. 15:33

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hann er danskur eins og er :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 8.9.2008 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband