Færsluflokkur: Flug
3.9.2008 | 08:27
BAUHAUS MYNDIR
Þessi hús eru orðin það stór, að við fisflugmenn höfum verið að grínast með það að þökin á þessum húsum væru fyrirtaks flugvellir.
Hér má sjá verkamenn vera að reisa risaskilti á þaki Bauhaus sem kemur til með að snúa út að Vesturlandsvegi
Starfsmenn Borgarvirkis hafa verið að sprengja fyrir grunni við Bauhaus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hálfklárað hringtorg við verslunina Bauhaus við Úlfarsfell
WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af húsinu sem um ræðir þar sem sprengigarnar áttu sér stað
WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá nánar vegaframkvæmdirnar í kringum húsið
Þessi mynd er tekin í júní 2008 og er þá rétt komin upp stálgrindin fyrir húsið. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En út af vaxandi byggð við Úlfarsfell, þá hafa fisflugmenn orðið að leita af nýju svæði til að stunda sitt áhugamál og stendur til að flytja alla starfsemina fljótlega frá núverandi stað sem heitir Grund og er rétt fyrir ofan þar sem bygging Bauhaus er að rísa.
Hólmsheiði eða Reynisvatnsheiði WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá aðra stóra byggingu á svæðinu. Myndin er tekin í ágúst 2007. Þakið á þessari byggingu er á við 2-3 fótboltavelli :)
Stærsta verslunarhúsnæði landsins, 40.000 fermetrar að stærð, er í byggingu við Vesturlandsveg. Þar verða Rúmfatalagerinn, húsbúnaðarverslunin Pier og BYKO meðal annars. Skammt frá, hinum megin Vesturlandsvegar, hefur þýska fyrirtækið Bauhaus keypt lóð og hyggst reisa 20.000 fermetra verslunarhúsnæði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á sama tíma er ekki einu sinni byrjað á byggingu Bauhaus sem ætti þá að vera ofarlega til hægri í þessari mynd
WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En það er þó byrjað á því að sprengja fyrir grunninum eins og sjá má hér. En svona byggingarframkvæmdir taka greinilega langan tíma fyrst að rúmu ári síðar er enn verið að sprengja.
Mikill hvellur vegna sprengingar. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mikill hvellur vegna sprengingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 08:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2008 | 06:49
EDEN HVERAGERÐI - MYNDIR
Bragi Einarsson stofnaði fyrirtækið sumardaginn fyrsta 1958 og var haldið upp á 50 ára afmælið í vor. Bragi rak Eden til ársins 2006, eða í 48 ár, er hann seldi reksturinn. Picture of Eden in Hveragerdi in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá Hótel Örk í Hveragerði og Eden sem er efst í horni myndarinnar hægra megin
Loftmynd af Hveragerði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal árið 2005 eða stuttu áður en Einar fellur frá.
Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku á Íslandi. Bragi er með dökku gleraugun og í ljósa frakkanum fyrir miðri mynd. Picture of Bragi Einarsson in front of Helping waterfall (Hjálparfoss) in Iceland the owner of Eden in Hveragerdi in year 2005. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eden í Hveragerði gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2008 | 22:26
FÓÐURBLANDA, KORNHLAÐAN, KORNAX, SUNDAHÖFN - MYNDIR
Hér má sjá Kornax, Fóðurblönduna, Kornhlöðuna og svo Sundahöfn. Myndir teknar í apríl 2004. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd tekin í júlí 2007 aðeins nær og mun skýrari.
Smábátahöfnin er núna komin út á hornið þar sem Skarfasker við Laugarnestanga er. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo myndir teknar í júní 2006
Hér má sjá Fóðurblönduna, Kornhlöðuna, Kornax og svo Sundahöfn. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd úr sama flugi
Þar má sjá afgreiðslu Eimskips fremst í myndinni og svo aftur Kornax, MR, Fóðurblönduna og Kornhlöðuna. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Fyrir ekki svo löngu síðan, þá kviknaði í þessum turni hér hjá Kornhlöðunni og skemmdist þá einhverjar raflagnir sem þurfti að endurnýja.
Lyftuhúsið á Kornhlöðunni ásamt sílóum en þau geta verið á milli 20 og 30 talsins þar sem verið er að blanda mismunandi kornum saman til að fá mismunandi eiginleika. Picture of Sundahofn, Kornax, Fodurblandan, Kornhladan in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá skemmtiferðaskipið Discovery leggjast að nýju bryggjunni við Skarfabakka í Ágúst 2007
Í baksýn má sjá hversu ört uppbygingin á sér stað á svæðinu. Picture of ship Discovery at Skarfabakki, Sundahofn in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá annað skemmtiferðaskipið við bryggjunni við bryggju í Sundahöfn Ágúst 2007
Það voru 3 skip í höfn í Reykjavík á menningardaginn og virðist vera að einhverjir séu farnir að gera út á þennan viðburð í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá hafnarsvæðið nánast fullbyggt hvað Skarfabakka varðar
Myndir teknar fyrir stutt eða um miðjan ágúst 2008, eða sama dag og mót fór fram í siglingum á skútum fyrir utan Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur nýleg mynd sem var líka tekin í ágúst mánuði 2008 og þar má sjá tvö skip sem eru við Skarfabakka í Reykjavík
Hér er stórt skemmtiferðarskip sem heitir AIDA aurora að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík. Picture of Sundahofn, Skarfabakki in Reykjavik, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars þekki ég aðeins til á þessum stöðum eftir að hafa séð um þjónustu á búnaði fyrir Kornax og Kornhlöðuna í nokkur ár.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eldur í Fóðurblöndunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 22.8.2008 kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.8.2008 | 08:48
RISA MYND - FOSSINN GLYMUR
Myndin sýnir risa víðmynd af fossinum Glym sem er í Botnsá innst inni í botni Hvalfjarðar. Fossinn Glymur er jafnframt hæsti foss landsins eða um 198 metrar á hæð.
Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá fólk sem er á göngu allt í kringum gljúfrið sem fossinn fellur í. Að fossinum Glym liggja 3 gönguleiðir (Vegalengd: um 4 km, 2-3 kl.st., hækkun 300 m) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Botnsá kemur úr Hvalvatni og rennur meðfram Hvalfelli. Hvalfell myndaðist í gosi undir ís í miðjum dalnum og myndar eins konar tappa sem stíflar dalinn. Því er að finna eitt dýpsta vatn landsins þar sem Hvalvatn hefur safnast upp.
Að neðan er fjallið móberg, en ofan hefur þunnfljótandi hraunið náð upp á yfirborðið og náð að mynda hraunhellu ofan á fjallið (hatt) og mynda eins konar móbergsstapa í líkingu við Hlöðufell, Herðubreið og fleiri sambærileg fjöll. Með þessu móti er auðvelt að átta sig á hversu þykkur ísinn hefur verið þegar gosið átti sér stað. Picture of Hvalfell and Botnsa river and waterfall Glymur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Glymur kemur fram í þjóðsögu þar sem hvalur á að hafa synt inn fjörðinn, upp Botnsá og upp Glym og endað að lokum örmagna í Hvalvatni.
Í fossinum barðist hvalurinn mikið við að komast upp og komu þá miklar drunur og dregur fossins nafn sitt af þeim. Picture of waterfall Glymur in Hvalfjord, Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá víðmynd af Hvalfjarðarbotni og ber við himinn Selfjall, Háafell, Miðhamrafjall, Hvalfell, Botnssúlur, Miðsúla, Súlnaberg, Syðstasúla og svo Múlafjall
Í botni fjarðarins rennur svo Botnsá. Picture of Botnsa river, mountain Selfjall, Haafell, Midhamrafjall, Hvalfell, Botnssulur, Miðsula, Sulnaberg, Sydstasula og svo Mulafjall in Iceland, Hvalefjord. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Skemmtilegur hellir er neðarlega í gljúfrinu þar sem jafnframt er hægt að fara yfir ánna á lítilli göngubrú.
Einnig er hægt að ganga niður með gljúfrinu austanverðu en þá þarf að vaða Botnsá fyrir ofan fossinn. Ekki er mælt með því að ganga eða vaða inn eftir gljúfrinu. Þar hafa orðið alvarleg slys á fólki vegna hruns. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tengingar á ýmsar spennandi hugmyndir varðandi Glym og Hvalfjörð sem gæti verið vert að skoða nánar:
Lausnin er að hafa tvær leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950
Það eru til fleiri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781
Flott - Nýjar hugmyndir! leiðir http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551
Hér má svo sjá fossanna við Hálslón, útbúnir af guði og ... endurgerðir af mönnum :)
NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA (þar má svo sjá þessa frægu rennu) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/584517
SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR. (það sem manngerði fossinn kom í staðin fyrir) http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Níutíu metra foss myndast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.8.2008 | 08:39
VEIÐISTAÐIR - RANGÁ - MYNDIR
Hér má sjá tvo veiðimenn að veiða á stað sem er rétt fyrir neðan Hellu á móts við svæðið þar sem hestamannamótið var um daginn
Enn sem komið er er ekki neinn lax búin að bíta á. Pictures from Rangá salmon river close to town Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að það sé einhver lax nálægur á þessari mynd. En færið er greinilega alveg nógu langt úti
Eitt af vandamálunum með Rangárnar er að þær geta verið kaldar og svo bætir ekki úr skák að botninn er víðast hvar bara sandur. Sandurinn fer ekki vel í tálknin á fisknum eða laxinum sem svamlar um árnar. Lítið æti er líka að finna á svona sandbotni enda lítið um gróður þar sem sandur er. Greinilegt er að eyðimörk getur líka verið ofan í vatni :) Pictures from Rangá salmon river close to town Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
árið 2007 gaf Eystri Rangá 7525 laxa og Ytri Rangá & Hólsá 6377 laxa eða samtals 13903 laxa!. Hér eru tveir veiðimenn búnir að koma sér vel fyrir á breiðunni
Á bakkanum má sjá 3 til viðbótar sem bíða spenntir eftir að fá að veiða lax í ánni. Líklega má sjá glitta í nokkra laxa á árbakkanum. The salmon season for 2007 produced some of 50.000 salmon (3 best season from 1974) but less than record year from 2005 produced over 55.000 salmon. Rangá rivers gave "only" in total 13903 salmons in 2007! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á öðrum stað og mun neðar í ánni rétt áður en komið er í Þykkvabæinn, þá mátti sjá þessa félaga að veiðum
Minnismerki virðist hafa verið reyst á bakkanum. Veit einhver fyrir hverju það stendur? Pictures from Rangá salmon river close to town Þykkvibaer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rangárós er stór og mikill enda Rangáin stórt og mikið fljót.
Í framtíðinni gæti hugsanlega brúarstæði komið til með að liggja hér um. En hugmyndir hafa verið uppi um að leggja nýjan suðurstrandarveg og þá meðfram ströndinni. Pictures from Rangá salmon river close to town Thykkvibaer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sumir vilja meina að það eigi að friða selinn, enda sé hann með falleg augu eins og ... Talað er um að selurinn hafi fjölgað sér mikið og getur verndun á einni dýrategund umfram aðra haft stundum slæm áhrif á jafnvægið í lífríkinu.
Við marga ósa og jafnvel eitthvað upp eftir ám, má sjá mikið af sel sem býður eftir að laxfiskurinn syndi upp árnar. Hvað ætli lendi margir laxfiskar í kjafti selsins með þessum hætti? How many salmons fish end in the seals mouth? Pictures from Glacier lagoon in Iceland, a salmon eaten by seals. Picture of Arctic Seals eating. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Rangárbökkum má finna veiðihús sem geta verið í dýrari kantinum og hér má sjá tvo veiðimenn á veiðum fyrir framan Hótel Rangá með eldfjallið Heklu í baksýn
Ætli það veiðist vel þar sem Hótel Rangá er? :) En hótelið er verið að stækka þessa dagana eins og sjá má á myndunum. Hotel Ranga can sometimes be the fisherman’s lodge. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp eftir Rangánni þar sem hún hlykkjast í átt að upptökum sínum. Vegslóðar eru greinilegir sem lagðir hafa verið fyrir veiðimenn sem þurfa að komast ferðar sinnar um árnar.
Í baksýn má sjá inn að syðra Fjallabaki, Þríhnjúka og svo örlar líklega í Eyjafjallajökul lengst til hægri á myndinni. Picture of Ranga salmon river with glacier Eyjafjallajökull, Thritindar in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af veiðihúsum veiðifélagsins Lax-Á sem er sá aðili sem hefur með reksturinn á Rangánum að gera
Mörg veiðihúsin eru oft mörg hver af miklum gæðum og eru ekki síðri en fínustu hótel hvað varðar mat og drykk. Ranga fisherman’s lodge. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er önnur mynd með eldfjallið Heklu í baksýn á góðum degi
Hvernig ætli standi á því að árnar sumar hverjar geti ekki runnið beina leið til sjávar í stað þess að fara alla þessa hlykki? Long winding river Ranga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo horft niður með Eystri Rangá á leið til sjávar. Þar má m.a. sjá Hótel Rangá
Hinn hluti Rangár rennur svo í gegnum Hellu og eins og sjá má, þá sameinast þessar tvær ár rétt fyrir ofan ósinn við ströndina. Picture of long winding river Ranga on way to the coastline. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mokað úr Rangánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.7.2008 | 08:50
NÝJAR MYNDIR AF LUNDA , LÁTRABJARG, DRANGEY OG REYNISDRANGAR
Best er að skoða lundana snemma að morgni eða seinni part dags og fram að kveldi. The Atlantic Puffin (Fratercula arctica) is a seabird species in the auk family. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lundi (fræðiheiti: Fratercula arctica) er fugl af svartfuglaætt. Latneska heitið Fratercula merkir „smábróðir“ og vísar til litarins á fjaðraham fuglsins sem minnir á klæðnað munka.
Lundinn er líka oft kallaður „prófastur“ eða „prestur“ á íslensku. Ekki slæmt að liggja í kvöldsólinni í flottu veðri á Látrabjargi. Við íslands strendur er eitt mesta lundavarp í heiminum. Lundar eru sjófuglar sem kafa eftir æti. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Lundinn er hvað þekktastur fyrir skrautmikinn og litríkan gogg. Goggur lundans er marglitur og röndóttur um fengitímann.
Goggurinn er stór og kraftmikill og hentar vel til að grafa djúpar holur í jarðveginn og veiða mörg síli í einu. En það er full vinna að fæða unganna á meðan þeir eru að vaxa úr grasi. Atlantic Puffin's most obvious characteristic is its brightly colored beak during the breeding seasons. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Smáatrið náttúrunnar geta oft verið ótrúleg. Lundi er algengastur fugla á Íslandi og telur um 10 milljónir.
Þekktir varpstaðir eru Vestmannaeyjar (um 4 milljón fuglar), Látrabjarg, Drangey ... Icelandic puffins have got nicknames such as "clown of the ocean" and "sea parrot". (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér labbar lundinn ofan í holuna sína. Lundinn gerir sér hreiður efst bjargbrún þar sem jarðvegur er nægur. Þar grefur hann sér svo djúpa holu.
Holan getur verið allt að 1.5 m á dýpt og í endanum geta verið tvö rými, annað fyrir egg eða unga en hitt fyrir úrgang. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér kemur lundi inn til lendingar á bjargbrún. Lundi er einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn og „heimabyggð“ ævilangt.
Ekki er auðvelt að hafa stjórn á þungum búk með litlum vængjum. The puffin is mainly white below and black above, with gray to white cheeks and red-orange legs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vængirnir eru ekki stórir, enda þarf lundinn að flögra vængjunum ótt og títt til að halda sér á lofti
Lundinn er hraðfleygur fugl og því erfitt að mynda hann á flugi. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Félagslífið, eða líklega ástarlífið er blómlegt hjá lundanum
hér eru líklega tveir karlkyns lundar að slást um eina dömuna. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er ekki spurning að lundinn er flottur fugl
Hér horfir lundinn út yfir sjóinn. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annar vinsæll staður þar sem ferðamenn koma er út í Dyrhólaey og svo á þennan stað sem er uppi á Reynisfjalli.
Hér má sjá lunda upp á Reynisfjalli með Reynisdranga í baksýn. Picture of puffin in Iceland with Reynisdrangar in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annar þekktur staður þar sem að ég náði að skoða lundann í sumar var úti í Drangey í Skagafirði. Ég mæli hiklaust með öllum sem hafa áhuga á að skoða lundann nánar, að reyna að komast út í eyjuna með Drangeyjarjarlinum, Jón Eiríksson frá Fagranesi.
Fjölskylda Jóns hefur verið með ferðir út í eyjuna "þegar vel viðrar". Picture of puffins in Drangey in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hæð: um 20 cm
Þyngd: um 500 gr.
Bæði kynin : Eins
Meðal aldur: 25 ár
Flughraði: 80 km
Meðal köfunardýpi: 10 m
Mesta köfunardýpi: 60 m
Tími í kafi: 3 - 40 sek.
Fjöldi eggja: 1
Stærð eggja: 6.3 x 4. 5 cm (á stærð við hænuegg)
Litur eggja: Hvítur með brúnleitum yrjum
Verpir í fyrsta sinni: 5 til 6 ára gamall
Aðalvarptíminn hefst um 20. maí og stendur fram í fyrstu viku júní.
Útungun: 40 dagar
Unginn (pysja) yfirgefur hreiðrið: um 45 daga gamall
Útungunartíminn er u.þ.b. sex vikur og líða svo sex til sjö vikur frá því að pysjan kemur úr eggi og þar til hún yfirgefur hreiðrið.
Lundinn veiðir að jafnaði tíu sinnum á dag með 4 - 20 sandsíli eða fiskseiði í goggnum hverju sinni.
Sjá má annað blogg hjá mér um lundann hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/511281/
En eins og fram kemur í greininni, þá er lundi herramanns matur.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Gordon Ramsey veiðir lunda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
5.7.2008 | 09:24
NÝBYGGINGAR Í REYKJAVÍK OG NÁGRENNI - MYNDIR
Hverfið markast af Vesturlandsvegi, Úlfarsá að sveitarfélagamörkum Mosfellsbæjar, til norðurs og austurs með sveitarfélagamörkum að og um Úlfarsfell að Vesturlandsvegi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona leit svæði við Úlfarsfell út í ágúst 2007
Slóð sem er fær flestum jeppum liggur upp á Úlfarsfellið að sunnanverðu. Slóðin var á sínum tíma ýtt og lagfærð af svifdrekamönnum. Þarna uppi eru nokkrir fallegir útsýnisstaðir. Torfarin slóð liggur niður að norðaustanverðu. Úlfarsfellið er einnig mikið notað af göngufólki. Ég veit dæmi þess að pöntuð hefur verið Pizza upp á fjallið og ef henni hefði ekki verið skilað innan ákveðins tíma samkvæmt auglýsingu, þá yrði hún frí. Pizzusendlinum tókst að aka upp slóðann á litlum bíl sem á að vera nánast ógjörningur að framkvæma :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En eins og sjá má þá er mikil vinna sem þarf að framkvæma áður en hægt er að byggja húsnæði upp á staðnum
Jarðvegsvinna, gatnagerð, lagnir fyrir heitt og kalt vatn, frárennsli, síma, rafmagn ... þarf að koma fyrir áður en verktakar geta hafist handa við að byggja upp hús sín. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Norðlingaholt við Rauðhóla er að byggjast upp þessa dagana og má víða sjá nýbyggingar í því hverfi sem á eftir að klára
Líklega er hverfið mest þekkt fyrir að 21 maður voru handteknir í aðgerðum lögreglu á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt vegna mótmæla flutningabílstjóra. Einnig var lagt hald á sextán ökutæki í sömu aðgerð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Miðbærinn í Norðlingaholti er að byggjast upp á fullu. Þegar er byrjað á skóla fyrir hverfið en nemendur hafa orðið að vera í bráðabyrðarhúsnæði fram að þessu
Leik- og grunnskóli í Norðlingaholti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að byggja upp hverfi fyrir skrifstofu- og iðnaðarhverfi rétt við Elliðarvatn í Kópavogi
verslunarhverfi skammt frá Elliðavatni. Skrifstofubygging við Urðarhvarf (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er ekki bara Reykjavík sem hefur þessa sögu að segja. heldur má sjá framkvæmdir í kringum nýbyggingar víða um land eins og hér í Hveragerði
Margir hafa selt húsnæði í Reykjavík og flutt í nágrannabyggðirnar þar sem húsnæði er mun ódýrara. Því miður hefur hækkun á eldsneyti komið mikið niður á þessu fólki sem er að sækja vinnu til Reykjavíkur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En í Hveragerði voru reist mörg hús eins og sjá má á þessari mynd hér
Hér má sjá mynd sem er tekin í júní mánuði 2007 af nýbyggingum í Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
„Lítil sem engin sala á lóðum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2008 | 09:01
HÓTEL RANGÁ OG FRIÐRIK PÁLSSON - MYNDIR
Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus hótel, staðsett á Suðurlandi mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hotel Ranga a luxury countryside hotel built in log-cabin style. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona leit hótelið út árið 2005. En hótelið er á Rangárbökkum
Útsýnið frá hótelinu spillir ekki fyrir, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af hótelinu sem eru teknar í maí og eins og sjá má þá er verið að stækka hótelið. Fyrir miðju er búið að bæta við álmu til austurs þannig að eldhús og veitingaraðstaða hefur stækkað til munar.
Straumur ferðamanna fer sívaxandi og er nánast slegist um hvert herbergi á suðurströndinni þegar ferðamannastraumurinn til landsins er í hámari. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo hótel númer 2 í röðinni, en það er Hótel Háland sem er inn við Hrauneyjafossvirkjun
Stutt er inn í Landmannalaugar, Heklu, virkjanasvæðið í Þjórsá og inn á Sprengisand frá hótelinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er boðið upp á gómsæta fiskisúpu á Hótel Hálandi
Veitingarnar svíkja engan sem gista á hótelunum sem Friðrik hefur umsjón með. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eins og á öllum alvöru hótelum, þá má finna bar lengst inni á hálendinu
Hér er amerískur gönguhópur á ferð um hálendi Íslands. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo þriðja hótelið sem er líka í Hrauneyjum
Hér er aðeins ódýrara að gista og kjörið fyrir þá sem ætla í veiðiferð inn á hálendið eða á vélsleða eða 4x4 ferð yfir vetratímann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hótel Rangársel er líklega það hótel sem fæstir vita af en það er ekki langt frá Hótel Rangá. Þar er búið að breyta gömlu fjárhúsi í hótel og ekki hægt að segja annað en að það hafi lukkast vel. Þar sem að ég er ekki búin að finna þær myndir, þá læt ég þessa mynd koma í staðin sem er ekki langt frá hótelinu.
Hótel Rangársel. Small countryside Hotel Rangársel with 8 luxury rooms (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Aðal röddin á Landsmótinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2008 | 17:34
FLUG Í NORÐURÁRDALNUM Í ÁTT AÐ HOLTAVÖRÐUHEIÐI - MYNDIR
Sveinatunga er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið á Íslandi, reist 1895. Sement og annað byggingarefni var allt flutt frá Borgarnesi um 50 km leið á hestum. Steypan var handhrærð og síðan hífð upp í fötum með handafli. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Holtavörðuheiðin hefur reynst mörgum flugmanninum erfið, enda oft þoka á heiðinni. Heiðin liggur líka á milli tveggja veðrakerfa og getur því oft verið sitthvort veðrið við heiðina _ Hér er flogið aðeins lengra upp Norðurárdalinn. Greinilegt er að þessi leið er þrællokuð og verður ekki farin á flugvél
(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Flug | Breytt s.d. kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.6.2008 | 09:59
GRUNNVATNIÐ Í FLÓANUM OG Á SKEIÐUM - MYNDIR
Líklegt er að stór sprunga hafi opnast neðanjarðar sem veldur því að þykkt sandlag sem mikið er af á þessum stað, nær að leka ofan í sprunguna og myndast þá líklega þessi svelgur eða djúp hola í yfirborðinu. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef svo þessi mynd sem er tekin núna fyrir nokkrum dögum þann 25. júní 2008 er skoðuð nánar, þá má sjá að holan sem var áður full af vatni er orðin nánast tóm
Skýringin er líklega sú að grunnvatnið á svæðinu hefur lækkað eins og fram kemur í fréttinni. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En í jarðskjálftunum á Suðurlandinu sem átti upptök í Hestfjalli árið 2000 dagana 17 til 21 júní, að þá mynduðust stórar sprungur á yfirborðinu víða eins og þessi hér sem er rétt vestan megin við Dælarétt. Jarðskjálftinn var 6,5 richterstig að styrkleika.
Dælarétt er ævaforn fjárrétt sunnan við Suðurlandsveg, nokkru fyrir vestan Þjórsárbrú. Er vel þess virði að aka malarslóðann þangað niður eftir til að berja augum þetta mikla mannvirki og fyrrum helstu skilarétt svæðisins. Þar má einnig sjá mikil ummerki eftir jarðskjálftann sem reið yfir árið 1896. Daelarett earthquake fissures from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Annar góður mælikvarði á stöðu grunnvatnsins er líklega hæðin á vatninu í gígnum Kerinu í Grímsnesi sem fjallað er um í blogginu hér á undan.
En ég bjó á bænum Kílhrauni á Skeiðum á sínum tíma og í kringum þann bæ eru þrjú flóð eða vötn. Í flugi þar yfir um daginn, þá tók ég eftir því að tvö af þremur flóðunum voru alveg þornuð upp og horfin með öllu og mjög lítið eftir af því þriðja. En það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.
Hér má sjá tjörn, flóð eða kíl (sem bærinn Kílhraun dregur líklega nafnið sitt eftir) sem er sunnan við bæinn Kílhraun á Skeiðum. Hinar tvær tjarnirnar eru svo norðan megin við bæinn. Pictures of the farm Kilhraun at Skeidum, Arnessysla. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ef smellt er á síðustu myndirnar, þá má sjá mikið af góðum myndum af sveitabæjum í uppsveitum Árnessýslu. Hér er flogið yfir Brautarholt á Skeiðum en þar er skóli og sundlaug.
Í kringum Brautarholt á Skeiðum hefur verið að byggjast upp lítill byggðarkjarni, enda er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og nóg af heitu vatni og rekin öflug ferðaþjónusta á staðnum þar sem stutt er í ýmsa þjónustu. Eldfjallið Hekla skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í baksýn. Pictures of Brautarholt, Skeidum, Arnessysla and mountain Hekla Vulcan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flóaáveitan (við Þingborg) var grafin árin 1918 - 1927 og var talin mesta mannvirki norðan Alpafjalla er hún var gerð
Flóaáveitan var byggð til að veita jökulvatni úr Hvítá á Flóann sem er mýrarsvæði á milli Hvítá og Þjórsá. Framkvæmdin átti að auka uppskeruna til muna en mikið af jarðefnum og áburði leynast í jökulvatni og eru áhrifin vel þekkt þar sem gjöful fiskimið eru oft við ósa jökuláa (góð spurning hvaða áhrif virkjanir hafa svo á fiskimiðin í kringum landið!). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 29.6.2008 kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)