Færsluflokkur: Hönnun, þróun, góð hugmynd

ERU ÍSLENDINGAR AÐ LESTARVÆÐAST :)

Það er gaman að íslendingar eru loksins byrjaðir að taka við sér og huga að lestarvæðingu landsins. Flott hjá Borgarholtsskóla að að taka málið föstum tökum eins og lesa má í umræddri frétt á mbl.is.

Ég hef verið í ýmsum pælingum og hugmyndarvinnu um lestarvæðingu landsins og má m.a. lesa um eina af mörgum hugmyndum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Ég er eiginlega hættur að nenna að blogga um þetta málefni. Auk þess að hafa sótt um fullt af styrkjum til að þróa svipaðar hugmyndir og komið allstaðar að lokuðum dyrum að þá er greinilegt að það er ekki sama hver er í þessu þjóðfélagi þegar kemur að því að sækja í "pólitískt" stýrða sjóði skattgreiðanda :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Járnbrautarlest smíðuð í Grafarvogi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA

Leiðsögumenn voru í skoðunarferð hjá Landsvirkjun inn við Kárahnúka fyrir skömmu og heppnaðist ferðin í alla staði vel.

Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda hefur hann komið víða að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti. Ferðin hófst snemma morguns frá Reykjavíkurflugvelli og var dagskráin að fljúga á Egilsstaði og svo til baka sama dag seinna um kvöldið. Farið var með leiguflugvél sem var Fokker Friendship 50 gerð frá Flugfélaginu.

Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sá sem stóð fyrir ferðinni var Jón Lárusson sem sá jafnframt um skipulagninguna og náði hann að fylla eina Fokker 50 flugvél af fróðleiksfúsum leiðsögumönnum _ Hér er Jón að lesa hópnum pistilinn :)

Sveinn Sigurbjarnarson hjá ferðaskrifstofunni Tanna Travel ók rútunni ásamt að segja leiðsögumönnum frá ýmsu markverðu á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Þar var sýnt myndband um smíði á Kárahnjúkavirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð. Hér stendur Sigurður Arnalds verkfræðingur fyrir utan rútuna og leiðbeinir gestum

Hér er búið að aka með hópurinn um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin þar sem vélasamstæður virkjunarinnar er. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér horfir hópurinn yfir salinn sem geymir túrbínur virkjunarinnar. Hér sést yfir aðalvélasalinn þar sem sex Francis rafala eru staðsettir. Hver þeirra getur framleitt 117,3 megavött eða allt að 690 megavött samtals á fullum afköstum.

Hér er hluti af tæpum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. En vegna öryggiskrafna á svæðinu, þá þurfti að skipta hópnum í tvennt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst lá leið upp Bessastaðabrekku, um Fljótsdalsheiði og yfir Desjarárstíflu og að Kárahnjúkastíflu. Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur. Flatarmál Hálslóns. 57 km². Rýmd Hálslóns. 2100 Gl. Aðrennslisgöng. 53 km.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna. Hér má sjá yfir Hálslón og hvar myndaleg eyja er þar sem áður var fjallið Sandfell sem nú er umflotið jökulvatni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft upp eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst var farið til baka yfir Fljótsdalsheiði og að Hraunaveitu, sem er austan við Snæfell. Þar skoðaði hópurinn Hraunaveitustíflu.

Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Hraunaveitustíflu sem verið var að semja um að klára (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri ásamt leiðsögn um safnið

Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsseturs á Skriðuklaustri heldur hér tölu um Skriðuklaustur, Gunnarssetur og Gunnar Gunnarsson á meðan gestir snæða bakkelsi í boði Klausturskaffis. Sigurður Arnalds var leiðsögumaður hópsins vil ég þakka honum fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kárahnjúkavirkjun – helstu kennitölur

Uppsett afl 690 MW
Fjöldi vélasamstæða 6 (115 MW hver)
Orkuframleiðslugeta 4,6 TWh
Fallhæð 599 m
Mesta rennsli 144 m3/s
Hæð Kárahnjúkastíflu 199 m
Flatarmál Hálslóns 57 km²
Rýmd Hálslóns 2100 Gl
Aðrennslisgöng 53 km
Þvermál ganga 7,5 m
Framkvæmdatími 2003-2008

Einnig má skoða eldir blogg um Kárahnjúkavirkjun hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/247335/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/462624/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/295770/


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Þúsundir að Kárahnjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA Í SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA

Leiðsögumenn voru í skoðunarferð hjá Landsvirkjun inn við Kárahnúka fyrir skömmu og heppnaðist ferðin í alla staði vel.

Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda maður sem hefur komið að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti.

Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Egilsstöðum tók á móti okkur vanur maður af svæðinu, bæði bílstjóri og leiðsögumaður

Sögurnar voru ófáar hjá honum sem slógu heldur betur í gegn hjá hópnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Hér labbar hópurinn út í rútu, uppáklæddur, eftir að hafa fengið kynningu um svæðið í Végarði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hópurinn gerir sig klára til að aka um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hópurinn var tvískiptur sem fékk að fara inn í stöðvarhúsið þar sem ekið var um 1 km inn í fjallið

Til að öryggiskröfum væri fylgt, þá þurfti að skipta hópnum í tvo hluta. Hópmynd af fyrri hluta hópsins á leið inn í flókið gangnakerfi Kárahnúkavirkjunarinnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo seinni hluti hópsins búinn að stilla sér upp við eina af mörgum vélarsamstæðum virkjunarinnar

Hér brosir hluti úr rúmum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið í gegnum "Rauða svæðið" sem er staðsett inni í jarðgöngunum á leið inn í stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hér lýsir Sigurður Arnalds "Rauða svæðinu" af mikilli innlifun :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir snarl í boði Landsvirkjunar, þá fékk hópurinn að sóla sig áður en haldið var áfram

Veðrið var eins gott og hægt var að hugsa sér í ferðinni á norðaustur horni landsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður var svo inn við Snæfell við vinnubúðir Hraunaveitu sem frétt Morgunblaðsins fjallar um

Vinnubúðir upp við Snæfell (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Ufsastíflu sem verið var að semja um að klára

Um er að ræða vinnu við Kelduá, öll göng og framkvæmdir þar fyrir austan og lok vinnu við Jökulsárveitu og Ufsarstíflu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri

Hópmynd. Sigurður Arnalds leiðsögumaður hópsins er til hægri á myndinni. Honum vil ég þakka fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Landsvirkjun semur við Ístak um að ljúka við Hraunaveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVALASKOÐUN MEÐ ELDINGU - MYNDIR

Tek heils hugar undir þau orð Þórunnar Sveinbjarnardóttur

„Losun gróðurhúsalofttegunda er meiri á hvert mannsbarn á Íslandi en í flestum öðrum löndum heims. Stór hluti af þeirri losun fellur til við eldsneytisbruna. Við þurfum að finna nýjar lausnir. Þetta verkefni er prýðilegt dæmi um frumkvæði Íslendinga í rannsóknum og nýtingu visthæfs eldsneytis,“

Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér siglir bátur frá Eldingu með ferðamenn í hvalaskoðun

Hvalaskoðunarbáturinn Elding á siglingu með ferðamenn. Whale watching boat Elding with tourist close to Reykjavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru þau undur sem ferðamenn eru að koma til landsins til að fá að sjá með eigin augum

Hvalur kemur upp til að blása. Whale come up to the surface, Humpback (Megaptera novaengliae) close to Husavik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er mynd sem sýnir vel hvað hægt er að komast nálægt hvalnum

Það er von að ferðamenn verða spenntir þegar þeir komast svona nálægt hval eins og þessi mynd sýnir. Tourist get exited when they get closer to the whale as this picture show. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Vetnisljósavél tekin í notkun í Eldingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SEÐLABANKINN OG DAVÍÐ ODDSSON GEFA FULLT AF PENINGUM TIL NAUÐSTADDRA

Á vefsíðunni Seðlabankans www.sedlabanki.is er hægt að prenta út ávísanir, sem hver um sig gildir sem 1.000.000 króna greiðsla upp í uppsafnaðar skuldir vinnandi stéttar á Íslandi.

Landsmenn geta prentað út eins margar ávísanir og þeir kjósa. "Í tvær vikur gefum við ótakmarkað magn af peningum inn í hagkerfið," segir Davíð Oddsson Seðlabankastjóri. Vika almúgans hófst í gær og frá og með deginum í dag og til 4. maí gilda ávísanirnar í öllum bönkum landsins nema KAUPÞING Banka.

Hér má svo sjá hina umdeildu ávísun sem á án efa eftir að koma mörgum Íslensku fjölskyldum vel sem bera þunga byrðar þessa dagana

Ávísun frá Seðlabankanum og Davíð Oddsyni sem má prenta út eins mikið af og hver vill (smellið á mynd til að sjá nánari skilmála)


Fyrir þá sem vilja nálgast ávísunina á PDF formi geta náð í hana hér:

Gúmmítékki frá Seðlabankanum

áhugasömum er bent á að gúmmítékkinn getur verið þungur í downloadi

Heyrst hefur að Davíð hafi tekið upp á þessu sjálfur því að honum var farið að leiðast seinagangurinn og aðgerðaleysið hjá Geir Haarde forsætisráðherra.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Hvetja fólk til að prenta peninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR SEM HAFA ÁHUGA Á AÐ KYNNA SÉR MÁLEFNI VESTMANNAEYJAR Í SAMGÖNGUMÁLUM KYNNI SÉR ÞETTA HÉR

Vísa á fyrri skrif um málið fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér það nánar:

Hér má sjá kort og nánari hugmyndir:

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/

Höfnin í Þorlákshöfn séð úr lofti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/283931/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Nýr Herjólfur mun betri kostur en Bakkafjöruhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

DETTIFOSS - MYNDIR OG KORT

Það eru nokkrir fossar á Íslandi sem lengi vel voru í eigu útlendinga. Þeir voru hreinlega seldir til erlendra aðila fyrir tilstuðla Einars Benidiktssonar athafnaskálds.

Þá stóð til að virkja marga af tilkomumestum fossum landsins eins og Gullfoss og Dettifoss.

Hér má sjá Dettifoss í öllu sínu veldi, 100 metra breiður þar sem hann fellur fram af 44 metra hárri skör. Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-mynd af fossinum

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá risamynd af fossinum)


Rétt fyrir ofan Dettifoss er Selfoss og annar tilkomumikill fyrir neðan sem heitir Hafragilsfoss.

Hér sést vel hvað maðurinn er lítill við hliðina á þessu stóra vatnsfalli. Þarna falla um 200 m3 af vatni niður á hverri sek.

Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki langt frá Dettifoss er Selfoss og er hann í göngufæri við Dettifoss

Selfoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Aðkoman og aðstaðan að fossunum hefur stórbatnað og má hér sjá göngustíg niður að Dettifossi að vestanverðu þar sem ég er þeirra skoðunar að Dettifoss er mun tilkomumeiri að sjá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má svo sjá Dettifoss austan megin frá

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Aðkoman er einnig mjög góð að austan verðu við Dettifoss eins og sjá má hér

Göngustígur við Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum að austan verðu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á báðum stöðum er komin góð salernisaðstaða. Það sem hefur háð aðkomunni að Dettifossi hefur aðallega verið lélegt ástand á vegakerfinu. En nú stendur til að laga það. Vegurinn að vestanverðu hefur oftast nær aðeins verið fær 4x4 og vel búnum bílum.

Þeir sem ekki vita það, þá eru norðanmenn með sína útgáfu af Gullna hringnum og heitir hann Demantshringurinn og er meðal annars náttúruperlan Dettifoss á þeirri leið.

Ég hef haldið á lofti ýmsum hugmyndum varðandi lestarsamgöngur víða um land og hér má sjá eina hugmynd fyrir norðurlandið þar sem léttlestarkerfi myndi sjá um að tengja byggðirnar saman á norðurlandi við vinsælustu ferðamannaleið þeirra norðanmanna.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dettifossvegur tilbúinn 2009
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JARÐGÖNG FYRIR VESTMANNAEYJAR ER LAUSNIN Á VANDA BAKKAHAFNAR :)

Ég hefði nú haldið að maður með þá reynslu sem Ísleifur Jónsson hefði að hann ætti að vita að það hefur verið mikið um vatnsgang í jarðgöngum á Íslandi. Nóg er að nefna nýjustu göngin á Vestfjörðum og svo núna síðast göngin í Kárahnjúkum.

Líklega eru hugmyndir Árna Johnsen ekki svo vitlausar eftir allt saman.

Hvernig væri að hætta við höfnina á Bakka í Landeyjum og útbúa 10 Km jarðgöng til Vestmannaeyjar í staðin?

Hér má sjá kort sem sýnir jarðgöng til Vestmannaeyjar og svo lestarkerfi sem liggur frá norður, norðausturlandi og svo frá suðvestur horni landsins.

Kort sem sýnir möguleika á höfn fyrir stóran hluta af þungaflutningum til og frá landinu ásamt skipaleið fyrir ferðamenn (smellið á kort til að sjá fleirri myndir)


Með því að setja upp stórskipahöfn í Vestmannaeyjum og safna þangað öllum fisk-, ál- og útflutningsafurðum landsmanna með öflugu lestarkerfi á einn stað eða til Vestmannaeyjar og sigla þeim síðan út til Evrópu og Ameríku - STYSTU LEIÐ :)

Fiskinn væri hægt að flytja ferskan og nýjan á 2 dögum á öll helstu markaðssvæði Íslendinga með bátum eins og sjá má hér:

Hér má sjá dæmi um ferju sem getur siglt á miklum hraða milli Íslands og helstu hafna í Evrópu og Ameríku.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í leiðinni væri hægt að bjóða upp á hraðferðir fyrir ferðamenn til landsins með bátum og þannig stórauka þjónustuna.

Hér er tenging á upplýsingar um ferjuna sem siglir með 60 bíla og 400 farþega og er í dag hægt að fá svona ferjur sem ná á milli 40 til 60 sjómílna hraða!

Linkur á Fred. Olsen Express

Ég var á ferð með ferju á milli eyja úti á Kanarí og þá gjörsamlega stakk ferjan Fred. Olsen Express af ferjuna sem ég var á. En líklega er siglingahraði á svona ferju eitthvað háður veðri. En þessi ferja er orðin nokkuð gömul og líklega komin ný og betri tækni í dag.

Ferja sem siglir á milli eyja á Kanarí (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vandamálið með suðurströnd landsins, er að hún er nánast öll úr sandi og því frekar erfitt að búa til góð hafnarmannvirki þar. Á um 400 kílómetra langri strönd eru einu hafnirnar í Þorlákshöfn, Höfn á Hornafirði og svo í Vestmannaeyjum.

Einnig mætti frekar skoða hugmyndir um að nota hraðskreiðari ferju frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyjar.

Herjólfur getur í dag tekið um 60 fólksbíla og allt að 524 farþega. Tvær vélar um 2700 kW eru um borð og siglingahraði aðeins 15,5 sjómílur (28,7 km/klst.) sem gefur siglingartíma um 2:40 í siglingartíma + tími sem fer í að leggja úr höfn og leggjast að bryggju.

Ef það yrði keyptur bátur sem siglir á milli 40 - 60 sjómílur, þá fer heildar siglingartími niður í 1 klst!

Við það myndi sparast hafnarmannvirki á Bakka og mætti nota þá peninga í að laga höfnina í Þorlákshöfn og kaupa betri ferju.

Svona fyrir þá sem vilja kynna sér málið betur með aðkomu að Bakkahöfn, ættu að skoða nánar þetta myndaband hér sem lýsir þeim hrikalegu aðstæðum sem þarna eru:

http://www.youtube.com/watch?v=cqJVDQPRe0k

Hér má svo sjá loftmynd af Vestmannaeyjum sem tekin var 1996.

Á þessari mynd má vel sjá alla eyjuna og hvernig Eldfell og nýja hraunið þekur eyjuna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af leiðinni frá Bakka á Landeyjasandi yfir á Heimaey þar sem hægt væri að koma upp stórri hafnaraðstöðu fyrir hraða flutninga til og frá landinu.

Vestmannaeyjar jarðgöng fyrir lest frá Bakka á Landeyjasandi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo í lokin, þá er hægt að vera með alla þessa þungaflutninga á landi - Umhverfisvæna :)

En fyrir þá sem hafa áhuga á jargöngum um sundin blá og þá um eyjarnar, geta lesið um þær hugmyndir hér:

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257

ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366

JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í REYKJAVÍK - HUGMYNDIR OG KORT http://photo.blog.is/blog/photo/entry/440761

Önnur áhugaverð frétt í þessu sambandi, birtist í morgun á mbl.is. Þar kom fram að Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og er talað um hugmyndir að bora

Lestargöng milli Rússlands og Alaska http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/03/29/kaupir_staersta_bor_i_heimi/

og svo í lokin ef Ísleifur Jónsson vill kynna sér nánar þessa bortækni, þá eru til borar sem bora nánast í gegnum hvað sem er og þétta göngin um leið hér:

http://www.herrenknecht.de/

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SNILLDAR HUGMYND VERÐUR AÐ VERULEIKA :)

Gaman að sjá hvað Hafnfirðingar eru framsýnir þessa dagana að nýta heita vatnið frá Álverinu til að hita upp brautir á golfvelinum Keili í Hafnarfirði.

Flogið út fyrir nesið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði?


Golfklúbbur Keilis í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða undarlegi karl er þetta sem horfir upp í loftið hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði?


Golfklúbbur Keilis í Hafnarfirði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona lítur þá Álverið Alcan í Straumsvík úr lofti.


Loftmynd af Straumsvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá Álverið Alcan í góðu veðri

Alcan í Straumsvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Golfvölurinn Keilir í Hafnarfirði

Golfvölurinn Keilir í Hafnarfirði - horft til norðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Álverið ALCAN í straumsvík

Álverið í Straumsvík, Alcan (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vatn frá Alcan á velli Keilis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉR ERU MYNDIR AF ÖÐRUM SAMBÆRILEGUM FLUG-BÍL

Hér má sjá flugbíl sem verið er að þróa þessa daganna frá fyrirtækinu Terrafugia.

Bíll með vængi sem hægt er að draga saman þegar verið er að keyra á venjulegum vegum. (smellið á mynd til að fara á heimasíðu framleiðanda)


Flugbílinn notar Rotax 912 ULS mótor 100Hp

75% power, cruising speed 120mph.

Þarf "1500 feet" fyrir flugtak og nokkur hundruð metra í lendingu.

Q: What is the useful load of the Transition?

A: Current design estimates place the useful load of the Transition at 550lbs while still maintaining the LSA gross take-off weight limit of 1320lbs. This 550lbs can be divided among people, bags, or fuel.

Q: How much fuel can the Transition carry and what range does it have?

A: The Transition has a 20 gallon (120lb) gas tank. With a full tank, at 75% power, the Transition has a range of 500 miles.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Flogið yfir umferðarhnúta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband