Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust!

Ég átti þess kost að fljúga yfir Svínafellsjökul á mótorsvifdreka og tók þá þessar myndir. Myndirnar sýna vel hversu hrikalegt svæðið er yfirferðar.

Hér er fyrri myndin sem sýnir vel svæðið þar sem tjöldin fundust. En svæðið er fyrir miðri mynd.

Hvannadalshnjúkur í bakgrunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er seinni myndin tekin aðeins nær sem sýnir vel svæðið þar sem tjöldin fundust. En svæðið er neðarlega hægra megin

Hvannadalshnjúkur í bakgrunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ég komin aðeins upp fyrir svæðið þar sem tjöldin fundust.

Horft niður með Svínafellsjökli þar sem tjöldin fundust (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Auðvelt er að ganga töluverðan spotta upp með jöklinum eins og sjá má á næstu mynd en víða er laust grjót á yfirborðinu sem þarf að passa sig á

Leiðin upp með Svínafellsjökli að vestan verðu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á þessari mynd má sjá hversu hrikalegur og erfiður jökulinn er á að líta

Hér má vel sjá kantinn sem að ferðamenn ganga oftast upp eftir þegar þeir eru að skoða hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegast hafa félagarnir tekið stefnuna á þetta svæði. En hér má sjá Eystra-Hrútsfjall þar sem flogið er upp skriðjökulinn

Eystra-Hrútsfjall (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður Svínafellsjökul. Skeiðarársandur í fjarska.

Skriðjökulinn Svínafellsjökull, horft til suðurs (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið nær Eystri-Hrútsfjalli og má sjá hvað úfinn jökulinn verður meira og meira sprunginn því meiri sem brattinn verður

Sjá má tilkomumikinn foss í hlíðum Eystra-Hrútsfjalls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kort af Svínafellsjökli, Skaftafelli, Skaftafellsjökli.

Svínafellsjökull, Skaftafell, Skaftafellsjökull (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vonum að þessar myndir hjálpi eitthvað

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tjöld þýsku ferðamannanna fundin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég sé það á þessum myndum að það er allt of langt síðan maður hefur komið þarna. Maður fær bara fiðring í fæturna. Enn er ekki rétt munað hjá mér Kjartan að einhverstað nálægt þessum stað séu tveir stórir íshellar, þeir eru kannski laggstir saman.

S. Lúther Gestsson, 23.8.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Var að koma af Sólheimajökli áðan og var þá að horfa á þar sem einn íshellir hafði verið fyrr í vor sem leit svona út



http://www.photo.is/07/04/3/index.html

En vandamálið er að svona hellar hafa bara stuttan líftíma og falla svo saman að lokum... Nema hellirinn í Kverkfjöllum sem lítur svona út



En þar rennur stöðugt út heitt vatn sem viðheldur þessum flotta helli.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.8.2007 kl. 23:12

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

En ég þekki því miður ekki þessa hella sem að þú ert að tala um í Svínafellsjökli. En svo að ég klári söguna varðandi Sólheimajökul, þá sá ég einn hlaupa í vöðlum að gatinu þar sem hellirinn var áður en gat ekki séð að hann hefði þorað að fara inn. En þar rennur núna út lítil jökulá og því ekki auðvelt að fara þar inn lengur nema að vaða. En ég átti leið um svæðið þar fyrir ofan áðan og fyrir 2 dögum og horfði þá niður í þann rosalegasta svelg sem að ég hef séð lengi. En það er risastór kringlótt hola um 6-8 metrar á breidd og tugi metrar beint niður. Það mætti líklega síga þar niður og koma svo út þar sem áin kemur út. Svo virtist að áin rynni í botninum á svelgnum.

En svo tók ég þessa mynd fyrir ofan hótelið á Freysnesi júlí 2005 og má þar greina mann á hesti!



Kjartan Pétur Sigurðsson, 23.8.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband