Færsluflokkur: Bloggar
25.6.2007 | 08:24
Nýjar myndir Kárahnjúkar
Hér er horft niður í Hafrahvammargljúfur ofan af 193 metra háu stíflumannvirki sem er um 730 metra breitt
Mynd tekin ofan af stíflumannvirkinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki annað að sjá en að það fari að verða gönguhæft í gljúfrinu. Spurning hvort að það sé bannað?
Mikið var um hreindýr á svæðinu eins og sjá má á þessum myndum. En þau voru rétt vestan við veginn á leið 910 á svo kölluðum Miðheiðarhálsi.
Hreindýr (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ætli borin sé ekki að bora á fullu undir þar sem dýrin standa? Hver veit?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Heimsmet í gangaborun? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 17:14
Ég átti mín fyrstu skref í fótbolta á Blönduósi
Kynni mín af fótbolta hófust þar og fyrir tilviljun lenti ég óreyndur í marki þegar við þurftum að keppa á móti Skagaströnd og töpuðum stórt, 7-2 að mig minnir.
Líklega er þetta hin sálræna og djúpstæða ástæðan fyrir því að seinna meir hefur mér aldrei líkað vel við fótbolta.
Aftur á mót þá lærði ég skák á Blönduósi hjá einum þeim alskemmtilegasta manni sem bjó þar í næsta húsi þar sem afi bjó. Hann var eineygður og átti gamla VW bjöllu og fengum við krakkarnir stundum að sitja í. Man ég eftir einni ferðinni þegar hann tók úr sér gleraugað til að líta í aftursætið þar sem að við krakkarnir vorum til að athuga hvort að það væri nú ekki allt í góðu lagi.
Þegar við vorum að tefla, þá var hann vanur að spila rússneska kósakkamúsík af gömlum grammfón á fullum styrk og hundurinn sem hann átti spangólaði svo í takt við tónlistina. Hann tók alltaf drottninguna af taflborðinu til að jafna aðeins leikinn. En hann hafði verið skákmeistari norðurlands ef mig minnir rétt.
Hann dó svo stuttu seinna við veiðar á bát í Hópinu.
Afi átti heima í "Sandhúsinu" svo kallaða sem var bak við Hótelið á Blönduósi nánast alveg niður í fjöru og man ég vel eftir því að öldurnar gengu stundum alveg upp að húsvegnum.
En nú er Sandhúsið því miður horfið.
Staðurinn þar sem Sandhúsið var (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við krakkarnir lékum okkur oft í þessu gamla fjárhúsi
Fjárhús (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Apótekarinn bjó í þessu húsi
Apótekarinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Húnfjörð bakari bjó í þessu húsi
Bakarinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá einn fyrsta húsmæðraskólann á landinu
Húsmæðraskólinn á Blönduósi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og svo er mjög flott Heimilisiðnaðarsafn þar sem rakin er textilsagan.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Smábæjarleikar á Blönduósi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.6.2007 | 15:57
Þá er búið að banna það líka!
Einkadansinn líður undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.6.2007 | 15:44
Draugalegt eyðibýli í Laxárdal
Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn.
Því miður hef ég ekki náð að kynna mér sögu þessa merkilega eyðibýlis nægjanlega.
En eftir því sem mér skilst, þá bjó þarna fjölskylda fram undir 1950 sem fór frá staðnum mjög skyndilega og skildi nánast allt eftir í því ástandi sem það nú er.
Þarna er komið að lokuðum dyrum þar sem útidyralykilinn er enn í skránni. Á miða í hurðinni má lesa eftirfarandi skilaboð:
Verið svo væn að stappa af fótunum
Áður en þið gangið inn
Hér er ekki stungið út nema einu sinni á ári
Miði á hurð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar inn er komið, þá blasa við innanstokksmunir, fatnaður, dagblöð og fleira nákvæmlega eins og hlutirnir voru í kringum 1950.
Það vakti strax athygli okkar gömul dagblöð sem lágu á eldhúsborðinu. Þar mátti sjá Þjóðviljann dagsettan 30 júní 1953
Þjóðviljinn frá 1953 (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar var umfjöllun um kosningarúrslit þar sem lesa mátti eftirfarandi tölur:
Sálfstæðisflokkur 37.21% (28.779)
Framsóknaflokkur 21.86% (16.912)
Sósíalistaflokkur 16.03% (12.396)
Alþýðuflokkur 15.66% (1.109)
Þóðvarnarflokkur 5.98% (4.628)
Lýðveldisflokkur 3.26% (2.525)
En fyrirsögn blaðsins var: Herbragðið tókst: Andstaðan gegn hernáminu sundraðist, þótt hernámsflokkarnir töpuðu fylgi
Eldhúsið var hrörlegt að sjá og það var ekki laust við að manni væri viðbrugðið þegar hverjar dyrnar á hverri vistarverunni á fætur annarri voru opnaðar. Þarna mátti sjá fullbúið hjónaherbergi, og barnaherbergi með öllum leikföngum, fatnaði og bókum eins og hafði verið skilið við fyrir um 50 árum síðan.
Eldhúsið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Barnaherbergið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í húsinu eru um 15 herbergi. Þar má nefna, ýmsar geymslur, bílskúr, búr, saumaherbergi, rafstöð, vinnuherbergi með hefilbekk og öðrum verkfærum
Það var ekki fyrr en heim var komið og farið var að skoða myndir sem teknar voru í húsinu að það kom í ljós að ýmsir draugar voru á myndunum eins og sjá má ef vel er skoðað á þessari mynd:
Draugur í stólnum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég var með þá hugmynd að gista í húsinu um nóttina en það var ekki laust við að það setti að manni ónotatilfinning við að fara um þessar vistaverur í rökkri, þokan var að leggjast yfir og vinkona mín sem var með mér í þessari för var orðin svo hrædd að það var ákveðið að flýta sér að skrifa í gestabókina og láta sig hverfa áður en það færi að rökkva meira.
Þessi staður er líklega einn af topp tíu stöðum sem að ég hef komið á á ferðum mínum um landið. Alveg kjörin fyrir gönguhópa sem þora ... en það má þá alltaf gista tjöldum.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 13:05
Ríkisbáknið ÞARF aðhald!
Einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að þetta hlutfall sé mun hærra hvað mig snertir persónulega!
Nútíma hagfræði snýst um að láta lýðinn vinna meira og meira og láta samt alla vera ánægða.
Á sínum tíma voru Belgar gagnrýndir mikið fyrir illa meðferð á íbúum Afríkuríkisins Kongó.
En íbúarnir voru pyntaðir og drepnir ef þeir þræluðu ekki myrkranna á milli fyrir sína yfirboðara.
Undir lokin var gagnrýnin orðin svo mikil að þeir þurftu að breyta um stíl.
Hvað gerðu þeir?
Þeir fóru að taka skatt af íbúum. Settir voru upp eftirlitspóstar um allt landið og þrælahaldið hélt áfram þó með nýjum hætti væri.
Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa sögu nánar ættu að lesa bókina
"King Leopold's Ghost" sem er ein hryllingssaga frá upphafi til enda um slæma pólitík.
http://www.moreorless.au.com/killers/leopold.html
Þetta er saga sem ekki hefur farið hátt í vestrænum fjölmiðlum enda var allt gert til að þagga hana niður á sínum tíma.
Í dag má finna margar af fallegustu borgum í Belgíu, en venjulega þurfti einhverjum að blæða þegar þessi mannvirki voru byggð.
Svo er að sjá að stjórnvöld séu enn að keppast við reisa sjálfum sér minnisvarða.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Andríki: Landsmenn voru að vinna fyrir hið opinbera til 21. júní | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 11:38
Myndir - Látrabjarg - Keflavík - Breiðavík
Dhoon (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég varð þess aðnjótandi að fá að kynnast svæðinu í kringum Látrabarg í námi hjá Leiðsöguskóla MK í Kópavogi. En þangað kom Gísli Már Gíslason og fræddi nema í gönguleiðsögn um svæðið af sinni alkunnu snilld.
Gísli Már Gíslason (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Látrabjarg og Keflavíkin ekki langt undan
Látrabjarg (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Látrabjarg er um 14 km langt og stærsta sjóbjarg landsins. Þar má finna Bjargtanga vestasta tanga landsins. Látrabjarg er talið vera eitt stærsta fuglabjarg heims og hefur verið mikil matarkista og búbót fyrr á tímum fyrir þá sem bjuggu á svæðinu.
Um aldir hefur verið sigið í bjargið eftir eggjum og fugli. Til eru skráðar heimildir um að það hafi veiðst 36.000 fuglar á einu ári.
1925 var síðasta árið þar sem sótt var í bjargið með reglulegum hætti. Þá náðust 14.000 fuglar og tekin voru 40.000 egg.
Oft hafa menn látið lífið við þessa háskalegu iðju en árið 1926 varð slys í bjarginu. En þá fórust tveir menn og upp frá því minnkaði áhuginn á að stunda sig í bjarginu.
Vestast í bjarginu er Djúpidalur og er bjargið hæst (444m) við Heiðnukinn. Á milli Rauðasands og bjargsins er Keflavík með björgunarskýli fyrir sjómenn.
Gönguleiðir liggja m.a. um Látrabjarg, til Keflavíkur, Rauðasands og Örlygshafnar. Frá Breiðuvík liggja leiðir til norðurs að gömlum verstöðvum og til veiðivatna á svæðinu.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
60 ár síðan Dhoon strandaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2007 | 09:33
Þessi er 7-8 ár að bráðna í Jökulsárlóninu
Risaísjaki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er mikið líf á svæðinu. Bæði af mannfólki og dýrum og frábært að koma þangað á góðum degi. Mikið er um sel og fugl og í lónið gengur mikið af fiski inn eins og loðnu og síld.
Hægt er að fara í siglingu um lónið á þar til gerðum hjólabátum sem hafa reynst vel á suðurströnd landsins þar sem er nær eingöngu sandur. Slíkir bátar þurfa ekki neina höfn, en á þeim er hægt að aka beint út í lónið.
En lónið er síbreytilegt og það er eins og verið sé að ferðast í gegnum listaverkasafn á leið sinni þar um. Jakar sem brotna frá ísjaðrinum eru á floti út um allt lón og fá á sig ýmsar kynjamyndir sem gaman er að skoða. Aðeins stendur um 10% af ísnum upp úr og oft má sjá jaka sem eru nýbúnir að snúa sér og fá þeir þá á sig fallegan djúpbláan lit.
Á miðri síðustu öld, þá var lítið lón og örstutt til sjávar. Síðan þá hefur lónið stækkað og sífellt streymir meira og meira af heitum sjó inn í lónið sem bræðir ísinn hraðar og hraðar.
Nú er svo komið að þarna er að myndast risastór fjörður sem er einn dýpsti fjörður landsins um 200 metra djúpur.
Ef svo heldur sem horfir, þá getur skapast sú hætta að hringvegurinn rofni og erfitt verði að brúa svona stóran fjörð í framtíðinni.
Meðalrennsli úr lóninu er um 300 rúmmetrar á sek.
Jökulgarðurinn sem skriðjökulinn hefur rutt upp á undan sér og skilið eftir þegar hann hefur hörfað verður fyrir miklum ágangi sjávar. Svæðið eyðist stöðugt og er nú svo komið að þar eru stöðugar framkvæmdir í gangi til að verja svæðið þar sem brúin stendur.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bráðnandi ísjakar efla lífríki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 08:12
Embættiskerfið lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn!
Miðbær Kópavogs
Alveg er þetta nú dæmigert fyrir embættismannakerfið að vera að níðast á og bíta í höndina á þeim sem brauðfæðir þá!
Lærði þetta fólk ekki neina mannasiðir sem fara með stjórn þessara mála þarna í Kópavogi?
Afgreiðið þetta mál STRAX, þegjandi og hljóðalaust og hafa vit á því að skammast ykkar.
Mest kemur mér á óvart að Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs skuli vera að eltast við svona tittlingaskít. Maður man nú ekki eftir að það hafi verið settar svona þröngar skorður við hans eigin atvinnurekstur í bænum!
Það er til fullt af svona bulli sem virðist vera látið viðgangast í stjórnsýlsunni án þess að nokkuð sé að gert. Enda ekki von á öðru þegar þingið er þessa daganna í 109 daga sumarfríi!
Því miður bjóða sum störf upp á meiri smákóngamennsku og valdníðsla en önnur. Frami í slíkum störfum er líklega hvað mestur hjá ríkinu.
Sparnaður hjá þeim sem fara með stjórn mála þarna í Kópavogi skipta víst litlu máli þegar svona heit mál eru í gangi. Væri ekki ráð að eyða tíma og peningum í eitthvað þarfara. Spurning um að fara að rifja upp öll fínu kosningaloforðin
Annars hélt ég að einelti væri bannað með lögum, bæði innan og utan kerfisins.
Þarna eru greinilega á ferð lægstu hvatir mannskepnunnar sem eiga heima einhverstaðar annarstaðar en í siðuðum þjóðfélögum.
En það þarf víst ekki að fara langt í Kópavogi til að sinna slíkum þörfum :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Styr staðið um hárgreiðslustól í 4 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.6.2007 | 23:58
Myndir - Selfosskirkja
Hér er horft til austurs.
Selfosskirkja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er Gunnar að gifta Þröst Árnason og Þorbjörgu Valgeirsdóttur, að vísu í Skálholtskirkju. En þau búa nú á Selfossi.
Gifting í Skálholti
Hér má sjá kirkjuna ásamt kirkjugarðinum.
Selfosskirkja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Og svona í lokin, þá vil ég minnast Guðmundar Þórðarsonar frá Kílhrauni. En leiði hans má vitja í Selfosskirkjugarði.
Guðmundur Þórðarson frá Kílhrauni
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eyþór Arnalds nýr meðhjálpari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 23.6.2007 kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 19:15
Misvísandi fréttaflutningur!
Það er langur vegur á milli Beruvíkur og Öndverðarnes á Snæfellsnesi, eitthvað um 15-20 km.
Annars eru ekki margir staðir á þessu svæði þar sem hægt er að aka fyrir utan hina hefðbundnu leið um nesið að klettabelti á stórri rútu.
Eina leiðin sem að ég man eftir er leiðin út að Öndverðarnesi og þar eru víða krappar beygjur innan um háa kletta.
Rútubílstjóri misreiknaði sig í beygju - hættan minni en talið var í fyrstu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)