Færsluflokkur: Bloggar
5.7.2007 | 08:12
Myndir - Tröllaskagi
Hringmyndir úr flugi yfir Eyjarfirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þau eru annars ófá fjöllin á Tröllaskaganum sem eru ekki beint árennileg til uppgöngu. Í þessu flugi er flogið inn Svarfaðardalinn og yfir að Hólum í Hjaltadal. Þar má sjá gamla fjallaleið sem mikið var notuð fyrr á tímum.
Fjallaskál (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í svona fjallaskálum sem eru venjulega norðan megin í fjöllunum, getur myndast hvilftar- eða skálarjökull sem er smájökull oft nálægt snælínu í fjöllum. Sumir þessara jökla geta verið urðar- eða grjótjöklar sem eru þá jöklar samblandaðir af ís og grjóti og myndast líklega við berghlaup og annað grjóthrun.
Nokkrir skálajöklar eru á skaganum og þeirra stærstur er Tungnahryggjajökull.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
24 tindar sigraðir á 24 tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2007 | 07:16
Ubs!
Ruðst inn á ofbeldismenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 15:45
Hugmyndir til að auka ferðamennsku um svæðið
Hin hefðbundna leið yfir Holtavörðuheiði frá Borgarnesi mælist 96 km að vegamótunum rétt við Borðeyri í Hrútafirði.
Með því að aka um Bröttubrekku til Búðardals og þaðan yfir Laxárdal þyrfti að aka 113 km eða 17 km lengra! Og ekki væri nú verra ef boruð yrðu göng þar sem Brattabrekka liggur nú.
Einnig væri hægt að aka 41 km lengra og skoða þá í leiðinni Mýrarnar, Skógarströnd, Búðardal, Laxárdal en sú leið er samtals 137 km.
Spurning fyrir þá sem búnir eru að aka Holtavörðuheiðina 100 sinnum að prófa þessar 2 nýju leiðir?
Einnig mætti skoða þann möguleika að laga Haukadalsskarðsveg sem er eitthvað um 23 km spotti sem liggur frá Holtavörðuheiði niður í Haukadal.
Til að ferðamenn vilji fara inn á svona svæði, þá þarf að skapa skemmtilega hringtengingu og væri þá gott að aka að sumri til þá leið og svo til baka jafnvel fallega leið upp úr Gilsfirði yfir Steinadalsheiðina.
Hugmyndir hafa verið uppi um að brúa Hrútafjörð á móts við Reykjarskóla
Reykjarskóli í Hrútafirði ásamt byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Búðardalur loftmynd
Búðardalur loftmynd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Búðardalur
Verslunin í Búðardal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Brattabrekka með Baulu í bakgrunni
Brattabrekka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Höfum setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 14:41
Hér eru myndir af ungunum 15 dögum áður :)
Gæsin AVP er hér með mikinn fjölda af ungum á eftir sér
Gæsin AVP (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá aðsetur hinnar margfrægu lögreglu á Blönduósi. Það eru ófáir bílaeigendur sem hafa verið stoppaðir í umdæmi hennar fyrir of hraðann akstur.
Lögreglan á Blönduósi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er ólíklegt að Húnavatnssýslan sé stærsta hraðahindrun landsins fyrir óþolinmóða ökumenn!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
AVP heldur upp á afmæli Blönduóss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2007 | 10:57
Reikniskekkja? - Ótrúlegar tölur ef rétt er :)
Spurning hvort að reikniskekkjan sé í þessu húsi
Orkuveita Reykjavíkur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eða þá hjá blaðamönnum mbl.is
sem eru þá í þessu húsi
Morgunblaðið (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Stærstu fljót landsins geta státað af 2-300 rúmmetrum af vatni á sekúndu! Við skulum vona að Reykjavík sé ekki að fara á kaf!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Höfuðborgarbúar duglegir að vökva | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.7.2007 | 22:42
300 rúmmetrar á sekúndu!
Þrátt fyrir mikla þurrka undanfarið, þá virtist vera töluvert rennsli í ánni. Þegar bakkarnir voru skoðaðir betur, þá mátti sjá hvað áin hefur náð hátt upp á bakkana þegar jökulsáin rann þar um áður. Nú blasti við flott gljúfur og sorfin botn árinnar sem menn hafa ekki átt kost á að sjá áður.
Nú er verið að hleypa um 300 rúmmetrar á sekúndu í ánna og grunar mig að þar sé verið að bæta meiru í ánna en venjulegt meðalrennsli fyrri ára hefur verið. Ætla má að þarna sé komið vatnsmesta fljót landsins á meðan á þessu stendur.
Hér má svo sjá ofan í tómt Hafrahvammagljúfur vikuna þar á undan.
Hafrahvammagljúfur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annars eru líklega vatnsmestu fljótin í dag Ölfusá (Hvítá + Sogið) og svo Þjórsá
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. Það er víst vissara að hafa vaðið fyrir neðan sig fyrir þá sem huga að því að fara í skoðunarferð um gljúfrið að neðanverðu :|
Hægt hefur verið á fyllingu Hálslóns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.7.2007 | 08:02
Þá eru sumarfríin byrjuð á kostnað skattborgaranna :)
Mikið er það nú gleðilegt að ráðamenn skuli geta skroppið í svona afslöppunarferðir.
:)
Í heimsókn til Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 20:33
Svona lítur þorskurinn út á Borgafirði Eystri
Hér er ánægður sjómaður að höndla þorskinn
Margar konurnar yrðu ánægðar ef þær fengju slíkan koss (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Atlantshafsþorskur (Gadus morhua) er vinsæll matfiskur með þétt hvítt kjöt. Þorskur er algengur allt í kringum landið. Hann er botnfiskur og er algengastur á 100-400 metra dýpi. Smáþorskur étur ýmsa hryggleysingja eins og ljósátu, marflær og rækju. Þegar þorskurinn stækkar étur hann loðnu og síli. Loðnan er mikilvæg fæða fyrir þorskinn og þegar loðnustofninn er í lægð þá minnkar meðalþyngd þorska sem veiðast við Ísland verulega. Stórir þorskar éta karfa, smáþorsk, skráplúru, kolmunna, ýsu og síld. Margir fiskar og sjófuglar éta þorskseiði. Selir, hvalir og hákarlar éta stærri þorska.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Framsóknarmenn mæla með 150 þúsund tonna þorskkvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2007 | 08:15
Ný kynslóð - nýjar áherslur!
Þá geta sjómenn á Eskifirði farið að biðja fyrir sér þó með öðrum hætti en þessi hér:
Minnismerki sjómanna á Eskifirði (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er útlitið gott. Því þurfa kynslóðirnar sem taka við alltaf að klúðra því sem vel gegnur?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Undirbúa sölu á kvóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 09:53
Spurning hvað á að gera?
Það eru margir sem rísa upp á afturlappirnar þegar svona gerist og vilja að núna verði eitthvað gert í málinu.
Það eru margar leiðir til að taka á svona máli.
Ein væri að setja upp fullt af skiltum, aðvörunum, köðlum, trépalla, ráða starfsfólk og setja upp ýmsan neyðarbúnað.
Önnur er sú að gera sem minnst því að oft eru hætturnar svo "augljósar" að fólk passar sig alveg sérstaklega vel við aðstæður eins og ríkja við Geysi. Enda er það stór hluti af upplifuninni að koma inn á svona svæði sem er allt eins og einn suðupottur.
Hvað ætli það labbi margir fram hjá óvörðum Blesa og í raun þarf ekki mikið útaf að bera að einhver detti þarna ofaní.
Blesi (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Brenndist þegar Strokkur gaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)