Færsluflokkur: Hönnun, þróun, góð hugmynd

HUGMYND FYRIR NÝJAN SKIPULAGSSÉRFRÆÐING :)

Mikið er það flott að það skuli vera komin skipulagssérfræðingur og arkitekt við stjórnvölin í borginni. Einnig er ótvíræður kostur að hún skuli líka hafa áhuga á umhverfi og landvernd.

Það er staðreynd að samgöngumál og skipulag er það sem verður sett á oddinn í borgarmálum á næstunni og er þá ekki vel við hæfi að kasta fram þessari hugmynd hér :)

Hvernig væri að kanna kosti þess að setja upp neðanjarðarlestarkerfi eða metró í borginni?

Hér er hugmynd að einu slíku:

Hugmynd að 21 Km neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hugmyndin gengur út á að tengja saman 14 staði með 21 Km neðanjarðarlestarkerfi sem liggja myndi um Reykjavík og Kópavog.

Þau svæði sem yrðu líklegust til að tengjast slíku kerfi til að byrja með gætu verið:

Nýja samgöngumiðstöðin í Vatnsmýrinni, Háskóli Íslands, KR svæðið, Miðbær Reykjavíkur, Hlemmur/Borgartún, Laugardalur, Sundahöfn, Holtagarðar, Skeifan, Bústaðarvegur, Mjódd, Smáralind, Hamraborg í Kópavogi og Kringlan/Háskóli Reykjavíkur

Næst er það spurningin, hvernig á að standa að svona framkvæmdum?

Reykjavíkurborg á að stofna enn eitt útrásarfyrirtækið og kaupa þann bor sem eftir er vegna framkvæmdanna við Kárahnjúka.

Síðan yrði borinn settur í gang og heilboruð hringleið um svæðið undir alla borgina og ekki þarf að fjárfesta í dýru landsvæði því öll framkvæmdin er neðanjarðar.

Svona bor kostar um 1.2 milljarð sem eru smáaurar miða við margt annað sem fjárfest er í samgöngum þessa daganna.

Afköstin eru að minnsta kosti 24 - 100 metrar á sólarhring og er þvermálið um 6 metrar. Borinn vegur um 600 tonn og gengur borinn fyrir rafmagni.

Að bora einn kílómeter getur verið á bilinu 10 til 40 dagar og myndi borun á slíkum göngum vera eitthvað um 2 ár

Nú er bara að bíða og sjá hvað Ólöf Guðný Valdimarsdóttir nýráðin aðstoðarmaður Ólafs F. Magnússonar borgarstjóra muni taka sér fyrir hendur á næstu vikum :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENN EIN NÝJUNGIN Í BARÁTTUNNI GEGN LOFTSLAGSBREYTINGUM

Það er margt ritað og skrafað þegar umhverfismál eru annars vegar og erfitt fyrir leikmann að átta sig á öllum þeim staðhæfingum sem haldið er á lofti. Mengun getur stafað frá mörgu og er eðlileg náttúruleg mengun þar mjög stór liður.

Sem dæmi, þá þarf ekki nema eitt stórt eldgos til að valda svipaðri mengun og allur iðnaður í Evrópu gerir á einu ári.

Náttúran er gríðarlega öflugt tæki ef svo ber undir og leitast alltaf við að ná einhverju jafnvægi í allri óreiðunni. Sem dæmi þá veldur meiri bráðnun á jöklum meiri raka í lofti og þar með meiri rigningu og því ættu sumir jöklar að stækka vegna meiri ofankomu ef eitthvað er. Aukin raki ætti að sama skapi að velda meiri rigningu og meira skýjafari sem hefði svo meiri áhrif á hvernig geislar sólar næðu til jarðarinnar og svona mætti halda lengi áfram.

Meira CO2 í loftinu ætti líka að kalla á meiri bindingu þess í jarðvegi, trjám og ölduróti sjávar.

En það var annars mögnuð frétt í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins og hana má lesa nánar hér:

Grein um umhverfisvæna orkuframleiðslu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef að Ameríkanar eru að setja svona háar upphæðir í svona verkefni, þá hlýtur að vera eitthvað mikið í það spunnið. En maður fær það á tilfinninguna þessa dagana að þeir séu að róa lífróður til að leita sér af nýjum orkugjöfum.

Ekki geta þeir verið að hertaka endalaust ný lönd til að tryggja sér eldsneyti.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hafna loftslagsbreytingum af mannavöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ORKA OG ÍSLAND ER MIKIÐ Í FJÖLMIÐLUM ÞESSA DAGANA

Þarna eru greinilega gríðarlega spennandi hlutir að gerast.

Ég varð þess heiðurs aðnjótandi síðustu helgi að fá að vera leiðsögumaður fyrir hópi af mönnum þar sem G.K. Surya Prakash var einn þeirra sem var með í för.

Það er greinilegt að það er mikið ókannað á sviði efnafræði í veröldinni í dag og mörg tækifæri fyrir hámenntaða þjóð eins og Íslendinga að hefja útrás - Nú er spurning hvað stjórnvöld ætla að gera?

Það virðist vera af nógu að taka þegar orkumál og Ísland er annars vegar þessa dagana.

Hér má sjá grein úr Fréttablaðinu um nýjar hugmyndir í framleiðslu á jarðefnaeldsneytis.

Grein úr Fréttablaðinu um G.K. Surya Prakash, um framleiðslu á jarðeldsneyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Íslenskar hveraörverur geta framleitt vistvænt eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞVÍ EKKI AÐ LEGGJA GÖNGIN ALLA LEIÐ TIL REYKJAVÍKUR - 4 KM TIL VIÐBÓTAR!

Væri ekki ráð á að klára fyrst að leggja betri veg frá Reykjavík út á Kjalarnes?

Þar þarf aðeins að leggja göng sem svarar til 4 Km og ætti það að vera leikur einn og að auki mun ódýrara þegar upp er staðið en allar brúarhugmyndirnar! Í leiðinni fengist stytting á sömu vegalengd frá Reykjavík um heila 10 Km!

Hver hefði trúað því að nokkrum árum seinna eftir byggingu þessara mannvirkja hér sem Spölur byggði undir Hvalfjörðinn á sínum tíma að nú þyrfti að tvöfalda?


Horft til norðausturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af nýrri leiðinni ásamt útreikningum ef göngin fara um Laugarnes, Viðey, Geldinganes, Álfsnes. En heildarvegarlengd er 10 km, vegur 6 km og jarðgöng eða rör 4 km.

Rör eða jarðgöng á milli eyjann frá Laugarnesi að Kjalarnesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi framkvæmd myndi stórauka möguleika á nýrri byggð, ekki langt inni í landi heldur við sjóinn á besta stað!

Hér er mynd af jarðgöngunum undir Hvalfjörð þar sem horft er til suðurs

Hvalfjarðargöngin :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo ýmsar staðreyndir um Hvalfjarðargöngin sem fengust ef vef Spalar:

Heildarlengd (göng í bergi + vegskálar) 5.770 metrar - þar af undir sjó 3.750 metrar
Tvær akreinar að sunnanverðu eru 3,6 km
Þrjár akreinar að norðanverðu eru 2,2 km
Halli vegar að sunnanverðu er 4-7%, minni en í Kömbunum
Halli vegar að norðanverðu er mest 8,1%, álíka og í Bankastræti í Reykjavík
Dýpsti hluti ganganna er 165 metrum undir yfirborði sjávar
Mesta dýpi á klöpp á jarðgangaleiðinni er 116 metrar
Mesta dýpt sjávar er 40 metrar
Mesta þykkt sets ofan á berggrunni er 80 metrar
Þykkt bergs yfir jarðgöngum er hvergi undir 40 metrum


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Bíða svars um stækkun Hvalfjarðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Önnur spennandi frétt í orkumálum Íslendinga

Ég var á ferð með skemmtilegum hóp í gær sem leiðsögumaður. Þegar ég var að fletta í gegnum vefmiðlana í morgun, þá rakst ég m.a. á þessa frétt hér:

Verksmiðja sem breytir hverareyk í bensín!


frétt af vísi.is um framleiðslu á jarðeldsneyti úr útblæstri frá álverum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef satt reynist, þá er hér á ferðinni stórkostleg tækifæri í orkumálum framtíðarinnar.

Spurning hvort að íslendingar séu að stefna í að verða 100% sjálfbærir í orkumálum

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vetnisstöð vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÁLKA, SNJÓKOMA, ÓVEÐUR, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ :)

Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir

Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Umhverfisvænn loftbíll - Ætli það sé framtíðin fyrir íslenskan markað?

Á vef Viðskiptablaðsins mátti lesa þessa skemmtilegu frétt um það nýjasta í þróun á bílum.
Indverskur loftbíll fyrir íslenskan markað


Ef að Íslendingar myndu líta sjálfum sér aðeins nær, þá gætum við orðið þau fyrstu í heiminum að setja upp "Bensínstöð" sem yrði einskonar "Orkustöð" þar sem tappað væri á farartæki beint frá gufuborholu. En þrýstingur frá slíkri holu getur verið um 200 bör og ef tappað væri á kerfi bíls með slíkri orku, þá væri hægt að aka allt að 200 km á umhverfisvænni frírri orku sem við íslendingar eigum nóg af!!!!!

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðausturrhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367893/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hálka, snjókoma og óveður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞUNGFÆRT, SKAFRENNINGUR, HÁLKA, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ

Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir Norðaustur- og Austurland Möðrudalsöræfin (Mývatn - Egilsstaðir), Álhringurinn (Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður)

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðausturland, Möðrudalsöræfi og Álhringurinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Möðrudalsöræfin Mývatn - Egilsstaðir 149 km, Álhringurinn Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður 112 km

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðaustur- og Austurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðunum - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Suðvesturhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Verið að moka á heiðum á Norðaustur- og Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STYRKJUM LANDSBYGGÐINA - EFLUM SAMGÖNGUKERFIÐ - LÉTTLESTARKERFI FYRIR NORÐURLANDIÐ!

TENGJUM BYGGÐIRNAR SAMAN

... og eflum þar með samgöngur og ferðamennsku á Norðurlandinu.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Góð kjörsókn í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STYÐJUM VIÐ BAKIÐ Á ÍSLENSKUM HÁTÆKNIIÐNAÐI

Ef það væri einhver skynsemi í ráðamönnum þjóðarinnar, þá mættu þeir horfa meira á svona lausnir eins og þessi frétt fjallar um og vera ekki allt of mikið með fókusinn á "Stóriðju" og "Álið er Málið" lausnir.

Hátækniiðnaður á Íslandi er full samkeppnisfær við það sem best þekkist erlendis. Enda hátt menntunarstig hér á landi á þessu sviði sem fleirrum.

Vandamálið með ráðamenn er að það vantar þolinmæði og úthald til að gefa svona verkefnum og öðrum sambærilegum einhvern möguleika á að lifa af.

Marel er gott dæmi þar sem fyrirtæki hefur fengið fjöldann allan af styrkjum og stuðning frá hinu opinbera og það hefur sýnt sig að virka vel - en er þá ekki allt þar með upp talið?

Íslendingar geta sótt í fjöldann allan af sjóðum og styrkjum til að þróa sambærileg verkefni.

Ég hef verið að vinna að hugmynd um að létt-lesta-væða suðvestur horn landsins einS og sjá má á eftirfarandi mynd.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins. Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ef veitt yrði fjármagn í rannsóknir og þróun á svona stóru verkefni, þá gætu mörg hátæknifyrirtæki fengið að koma að slíku verkefni og notið góðs af.

Sem dæmi um að í stað fyrirsagnarinnar þessarar fréttar "Allir bílar undir gervihnattaeftirliti" þá gæti fyrirsögnineins verið "Íslenskt lestarkerfi notast við gervihnattaeftirliti"

Að smíða létt-lestarkerfi eins og hugmyndin gengur út á, þá er það nánast mest spurning um að þora að byrja.

Nánast öll þekking og reynsla er til staðar í landinu til að þróa svona verkefni.

Sem dæmi, þá hafa Íslendingar þróað og smíðað yfirbyggingar yfir rútur í hálfa öld fyrir "sér" íslenskar aðstæður.

Gríðarleg reynsla er á sviði bílabreytinga samanber allir 4x4 ofurjepparnir sem aka um götur bæjarins.

Fyrirtæki eins og Marel og fleiri eru sérfræðingar í að flokka fisk og fl. og því ekki að vera erfitt að yfirfæra þá tækni yfir á mannfólkið, eða þá sem þyrftu að nota slíka vagna.

Þróun í hverskyns eftirlitskerfum hefur orðið gríðarleg síðustu árin og eru fyrirtæki eins og Securitas, Vari, Stjórnstöð Almannavarna og fl.. með mikla þekkingu á því sviði.

Við erum með þeim fremstu í heiminum í dag hvað varðar rafdrifin spil- og togkerfi í skip. Naust Marine / Rafboði byrjaði á sínum tíma að þróa þessi rafdrifnu spilkerfi þar sem notast var við sama rafmótor og skíðalyftur nota. Fyrirtækið fékk lítinn stuðning frá hinu opinbera og var búnaðurinn þróaður við mjög erfiðar aðstæður. Í dag eru Íslendingar fremstir á þessu svið og flytja út svona búnað út um allan heim. Sagt er að norðmenn hafi þróað hátækniiðnað sinn fyrir sjávarútveg að stórum hluta á Íslenskum fiskiskipum. Hvar væri þessi íslenski hátækniiðnaður í dag ef forystumenn stjórnmála þess tíma hefðu hugað betur að þessum málum?

Að vísu er auðvelt að láta svona lest aka um á háþrýstu lofti frá borholum sem eru víða á þessari ökuleið!

Hugmyndin að ofan gengur út á að notast við forsteyptar einingar . Við erum með gríðarlega reynslu á því sviði og líklega um 5-6 slíkar steypuverksmiðjur sem færu létt með að þróa og framleiða fjölnota burðabita fyrir svona léttlest.

Svo í lokin, þá er eitt lítið fyrirtæki sem fer ekki mikið fyrir en það er Fjölblendir sem hefur verið að þróa íslenska blöndunginn þar sem notast er við allt það nýjasta sem til er í dag í CNC stýrðri framleiðslutækni. Hjá Þessu fyrirtæki og fl. eins og Össuri er notast við 3D teikniforrit þar sem hægt er að fullhanna og prófa hlutinn áður. En í dag er notast við 3D prentara eða 3D CNC smíðavél sem fullsmíðar svo hlutinn með gríðarlegri nákvæmni.

Reykjavíkurborg, sveitafélögin og framsækin orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur, álfyrirtækin og fl. gætu síðan komið að svona stóru verkefni og veit því þann fjárhagslega og aðstöðulega styrk sem til þyrfti.

Eins og sjá má, þá er öll þekking til staðar hér heima, nú er bara að safna liði og bretta upp ermar og smíða eitt stykki Íslenskt létt-lestar-kerfi þar sem notast er við íslensa útrás, þekkingu, hugvit og ekki síst fjármagn (sem er að vísu líka hægt að fá erlendis frá í stórum samstarfsverkefnum)

Svona framkvæmd er hagvæm, umhverfisvæn og myndi stórbæta ímynd landsins út á við.

Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/

og hér nánar um málið:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/

Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hefði trúað því að það þyrfti að byggja hús utan um snjó á Ís-landi?

Stundum hef ég gert grín af auðtrúa ferðamönnum og sagt að við íslendingar byggju í snjóhúsum með lyftu. Hver veiti nema að það verði að veruleika og að það verði byggt hús utan um snjó á Íslandi - með lyftu?

Við Íslendingar eigum fullt af fjöllum og flottum svæðum. Hér má sjá eitt sem er aðeins í 99 km fjarlægð frá Reykjavík! Smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu
Loftmynd af Geitlandsjökli, smellið á mynd til að sjá risa-panorama-loftmynd af svæðinu


Hér er önnur hugmynd sem væri líklega nær að skoða aðeins betur sem fjallar um nýtt framtíðar skíðasvæði:

Skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar http://photo.blog.is/blog/photo/entry/358752/



Hér er kort af svæðinu og með því að smella á kortið þá má lesa nánar um hugmyndina.

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og hér er svo nákvæmt kort f svæðinu sem umræddar hugmyndir ganga út á

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS


mbl.is Yfirbyggð skíðabrekka í Úlfarsfelli á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband