Hugmyndir til að auka ferðamennsku um svæðið

Með tilkomu brúar yfir Hrútafjörð á móts við Reykjaskóla, þá myndast nýir möguleikar fyrir þá sem aka norður.

Hin hefðbundna leið yfir Holtavörðuheiði frá Borgarnesi mælist 96 km að vegamótunum rétt við Borðeyri í Hrútafirði.

Með því að aka um Bröttubrekku til Búðardals og þaðan yfir Laxárdal þyrfti að aka 113 km eða 17 km lengra! Og ekki væri nú verra ef boruð yrðu göng þar sem Brattabrekka liggur nú.

Einnig væri hægt að aka 41 km lengra og skoða þá í leiðinni Mýrarnar, Skógarströnd, Búðardal, Laxárdal en sú leið er samtals 137 km.

Spurning fyrir þá sem búnir eru að aka Holtavörðuheiðina 100 sinnum að prófa þessar 2 nýju leiðir?

Einnig mætti skoða þann möguleika að laga Haukadalsskarðsveg sem er eitthvað um 23 km spotti sem liggur frá Holtavörðuheiði niður í Haukadal.

Til að ferðamenn vilji fara inn á svona svæði, þá þarf að skapa skemmtilega hringtengingu og væri þá gott að aka að sumri til þá leið og svo til baka jafnvel fallega leið upp úr Gilsfirði yfir Steinadalsheiðina.

Hugmyndir hafa verið uppi um að brúa Hrútafjörð á móts við Reykjarskóla

Reykjarskóli í Hrútafirði ásamt byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Búðardalur loftmynd

Búðardalur loftmynd (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Búðardalur

Verslunin í Búðardal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Brattabrekka með Baulu í bakgrunni

Brattabrekka (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is „Höfum setið eftir í uppbyggingu ferðaþjónustu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband