Er ekki Selfoss fallegur bær?

Það eru ekki margir bæir sem hafa náð þeim glæsilega árangri að hafa alið upp 2 forsætisráðherra. En við aðalgötu bæjarins hafa búið bæði Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson.

Hér má sjá miðbæinn á Selfossi.

Selfoss, Tryggvaskáli, fyrrum kaupfélag Árnesing og fl. góðir staðir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Svo ku fyrrum landbúnaðarráðherra búa á "góðum" stað líka. Skemmtilegri veislustjóri og ræðumaður er vandfundinn. En það telst góður kostur þegar menn eru komnir inn á þing.

Guðni Ágústsson býr víst ekki á Brúnastöðum lengur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er óvanalegt að svona stór byggðakjarni skuli ná að byggjast upp þar sem ekki er aðgengi að sjó.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Hvað kemur þetta blogg þitt umræddri frétt við ?  

Óskar Þorkelsson, 15.6.2007 kl. 07:17

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 07:22

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki nema það að Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður sem leggur til að gera hjólin upptæk býr á Selfossi. Svo þarf einhvern slatta af ráðherrum og þingmönnum til að búa til lögin sem sýslumaður er að vísa í.

Nefndi því 3 nöfn sem að ég mundi eftir svona í svipan í því sambandi.

En annars var ég að spá í að nefna 2-3 aðra sjálfstæðisþingmenn sem varð á í messunni þegar þeir voru að aka.

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg, missti fótanna í stjórnmálum þegar hann var tekinn fyrir ölvun við akstur og að hafa ekið niður ljósastaur og flúið vettvang.

Lögmaðurinn Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður gripinn ölvaður við akstur en slapp með sviptinguna eina og þurfti ekki að gjalda með þingsæti sínu.

Við skulum vona að þeir komi ekki til með að missa bílana sína :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 14:30

4 identicon

mjög góður púnktur

Andri (IP-tala skráð) 18.6.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband