Ríkisbáknið ÞARF aðhald!

Í skýrslu Andríkis má sjá að þegar ég lík námi frá Danmörku 1987 að þá fari 130 vinnudagar að meðaltali á ári í að vinna fyrir ríkisbáknið. Árið 2005 eru þeir orðnir 174 sem er um 34% hækkun á 17 árum.

Einhvernvegin hef ég það á tilfinningunni að þetta hlutfall sé mun hærra hvað mig snertir persónulega!

Nútíma hagfræði snýst um að láta lýðinn vinna meira og meira og láta samt alla vera ánægða.

Á sínum tíma voru Belgar gagnrýndir mikið fyrir illa meðferð á íbúum Afríkuríkisins Kongó.

En íbúarnir voru pyntaðir og drepnir ef þeir þræluðu ekki myrkranna á milli fyrir sína yfirboðara.

Undir lokin var gagnrýnin orðin svo mikil að þeir þurftu að breyta um stíl.

Hvað gerðu þeir?

Þeir fóru að taka skatt af íbúum. Settir voru upp eftirlitspóstar um allt landið og þrælahaldið hélt áfram þó með nýjum hætti væri.

Fyrir þá sem vilja kynna sér þessa sögu nánar ættu að lesa bókina

"King Leopold's Ghost" sem er ein hryllingssaga frá upphafi til enda um slæma pólitík.

http://www.moreorless.au.com/killers/leopold.html

Þetta er saga sem ekki hefur farið hátt í vestrænum fjölmiðlum enda var allt gert til að þagga hana niður á sínum tíma.

Í dag má finna margar af fallegustu borgum í Belgíu, en venjulega þurfti einhverjum að blæða þegar þessi mannvirki voru byggð.

Svo er að sjá að stjórnvöld séu enn að keppast við reisa sjálfum sér minnisvarða.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Andríki: Landsmenn voru að vinna fyrir hið opinbera til 21. júní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband