Myndir - Vífilsstaðir

Hér má sjá spítalann eða öldrunarheimili úr lofti

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vífilsstaðir voru byggðir af Vífill, leysingi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmannsins. Hann var annar tveggja þræla Ingólfs, sem fundu öndvegissúlurnar og fengu frelsi fyrir.

Vífilsfell og Vífilsstaðarvatn er einnig kennt við hann.

Rögnvaldur Ólafsson arkitekt er hönnuður hússins sem var tekið í notkun sem heilsuhæli 1. september 1910 fyrir berklasjúklinga. Á þeim tíma var dánartíðni berklasjúklinga hæst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Frá árinu 1973 var síðan rekin spítali fyrir sjúklinga með sjúkdóma í öndunarfærum. Stórt kúabú var rekið samhliða spítalanum, en var lagt niður árið 1974. Meðferðarstofnun fyrir áfengissjúklinga, sem er deild frá Kleppsspítala var stofnuð þar í sérhúsnæði árið 1976. Spítalanum var lokað 2002. Í dag er Hrafnista búinn að taka reksturinn yfir og rekur þar öldrunarheimili.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband