Myndir - Lįtrabjarg - Keflavķk - Breišavķk

Hér mį sjį minningarstein um Dhoon og fleirri bįta sem fórust į svęšinu viš Lįtrabjarg. En steina žessa mį sjį į minjasafni Egils Ólafssonar į Hnjóti

Dhoon (klikkiš į mynd til aš sjį fleiri myndir)


Ég varš žess ašnjótandi aš fį aš kynnast svęšinu ķ kringum Lįtrabarg ķ nįmi hjį Leišsöguskóla MK ķ Kópavogi. En žangaš kom Gķsli Mįr Gķslason og fręddi nema ķ gönguleišsögn um svęšiš af sinni alkunnu snilld.

Gķsli Mįr Gķslason (klikkiš į mynd til aš sjį fleiri myndir)


Lįtrabjarg og Keflavķkin ekki langt undan

Lįtrabjarg (klikkiš į mynd til aš sjį fleiri myndir)


Lįtrabjarg er um 14 km langt og stęrsta sjóbjarg landsins. Žar mį finna Bjargtanga vestasta tanga landsins. Lįtrabjarg er tališ vera eitt stęrsta fuglabjarg heims og hefur veriš mikil matarkista og bśbót fyrr į tķmum fyrir žį sem bjuggu į svęšinu.

Um aldir hefur veriš sigiš ķ bjargiš eftir eggjum og fugli. Til eru skrįšar heimildir um aš žaš hafi veišst 36.000 fuglar į einu įri.

1925 var sķšasta įriš žar sem sótt var ķ bjargiš meš reglulegum hętti. Žį nįšust 14.000 fuglar og tekin voru 40.000 egg.

Oft hafa menn lįtiš lķfiš viš žessa hįskalegu išju en įriš 1926 varš slys ķ bjarginu. En žį fórust tveir menn og upp frį žvķ minnkaši įhuginn į aš stunda sig ķ bjarginu.

Vestast ķ bjarginu er Djśpidalur og er bjargiš hęst (444m) viš Heišnukinn. Į milli Raušasands og bjargsins er Keflavķk meš björgunarskżli fyrir sjómenn.

Gönguleišir liggja m.a. um Lįtrabjarg, til Keflavķkur, Raušasands og Örlygshafnar. Frį Breišuvķk liggja leišir til noršurs aš gömlum verstöšvum og til veišivatna į svęšinu.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is 60 įr sķšan Dhoon strandaši
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband