Færsluflokkur: Flug
26.6.2008 | 15:07
HELLUVATN OG ELLIÐAVATN - MYNDIR
Helluvatn, innan við Elliðavatn. Leiðin inn í Heiðmörk. Mikið er um að borgarbúar fari og renni fyrir silung í vatninu. Lake Helluvatn is just outside Reykjavik is a beautiful place, where you can fish various kind of trout. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Elliðavatn og Helluvatn rétt fyrir ofan Reykjavík
Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Vetrarmynd af Elliðavatni, fjær má sjá Helluvatn
Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér eru svo tvær brýr sem farið er yfir á leið inn í Heiðmörk
Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bjargaði álftarungum úr taumaflækju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2008 | 09:54
FISFLUG Á ÍSLANDI, REGLUGERÐIR - MYNDIR
Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.
Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi
Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll
En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!
En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)
Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?
Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
Völlur fyrir 50 flygildi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.6.2008 | 06:39
HELLA, GADDSTAÐAFLATIR, HESTAMANNAMÓT - MYNDIR
Horft til suðurs yfir reiðvellina á Gaddstaðaflötum á Hellu. Pictures of Gaddstadaflotum at Hella village in south of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo loftmynd af hesthúsahverfinu á Hellu
Hverfið er staðsett norðan við bæinn. Every town and villages in Iceland have there own riding club. Pictures of Hella's riding clubs houses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein þekktasta veiðiá landsins Ytri-Rangá rennur í gegnum Hellu. Rétt fyrir ofan bæinn má sjá þennan fallega foss sem heitir Árbæjarfoss
Tveir fossar eru í ánni, Árbæjarfoss og Ægissíðufoss. Nokkur veiði hefur verið í ánni frá fornu fari, Ytri Rangá er í dag einhver besta laxveiðiá landsins með yfir 5000 laxa veidda á síðasta ári. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svo má ekki gleyma flottum flugvelli sem er við Hellu en þar halda svifflugmenn einnig landsmót eins og hestamenn enda aðstaða til svifflugs þar mjög góð.
Fisflugmenn og einkaflugmenn njóta líka góðs af flugvellinum á Hellu sem er löng grasflugbraut. Airport for gliding at Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En annars er fín ferðaþjónusta rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum
Árhús er smáhúsagisting á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ferðaþjónustan Árhús rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum
Árhús á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Hjólhýsastæði með rafmagni að verða uppseld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2008 | 07:21
JARÐSKJÁLFTINN - ENDURBÆTT KORT OG MYNDIR
Mér datt í hug að leggja nýja kort veðurstofunnar með jarðskjálftalínunum yfir nákvæmara kort þar sem sjá má flugferil tveggja fluga sem ég fór yfir svæðið sama dag.
Hér má svo sjá endurbætt kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.
Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona var svo virknin á svæðinu 31. okt. 2008 og er búið að vera samfeldir jarðskjálftar á svæðinu eins og sjá má. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir
Það ætti því ekki að koma á óvart að áhrif skjálftans ættu að vera mest eins og við þennan sveitabæ hér sem heitir Gljúfur við hliðina á samnefndu Gljúfri.
Hinu megin við gljúfrið er svo réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi. Picture of the farm Gljufur in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þar skammt frá má svo sjá þessi ummerki hér í hlíðum Ingólfsfjalls sem eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.
Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.3 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég flaug einnig inn á svæðið norðan við Hveragerði í seinna fluginu án þess að taka myndir (myndavélin ekki með) og mátti sjá mikla virkni á svæðinu og á einum stað þar sem risastór jarðskriða hafði fallið úr einni hlíðinni innarlega í Grænsdal þar sem mótordrekinn er að hringa sig upp úr dalnum eins og sjá má á kortinu.
Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hægt er að nálgast GPS flugferlanna hér:
http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=139302
og fyrir seinna flugið þar sem skriðan er hér:
Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að ná í GPS feril) Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi
Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.
Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Meginskjálftinn var 6,3 stig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 07:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.5.2008 | 08:18
"ROLLING STONE"S Í KRINGUM INGÓLFSFJALL - NÝJAR MYNDIR + KORT
Það var ekki laust við að maður hugsaði nokkrum mánuðum aftur í tímann þegar maður var staddur í Grikklandi síðustu áramót og upplifði nákvæmlega sömu tilfinningu á hóteli í Aþenu. Jarðskjálfti, sem mældist 6,5 stig á Richter, varð í suðurhluta Grikklands Upptök skjálftans voru 124 km suðvestur af Aþenu á Pelópsskaga djúpt undir yfirborði jarðar.
Það eru greinilega mikil umbrot í gangi víða á jörðinni eins og sjá má á því sem er líka að gerast í Kína.
Þar sem veðrið var gott til flugs, þá var ákveðið að fljúga austur í sveitir og reyna að athuga hvort að hægt væri að taka myndir af verksummerkjunum. Hér má svo sjá myndir úr ferðinni þar sem öflugur jarðskjálfti upp á 6.1 á Richter-skala reið yfir suðurlandið í gær.
Hér í hlíðum Ingólfsfjalls eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.
Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.1 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvar stór steinn hefur rúllað niður hlíðina og skoppað yfir lækinn og skemmt girðinguna
Verksummerki jarðskjálftans mátti sjá víða í hlíðum fjallsins sem brotin strikalína niður fjallið þar sem stórir steinar og jafnvel björg hafa rúllað niður hlíðar fjallsins. Pictures of rocks rolling down the side of mountain Ingolfsfjall close to Hveragerði. Strong earthquake rocks Iceland. A big earthquake shake the area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, rétt við upptök skjálftans mátti víða sjá verksummerki eftir jarðskjálftann
Miklar skriður hefðu getað farið af stað í námunni og hefði auðveldlega stórhætta geta skapast ef menn hefðu verið við vinnu á svæðinu. Pictures from the south side of Ingolfsfjall close to Selfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá stórt bjarg í austur hlíð Ingólfsfjall sem fallið hefur ofarlega úr fjallinu.
Litlu má muna að mannvirki víða undir fjallinu gætu orðið fyrir grjótskriðum og hér eru tveir háspennustaurar ekki langt undan. Pictures from the east side of Ingolfsfjall close to river Sogid. Iceland, which has a population of about 300,000, is a geologically unstable volcanic island in the north Atlantic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hvar stórt bjarg hefur rúllað niður úr hlíðinni fyrir ofan bæinn Tannastaði sem er austan megin undir hlíðum Ingólfsfjalls
Hér hefur bjargið brotið sér leið í gegnum grjóthleðslu sem umlikur túnið á Tannastöðum. Það má sjá að bjargið er með beina stefnu á sveitabæinn. Pictures of rock close to the farm Tannastadir (east side of Ingolfsfjall close to river Sogid). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við leiðsögumenn gerum oft mikið grín af þessum sumarbústað sem settur hefur verið inn á milli stórra bjarga í skriðu suðaustur undir hlíðum Ingólfsfjalls. Sumir segja þá sögu að einhver pirraður á tengdamóður sinni hafi byggt þennan sumarbústað hana :)
Ef betur er að gáð, þá má sjá hvar stór björg hafa hreifst úr stað vinstra megin við sumarbústaðinn. Pictures from the east-south side of Ingolfsfjall of small summerhouse close to Selfoss surrounded with big rocks. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hefur einn stór grjóthnullungur reynt að hitta fyrir lítinn skúr eða kerru eins og í keilu en til allra hamingju ekki náð að hitta
Það gleymist oft að tala um öll þau skipti sem að við sleppum rétt svo með skellinn. En þau eru ófá dæmin sem við viljum oft gleyma eins og í þessu tilfelli. This one was lucky :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er vel sloppið er tjónið er ekki meira en 2-3 girðingarstaurar
Hér er girðing á hliðinni undir vestur hlíð Ingólfsfjalls. Picture of rock after the big earthquake close to mountain Ingolfsfjall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi
Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.
Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ein aflvéla Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sló út við jarðskjálftann í Ölfusi. Keyra þurfti vélina upp og var hún komin á fulla ferð aftur hálftíma seinna
Hellisheiðarvirkjun. Pictures of Hellisheidarvirkjun Orkuveita Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Jarðskjálfti er í jarðskjálftafræði titringur eða hristingur í skorpu jarðar. Upptök jarðskjálftans er á þekktum flekaskilum. Við jarðskjálfta losnar spenna sem myndast vegna núnings milli jarðskorpu fleka. Þessi spenna getur hafa verið að safnast upp í hundruð ára en losnar á einu augnabliki með fyrrgreindum afleiðingum.
Á jörðu verða jarðskjálftar á hverjum degi, þó svo að við tökum ekkert eftir þeim. Þetta er mjög eðlilegt vegna jarðskorpuhreyfinga, einkum á mótum tveggja jarðskorpufleka. Meirihluti allra jarðskjálfta eru litlir (undir 5 á Richter-skala) og valda engu tjóni en aðrir eru stærri og í kjölfar þeirra geta fylgt margir smærri skjálftar, svokallaðir eftirskjálftar. Jarðskjálftum fylgir hinn kunnuglegi titringur auk þess sem sprungur geta komið í jörðina og mannvirki geta skemmst eða jafnvel hrunið, flóðbylgjur geta farið af stað og skriðuföll bæði í sjó og á landi geta farið af stað. Það sem bjargar okkur Íslendingum umfram aðrar þjóðir þegar jarðskjálfti ríður yfir er að bergið er frekar ungt og eftirgefanlegt og því verða áhrifin ekki eins mikil hér á landi eins og víða annars staðar þar sem bergið er mun harðara.
Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.
Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona var svo virknin á svæðinu 30. okt. 2008 snemma í morgun þegar þetta blogg var samið. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir
Vefur Veðurstofunnar hrundi í skamma stund í kjölfar jarðskjálftans. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni lá hann þó einungis niðri í um hálftíma.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ástæðan fyrir þessum áhuga á jarðskjálftafræðum má líklega rekja til þess að ég bjó á Kílhrauni á Skeiðum og þar lenti maður stundum í því að aka ofan í sprungur sem lágu í gegnum túnin. Síðasti stóri suðurlandaskjálftinn átti upptök sín aðeins 4 km frá Kílhrauni rétt við Hestfjall.
Annars frétti ég að Hans Kristján Guðmundsson ásamt öðrum hefðu verið á flugi í hlíðum Ingólfsfjalls á svifvæng (paraglider) þegar ósköpin dundu yfir og tókst honum að mynda atburðinn á myndavélina sýna beint fyrir framan sig - úr lofti!
Þannig að líklega á hann mynd ársins - Til hamingju Hans :)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Tíðindalítil nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2008 | 16:13
Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli og Selfossi
Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.
Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.
Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.
Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,
Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)
Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði
Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir
Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt 30.5.2008 kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
26.5.2008 | 07:13
HRINGSDALUR Í ARNARFIRÐI - MYNDIR OG KORT
http://www.fornleifavernd.is/index.php?pid=69
"Hilmar Einarsson forvörður og eigandi jarðarinnar Hringsdal í Arnarfirði hafði samband við Fornleifavernd ríkisins sumarið 2006 og tilkynnti að Eyjólfur bróðir hans hefði fundið mannabein í meintu kumli sem er að finna á landareign Hilmars og Kristínar konu hans. Í Hringsdal, er samkvæmt sögnum, haugur Hrings, norsks manns sem kom til Íslands með Erni landnámsmanni sem nam Arnarfjörð. Hringur var sagður veginn af Austmönnum sem höfðu elt hann til Íslands til að hefna fyrir víg. Hringur varðist vel og hryggbraut fjölda Austmanna á steini og eru þeir einnig heygðir í Hringsdal skv. sögnum. Fornleifavernd ríkisins fór vestur og kannaði aðstæður. Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses tók að sér rannsókn á kumlateignum og minjunum í Hringsdal. Frumkönnun Adolfs leiddi í ljós kumlateig, mannabeinabrot, hluta kjálka með tönnum, kambbrot og leifar fleiri gripa. Verður spennandi að fylgjast með hvað rannsóknin leiðir í ljós."
Hótel Búðir eru með flottan vef og mátti þar lesa þennan texta:
http://www.budir.is/default2_is.asp?active_page_id=48
"Vestur í Arnarfjarðardölum er bær, sem nú á tímum jafnan er nefndur Hringsdalur, alkunnur bær, því að þar hefir löngum verið myndar- og rausnarheimili. Í Hringsdal hafa gengið munnmælasagnir um landnámsmanninn Hring, er bærinn sé við kenndur, og deilur hans við Austmann í Austmannsdal, er lyktuðu með því, að Hringur féll í bardaga í Hringsdal. Hringshaugur er sýndur enn í dag, og ýmis örnefni eru þar önnur, sem lúta að þessum sögnum, Víghella, Bardagagrund, efri og neðri, Ræningjalág eða Austmannalág. Er þetta í rauninni heil Íslendingasaga, sem þarna hefir gengið í munnmælum, og hafa þeir skráð inntak hennar hvor í sínu lagi, Sigurður Vigfússon 1) og Helgi Guðmundsson 2) en aldur sögu þessarar má ef til vill marka af því, að í eldri heimildum, allt niður á 18. öld, er bærinn jafnan nefndur Hrísdalur, og mun ekki vera að efa, að það sé hið upphaflega nafn hans."
Hringsdalur er um 10 km frá Bíldudal.
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur og næsti dalur til vinstri er Hringsdalur.
Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn og lengra til vinstri má sjá hvar Hringsdalur er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af Hringsdalur, Hvestudal, Arnarfirði, Nónhorni, Bíldudal
Hringsdalur, Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn, Bíldudalur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í næsta firði, Hvestudal, hefur verð umræða um að byggja upp umdeilda olíuhreinsistöð.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Líklegt að haugurinn hafi verið rændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 07:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2008 | 09:41
KRÍAN, SNÆFELLSNES, ARNARSTAPI - MYNDIR
Á afleggjaranum upp að Ingjaldshóli á milli Hellisands og Rifs er mikið kríuvarp. Picture of Icelandic bird Kría, Sterna paradisaea, Arctic Tern, Küstenseeschwalbe, Havterne, Silvertärna close to Ingjaldsholl at Snaefellsnes peninsula near Rif and Hellisandur. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían ver ungviði sitt með "kjafti og klóm"
Hér er kríuungi á hlaupum undan ljósmyndaranum. Á sama tíma er heil herdeild að ráðast á ljósmyndarann. The Icelandic Arctic Tern protect there yongsters. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Með tryllingslegri framkomu sinni ræðst krían að hverjum þeim sem vogar sér að ógna ungum og yfirráðasvæði hennar
Hér ræðst krían að ljósmyndaranum með gargi og hótunum á flugvellinum á Ísafirði. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían hefur ótrúlega flugeiginleika. Hér má sjá hvernig hún getur nánast stoppað í loftinu eins og þyrla
Flughæfni kríunnar er ótrúleg og hér má sjá gott dæmi um fullkomið verk náttúrunnar. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían er farfugl og er í fuglaætt sem nefnast þernur. Krían er náskyld mávum og er sjófugl. Hún getur orðið langlíf allt að 25-30 ára.
Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér svífur krían vængjum þöndum á Arnarstapa. Þar er mikið kríuvarp
Á Arnarstapa á Snæfellsnesi er mikið af kríu og þurfa ferðamenn að passa sig svo ekki verði á þá ráðist af kríunni þegar þeir nálgast varpsvæði hennar. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Krían heldur mikið saman í hópum. Með því móti verja þær hreiður hjá hvor annarri þegar utanaðkomandi hætta steðjar að
Hér hvílir hópur af kríum sig á vegi á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er endalaust hægt að dást af kríunni, enda formfagur fugl
Kría í ham gerir sig tilbúin að ráðast á óboðna gesti. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hvar er mamma? Spyr kríuunginn og horfir á ljósmyndarann hissa
Kríuungi horfir á ljósmyndarann á meðan mamma flögrar yfir til að passa upp á ungviðið. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Óhætt er að segja að krían er herskár fugl. Ófáir hafa fengið gogg í höfuðið. Ráð er að halda hendinni uppi eða spýtu. Hér gargar krían á ungann sinn. Flott flugstaða
Krían að verja ungan sinn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sum dýr njóta góðs af sambýli við kríuna. Þekkt er að æðafuglinn verpir í návígi við kríuna til að fá aukna vernd fyrir varginum eins og svartbak, máfum, refum, minkum
Flott panrmama af kríu mynd með hross á Arnarstapa í baksýn. Picture of Icelandic Arctic Tern at Arnarstapi at Snaefellsnes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá kríu frá hlið og sést vel hvernig hún beitir vængjum sínum
Krían er léttur fugl og hreyfir vængina ört og títt. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Öllu rólegra er yfir þessari kríu sem er nýlegur veitingastaður fyrir austan fjall rétt hjá Selfossi
Á þessum bar er jafnvel hægt að fá sér eina litla kríu. En að fá sér kríu er það sama og fá sér smá lúr eða stuttan svefn. Picture of Icelandic Arctic Tern. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Íslenskar kríur leggja árlega að baki 30-40 þúsund kílómetra ferðalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
22.4.2008 | 07:57
HVAR ER KASSAGERÐIN - MYNDIR
Annars er Kassagerðin er rótgróið fyrirtæki sem hefur starfað samfellt síðan 1932. Fyrirtækið er eini framleiðandi á bylgjupappa á Íslandi og vinnur úr um 8.000 tonnum af hráefni á ári. Til framleiðslunnar þarf stórar og flóknar vélar og mikið af orku. Fyrirtækið fær þunnan pappír á stórum rúllum erlendis frá sem er síðan límdur saman í lögum þar sem millilag er bylgjað og síðan límt saman eins og samloka. Þannig fæst aukin burður eða styrkur sem gerir kassana sem við þekkjum svo vel nothæfa.
Kassagerðin í Reykjavík við Köllunarklettsvegi
Loftmynd af Kassagerðinni horft til austurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kassagerðin í Reykjavík við Köllunarklettsvegi
Loftmynd af Kassagerðinni horft til suðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í sama húsi er einnig að finna fyrirtækið Formfast sem sérhæfir sig í að smíða ótrúlega flotta hluti út bylgjupappa og nota til þess fullkomin tækjabúnað sem getur skorið út pappann nánast í hvaða form sem er. Magnað er að sjá hvernig þeir hafa smíðað hverdagslega hluti eins og skrifborð algjörlega úr pappa.
Það er alveg óhætt að segja að ég þekki aðeins til því að ég hef eitthvað haft með að gera viðgerðir á stýribúnaði í þessum flóknu og sérhæfðu vélum sem þarf til framleiðslunnar.
Kassagerðin rekur einnig vöruhótel sem er í þessum húsum hér. Hér var áður Umbúðamiðstöðin sem nú hefur verið sameinuð Kassagerðinni
Afgreiðsla og Vöruhótel Kassagerðarinnar við Héðinsgötu 2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Leituðu manns með riffil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Breytt s.d. kl. 08:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 17:16
HVAR ER FLÓTTAMANNALEIÐ OG URRIÐAVATN? - MYNDIR
Flóttamannaleið er vestan við Urriðavatn austan við golfvölinn Setbergvöll
Golfklúbburinn Oddur rekur Setbergsvöll sem er í hrauninu á mörkum Garðabæjar og Hafnarfjarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í forgrunni er golfvölurinn Urriðarvöllur við Tjarnholt, næst kemur Urriðarvatn og því næst golfvölurinn Setbergvöllur sem er fjærst hinu megin við Urriðavatn
Golfklúbbur Oddfellowa og golfvöllurinn Urriðavatnsdölum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Í forgrunni er golfvölurinn Urriðarvöllur við Tjarnholt, næst kemur Urriðarvatn
Golfklúbbur Oddfellowa og golfvöllurinn Urriðavatnsdölum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eldurinn breiddist hratt út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flug | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)