HVAR ER KASSAGERÐIN - MYNDIR

Húsakynni Kassagerðarinnar eru stór enda um 9000 fermetrar og því ekki auðvelt að finna menn sem gætu verið í byssuleik á svæðinu :)

Annars er Kassagerðin er rótgróið fyrirtæki sem hefur starfað samfellt síðan 1932. Fyrirtækið er eini framleiðandi á bylgjupappa á Íslandi og vinnur úr um 8.000 tonnum af hráefni á ári. Til framleiðslunnar þarf stórar og flóknar vélar og mikið af orku. Fyrirtækið fær þunnan pappír á stórum rúllum erlendis frá sem er síðan límdur saman í lögum þar sem millilag er bylgjað og síðan límt saman eins og samloka. Þannig fæst aukin burður eða styrkur sem gerir kassana sem við þekkjum svo vel nothæfa.

Kassagerðin í Reykjavík við Köllunarklettsvegi

Loftmynd af Kassagerðinni horft til austurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kassagerðin í Reykjavík við Köllunarklettsvegi

Loftmynd af Kassagerðinni horft til suðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í sama húsi er einnig að finna fyrirtækið Formfast sem sérhæfir sig í að smíða ótrúlega flotta hluti út bylgjupappa og nota til þess fullkomin tækjabúnað sem getur skorið út pappann nánast í hvaða form sem er. Magnað er að sjá hvernig þeir hafa smíðað hverdagslega hluti eins og skrifborð algjörlega úr pappa.

Það er alveg óhætt að segja að ég þekki aðeins til því að ég hef eitthvað haft með að gera viðgerðir á stýribúnaði í þessum flóknu og sérhæfðu vélum sem þarf til framleiðslunnar.

Kassagerðin rekur einnig vöruhótel sem er í þessum húsum hér. Hér var áður Umbúðamiðstöðin sem nú hefur verið sameinuð Kassagerðinni

Afgreiðsla og Vöruhótel Kassagerðarinnar við Héðinsgötu 2 (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS
mbl.is Leituðu manns með riffil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband