Færsluflokkur: Bloggar
13.6.2007 | 08:00
Myndir - Vífilsstaðir
Vífilsstaðir

Vífilsstaðir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vífilsstaðir voru byggðir af Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir.
Vífilsfell og Vífilsstaðarvatn er einnig kennt við hann.
Rögnvaldur Ólafsson arkitekt er hönnuður hússins sem var tekið í notkun sem heilsuhæli 1. september 1910 fyrir berklasjúklinga. Á þeim tíma var dánartíðni berklasjúklinga hæst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Frá árinu 1973 var síðan rekin spítali fyrir sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum. Stórt kúabú var rekið samhliða spítalanum, en var lagt niður árið 1974. Meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga, sem er deild frá Kleppsspítala var stofnuð þar í sérhúsnæði árið 1976. Spítalanum var lokað 2002. Í dag er Hrafnista búinn að taka reksturinn yfir og rekur þar öldrunarheimili.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 22:26
Lækjarbotnar við Lögbergsbrekku og tröllabörn!
Held að þetta sé rétt hjá mér :|

Suðurlandsvegur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er önnur loftmyndir af svæðinu og þar má sjá Waldorfskólann í Lækjarbotnum

Suðurlandsvegur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það eru kannski fáir sem vita af því að það eru tröllabörn (tröllaaugu?) þarna rétt við suðurlandsveginn sem vert er að skoða

Tröllaaugu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tröllaaugu myndast þegar hraun rennur yfir mýri eða rakt svæði. En vatnið sem er undir fer að sjóða og gufusprengingar eiga sér stað. Þá myndast litlir gígar þar sem hraunið slettist upp á barmana og holur myndast í hrauninu.
Ekki langt þarna frá eru gervigígar sem heita Rauðhólar en þeir hafa myndast við svipaðar aðstæður. Margir halda að gos hafi átt sér stað á þessum stöðum sem er ekki rétt. En hraunið getur verið komið langt að. Ekki er ólíklegt að þetta sé sama hraun og rann síðast í átt að Reykjavík. En það var fyrir um 4700 árum síðan.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Féll af vélhjóli og slasaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 07:52
Viðskiptahugmynd :)
Íslendingar eru svo mikið fyrir viðskiptahugmyndir þessa daganna.
Væri ekki ráð að stofna íslenskan sæðisbanka þar sem nafn sæðisgjafans myndi fylgja með í kaupunum og selja svo til Kína. En krafa yrði að sjálfsögðu sú að notendur yrðu að fara eftir íslenskum lögum varðandi notkun.
Þá gætu þeir fengið nöfn eins og:
Zhou Oddsson
Zhu "Haarde" Geirsdóttir
....
:)
![]() |
Eftirnafnaskortur í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2007 | 07:36
Hér má sjá
Hér eru nokkrir bústaðir inn af Skjaldbreið og er það þeim sameiginlegt að endingin á nöfnunum þeirra er ríki. Þarna má finna nöfn eins og Konuríki, Skunkaríki, Karlaríki ... En þeir sem stunda vélsleðaíþróttina eru mikið í þessum skálum, enda stutt að fara á Langjökul. Ekki veit ég hvort að þetta ríkisnafn á ættir að rekja til þess að drykkja sé stunduð á staðnum :)

Skálar við línuveginn sem liggur fyrir norðan Skjaldbreið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á flugleiðinni rakst ég á þessi fallegu sumarhús og hef ég náð að gista í einu þeirra. En fólkið á bænum Kjarnholti rekur ferðaþjónustu. Þarna er einstaklega vel heppnuð útfærsla á sumarhúsi. Myndir úr þeirri ferð má sjá hér: linkur á myndir úr ferð

Sumarhús fyrir ferðamenn í Kjarnholti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Of er búið að fljúga yfir Þrastalund, Sogið, Selfoss og nágrenni og má sjá eina langa seríu hér. Líklegt er að hér má sjá bústaðir við Sogið í eigu starfsmannafélags Landsbankans.

Sumarhús við Sogið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er gaman að sjá hvað gengið er skipulega til verks við hönnun á nýjum sumarbústaðarhverfum. Þessi mynd er tekin rétt fyrir sunnan Þingvallarvatn við virkjunina Steingrímsstöð. Hér er búið að undirbúa svæðið áður en húsin koma og gaman að sjá hvernig falleg rauðamölin skapar skemmtilega andstæður við umhverfið. Hélt annars að menn væru hættir að ná í þessa rauðamöl í gíga úr nágrenninu. Hélt að þeir væru allir orðnir friðaðir!

Rauðamöl (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá myndir sem teknar voru í fyrradag í skemmtilegu flugi frá Reykjavík á Suðurlandið. En eitthvað mátti lesa út úr fréttinni að sumarbústaðirnir væru sífellt að stækka :)

Sumarbústaður af stærri gerðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Sumarhús stærri og fleiri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 23:33
Flogið var yfir Lundareykjadal fyrir stuttu
Á myndinni má sjá tvö af fallegri fjöllum á suðvestur horninu, Skjaldbreið og Hlöðufell. Á bak við Þverfell er eitt af stærri vötnum landsins, Reyðarvatn. Hægt er að aka upp úr dalnum Uxahryggjarleið þar sem komið er inn á Kaldadalsleið.

Loftmynd þar sem horft er upp Lundareykjardal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Af þessu svæði á ég góðar minningar frá þeim tíma þegar foreldrar mínir voru veiðiverðir á Reyðarvatni eitt sumarið.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eldri kona fannst látin í heimasundlaug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2007 | 13:27
Svo að mín tillaga í morgun var þá rétt :)
Fisvélar eru hægfleygar henta mjög vel þar sem fljúga þarf lágflug.
Ekki er ólíklegt að kajakræðararnir hafi nýtt góða veðri til að sigla áfram og jafnvel tekið stefnu á Rauðasand á Vestfjörðum.
Hér má sjá flug sem farið var um Snæfellsnesið á góðum degi.

Hér má sjá öll smáatriði í fjörunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekkta dranga við ströndina - hvað skyldu þeir heita? :)

Drangar (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá þekktan vita við ströndina - hvað skyldi hann heita og hvar er hann? :)

Viti (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er þekkt vík - hvað skyldi hún heita? :)

Vík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef þessar myndir eru skoðaðar, þá má sja marga góða staði sem ræðararnir hafa mögulega getað hvílst á leið sinni.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Kajakræðarar fundnir heilir á húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
11.6.2007 | 08:13
Hér er hentug lausn - bíll með vængi

Bíll með vængi sem hægt er að draga saman þegar verið er að keyra á venjulegum vegum. (klikkið á mynd til að fara á heimasíðu framleiðanda)
Flugbílinn notar Rotax 912 ULS mótor 100Hp
75% power, cruising speed 120mph.
Þarf "1500 feet" fyrir flugtak og nokkur hundruð metra í lendingu.
Q: What is the useful load of the Transition?
A: Current design estimates place the useful load of the Transition at 550lbs while still maintaining the LSA gross take-off weight limit of 1320lbs. This 550lbs can be divided among people, bags, or fuel.
Q: How much fuel can the Transition carry and what range does it have?
A: The Transition has a 20 gallon (120lb) gas tank. With a full tank, at 75% power, the Transition has a range of 500 miles.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Ökumaður á ofsahraða reyndi að ná flugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 13:12
Ratsjárstöðvar á Íslandi
Menn verða að passa sig að fara ekki of nálægt svona radarbúnaði. En örbylgjurnar eru mjög kröftugar frá svona sendi og geta gert menn ófrjóa ef þeir koma of nálægt slíkum sendiloftnetum :)

Ratsjárstöðin á Stokksnesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Samsvarandi stöðvar má finna á Bolafjalli við Djúp og uppi á Gunnólfsvíkurfjalli á Langanesi sem má sjá hér á næstu mynd.

Ratsjárstöðin á Gunnólfsvíkurfjalli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það hafa verið deildar meiningar um það hvort að almenningur megi nota vegslóðanna sem liggja upp að þessum stöðum. En útsýnið er stórkostlegt þarna uppi.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Forseti Aserbaidjan fagnar hugmyndum um ratsjárstöð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 11:42
Leiðsögumenn á ferð í Grænlandi 2005
Hér stendur hópurinn á einum ísnum í fallegum firði norðan við Kulusuk.

Ísjaki í fjörunni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ferðin heppnaðist í alla staði vel. Þarna fékk hópurinn að kynnast af eigin raun frumstæðum aðstæðum sem þetta fólk býr við. Ekki laust við að sumir yrðu fyrir smá áfalli. Á 5 stjörnu hótelinu var sofið á gólfinu, hitað upp með olíuofni, ná þurfti í allt vatni í fötur í þar til gerða vatnspósta, klósettið var fata og engin sturta í húsinu. Hægt var að komast í sameiginlega sturtu og þvottaaðstöðu á öðrum stað í bænum.
Kulusuk er á eyju og hefur þorpið byggst upp ekki langt frá flugvellinum. Samgöngur eru erfiðar og þarf að ganga í ca. 40 mín til þorpsins. Þar búa nú rétt rúmlega 300 manns. Hundar hafa verið fleirri en íbúar þorpsins! En þegar mest var, þá vou þeir um 800 talsins.
Meðhjálparinn er búinn að taka að sér messuhaldið á staðnum. Presturinn farinn og organistinn komin á aldur og ekki neinir til að taka við þessum mikilvægu embættum. Tónlistakennslan í lamasessi og sjá má hvernig þorbsbúum fækkar smátt og smátt og húsum fjölgar sem leggjast í eyði. Unga fólkið flytur til stóru byggðakjarnanna eða til Danmerkur.

Meðhjálparinn messar yfir örfáum gestum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef gengið er um þorpið, þá má sjá að hluti þorpsins er þegar komin í eyði

Mörg húsanna eru í niðurníðslu eins og sjá má (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Haukur Hauksson kallar nú ekki allt ömmu sína. Enda búinn að búa í Rússlandi í rúm 10 ár :)

Hér er Haukur nývaknaður og til í slaginn. En morgunmaturinn var upphituð loðna frá deginum áður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrr um daginn var flogið með þyrlu frá Kulusuk til Amaksalik og seinna sama dag var siglt til baka á 2 bátum. Þoka skall á og var það þrautin þyngri að finna leið til baka í gegnum ísspöngina. Bátarnir að verða bensínlausi og hópurinn orðin villtur. Það vildi okkur til happs að einhver var með GPS og hafði sett inn punktinn á Kúlusukk deginum áður.

Einn af mörgum borgarísjökum á leiðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þorpsbúar lögðu mikið á sig til að gera för hópsins sem skemmtilegasta. Hér er verið að sýna hvernig veiðiaðferðir voru fyrr á tímum.

Skutli slöngvað í átt að bráðinni (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar sem konur eru á ferð, þar er Steinar mættur

Hér er Steinar í fangabrögðum við konuna sem var að dansa ástardansinn fyrir hann (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kyrrðin og þögnin var æpandi

Hér lagðist hópurinn niður og slappaði af eftir langa göngu - ógleymanleg stund (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er siglt með hópinn á afskektan stað og skilin eftir. Hér fóru Kjartan og Steinar í ævintýralega fjallgöngu og mátti þakka fyrir að ekki fór illa.

Báturinn kvaddur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Tíkin á staðnum var að eiga hvolpa. Eigandinn var mest hræddur um að þeir yrðu of margir og þá of marga munna að metta. Því er ekki óalgengt að einhverjum sé lógað til að spara matinn.

Tíkin kann að pósa og brosa fallega framan í myndavélina (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er brosmild fjölskylda, Jóhann, Guðrún og sonur. En þau ásamt Ársæli sáu til þess að þessi ferð yrði að veruleika. Þau hjónin eru mannfræðingar og reka smá ferðaþjónustu þarna í Kulusuk. Hægt er að leigja húsið sem hópurinn var í og geta þau hjónin hjálpað til við að skipuleggja svona ferðir.

Hér er hópurinn að borða saman á hótelinu í Kulusuk og þakka fyrir góða og vel heppnaða ferð (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ógleymanleg ferð ...
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Landhelgisgæslan veitir ísklifrurum aðstoð á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 18.4.2008 kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2007 | 21:43
Þetta er allt stór spurning
Því ekki að malbika bæði Kjöl og Sprengisand?
Hafa allar stofnleiðir góðar og leggja svo áherslur á ýmsar sérleiðir og búa jafnvel til nýjar og spennandi leiðir að stöðum sem aðeins örfáir hafa fengið að njóta fram að þessu.
Þannig mætti gefa fólki sem aldrei hefur fengið að komast inn á marga af leyndustu stöðum landsins tækifæri til að njóta þeirra líka.
Spurning um að kortleggja t.d. 100 mjög flotta staði á Íslandi sem eru með einhverja sérstöðu varðandi, náttúru, jarðfræði, sögu, dýralíf m.m. og vinna síðan skipulega að því að bæta aðgengi að t.d. 50 þeirra og skapa skynsamlega hring tengingu á milli þeirra.
Staðreyndin er að ferðamönnum til landsins fer fjölgandi og íslendingar eru farnir að fara í síauknu mæli inn á hálendið.
Því ekki að koma með tillögur að nýjum leiðum og reyna að finna nýja staði og dreifa aðeins álaginu frá þeim stöðum sem ALLIR eru að fara á.
Gaman væri að geta farið:
1) Hringferð um Langjökul á vegi þar sem ekið er með norðvestur hlið jökulsins með viðkomu á Hveravöllum. Hér er spurning hvort hægt væri að aka upp Flosaskarð á milli Eiríksjökuls og Langjökuls. Einnig gæti verið magnað að aka leið um Þórisdal þar sem komið væri niður í Skunkaríki. Það vantar 4x4 leið nálægt Reykjavík í anda leiðarinnar upp í Jöklasel í Vatnajökli. Sú leið er eins sú magnaðasta á Íslandi.
2) Hringleið um Skjaldbreið og spurning með veg upp á topp.
3) Hringleið um Kerlingarfjöll með möguleika á að aka niður með Þjórsá að vestan verðu. Einnig mætti aka niður í Hreppa frá Kerlingarfjöllum þar sem hægt væri að fara meðfram einu fallegasta gljúfri landsins sem er í Stóru Laxá.
4) Hringleið um Botnsúlurnar með þægilegu aðgengi að Glym, hæsta fossi landsins. Gæti verið stutt og skemmtileg dagleið fyrir 4x4 ferðamenn frá Reykjavík.
5) Leið út botni Hvalfjarðar inn á Uxahryggjarleið
6) Laga gömlu leiðina á milli Skálafells og Esju upp frá Mosfelli
7) Laga leiðina yfir Úlfarsfellið. Það mættu vera 2 leiðir upp á fjallið að sunnanverðu. Ein 4x4 leið og svo góður vegur fyrir rútur með plani uppi. Einn fallegasti útsýnisstaður í nágrenni Reykjavíkur.
8) Nú er hægt að aka upp á Hengilinn þar sem nýju borholurnar eru og hér ætti Orkuveitan að vera með eina borholu sem fengi að blása fyrir ferðamenn með miklum látum mætti útfæra sem einskonar hljóðlistaverk. Svo mætti halda áfram með þessa leið uppi á fjallinu með möguleika á að aka niður á 1000 vatna leiðina. Svo er möguleiki á heitum laugum á leiðinni. Spurning um að auka aðgengi efst í Hveradalinn sem liggur upp af Hveragerði. Hér eru miklir möguleikar.
9) Möguleiki er á nokkrum skemmtilegum leiðum yfir Skarðsheiðina. Nú þegar er mögnuð leið þar upp.
10) Vantar að geta ekið frá Bláfjallasvæðinu suður eftir og líka upp á fjöllin og þaðan niður í Jósepsdal.
11) Spurning með leið frá Lyngdalsheiðinni inn að sunnanverðu Hlöðufelli og þaðan inn á Haukadal. Eða einhverskonar 4x4 hjáleið á Gullna Hringnum sem myndi henta vel fyrir hvataferðir. Þyrfti að vera brattur hlykkjóttur vegur, keyra yfir á eða í árfarvegi eins og á Fjallabaki. Eitthvað þarf að gera í staðin ef það á að leggja niður eina ómalbikaða vegaspottann sem ferðamenn fá að upplifa á vinasælustu ferðamannaleið landsins.
12) Hringleið um Drangajökul (þessi var nú sögð til að æsa upp alhörðustu náttúruverndarsinnana :)
13) Hringleið um Langanes eða bæta aðgengi að suðurhlutanum í formi einhverskonar hringleiðar.
14) Hringleið um Kleifarvatn
15) Opna hringleið með ströndinni milli Sandgerðis og Hafnar. Ótrúlegt að það skuli ekki vera fyrir löngu búið!
16) Leið yfir Reykjanesið um Keilir. Möguleiki á mjög skemmtilegri 4x4 leið frá Reykjavík fyrir ferðamenn. Hér er margt að sjá og margar skemmtilegar gönguleiðir á svæðinu.
17) Spurning með að geta ekið áfram upp úr Loðmundarfirði fyrir austan og verið þannig með möguleika á hringleið á því svæði.
18) Í dag er aðeins göngufólk sem fær að sjá staði eins Lónsöræfin. Tröllakrókar er magnaður staður en aðeins á færi örfárra að fá að sjá.
19) Opna mætti betur svæðið fyrir norðan eins og Flateyjardal. Og í raun eru til slóðar á mörgum af þessum stöðum eins og skemmtileg hringleið upp úr Fnjóskadal.
20) Opna og laga leiðina frá Öskju inn á leiðina sem fer yfir Ódáðarhraun ....
Svona er hægt að halda lengi áfram.
Það má leggja stór landsvæði undir vatn, allt í nafni atvinnuuppbyggingar. Á sama tíma má ekki leggja einhverja saklausa vegaslóða sem myndu geta auðveldað mjög aðgengi ferðamanna að ýmsum áhugaverðum stöðum.
Ef það er markmið að auka ferðamannastraum til landsins, þá verður að auka vöruúrvalið líka.
Ekki er endalaust hægt að leggja bara áherslu á Gullna Hringinn og Bláa Lónið út frá Reykjavík, heldur verður að vera einhver heilstæð stefna í því að búa til nýjar leiðir frá Reykjavík þar sem sérhæfðir bílar, búnaður, þjónusta og fl. nýtist sem best hjá þeim aðilum sem standa í slíkum rekstri.
Flestar þær leiðir sem ferðamenn eru að fara í dag, eru að grunninum til leiðir sem lagðar voru hér áður fyrr af illri nauðsyn svo að fólk gæti komist á milli staða. Margar af þeim leiðum hafa oft á tíðum ekkert með ferðamennsku að gera þar sem verið er að huga að skemmtilegum leiðum eða auðvelda aðgengi að mörgum af okkar fallegustu náttúruperlum. Oft er það tilviljunum háð að þeir staðir sem stoppað er við með ferðamenn eru við þjóðveginn og stundum þarf ekki nema að taka á sig smá krók til að sjá eitthvað sem flestir keyra fram hjá á ferð sinni um landið.
Er ekki spurning um að hanna nokkrar nýjar og flottar ferðamannaleiðir?
Kjartan
p.s. það má þegar finna slóða á sumum af þessum leiðum
![]() |
Kjalvegur verði ekki malbikaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 10.6.2007 kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)