Hamagangur í Þórsmörk - Hélt að Verslunarmannahelgin væri búin!

Jarðskjálftakippur mældist í Þórsmörk við skála Ferðafélagsins í Langadal

Það skyldi þó ekki vera að það sé að byrja gos Þórsmerkurmegin í Mýrdalsjökli? En þar er síðasti skjálfti um 3.4 á Richter!

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni vestan við Mýrdalsjökul, eins og þessar myndir sýna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Kort af svæði þar sem virknin er mest í kringum Mýrdalsjökul

Kort af svæði við Mýrdalsjökul (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En mér skilst að næstu mögulegu gos geti orðið á Íslandi í Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, við Hágöngur, Öskju, Kverkfjöll og svo við Upptyppinga. Þetta eru 8 möguleikar og þar af er Hekla og Katla komnar í startholurnar.

Því er allt útlit fyrir að það geti farið að gerast eitthvað mjög fljótlega - enda úr nógu að moða.

Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri

http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálfti undir Mýrdalsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er langt síðan það hefur verið eitthvað mikið fyllerí í Þórsmörk um verslunarmannahelgi.  Reyndar nokkuð langt síðan það hefur verið eitthvað mikið fyllerí þar yfir höfuð :)

Magnús Hákonarson (IP-tala skráð) 9.8.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þessi tvíræða fyrirsögn var svona meira sett fram til skemmtunar.

Aðeins að fá fólk til að brosa :)

Það er löngum vitað að ýmislegt hefur gengið á í Þórsmörkinni í gegnum árin, bæði með og án víns. Margir eiga skrautlegar minningar þaðan frá yngir árum.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 9.8.2007 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband