JARÐSKJÁLFTINN - ENDURBÆTT KORT OG MYNDIR

Ég átti þess kost á að fljúga um jarðskjálftasvæðið skömmu eftir að ósköpin dundu yfir og flaug meðal annars í kringum Ingólfsfjall.

Mér datt í hug að leggja nýja kort veðurstofunnar með jarðskjálftalínunum yfir nákvæmara kort þar sem sjá má flugferil tveggja fluga sem ég fór yfir svæðið sama dag.

Hér má svo sjá endurbætt kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 31. okt. 2008 og er búið að vera samfeldir jarðskjálftar á svæðinu eins og sjá má. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir


Það ætti því ekki að koma á óvart að áhrif skjálftans ættu að vera mest eins og við þennan sveitabæ hér sem heitir Gljúfur við hliðina á samnefndu Gljúfri.

Hinu megin við gljúfrið er svo réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi. Picture of the farm Gljufur in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar skammt frá má svo sjá þessi ummerki hér í hlíðum Ingólfsfjalls sem eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.

Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.3 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég flaug einnig inn á svæðið norðan við Hveragerði í seinna fluginu án þess að taka myndir (myndavélin ekki með) og mátti sjá mikla virkni á svæðinu og á einum stað þar sem risastór jarðskriða hafði fallið úr einni hlíðinni innarlega í Grænsdal þar sem mótordrekinn er að hringa sig upp úr dalnum eins og sjá má á kortinu.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hægt er að nálgast GPS flugferlanna hér:

http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=139302

og fyrir seinna flugið þar sem skriðan er hér:

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að ná í GPS feril)
Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi

Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.

Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Meginskjálftinn var 6,3 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Hjálmar

Frábær pistill.

Skemmtilega upplýsandi og myndrænn.

Gísli Hjálmar , 1.6.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk :)

En hvað kom fyrir framtönnina hjá þér?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 11:43

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg frábær og greinagóður pistill hjá þér. Takk fyrir þetta.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.6.2008 kl. 00:29

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

flott

Hólmdís Hjartardóttir, 2.6.2008 kl. 09:14

5 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nú er ég alger alæta á allt sport sem tengist útivist og langar að fræðast aðeins meir um þetta flugusport þitt, þá aðalega hvort þetta er eitthvað sem þið eruð að nota allt árið, hvernig er með geymsluaðstöðu og kostnað eitthvað sem hægt er að upplýsa mann með?

S. Lúther Gestsson, 2.6.2008 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband