Færsluflokkur: Bloggar

Öndverðarnes þar sem slysið átti sér stað

Að Svörtuloftum á Öndverðarnesi liggur skemmtileg leið sem bílstjórinn hefur líklega verið að aka. Leiðin er mjög flott þar sem ekið er eftir mjóum vegi sem getur verið ansi hrikalegur á köflum. Leiðin að Skarðsvík er með bundnu slitlagi en þaðan út að Svörtuloftum og Öndverðarnesi er leiðin aðeins fær vel búnum bílum.

Hér er svo fjaran sem er oftast farið með ferðamennina í:

Skarðsvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá vitann við Svörtuloft úr lofti

Svörtuloft (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Líklegt er að bílstjórinn hafi verið að að aka Öndverðarnesveg til að komast í fjöruna í Skarðsvík sem má sjá hér:

Skarðsvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ferðahópur á Öndverðanesi á ferð að skoða hvali sem eru að synda rétt fyrir utan ströndina

Vitinn á Öndverðanesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þekkt er gönguleiðin: Móðuvör - Skarðsvík - Öndverðarnes

Leiðin er gríðarlega falleg (rúmir 4 km). Skarðsvík er falleg vík með ljósum sandi í skjóli kletta.

Á Öndverðarnesi má sjá minjar eftir útræði og búskap fyrri tíma. Brunnurinn Fálki er ævafornt vatnsból Öndverðarness.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikil skelfing greip um sig þegar rúta vó salt á klettabrún
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í hvað fara svo peningarnir?

Nú streyma peningarnir inn sem aldrei fyrr.

Ríkiskassinn tútnar út og þingmenn keppast hver um annan við að eyða því sem inn kemur með sem skjótustum hætti.

Ekki mun af veita, enda fara útgjöld ríkisins sívaxandi vegna hækkandi launa þingmanna. Eftirlaunin verða ríflegri með hverjum deginum sem líður og eitthvað kosta svo allar þessar þotuferðir sem þingmenn flykkjast í þessa daganna undir því yfirskyni að þeir séu að fara í "bráðnauðsynlegar" ferðir á vegum stjórnvalda.

Að sjálfsögðu er ferðast á SAGA-Class og gist á fínum hótelum með tilheyrandi lúxus.

Þegar heim er komið, þá bíður væn summa inni á reikningnum í formi dagpeninga ásamt ríflegum launum sem greidd eru samviskusamlega af ríkissjóði - eins og allan annan kostnað sem af vafstri þessara ráðamanna hlýst.

Þó svo að þeir fái ríflegar dagpeningagreiðslur samkvæmt "lögum" þá er allur kostnaður "líka" greiddur þó svo að umræddum dagpeningum sé ætlað að dekka slíkan kostnað að stórum hluta.

Nú er hver þingmaður komin með her af aðstoðarmönnum og fjöldi ráðuneyta orðin þvílíkur.

Nauðsynlegt er hverjum ráðherra að hafa stóran kór af undirmönnum sér til aðstoðar og því fleiri "já" menn því betra. Enda fljótir að missa tengslin við þá aðila sem þeir eru í rauninni að starfa fyrir.

Verst er þó hvað er orðið hátt hlutfalla af þingmönnum sem eru lögmenn, hagfræðingar eða stjórnmálafræðingar.

Þessi menntun er að verða nokkuð örugg leið til að komast í klúbbinn. En líklega er hátt hlutfall lögmanna í ónefndum stjórnmálaflokki - enda nauðsynlegt til að tryggja ákveðin starfskilyrði.

Var ekki annars einn nýkjörinn að selja jeppann "sinn" fyrir nokkrum dögum? En bílinn hafði hann fengið úthlutað frá Ríkissjóði starfsins vegna. Hagnaðurinn varð víst svo mikill af sölunni að hann var að spá í að fjárfesta í veglegu sumarhúsi í staðinn.

Allt samkvæmt lögum - sem þeir sjálfir setja!

Kjartan


mbl.is Afkoma ríkissjóðs batnar á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Okkur vantar einn svona :)

Spurning um að hleypa fleirrum að kjötkötlunum hér á landi.

Einhvernvegin hafa mál þróast þannig að auðurinn hefur vaxið gífurlega hjá sumum í krafti aðstöðu sem þeir hafa komist í, með og án hjálpar!


mbl.is „Hrói höttur“ settur í steininn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki Selfoss fallegur bær?

Það eru ekki margir bæir sem hafa náð þeim glæsilega árangri að hafa alið upp 2 forsætisráðherra. En við aðalgötu bæjarins hafa búið bæði Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson.

Hér má sjá miðbæinn á Selfossi.

Selfoss, Tryggvaskáli, fyrrum kaupfélag Árnesing og fl. góðir staðir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Svo ku fyrrum landbúnaðarráðherra búa á "góðum" stað líka. Skemmtilegri veislustjóri og ræðumaður er vandfundinn. En það telst góður kostur þegar menn eru komnir inn á þing.

Guðni Ágústsson býr víst ekki á Brúnastöðum lengur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er óvanalegt að svona stór byggðakjarni skuli ná að byggjast upp þar sem ekki er aðgengi að sjó.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverð umræða!

Í fréttinni má lesa eftirfarandi:

"Inn í það væri byggt flækjustig sem væri til þess fallið að draga alla málsferð á langinn og tók dæmi um mál þar sem Hæstiréttur hafi fellt niður refsingu þar sem mannréttindi hafi verið brotin á sakborningum þegar mál töfðust úr hófi."

Vandamálið er bara að fyrir suma að koma máli fyrir Hæstarétt er ekki fyrir neina meðaljóna og það kostar peninga og tekur líka tíma!

Spurning hvort að kerfið sé að vakna upp við vondan draum.

Líklega erum við á Íslandi með eitt frumstæðasta stjórnsýslukerfi sem um getur þó víða væri leitað.

Það er ekki venja að fólk fái að rífast og skammast yfir gjörðum alvaldsins hér á íslandi.

Ef mjólk er hækkuð t.d. í Danmörku um 1 krónu, þá verður allt vitlaust og fólk er fljótt að taka við sér. Það bara hættir að kaupa mjólk í nokkra daga.

Þetta heitir samstaða og virðist vera algjörlega óþekkt fyrirbæri á íslandi. Því miður er þrælslundin mönnum svo töm að undrun sætir.

Hver ætli fari með stjórn landsmála í þá 109 frídaga sem 63 nýkjörnir þingmenn voru að fara í?

Ætli sé hægt að stjórnað landinu úr heitapottinum í fína sumarhúsinu sínu þar sem setið er með bjór í annari og fartölvuna í hinni ?


mbl.is Efla þarf málsmeðferð efnahagsbrota á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er víst fossinn sem er verið að stressa sig yfir.

Þetta ku vera vatnsmesti foss landsins

Hér er einn að kanna hvort að það sé fiskur í ánni. Umræddur flugmaður er víst ný komin úr laxveiðiferð frá Rússlandi. Þar veiddi hann ásamt föður sínum um 30 stórlaxa, þar sem meðalþyngdin var rúm 19 pund. Sá stærsti var um 40 pund á þyngd! Ég taldi mig góðan að hafa náð einum sem var 22.5 pund hér um árið. Eftir veiðina góðu, sem fékkst á breiðunni fyrir ofan brúnna í Soginu, þá hætti ég öllum dýrum laxveiðiferðum :(

Urriðafoss (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Flóahreppur hafnar Urriðafossvirkjun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glóðvolgar myndir frá Hafnarfirði

Flaug með nema í gær yfir svæðið þar sem kvartmílubrautin er úti í hrauninu suðvestan við Hafnarfjörð. Litum í kaffi hjá skotmönnum á Iðavöllum. Gaman að sjá hvað Hafnarfjörður er búinn að gera fyrir margar íþróttagreinar eins og akstursíþróttir, módelflug, skotfimi ... En svæðið virðist koma vel út fyrir slíka starfsemi. Þarna er nánast alltaf gott veður nema þegar er einstöku sinnum suðaustan átt.

Hér má sjá Álverið Alcan í góðu veðri

Alcan í Straumsvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst er flogið fram hjá gólfvelli Hafnfirðinga og þaðan yfir höfnina í átt að Úlfarsfelli.

Hafnarfarðarhöfn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Fíkniefni fundust í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg afsökun - Hann er bara svona hræddur við konur

Málið er einfalt, það er greinilega sálfræðilegt.

Þessi kvöð á hann að þurfa að giftast veldur því að hann fellur stöðugt :)


mbl.is Féll í 38. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þórsmörk - Paradís á jörðu!

Þórsmörk er alveg hreint ótrúlegt svæði að ferðast um

Hér kemur gönguhópur eftir erfiða ferð yfir Fimmvörðuháls niður í Þórsmörk.

Fallegir fossar sem koma frá skriðjöklinum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fimmvörðuháls er án efa ein af fallegri gönguleiðum landsins. Leiðin liggur frá Skógum þar sem gengi er upp með Skógarfossi. Leiðin liggur á milli Eyjafjalla- og Mýrdalsjökuls. Vegalengdin er um 22 km, áætlaður göngutími um 9-12 klst., lóðrétt hækkun/lækkun um 1000m. Á leiðinni eru tveir skálar, annar komst nýlega í eigu Ferðafélags Íslands (Fúkki) og hinn í eigu Útivistar.

Danskir skátar á ferð í Þórsmörk – De danske spiderpige

Hér er farin ævintýraleg leið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er staður sem ekki margir vita af á leið inn í Þórsmörk. En þetta er staður sem Börkur leiðsögumaður benti mér á og sagði hann að það væri kjörið að fara með skólakrakka þarna í gegn í lok ferðar. En það verða allir holvotir eftir að hafa farið þarna í gegn. Fínt prógramm inn í óvissuferðir hjá fyrirtækjum. Best að hafa með sér strigaskó, þykka sokka og regnbuxur og loka vel skálmunum að neðan því vatnið er kalt :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Þórsmörk og Goðaland eru þjóðlendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér má sjá Alþingishúsið og nýja skálann sem byggður var fyrir stuttu

Húsið er hlaðið og byggt 1880-81 úr íslenskum grásteini. Fyrir miðju hússins er kóróna og merki Kristjáns IX, Danakonungs. Kringlan svokallaða bættist við bakhlið hússins árið 1908. En hún er byggð til að taka á móti erlendum gestum.

Loftmyndir sem teknar voru á flugi í góðu veðri 2006

Alþingi íslendinga (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þarna eiga að starfa 63 þingmenn sem nýbúið er að kjósa á þing. En núna eru þeir komnir í 109 daga sumarfrí - á fullum launum. Líklega er hér á ferðinni einn dýrasti vinnustaður á íslandi og ekki bætir úr skák að hann er hálftómur stóran hluta af árinu.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Nicholas Burns heimsækir Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband