Færsluflokkur: Bloggar

Hér eru myndir af meintum sökudólgum :)

Hér eru greinilega sökudólgarnir. Núna vantar bara nöfnin :)

Loftmyndir sem teknar voru á flugi í góðu veðri 2006

Mótorhjólamenn að njóta náttúrunnar á Þingvöllum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svei mér þá ef einn er ekki að tala í símann líka!

En er ekki óþarfi að vera alltaf að amast við allt og öllu. Þeir verða að fá að skvetta úr klaufunum einstaka sinnum eins og aðrir. En annars er nóg fyrir þá að vera á litlum mótorhjólum miða við þær hraðatakmarkanir sem þeim eru settar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Hægra megin við 200
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er svo þessi blessaði torfkofi :)

Verð að viðurkenna að ég hafði töluvert fyrir því að leita af þessum torfkofa sem á víst að vera í nágrenni Stokkseyrar

En hér er staðurinn og greinilegt er að það er mikil uppbyggingarstarfsemi framundan :)

Stokkseyrir úr lofti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mér datt einna helst í hug að þarna væri á ferð einhverjar leifar af stóru þorpi sem var á milli Stokkseyrar og Eyrabakka einhvertímann í fyrndinni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jónsi kaupir torfbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona leit dalurinn út í Henglinum fyrir 3 dögum síðan

Flaug yfir Hengilinn fyrir 3 dögum síðan og tók þá þessar myndir hér:

Þar má greinilega sjá nokkra skála og laugar sem gaman væri að auka aðgengi göngumanna að.

Hengilssvæðið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef bloggarar þekkja þarna til, þá væri ekki verra að fá nöfn á myndirnar.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Markviss stjórn útivistarsvæða Orkuveitu Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hús og aðstaða tekin af íþróttafélagi!

Nú stefnir í það að Grund, aðstaða flugmanna sem stunda svifdrekaflug, paragliderflug (svifhlíf), mótorsvifdrekaflug, 3ja ása fis flug og paramótorflug (svifhlíf með mótor) verði tekin af okkur. En félagsaðstaða til 30 ára verður nú að víkja fyrir stækkun Reykjavíkur.

Eins og sjá má þá samanstendur fisfélagið af um 5 mismunandi flugíþróttagreinum.

Allt virðist þetta vera fljótandi hvernig staðið er að þeim málum hvernig félagsmönnum verði bætt sú aðstaða og húsnæði sem af þeim er tekin. En þess má geta að félagsmenn hafa sjálfir byggt upp í eigin reikning umrædda aðstöðu síðustu 20-30 árin.

Borgin er að fá í sínar hendur eitt fallegasta byggingarsvæði á stórreykjavíkursvæðinu og það verður fróðlegt að sjá hvort að okkar íþróttafélag sitji við sama borð eins og önnur íþróttafélög. En í næsta nágrenni má sjá að vel hefur verið gert við þá sem stunda fótbolta-, golf-, hesta- eða aðrar íþróttagreinar.

Undalegt er að gólfvellir fá að rísa upp á dýrustu landssvæðunum án athugasemda á meðan ýmsar aðrar hliðaríþróttagreinar þurfa að víkja sem lengst í burtu. Þar mætti nefna skotveiðar, mótorkross í því sambandi.

Ég man ekki betur en að Kópavogsbær fengi vel fyrir sinn snúð þegar þeir fengu land hestamanna og seldu svo með góðum gróða stuttu seinna.

Við félagsmenn fisfélagsins verðum að vona að við sitjum við sama borð og önnur íþróttastarfsemi í landinu og að jafnræðisreglan verði í hávegum höfð hjá Reykjavíkurborg.

Hér má sjá félagsaðstöðu fisflugmanna að Grund við Úlfarsfell.

Grund félagsaðstaða fisflugmanna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Einnig má sjá hvar verktakar eru byrjaðir með uppbyggingu á svæðinu strax á árinu 2006 með því að klikka á mynd.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. en er eitthvað að því þó svo að fisflugið fái að dafna með íbúðarbyggð? Flugvöllurinn í Mosó á Tungubökkum hefur virkað vel innan um hestaíþróttir m.m. En fis eru nánast hljóðlaus að verða og gangurinn í þeim eins og góðum bíl. Líklega er best fyrir félagið að setja lögbann á þær byggingar og famkvæmdir sem koma til með að rísa næst félagsheimilinu þar til að Reykjavíkurborg er búinn að ganga frá samningum við fisfélagið!

En það þarf að meta eignir og aðstöðu sem búið er að byggja upp svo að félagsmenn geti komið sér upp samsvarandi aðstöðu á nýjum stað.


mbl.is 374 vilja lóðir í Úlfarsárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greinilega mjög vinsæl íþróttagrein

Hver segir svo að það sé ekki hægt að hafa einhverja ánægju af fótbolta :)

Þetta fer að verða eitt það mesta áhorf (720.000) sem íslenskur fótbolti hefur fengið í fjölmiðlum.


mbl.is Fimmta mark Svía gegn Íslendingum vinsælt á YouTube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pissað í 2119 metra hæð :)

Ég gerðst svo frægur hér um árið að geta pissað uppi á hæsta fjalli landsins sem var þá 2119 metrar á hæð. En því miður, þá mælist fjallið eftir síðustu mælingar aðeins 2110 metrar :(

Að auki hef ég pissað á lægsta stað landsins sem er -165 metrar. En það gerðist í Hvalfjarðargöngunum þegar ég var að vinna þar við hljóðmælingar á sínum tíma!

Er einhver sem hefur gert betur?

4x4 jeppaferð sem farin var á Vatnajökul árið 1997.

Hér eru jeppar loksins komnir upp á tindinn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. svo er eitthvað um að menn hafi spilað gólf uppi á jöklum landsins með rauðum kúlum. En Langjökull liggur á bilinu 800 metrum upp í 1400 metra hæð.


mbl.is Golf í 714 metra hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tjarnaprestakall? Myndir

Má ekki ætla að að þessi kirkja sé í umræddu prestakalli

En hér má sjá Kálfatjarnarkirkju í Kálfatjarnarsókn rétt hjá Vogum á Vatnsleysuströnd.

Kálfatjarnarkirkja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kálfatjarnarkirkja var byggð á árunum 1892-93 og vígð 11. júní 1893 af biskupi, herra Hallgrími Sveinssyni. Kirkjan er byggð úr timbri, járnvarin á hlöðnum grunni, meters háum. Kirkjusmiður og höfundur kirkjunnar var Guðmundur Jakobsson, húsasmíðameistari, en honum til aðstoðar var Sigurjón Jónsson kennari. Magnús Árnason, steinsmiður frá Holti á Vatnsleysuströnd hlóð grunninn. Pílárar á svalarbrúnum og í altarisgrindum ásamt ýmsum útskurði annaðist Þorkell Jónsson, bóndi í Móakoti á Vatnsleysuströnd. Bygging kirkjunnar gekk afar hratt, hófst smíði hennar þegar eftir að gamla kirkjan hafði verið rifin, sú kirkja náði aðeins 29 ára aldri, byggð 1864. Nýir bekkir voru smíðaðir í kirkjuna 1968, teiknaðir af Ragnari Emilssyni. Söngloft er vestantil í kirkjunni og út með hliðunum eru svalir. Hún rúmar150 manns samtals á báðum hæðum. Altaristaflan er eftirmynd altaristöflunnar í Dómkirkjunni í Reykjavík og jafn gömul kirkjunni, gerð af Sigurði Guðmundssyni málara.

Eins og sjá má, þá er ekki auðvelt að átta sig á öllum þessum sóknum út um allt land :|

Hér gefur að líta þær sóknir sem tilheyra Kjalarnessprófastsdæmi.

Garðasókn - Garðaprestakall

Kálfatjarnarsókn - Tjarnaprestakall

Grindarvíkursókn - Grindavíkurprestakall

Kirkjuvogssókn - Njarðvíkurprestakall

Keflavíkursókn - Keflavíkurprestakall

Lágafellssókn - Mosfellsprestakall

Bessastaðasókn - Garðaprestakall

Brautarholtssókn - Reynivallaprestakall

Reynivallasókn - Reynivallaprestakall

Hvalsnessókn - Útskálaprestakall

Útskálasókn - Útskálaprestakall

Ofanleitissókn - Vestmannaeyjaprestakall

Víðistaðasókn - Víðistaðaprestakall

Ytri-Njarðvíkursókn - Njarðvíkurprestakall

Njarðvíkursókn - Njarðvíkurprestakall

Hafnarfjarðarsókn - Hafnarfjarðarprestakall

Ástjarnarsókn - Tjarnaprestakall

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

Texti er að einhverju leiti fengin af http://www.kirkjan.is/


mbl.is Níu umsækjendur um Tjarnaprestakall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litla kaffistofan - myndir

Litla kaffistofan og nágrenni

Litla kaffistofan nýtur aukinnar vinsældar meðal ferðamanna og höfum við fisflugmenn ósjaldan notið þjónustu þar eins og sjá má á eftirfarandi myndum:

Hér er Jón B. Sveinsson kokkur að úða í sig góðgætinu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þægilegt er að ná sér í eldsneyti fyrir litlu fisin. En þau þurfa ekki nema nokkra metra til að taka í loftið. Þau eru að hámarki 450 kíló og með einstaklega góða hægflugseiginleika og auðvelt að svífa þeim inn til lendingar á tún og vegi.

Hér er verið að setja 95 okt bílabensín á fisið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af svæðinu

Litla kaffistofan (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt hjá Litlu Kaffistofunni má sjá aðvörun sem sett hefur verið upp fyrir vegfarendur. Hér er hægt að sjá fjölda þeirra sem látist hafa frá upphafi ársins í umferðarslysum. Þetta virðist virka vel á vegfarendur að hafa þetta til að minna sig á. En á skiltinu má lesa að 17 hafa fallið í valinn þegar þessi mynd var tekin í ágúst árið 2005. Í ár er þessi tala síðast þegar ég vissi aðeins 2 og árið að verða hálfnað!

Aðvörun til vegtfarenda um að aka ekki of hratt (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ferðafólk á leið í sumarfrí.

Húsbíll á ferð við Litlu kaffistofuna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Bíll varð alelda við Litlu kaffistofuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tölvubilun - Hvar er sólin?

Það er þá mbl.is að kenna að sólin vakti mann ekki upp í morgun :(
mbl.is Bilun í veðurspám á mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þægileg vinna!

Hversu langt er nú aftur þetta blessaða frí sem þingmenn fá?

Vonandi nýta þeir tímann vel til að huga að öllum þeim kosningarloforðunum sem þeir gáfu fyrir stuttu!


mbl.is Sér fyrir endann á þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband