Færsluflokkur: Hönnun, þróun, góð hugmynd
19.3.2008 | 07:07
SUNNLENDINGAR ORÐNIR LANGÞREYTTIR Á SAMGÖNGUMÁLUNUM
Nú eiga Sunnlendingar í samstarfi við Reykvíkinga og Orkuveituna að sameinast um að fá að setja upp umhverfisvænt létt-lestarkerfi milli Selfoss og Reykjavíkur.
Hér er aðeins verið að tala um 50 km vegspotta!
Áætla má verð fyrir steypta tvöfalda braut á hvern kílómeter eitthvað í kringum 35 milljónir (35 x 50 = 1750 milljónir!). Til samanburðar, þá kostar að leggja venjulegan tvöfaldan malbikaðan veg um 65 milljónir hvern kílómeter.
Með þessu móti mætti þróa og byggja upp hagkvæmt ódýrt íslenskt lestarkerfi sem myndi notast við umhverfisvæna orkugjafa (vetni, rafmagn, þrýstiloft, heit vatn).
Til að byrja með þyrfti að leggja sem fyrst 25 km tilraunabraut frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur sem myndi jafnframt nýtast sem hitaveituleiðsla þar sem hluti af orkunni yrði notuð til að tryggja að brautin yrði snjófrí og þar með fær í öllum veðrum - allt árið um kring.
Eins og staðan er í dag, þá eiga framkvæmdaraðilar í stökustu vandræðum með að losa sig við allt það umfram heitavatn sem kemur upp á Hellisheiðarsvæðinu. En þeir leita með logandi ljósi eftir stöðum til að bora á þar sem hægt er að dæla þessu vatni og ónýttu orku niður í jörðina aftur!
Í dag sækir fjöldi fólks reglulega vinnu frá þessum svæðum inn á Stórreykjavíkur svæðið. Sökum ófærðar og veðurs þessa daganna, þá er það ekki auðvelt.
Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir
Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.
Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?
Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.
Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað
Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!
Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.
Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Lesa má nánar um útfærslu á þessari hugmynd og öðrum sambærilegum hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. þá er bara að sjá hvenær aðrir fara að eigna sér þessar hugmyndir líka :)
Hvergerðingar vilja strætó austur fyrir fjall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.3.2008 | 10:39
FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR - MYNDIR
Ljósmyndasýning verður opnuð í hesthúsinu í Viðey þar sem næturljósmyndun af friðarsúlunni verður líklega viðfangsefnið.
Var þarna fyrir jól á síðasta ári og tók þá þessa myndaseríu hér, En þær eru af friðarsúlunni í Viðey sem Yoko Ono lét útbúa til minningar um mann sinn John Lennon:
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Friðarsúlan í Viðey, listaverk eftir Yoko Ono til minningar um John Lennon (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En svona í tilefni dagsins, þá mátti ég til með að birta þessar myndir aftur.
Ef mig minnir rétt, þá komu PK arkitektar eitthvað að gerð þessa listaverks.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Friðarsúlan tendruð í eina viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2008 | 09:25
ÞORLÁKSHÖFN - KÍSILVINNSLA - MYNDIR
Spurning hvar kísilvinnsla í Þorlákshöfn kemur til með að rísa.
Hér er horft til vestur eftir ströndinni frá Þorlákshöfn.
Loftmynd af Þorlákshöfn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nýr staðsetning við Þorlákshöfn?
Loftmynd (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ný kísilvinnsla í Þorlákshöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.3.2008 | 07:17
NÝ TÆKNI LEYSIR GÖMUL VANDAMÁL - HÁSPENNULÍNUR
Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.
Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.
Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.
Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.
Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.
Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífalt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.
Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.
Háifoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá háspennulínur ekki langt frá Landmannalaugum sem liggur niður með Tungnaánni
Landsvirkjun, línur að Fjallabaki (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru erlendir starfsmenn að snarla samloku og trópí í hádegismat. En þeir voru að vinna við uppsetningu á nýrri háspennulínu frá virkjunum við Þjórsá til Álverksmiðjunar Norðurál við Hvalfjörð.
Verið að reisa ný háspennumöstur rétt við Háafoss (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá panorama mynd af Skjaldbreið þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri, en þar má sjá Kaldadal, Reyðarvatn, Uxahryggjarleið, Kvígindisfell, Uxavatn, Skjaldbreið, Langjökul...
Víð-ljós-mynd af Skjaldbreiði úr lofti (smellið á mynd til að sjá risa mynd af svæðinu sem er með enn víðara sjónarhorn)
Ef smellt er á myndina fyrir ofan, þá má sjá risa víðmynd af Kaldadal og þar má meðal annars sjá sömu háspennulínu og fer framhjá Háafossi efst í Þjórsárdal.
Það er gaman þegar umræða um svona brýnt málefni skilar sér að reynt sé að gera betur. Spurning hvort að bloggið hafi haft einhver áhrif?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Tími háspennulína liðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt s.d. kl. 07:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.3.2008 | 07:11
TEIKNINGAR AF NEÐANJARÐARLESTARKERFI FYRIR REYKJAVÍKURBORG OG KÓPAVOG
Hér má horfa á frétt sem Lára Ómarsdóttir hjá Stöð2 fjallar um hugmyndir undirritaðs í fréttum í gærkveldi.
Smellið á hér til að horfa á frétt um neðanjarðarlestarkerfi fyrir Reykjavík á Stöð-2
Bloggað hefur verið áður um málefnið hér á mbl
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/458910/
og svo á visir.is
http://blogg.visir.is/photo/2008/02/08/hugmynd-jarðlestarkerfi-fyrir-reykjavik-og-kopavog/
og svo ýmis samantekt á skrifum um lestarmál hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/450120/
Hér má sjá hugmynd að neðanjarðarlestarkerfi eða metró sem komið var með fyrir rúmum mánuði síðan hér á blogginu
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.
Léttlest að koma til Reykjavíkur - og til Keflavíkur líka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vilja skoða lestakerfi í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt 18.3.2008 kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
29.2.2008 | 12:55
BLÁR DRYKKUR Í BOÐI BLÁA LÓNSINS - MYNDIR
Það virðist vera sama hvað fundið er upp á að gera á þessum stað. Það gengur bókstaflega allt upp. Þarna er stórt raforkuver, heitt vatn fyrir byggðarlögin í kring, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þar sem fólk getur baðað sig, heilsustöð fyrir þá sem eru með húðsjúkdóma og svo eru framleiddar snyrtivörur í stórum stíl úr afurðum lónsins.
Aðdráttarafl þessa staðar er með ólíkindum og magnað að það skuli vera hægt að fá 400 þúsund ferðamenn til að baða sig á þessum stað á hverju ári!
Drykkir í boði Bláa Lónsins
Hér er þjónustan í Bláa Lóninu flott og gestum boðið upp á Bláan drykk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af svæði hitaveitunnar - horft til suðausturs
Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af svæði hitaveitunnar - horft til suðausturs
Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hitaveitan er með flott safn eða sýningu í "Gjánni" sem er opin öllum og er mikið notað af ferðahópum. Sýningunni er komið hagalega fyrir í sprungu þar sem myndir með útskýringum skýra hagalega frá öllu sem þarna er að gera og hvernig gufuorkan er framkvæmd.
Gjáin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einnig er boðið upp á ýmsa aðra þjónustu eins og fundaraðstöðu í litlum sal
Fundaraðstaða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
eða þá fundaraðstöðu í fyrir stærri hópa í stórum sal
Fundaraðstaða (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ef klikkað er á þessar myndir þá er hægt að klikka aftur á myndirnar á síðunni sem kemur upp og er þá hægt að skoða svæðið allt í 360°myndum.
Að auki er rekin ýmis önnur starfsemi á svæðinu eins og heilsuhæli, snyrtivörugerð, Bláa Lónið, og hitavatnsframleiðsla fyrir byggðirnar þarna í kring. Hér má sjá inn í einn af mörgum sölum veitunnar en þetta eru hringmyndir sem notaðar voru í auglýsingagerð fyrir Sagafilm á sínum tíma.
Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rörin og pípurnar í kringum svæðið getur verið sannkallað listaverk
Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gaman er að taka næturmyndir af gufunni sem streymir úr rörunum - Slík myndataka gefur oft skemmtilega stemmingu
Hitaveita Suðurnesja (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bláa lónið springur út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2008 | 08:24
NEYÐARKALL FRÁ KÓPAVOGI VEGNA SAMGÖNGUMÁLA EÐA OFNEYSLU Á BAKKELSI!
En mikið er nú ótrúlegt hvað ráðherra var annars fljótur að bregðast við þegar bæjarstjórinn var farin að bera sig illa í fjölmiðla vegna sinnuleysis ráðherra.
En mestar voru áhyggjurnar út af gífurlegri neyslu á bakkelsi sem bæjarstjórinn var búinn þurfa að torga einsamall í samfellt 9 mánuði.
Nú er biðin blessunarlega á enda og báðir vonandi gengið sáttir, saddir og ánægðir frá borði.
Grein af eyjan.is um Gunnar Birgisson bæjarstjóra í Kópavogi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En spurningin er:
Hvað fór fram á fundinum?
Var það þessar hugmyndir hér sem undirritaður hefur bloggað um af mikilli eljusemi sem skoða má nánar hér:
Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni og þá í hluta af Kópavog?
Hér er hugmynd að einu slíku:
Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.
Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:
Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur
Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?
Reykjavíkurborg og Kópavogsborg geta í sameiningu stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og keypt þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.
Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.
Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa dagana.
Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6-8 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.
Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum taka eitthvað um 2 ár
Svo er spurning hvort að þeir félagar hafi gefið sér tíma til að líta aðeins á hugmyndir varðandi:
JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í GEGNUM KÓPAVOG! - HUGMYNDIR OG KORT
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
En annars var ég að spá í að prófa að bjóða bæði ráðherra og bæjarstjóra í bakkelsi og fara yfir ýmsar af þeim hugmyndum sem að ég hef viðrað hér á blogginu varðandi samgöngumál síðastliðið ár.
Spurning að kanna hvort að það sé hægt að fara að fá eitthvað greitt fyrir sinn SNÚÐ hjá þeim félögum :)
Kjartan
Tæknimyndir ehf
WWW.PHOTO.IS
Samgönguráðherra á fund bæjarstjórans í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.2.2008 | 07:50
MIKIÐ VAR AÐ BELJAN BAR Í FJÓSINU HJÁ VALDIMAR
Kýr úr Mývatnssveit að lýsa hér yfir ánægju sinni með stöðu mála inni á Alþingi og Borgarráði þessa dagana (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá nokkrar greinar og tillögur um lestarkerfi á Íslandi í ýmsum útfærslum fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér málið nánar.
Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/
Jarðlestarkerfi í Reykjavík - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283/
Lestarkerfi fyrir Austurland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/
Lestarkerfi fyrir Norðrland - kort
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/
Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/
Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/
Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/
STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/
HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/372669/
BYRJA SEM FYRST Á AÐ LEGGJA 25 KM TILRAUNABRAUT FYRIR LÉTTLEST
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379281/
LÉTTLEASTAKERFI + REIÐHJÓL
http://photo.blog.is/admin/blog/entry/385432/
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/392155/
En enn og aftur til hamingju :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt 11.3.2008 kl. 18:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.2.2008 | 14:01
JARÐGÖNG FYRIR BÍLAUMFERÐ Í GEGNUM KÓPAVOG! - HUGMYNDIR OG KORT
Styttum akstursleiðir, spörum tíma og minkum mengum. Færum bílaumferð og þungaflutninga í jarðgöng í stað þess að aka í gegnum íbúðabyggðirnar.
Minkum álagið á vegakerfi í íbúðarbyggð Kópavogs með því að stytta allar leiðir. Spörum flókin gatnamót og flókna brúarsmíði.
Höfum umferðina innandyra og blásum á það tíðarfar sem ríkt hefur hér síðustu daga með um 300 bíla tjóni á einni viku!
En jarðgöng fyrir bílaumferð eins og sjá má á eftirfarandi teikningu gæti líka verið lausn á vandanum.
Hugmyndir að jarðgöngum fyrir bílaumferð um Kópavog (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
1) Bora einföld göng frá miðbæ Reykjavíkur að Smáralind er um 5.5 km tæki 70 - 225 daga. (Tjörnin - Öskjuhlíð 1.2 Km, Öskjuhlíð - Fossvogur 2.1 Km og Fossvogur - Smáralind 2.1 Km)
- Þessi göng myndu minka mikið umferðina um gatnamótin Miklubraut/Kringlumýrabraut
- Það er mikið mál að komast yfir á svæðið fyrir þá sem þurfa að fara frá Fossvoginum yfir í Smárann nema fara miklar krókaleiðir í gegnum byggðina í Kópavogi þar sem fari er um íbúðarbyggð, skólahverfi og fjölda hraðahyndranna.
2) Bora göng frá Breiðholtsbraut við Elliðarvatn að Smáranum sem er um 2.6 Km tæki 30 - 90 daga.
3) Bora göng frá Smáralind undir Arnarneshæð út á Hafnarfjarðarveg er um 2.6 Km og tæki 30 - 90 daga.
- Þessi leið myndi flýta mikið umferð sem væri að koma eftir Hafnarfjarðarvegi t.d. á leið út úr bænum.
Öll þessi göng sem eru um 10.7 Km væri hægt að bora í sömu keyrslunni á 130 til 405 dögum án þess að þurfa að taka borinn í sundur. Ef göngin þurfa að vera tvöföld, þá þarf að tvöfalda allar þessar stærðir.
Þá er bara næsta mál á dagskrá hjá Gunnari Birgirssyni að láta "sína" menn fara að fjárfesta í bor :)
Kjartan
Tæknimyndir ehf
WWW.PHOTO.IS
Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.2.2008 | 22:46
HVAR ER FJALLIÐ VINDBELGUR?
Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vindbelgur, Vindbelgjarfjall eða Belgjarfjall er 526 m y.s. í Mývatnssveit (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið Vindbelgur og sveitabærinn Vindbelgur í forgrunni innan um gerfigíga við Mývatn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið Vindbelgur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fjallið er að sjálfsögðu staðsett í Þingeyjasýslu, eða nánar tiltekið fyrir vestan Mývatn. En þjóðsagan segir að íbúar í því sveitafélagi hafa lengi verið þekktir fyrir að vera uppblásnir ....
En annars er málið mjög einfalt, við erum með mikið af háþrýstum gufuborholum sem væri hægt að nota til að hlaða á þrýstikúta til að keyra svona loftbíla. Er það ekki umhverfisvænt?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bíll sem gengur fyrir lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hönnun, þróun, góð hugmynd | Breytt 14.2.2008 kl. 06:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)