Færsluflokkur: Jarðfræði
Nú loksins er hafið eldgos í Eyjafjallajökli. Talið er að gosið sé í austurhlíðum jökulsins, fyrir ofan Fimmvörðuháls eða á hálsinum sjálfum. Eldurinn sést víða eins og frá Fljótshlíð, Hvolsvelli, Hellu og Vestmannaeyjum. Öskufall byrjað nánast strax í byggð og síðustu fréttir herma að eldgosið í Eyjafjallajökli hefur færst í aukana og jafnvel að bjarminn hafi sést frá Mývatni! Töluvert öskufall hefur verið í Fljótsdal og er fnykurinn sterkur.
Nú er bara að vona að gosið vari ekki lengi, en gosstaðurinn er við eina vinsælustu gönguleið á íslandi og kannski ekki slæmt að fá fallega gígaröð sem ferðamenn geta þá vonandi verma sig við í framtíðinni.
Hér má sjá loftmynd sem að ég tók árið 2008 af gönguleiðinni frá Heljarkambi, Morisheiði og í áttina að Básum í Goðalandi. Líklega má telja að staðsetning á gosinu sé inn á þessari ljósmynd. Í Þórsmörk er einnig að finna skála Ferðafélagsins í Langadal. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Here you can see on this aerialphoto which I took in 2008 of the walking path from Heljarkambur, Morisheidi and towards Básum in Godaland. The location of the eruption is probably on this photo. In Thorsmork you also find huts from Ferdafelagi Islands in Langadalur. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá hluta úr stórri víðmynd eða panorama mynd af Fimmvörðuháls ásamt gönguleiðinni frá því svæði sem talið er að gosstöðvarnar séu. Leiðin liggur frá Fimmvörðuhálsi og niður að skála Útivistar í Básum í Goðalandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Here you can see part of a large panoramic image of Fimmvörðuháls with hiking path from the area where it is believed where the eruption is going on. The hiking path runs from Fimmvörðuhálsi and down the hut Útivistar in Básum in Godalandi. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er kort af hluta af gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Eins og sjá má, að þá er ég búinn að leggja jarðskjálftaóróa síðustu klukkustundirnar yfir nákvæmara kort af svæðinu. Rauðu línurnar sína mögulega staði þar sem eldgosið gæti hafa brotist fram (ca. 1 km á lend). Í fréttum kemur fram að það sé ekki undir jökli og því ekki um marga staði að ræða. Á kortinu má sjá gönguleiðina yfir hálsinn ásamt Baldvinsskála (Fúkki) og Fimmvörðuhálsskála. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Here is a map of part of the hiking path over Fimmvorduhals and the volcanic active area. As can be seen, I have put a layers over the map which show the most active earthquake spot last hours in the region. The red line show possible place where the eruption is taking place (around 1 Km eruption crack). The news stated that the eruption is not under a glacier. On the map, you can also see my last hiking path through the aria to hut Baldvin Skála (Fúkki) and hut Fimmvorduhalskala. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá Bása í Goðalandi, skála Útivistar úr lofti á góðum degi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Here you can see Básar in Godalandi from air on a good day. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson
Fleirri blogg um Þórsmörk / More blog about Thosrmörk:
Ég hef farið yfir Fimmvörðuháls með gönguhópa og bloggað um þær ferðir hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/257799
Allt á floti allstaðar eins og sjá má á þessum myndum úr Þórsmörk
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/343506
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/300667
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/282354
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/26695054
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/238783
Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri
http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Demo of my work on Youtube
http://www.youtube.com/watch?v=Y4rcoDD4pYk
Gosið færist í aukana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 16:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
22.8.2009 | 11:50
FOSSARNIR DYNKUR OG GLJÚFURLEITARFOSS Í ÞJÓRSÁ - Myndir
Hér er Ómar Ragnarsson að fjalla um fossinn Dynk og og Gljúfurleitarfoss í Þjórsá á blogginu sínu http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/934682/
Þar segir Ómar "Landsvirkjun er aftur komin á fulla ferð við þá fyrirætlan sína að drepa endanlega flottasta stórfoss Íslands"
Það vill svo til að ég er nýbúinn að fljúga upp með Þjórsá og tók þá þessar myndir:
Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Rétt vestan við er þessi fallegi foss sem mun einnig hverfa ef sett verður uppistöðulón í ánna. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of a small waterfall vest of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of Gljúfurleitarfoss waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má svo sjá aftur litla fossinn sem er rétt hjá Gljúfurleitarfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of a small waterfall close to Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Rétt fyrir ofan þessa tvo fossa er svo þetta fallega gljúfur, sem er myndað af sorfnu bergi, efst í þessu gljúfri glittir í einn af fallegri fossum landsins, Dynk eða Búðarhálsfoss í Þjórsá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of canyon where Dynkur and Gljúfurleitarfoss waterfall are in Thjorsa River in Iceland Highland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Fossinn Dynkur í Þjórsá er tilkomumikill foss eins og sjá má á þessari mynd hér. Á þessari mynd er lítið vatn í ánni en fossinn breytist mikið þegar mikið vatn er í ánni og breiðir þá úr sér yfir þessar fallegu klettamyndanir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Eins og sést vel á myndinni, þá eru margir minni fossar í Dynk. Dynkur er um 38 m hár, í Þjórsá, suðaustan undir Kóngsási á Flóamannaafrétti. Áin fellur þar fram af mörgum stöllum í smáfossum sem til samans mynda eitt fossakerfi. Eru þar fögur form en mestu skiptir þó að furðulega fagrir og margbreytilegir regnbogar verða til í fossum þessum svo að mest líkist litagosi yfir fossinum þegar sól skín á hann. Holtamenn kalla hann Búðarhálsfoss en Gnúpverjar kalla hann Dynk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er horft ofan á fossinn Dynk. Best er að skoða fossinn frá eystri bakka Þjórsár og aka þá inn Búðarháls frá brúnni á Tungnaá við Hald. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of Dynkur waterfall in Thjorsa River in Iceland Highland. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Fyrir ofan fossinn Dynk í Þjórsá er viðkvæmt gróðursvæði sem heitir Þjórsárver sem er við rætur Hofsjökuls. Þar er einnig að finna fjallið Arnarfell sem er þekkt fyrir mikla gróðursæld, enda svæðið umgirt jöklum og ám svo skepnur og aðrir grasbítar komast ekki inn á svæðið. Þar er m.a. að finna eitt stærsta uppvaxtarsvæði heiðagæsa í heiminum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aerial view of Dynkur waterfall. Dynkur (also called Búðarhálsfoss) is a wide and powerful multi-segmented waterfall on the Þjórsá River. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Hringiða við Hálslón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
12.8.2009 | 15:41
Gjástykki - Krafla - Leirhnjúkur. Myndband
Hér má sjá myndband sem að ég var að útbúa um svæðið í kringum Leirhnjúk, Kröflu og Gjástykki
Hér má skoða sama myndband í HD gæðum og með hljóði
http://www.facebook.com/video/video.php?v=1196250819160
Er enn að vinna í hljóðinu og væri fínt að fá tillögu að fallegu lagi fyrir þetta ljúfa myndband.
Hugmyndir hafa verið uppi um að útbúa eldfjallagarð á svæðinu sem að gæti verið flott hugmynd.
Var annars að ljúka ferð með einum þekktum eldfjallasérfræðingi þegar þessar myndir voru teknar.
Kjartan
Landvernd vill friða Gjástykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt 8.4.2022 kl. 09:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.8.2009 | 10:47
Flug yfir Mývatn og Leirhnjúk - Video
Flug yfir Mývatn og Leirhnjúk - Video
Hér má sjá stutt myndband sem að ég tók fyrir stuttu af Mývatni og Leirhnjúkssvæðinu.
Mikil ókyrrð var í lofti og má sjá það á nokkrum stöðum í myndbandinu og þá sérstaklega nálægt Kröflu.
https://www.youtube.com/watch?v=It-N1i56lYE
Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:
Hólmur - Klaustur - Sverrir Valdimarsson
http://www.youtube.com/watch?v=D1LGn1pLFlQ
Flug til Grímseyjar
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo
Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q
Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0
Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY
Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8
Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Hótel Valhöll brennur
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA
Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS
Vilja friðlýsa Gjástykki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt 8.4.2022 kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.7.2009 | 15:40
Flug yfir hálendið og Lakagíga - Video
Ég var rétt í þessu að ljúka mögnuðu flugi yfir Sprengisand. En flogið var 274 km á mótordreka frá Mývatni og lent við Hótel Heklu á Skeiðum á mettíma í þoku, rigningu og hávaðaroki.
Ég tek í loftið 8:07 í morgun og lendi í kartöflugarðinum við Hótel Heklu 10:26
Meðalhraðinn var 117 km/klst og max hraði var um 182 km/klst. En flughraðinn var aðeins um 90 km/klst svo að vindhraðinn hefur verið töluverður eins og sjá má.
Ég þurfti að fara "On Topp" í 7-8000 feta hæð því að það var rigning og þoka á milli Hofsjökuls og Tungnafellsjökuls og því erfitt að komast þar í gegn.
Var heppinn að finna eina gatið upp úr ruglinu ofarlega í litlum dal rétt við Kiðagil fyrir ofan Bárðardal þar sem Skjálfandafljót rennur.
En ég var einnig á flugi yfir Sprengisand um miðja nótt fyrir 2 dögum líka. En ég þurfti að komast á Mývatn. Til að byrja með var lent um miðnætti á veginum við Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Þar var bensíntankurinn fylltur. Ég þurfti að bíða af mér rigningu sem var að ganga yfir og nýtt rigningasvæði var á leiðinni. Því var ekki um annað að ræða en að skjótast yfir sandinn um 3-4 um nóttina. Á meðan ég beið, þá fékk að leggja mig í sófa í anddyri hótelsins. Ég tók síðan í loftið við sólarupprás um 3 leitið. Lítil umferð var um svæðið eins og gefur að skilja og var magnað að fljúga við rætur Hofsjökuls þegar sólin var að koma upp. Ekki var hægt að lenda inni í Nýadal því þar rigndi og tók ég krók utan um Tungnafellsjökul og lenti kl. 5 um morgun við Gæsavötn. Þar var fólk sofandi í tjöldum og einnig bílar við skálann sem er í einkaeigu. Mótordreki er frekar hljóðlátur og vaknaði ekki neinn sama hvað ég þandi mótorinn uppi á melnum sem að ég lenti á. Ég tók upp ferðavélina og las gögn af myndavélum þarna eldsnemma um morguninn á meðan ég horfði á rigningaskýin hrannast upp í kringum Kistufell við Dyngjuháls og ekki var viðlitið að fljúga upp að Trölladyngju eða Öskju eins og ég hafði planað. Heldur þurfti ég að fljúga við jaðar rigninguna alla leið niður að Mývatni og lenti þar um kl. 7 um morgun.
Ég er ekki enn búinn að vinna myndbútanna úr þessari skemmtilegu ferð norður og læt ég því nægja að sýna myndband úr síðustu ferð inn yfir Lakagíga.
https://www.youtube.com/watch?v=GBccLBvYtao
En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Grímsey, Mývatni, Mýflugi og svo ferðinni yfir Sprengisand.
Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:
Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q
Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0
Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY
Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8
Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ
Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA
Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS
Sekt fyrir utanvegaakstur á hálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt 8.4.2022 kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
21.4.2009 | 19:51
HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN? :)
1) HVAR ER ÞESSI FOSS OG HVAÐ HEITIR HANN?
2) ER ÞETTA PHOTOSHOPPAÐUR ÞINGMAÐUR FYRIR FRAMAN FOSSINN Í 109 DAGA SUMARFRÍ AÐ EYÐA PENINGUM SEM HANN VAR STYRKTUR MEÐ Í SÍÐUSTU KOSNINGABARÁTTU?
3) HVAÐ ERU MARGIR/MÖRG FÍFL'ar Á MYNDINNI?
4) ÚR HVERJU ER BERGIÐ SEM FOSINN FELLUR FRAM AF OG HVERNIG MYNDAST ÞAÐ?
Hefur einhver hugmynd um hvar þessi foss er og hvað hann heitir?
Waterfall (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Háir styrkir frá Baugi og FL | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Jarðfræði | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
18.4.2009 | 05:55
Egyptaland - Eyðimerkurferð - Hiti - Myndir
Egyptaland - Eyðimerkurferð - Hiti - Myndir
Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah
Eyðimerkurferð - The Black Desert National Park, Bahariya Oasis, Sahara, Egypt 11. Feb. 2009 Þriðjudagur
Hér er framhald á ferðasögunni um eyðimörkina The Black Desert í Egyptalandi sem má lesa nánar um hér:
SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/
Þó svo að í hugum flestra sé dregin upp sú mynd af Sahara eyðimörkinni sé ein samfelld sandauðn að þá kom það mér á óvart að svo var ekki. Eins og kemur fram í fréttinni, að þá er ekki gert ráð fyrir mikilli úrkommu á svæðinu. Ég hélt í einfeldni minni að svo hefði verið fyrir. Ég var ferðamaður um það svæði Sahara eyðimerkurinnar sem tilheyrir Egyptalandi og var farið út í eyðimörkina 3-400 kílómetra suðvestur af Kairó á stað sem nefnist El-Waha el-Bahariya or Bahariya (Arabic: الواØØ© البØرية meaning the "northern oasis").
Gulur sandurinn er að sjálfsögðu það sem er mest einkennandi fyrir eyðimörkina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
On the way to The Black Desert in Sahara close to Bahariya Oasis in Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Þar sem ekki er mikið vatn á svæðinu, að þá eru svona atvik fljót að gerast, enda getur hitinn orðið mjög mikill eða allt að 40-50°C. Við vorum þarna á ferð í Febrúar, en besti ferðatíminn er frá október fram í maí sem flokkast hjá okkur sem vetur! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Peak travel season in Egypt runs from mid October to May, and this is the best time to visit. As you will notice, the tourist season is during winter and spring. Animal bones found in Sahara Desert close to El-Waha el-Bahariya or Bahariya, northern oasis in Egypt. Where is the water ... help, Help HEELLLPP... (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er verið að koma niður af fjalli sem stendur úti í svörtu eyðimörkinni, The Black Desert. Fjallið minnir mikið á íslenskt stuðlaberg og myndaðist líklega ekki á ósvipaðan máta. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Climbing black mountain or volcano in The Black Desert. The view from the top is really nice, with similar peeks continuing on into the haze. Lot of volcano-shaped mountains with large quantities of small black stones like column rock. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér sést svo betur yfir svæðið, The Black Desert. Eins og myndin sýnir, þá má sjá mörg strýtulöguð fjöll á drei út um eyðimörkina. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Black Desert is a region of volcano-shaped mountains. There is also small black stones lying out across the orange-brown ground. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Svæðið er þekkt fyrir heitar laugar og ekki er ólíklegt að hér hafi verið miðja á megineldstöð sem hefur náð að hita bergið upp á löngum tíma og mynda þessar litfögru myndanir eins og myndin sýnir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Colorful rock in The Black Desert. Probably a center of a old volcanic area. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Þar sem er vatn, þar er líf. Eftir gönguferðina út í The Black Desert í Sahara, þá fór leiðsögumaðurinn okkar með okkur á sínar heimaslóðir. Þar hafði byggst upp lítið samfélag þar sem þorpsbúar höfðu náð að dæla upp vatni. Vatnið var svo notað til að rækta ýmsa matvöru fyrir íbúa á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Water H2O = Life. A home town of our guide. A small town out in the oasis in Sahara desert in the middle of nowhere . (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér sýnir leiðsögumaðurinn okkur hvernig þeir ná að safni vatni saman úr jarðveginum til að rækta vatnsmelónur. Grafin er djúpur skurður og plantað neðst í hann, þar safnast saman raki og vaxa svo plönturnar upp með hliðunum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Our guide show us how to grow grow watermelons in Oasis in the Libyan part of the Sahara. They make a deep ditch where they can assembled the water in the bottom for the plants ... the fields must be irrigated to grow plants like dates, figs, olives, and apricots (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Rakst annars á þetta skemmtilega plakat í hitanum úti í miðri eyðimörkinni! En það hafði verið skilið eftir af þekktum ljósmyndara sem hafði áttleið um svæðið. Ís frá Grænlandi í 40 stiga hita ... ekki slæmt! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
In the middle of nowhere in Sahara Desert I find this poster with picture of Ice from Greenland. Not so bad in 40°C in Sahara Desert :) (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:
Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:
Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/
Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/
Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/
Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
Skólahald í Egiptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/
NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/
Þurrka að vænta í Afríku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt 8.4.2022 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2009 | 06:49
MÖGNUÐ SÓLARUPPRÁS - EGYPTLAND - EYÐIMERKURFERÐ
Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah
Sólarupprás - Eyðimerkurferð - The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Sahara, Egypt 11. Feb. 2009 Þriðjudagur
Hér er framhald á ferðasögunni um eyðimörkina The White Desert í Egyptalandi sem má lesa nánar um hér / More about the trip to The White Desert in Egypt here:
SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/849122/
Egyptaland - Eyðimerkurferð - Bahariyya Oasis - Sahara. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/850755/
Hér er vaknað snemma næsta morgun til að geta náð myndum að sólarupprásinni á þessum magnaða stað. Þegar ég ætla að ná í myndavélina, að þá er bílinn læstur og leiðsögumaðurinn steinsefur hér undir teppinu úti undir berum himni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Our guide sleeping in front of his car (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Eftir að hafa vakið bílstjórann og endurheimt myndavélin, þá ákveð ég að ganga einn út í myrkri í átt að einhverjum þústum í næsta nágrenni. Seinna kemst ég að því að þessar þústir reynast vera eitt af táknum svæðisins og nefnist hæna og tré, hen and tree. Ég er tilbúinn með vélina uppstillta á þrífæti. En við miðbaug, þá er sólarupprás á nokkrum mínútum, ólíkt því sem gerist norðar og sunnar á hnettinum. Bjarminn af sólinni er þegar farin að sjást. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hen and tree. Sunrise walking in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Næst kemur uppáhalds skotið mitt í ferðinni. Hér er sólin að koma upp og náði ég að lauma mér inn á milli. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
My favor shot of hen and tree. Sunrise walking in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá sama fyrirbæri frá hinni hliðinni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Another picture of Hen and Tree on the sunny side. Sunrise walking in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Ekki er ólíklegt að geimverur komi einnig til að skoða þetta merkilega svæði. hér hefur verið skilið eftir tákn um síðustu heimsókn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
UFO, Alien or maybe ET! The Extra-Terrestrial from space! Sunrise walking in The White Desert National Park, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Víða má sjá spor í sandinum eftir ref eða önnur kvikindi eins og sporðdrekar, bjöllur, snákar. Auðvita svaf maður ekki vært þessa sömu nótt af tilhugsuninni einni um öll þessi dýr ráfandi um eyðimörkina. Hér má sjá leifar af mannaferðum. Strigaskór. Ætli eigandinn hafi ráfað lengi um eyðimörkina. Það var ekki laust við það að ég færi einnig að líta eftir beinagrindum eftir þennan merkilega fund. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
HELP! Here is someone lost in the Desert! Where are the bones? Are my lost in desert to? I hope I have my mobile phone within range so I can raised the alarm, contact my relatives in Iceland to tell them that I amlost in the desert! (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér má sjá spor eftir ref. Refurinn hefur greinilega verið á sömu leið og ég. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Steps in the Desert Sands made by desert fox. I also finde some scarab beetle tracks. How do ants and animals find their way home in the desert? They both navigate by the sun and smell! I didn't sleep well this night. I was thinking to much about the desert ants like scarab beetle and scorpion, (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það er svipað með sandinn og með sporin í snjónum. Þau hverfa næst þegar vindur blæs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Track in the sand (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Eftir að hafa borðað sama morgunmatinn í 3-4 daga. Fatbaka með osti og marmelaði. Það var haldið af stað til baka. En við litum á þennan hval sem hafði verið mótaður haganlega. Hvalurinn var holur að innan og hægt að ganga inn í hann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
On way back to Bahariya Oasis we find this whale. Here we are exploding a whale made of calc stone in The White Desert National Park, Sahara, Egypt. Remember the children's bible story of Jonah and the whale. Jonah was swallowed by the whale. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Eftir þessa æsilegu ferð um "The White Desert" í Sahara. Þá var ekið til baka ásamt öðrum jeppum á æsilegum hraða um auðnir eyðimerkurinnar. Það var ekki laust við að það rifjaðist upp fyrir manni svipuð keyrsla með ferðamenn um öræfi Íslands. Hægt er að skoða tvö myndbönd af þeim glæfraakstri sem var viðhafður á heimleiðinni hér: / 4x4 High speed driving Safari in The White Desert National Park, Sahara on way back to Bahariya Oasis, Egypt (video):
http://www.youtube.com/watch?v=7gZ2ev0rJ0M
og
http://www.youtube.com/watch?v=EZqX5OIoMQk
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð til Egyptalands / Othere related stories from the same trip to Egypt :
Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:
Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/
Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/
Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/
Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
Skólahald í Egyptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/
NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/
Jarðfræði | Breytt 17.4.2009 kl. 16:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.4.2009 | 08:38
SNJÓKARLAR Í EGYPTALANDI! - MYNDIR
Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah
The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Egypt
Ég varð þeirra ánægju aðnjótandi að fá að upplifa sólsetur, sólarupprás, fullt tungl og stjörnubjartan himin í Egyptalandi fyrir stuttu. Fyrst varð ég vitni að því þegar sólin settist á alveg á hreint ótrúlegum stað og síðan náði ég að vakna snemma næsta morgun og verða vitni að sólarupprás. Staðurinn var hreint ævintýri líkastur og draumastaður fyrir þá sem hafa áhuga á að taka myndir.
Ég varð þeirra einstöku upplifunar aðnjótandi að fá að sofa eða vaka úti undir berum himni, skjálfandi úr kulda, lengst úti í Sahara eyðimörkinni, með alla þá guðs dýrð sem núna ber fyrir augunum og eftirfarandi myndir sýna. Það er greinilega víða til falleg náttúra en bara á Íslandi!
Það er alveg með ólíkindum að þessi klettur skuli geta staðið einn og óstuddur. Vindur og sandur hafa líklega í sameiningu mótað og formað þennan klett. Eins og Sjá má, þá er ekki mikið eftir. Staðurinn er á stað sem kallast The White Desert. En þar má finna ótrúlegar kalkmyndannir sem hafa myndast á löngum tíma. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A 4x4 desert Safaris in Egypt and Evening walk in Sunset in The White Desert or Mushroom Desert in National Park, Bahariya Oasis, Egypt. A Big, Giant Mushrooms made of agabat rocks. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Spurning hvort að það þurfi að styðja við þennan hnullung. En líklega hefur hann staðið óstuddur í nokkuð marga mannsaldra. Skuggamynd með sólsetur í baksýn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A shadow picture. A 4x4 desert Safaris in Egypt and Evening walk in Sunset in The White Desert or Mushroom Desert in National Park, Bahariya Oasis, Egypt. A Big, Giant Mushrooms made of agabat rocks. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er hver kletturinn öðrum fegurri. Það er nánast sama hvert litið er (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A shadow picture. A 4x4 desert Safaris in Egypt and Evening walk in Sunset in The White Desert or Mushroom Desert in National Park, Bahariya Oasis, Egypt. A Big, Giant Mushrooms made of agabat rocks. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Náttúran getur stundum verið mögnuð. Líklega er þessi sveppur búinn að standa lengi. Hvítur kalksteinn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
A main geographic attraction of Farafra is its White Desert (known as Sahara el Beyda, with the word sahara meaning a desert). The White Desert of Egypt is located 45 km (30 miles) north of Farafra. The desert has a white, cream color and has massive chalk rock formations that have been created as a result of occasional sandstorms in the area. The Farafra desert is a typical place visited by some schools in Egypt, as a location for camping trips. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi þaðan sem fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar (enska).
Gæti hugsast að þessi unga kona ætti eitthvað vandtalað við þennan stóra haus. Það fer allt eftir ímyndun hvers og eins hvaða form og myndanir er hægt að sjá út úr þeim náttúruvættum sem þarna eru. Ég er ekki frá því að þetta sé mynd af Steingrími Hermanssyni fyrrum forsætisráðherra. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Calcium rich White Desert was once a sea bed and the fantastic shapes are created by sand, wind and water erosion. white desert I giant rock formation talking to a young women. The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér eru 3 vinkonur að mynda hvor aðra (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The White Desert covers an area of about 6,000 square kilometers and lies 500 km southwest of Cairo. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér horfir ung dama á sólina setjast niður út við sjóndeildarhringinn. Við hlið hennar er tröllaukin haus (Steingrímur Hermannsson). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The White Desert National Park, Sunset, Bahariya Oasis, Egypt (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Ég lofa að gera betur grein fyrir þessu svæði í 2-3 bloggum til viðbótar.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:
Blogg um flug með loftbelg sem Hassan útvegaði má svo sjá hér ásamt meiru:
Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/
Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/
Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/
Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/
Skólahald í Egyptalandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/847341/
NEFERTITI DROTTNING http://photo.blog.is/blog/photo/entry/843600/
Snjókarlinn ekki látinn í friði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt 17.4.2009 kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.4.2009 | 08:47
Jarðskjálfti í Grikklandi 2008
Jarðskjálfti í Grikklandi 2008, Aþenuborg.
Ég var á ferðalagi í Grikklandi, 6. janúar 2008 þegar jarðskjálfti uppá Mw6.2 að stærð reið yfir landið. Ekki varð neitt tjón í þessum jarðskjálfta, hvorki á fólki né eignum.
Ég var staddur á hóteli í miðborg Aþenu uppi á 6 hæð þegar skjálftinn reið yfir og var undarlegt að upplifa "alvöru" jarðskjálfta og finna hvernig þetta stóra hús sveiflaðist til. Þetta fékk mig til að hugleiða að það væri með ólíkindum að allra þær gömlu byggingar sem ég hafði verið að skoða vikurnar á undan hefðu náð að standa sumar hverjar í þúsundi ára. Þennan dag stóð einmitt til að skoða nokkrar af þekktustu byggingum Aþenu borgar eins og The Tower of the Winds in Plaka, Temple of Hephaestus, Church of the Holy Apostles, Stoa of Attalos, Hill of the Nymphs and the Pnyx, Valley of the Muses, Prison of Socrates, Theatre of Dionysus, Propylaea Acropolis, Parthenon Acropolis, Erechtheum Acropolis og Temple of Olympian Zeus.
Sum af þessum svæðum voru lokuð vegna jarðrskjálftans, en þrátt fyrir það náðum við að skoða alla þessa staði ásamt fleiri fallegum stöðum sem Aþena hefur upp á að bjóða.
Fyrsti staðurinn sem að við skoðuðum var The Tower of the Winds in Plaka, Greece. Þar er klukka í turni sem gengur fyrir vatni og að einhverju leitir fyrir vind líka. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Tower of the Winds in Plaka, Greece, The Tower of the Winds, also called horologion (timepiece), is an octagonal Pentelic marble clocktower on the Roman agora in Athens. The structure features a combination of sundials, a water clock and a wind vane. It was supposedly built by Andronicus of Cyrrhus around 50 BC, but according to other sources might have been constructed in the 2nd century BC before the rest of the forum. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi þaðan sem fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar:
The 12 m tall structure has a diameter of about 8 m and was topped in antiquity by a weathervane-like Triton that indicated the wind direction. Below the frieze depicting the eight wind deities Boreas (N), Kaikias (NE), Eurus (E), Apeliotes (SE), Notus (S), Livas (SW), Zephyrus (W), and Skiron (NW) there are eight sundials.[2] In its interior, there was a water clock (or clepsydra), driven by water coming down from the Acropolis. Recent research has shown that the considerable height of the tower was motivated by the intention to place the sundials and the wind-vane at a visible height on the Agora, making it effectively an early example of a clocktower. According to the testimony of Vitruvius and Varro, Andronicus of Cyrrhus designed the structure.
Næst var skoðað Temple of Hephaestus sem er ein best varðveitta byggingin á svæðinu frá þessum tíma (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Temple of Hephaestus and Athena Ergane, αÏŒς του Ηφαίστου και της Αθηνάς Εργάνης, also known as the Hephaisteion, φαιστείον, Theseion, Θησείον, is the best preserved ancient Greek temple. It is a Doric order peripteral temple, located at the north-west side of the Agora of Athens, on top of the Agoraios Kolonos (Αγοραιος) hill. From the 7th century until 1834, it served as the Greek Orthodox church of St. George Akamates (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi þaðan sem fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar
Næst var gömul kirkja skoðuð sem ber nafnið Church of the Holy Apostles (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Church of the Holy Apostles, also known as Holy Apostles of Solaki, Άγιοι ΑπÏŒστολοι Σολάκη, is located in the Ancient Agora of Athens, Greece, and can be dated to around the late 10th century. Solakis may be the family name of those who sponsored a later renovation of the church, or from "Solaki" for the densely populated area around the church in the 19th century. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
The church is particularly significant as the only monument in the Agora, other than the Temple of Hephaestus, to survive intact since its foundation, and for its architecture: it was the first significant church of the middle Byzantine period in Athens, and marks the beginning of the so-called "Athenian type", successfully combining the simple four-pier with the cross-in-square forms. The church was built partly over a 2nd century nymphaion, and was restored to its original form between 1954 and 1957.
Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi þaðan sem fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar
Rétt hjá kirkjunni er svo 2ja hæða bygging Stoa of Attalos, Athens, Greece. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
The Stoa of Attalos, Attalus, is recognised as one of the most impressive stoa in the Athenian Agora. It was built by and named after King Attalos II of Pergamon who ruled between 159 BC and 138 BC. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi þaðan sem fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar
Typical of the Hellenistic age, the stoa was more elaborate and larger than the earlier buildings of ancient Athens. The stoa's dimensions are 115 by 20 metres wide and it is made of Pentelic marble and limestone. The building skillfully makes use of different architectural orders. The Doric order was used for the exterior colonnade on the ground floor with Ionic for the interior colonnade. This combination had been used in stoas since the Classical period and was by Hellenistic times quite common. On the first floor of the building, the exterior colonnade was Ionic and the interior Pergamene. Each story had two aisles and twenty-one rooms lining the western wall. The rooms of both stories were lighted and vented through doorways and small windows located on the back wall. There were stairways leading up to the second story at each end of the stoa. The building is similar in its basic design to the Stoa that Attalos' brother, and predecessor as king, Eumenes II had erected on the south slope of the Acropolis next to the theatre of Dionysus. The main difference is that Attalos' stoa had a row of rooms at the rear on the ground floor that have been interpretted as shops
Annars tók ég um 3000 myndir í Grikklandi áramótin 2007-2008 í umræddri ferð og mun ég reyna að birta eitthvað af þessum myndum hér á blogginu þegar tækifæri gefst til. Enski textinn með myndunum er frá wikipedia þar sem hægt er að fræðast nánar um þessi fyrirbæri sem myndirnar sýna.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
Tugir látnir á Ítalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Jarðfræði | Breytt 8.4.2022 kl. 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)