Færsluflokkur: Flug

ELDGOS Í EYJAFJALLAJÖKLI MYNDIR - Eruption In Eyjafjallajökull Glacier pictures


Nú loksins er hafið eldgos í Eyjafjallajökli. Talið er að gosið sé í austurhlíðum jökulsins, fyrir ofan Fimmvörðuháls eða á hálsinum sjálfum. Eldurinn sést víða eins og frá Fljótshlíð, Hvolsvelli, Hellu og Vestmannaeyjum. Öskufall byrjað nánast strax í byggð og síðustu fréttir herma að eldgosið í Eyjafjallajökli hefur færst í aukana og jafnvel að bjarminn hafi sést frá Mývatni! Töluvert öskufall hefur verið í Fljótsdal og er fnykurinn sterkur.

Nú er bara að vona að gosið vari ekki lengi, en gosstaðurinn er við eina vinsælustu gönguleið á íslandi og kannski ekki slæmt að fá fallega gígaröð sem ferðamenn geta þá vonandi verma sig við í framtíðinni.

Hér má sjá loftmynd sem að ég tók árið 2008 af gönguleiðinni frá Heljarkambi, Morisheiði og í áttina að Básum í Goðalandi. Líklega má telja að staðsetning á gosinu sé inn á þessari ljósmynd. Í Þórsmörk er einnig að finna skála Ferðafélagsins í Langadal. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here you can see on this aerialphoto which I took in 2008 of the walking path from Heljarkambur, Morisheidi and towards Básum in Godaland. The location of the eruption is probably on this photo. In Thorsmork you also find huts from Ferdafelagi Islands in Langadalur. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá hluta úr stórri víðmynd eða panorama mynd af Fimmvörðuháls ásamt gönguleiðinni frá því svæði sem talið er að gosstöðvarnar séu. Leiðin liggur frá Fimmvörðuhálsi og niður að skála Útivistar í Básum í Goðalandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here you can see part of a large panoramic image of Fimmvörðuháls with hiking path from the area where it is believed where the eruption is going on. The hiking path runs from Fimmvörðuhálsi and down the hut Útivistar in Básum in Godalandi. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er kort af hluta af gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls. Eins og sjá má, að þá er ég búinn að leggja jarðskjálftaóróa síðustu klukkustundirnar yfir nákvæmara kort af svæðinu. Rauðu línurnar sína mögulega staði þar sem eldgosið gæti hafa brotist fram (ca. 1 km á lend). Í fréttum kemur fram að það sé ekki undir jökli og því ekki um marga staði að ræða. Á kortinu má sjá gönguleiðina yfir hálsinn ásamt Baldvinsskála (Fúkki) og Fimmvörðuhálsskála. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here is a map of part of the hiking path over Fimmvorduhals and the volcanic active area. As can be seen, I have put a layers over the map which show the most active earthquake spot last hours in the region. The red line show possible place where the eruption is taking place (around 1 Km eruption crack). The news stated that the eruption is not under a glacier. On the map, you can also see my last hiking path through the aria to hut Baldvin Skála (Fúkki) and hut Fimmvorduhalskala. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá Bása í Goðalandi, skála Útivistar úr lofti á góðum degi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Here you can see Básar in Godalandi from air on a good day. (to view gallery: click image) (C)2010 Kjartan P. Sigurðsson


Fleirri blogg um Þórsmörk / More blog about Thosrmörk:

Ég hef farið yfir Fimmvörðuháls með gönguhópa og bloggað um þær ferðir hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/257799

Allt á floti allstaðar eins og sjá má á þessum myndum úr Þórsmörk
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/343506

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/300667

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/282354

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/26695054

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/238783


Hér eru svo tengingar á myndir sem teknar hafa verið í Mörkinni við ýmis tækifæri

http://www.photo.is/06/09/2/index_3.html
http://www.photo.is/06/08/4/index_9.html
http://www.photo.is/06/08/3/index_22.html
http://www.photo.is/06/07/6/
http://www.photo.is/06/04/1/index_2.html
http://www.photo.is/06/07/1/index_7.html




Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Demo of my work on Youtube
http://www.youtube.com/watch?v=Y4rcoDD4pYk

mbl.is Gosið færist í aukana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FERÐ TIL GRÍMSEYJAR - TRIP TO GRIMSEY ISLAND - MYNDIR

FERÐ TIL GRÍMSEYJAR - TRIP TO GRIMSEY ISLAND - MYNDIR

Ég var á ferðalagi um Mývatn fyrir stuttu og bauðst þá að skjótast til Grímseyjar með flugfélaginu Mýflug. Örn Sigurðsson flugmaður veitti mér og mótordrekanum húsaskjól á flugvellinum á Mývatni við Reynihlíð eftir erfitt flug frá Hrauneyjum yfir Hálendið nóttina áður.

Flugstöðin í Grímsey er ekki stór, en ferðamenn hafa löngum sótt þessa merku eyju heim. Þegar von er á flugi til eyjunnar, þá þarf að reka upp fugl af brautinni og þurfa flugmenn jafnvel að beita sérstakri tækni í flugtaki og lendingu til að forðast að fá fugl í hreyfilinn. Í Grímsey er margt að sjá og boðið er upp á leiðsögn með ferðafólk þar sem m.a. er farið með fólkið yfir bauginn, í kirkjuna, að vitanum, í fiskverkun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsey Airport, one problem is all the birds on the airfield. Lot of Arctic tern are covering the airfield during the breading season. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Það má segja að það hafi verið allt morandi í kríu í Grímsey og mátti leiðsögukonan sem ók okkur um eyjuna hafa sig alla við að aka ekki yfir unganna sem voru á hlaupum út um allt. _ Young Arctic Tern running away from the guide (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Kría Sterna paradisaea fugl ætt þerna farfugl Íslandi verpir norðurslóðum Krían hvít kviði stéli væng svartan koll svarta vængbrodda rauða fætur rautt nef Ungar ungi Havternen Sterna paradisaea Die Küstenseeschwalbe Arctic Tern Kría seabirds puffins Lundi (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fiskvinnsla og smábátaútgerð er stór atvinnuvegur í Grímsey, enda ekki langt að fara til að komast á miðin. Ferðaþjónusta hefur aukist mikið og eru regluleg flug og hægt að taka ferju frá Dalvík. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The principal industrial activity is commercial fishing. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá minnismerki sem reist var í nafni Willard Fiske. En hann var velgjörðamaður eyjunnar og styrkti íbúa með ýmsum hætti. Meðal annars gaf hann eyjarskeggjum skákborð enda Grímseyingar slyngir skákmenn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

A chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Mikið er um lunda í Grímsey. Í klettabeltinu fyrir framan kirkjuna var gott að skoða lundann og þar var líka klettur sem var eins og mannshöfuð í laginu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grimsey island is a perfect place for puffins. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Í eyjunni búa rúmlega 100 manns og er lítil kirkja á staðnum, Miðgarðakirkja sem þjónað er frá Dalvík. Hún var á sínum tíma byggð úr rekavið (1867) og svo endurbyggð 1956. Kirkjan hefur sérkennilegan byggingarstíl, hún er mjög mjó en háreyst, virkar stór úr fjarlægð en lítil og mjó þegar komið er inn í hana. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Í lok ferðar, þá er hægt að fá skrautskrifað viðurkenningarskjal. En allir fá viðurkenningarskjal frá flugfélaginu Mýflugi fyrir að fara yfir heimskautsbaug. Hér ritar Ragnhildur Hjaltadóttir leiðsögumaður: Hér með vottast að Kjartan Pétur Sigurðsson hefur í dag stígið fæti sínum norður yfir Heimskautsbaug í Grímsey á undan norðurströnd Íslands. 66°33 N, 18° 01 V (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. You will get a signature as a provident for your trip to Grímsey island (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Til að staðfesta að greinarhöfundur hafi náð þeim merka áfanga að hafa komið á Norðurheimskautsbauginn eða stigið yfir 66° norðlæga breiddagráðu að þá var tekin mynd þar sem staðið er við minnisvarða sem er rétt norðan við flugstöðina í Grímsey. Lengi vel voru sögusagnir um að þessi lína hefði skipt hjónarúmi presthjónanna eða var það hjónarúm oddvitans á Básum í tvennt og hefðu þau því sofið sitthvoru megin við línuna. Frægust er Grímsey trúlega í hugum ferðamanna fyrir heimskautsbauginn og kemur fólk gjarnan langa leið, til þess eins að stíga norður fyrir baug. Saga segir að eitt sinn hafi heimskautsbaugurinn, sem er á örlítilli hreyfingu, legið um mitt hjónarúm oddvitans á Básum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Arctic circle on Grímsey. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá loftmynd af suðurhluta Grímseyjar. En flogið var frá Mývatni með Mýflugi á 6 sæta Cessnu flugvél (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Aerial photo of Grímsey island north of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá kort af Grímsey ásamt örnefnum, Kaldagjá, Eyjarfótur, Básavík, Almannagjá, Vænghóll, Handfestagjá, Flatsker, Hlíðarstapi, Flesjar, Grenivík og Sterta (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Map of Grímsey island in Iceland (to view more picture: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson


Eftir þessa ótrúlegu ferð til Grímseyjar, þá útbjó ég myndband sem sett var síðan inn á Youtube.

 



Flying over the Polar circle to Puffin island Grímsey 66° North of Iceland https://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Á wikipedia má lesa nánar eftirfarandi á ensku þaðan sem m.a. fyrrgreindar upplýsingar eru fengnar

Grímsey is a small island 40 kilometres (25 mi) north of Iceland, situated directly on the Arctic Circle. The island constitutes the hreppur (municipality) Grímseyjarhreppur, which is part of the county Eyjafjarðarsýsla. The population is approximately 100; the only settlement is Sandvík.

Geography and climate Grímsey is the northernmost inhabited Icelandic territory; the islet of Kolbeinsey lies further north, but is uninhabited. The closest land is the island of Flatey, Skjálfandi, 39.4 kilometres (24.5 mi) to the south. There are steep cliffs everywhere except on the southern shoreline. Grímsey has an area of 5.3 square kilometres (2.0 sq mi), and a maximum altitude of 105 metres (344 ft). Despite the northerly latitude, the climate is generally mild, due to the North Atlantic Current which brings warm water from the Gulf of Mexico. A maximum temperature of 26°C (79°F) has been recorded, which equals that of the much more southerly capital Reykjavík. Though treeless, the vegetation cover is rich, consisting of marshland, grass, and moss, and the island is home to many birds, in particular auks.

Economy and society The principal industrial activity is commercial fishing. Agriculture and collecting seabirds' eggs are also common. Grímsey is also a popular tourist destination for visitors who wish to experience the Arctic Circle. The island is served by regular ferry and aircraft passenger services from the mainland.[1] The church on Grímsey was built from driftwood in 1867 and renovated in 1956. It is within the parish of Akureyri. The island also features a community center and a school from kindergarten to Grade 8. Beyond this age, students travel to Akureyri for further education. The island has acquired a long-standing reputation for being a bastion of chess-playing. On learning this, the American scholar and keen chess player Willard Fiske took a protective interest in Grímsey in the 1870s, sending supplies, supporting the economy and leaving money in his will, though he never once visited. A local legend holds that the Arctic Circle runs exactly through the middle of the bed of Grímsey's priest. The fact that the circle shifts by a few meters per year makes this unlikely.

Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is Æsingur á sjóstöng við Grímsey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REYKJAVIK VIÐEY ÍSLAND - FLUG MYNDBAND

REYKJAVIK VIÐEY ICELAND - FLUG MYNDBAND

Var að koma úr skemmtilegri flugferð í gærkveldi út á sundin blá í flottu veðri og tók þá nokkur falleg skot sem m.a. má sjá í þessu myndbandi hér:

 



Það eru nokkur falleg skot af skemmtiferðaskipi, kvöldsólinni úti á Kollafirðinum og flugi á mótorsvifdrekum og svifvængjum við Úlfarsfell og Hafravatn.

http://www.youtube.com/watch?v=7hMTQC6Ue7g

Hér er skemmtiferðaskip að leggjast að hafnarbakkanum í Reykjavík. Skemmtiferðarskipið Discovery við Skarfabakka í Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Discovery Cruise Line in Reykijavik Harbour (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá meira af myndum af Viðeyjarsvæðinu

Flott, umhverfisvænt, hljóðlaust og afkastamikið kerfi fyrir ferðamenn http://photo.blog.is/blog/photo/entry/354338/

GLÆNÝJAR MYNDIR AF SNEKKJUNNI HANS SADDAMS HUSEINS SEM NÚ ER Í EIGU PÁLMA HARALDSSONAR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/492429/

REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR - NÝJIR MÖGULEIKAR Á STAÐSETNINGU - KORT + MYNDIR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/633318/

FRIÐARSÚLAN - FRIÐUR SÉ MEÐ YÐUR - MYNDIR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/477999/

Hrafninn flýgur í skipulagsmálum - sem er vel http://photo.blog.is/blog/photo/entry/359257/



Kjartan WWW.PHOTO.IS


mbl.is 21% fjölgun gesta í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flug yfir Mývatn og Leirhnjúk - Video

Flug yfir Mývatn og Leirhnjúk - Video

Hér má sjá stutt myndband sem að ég tók fyrir stuttu af Mývatni og Leirhnjúkssvæðinu.

Mikil ókyrrð var í lofti og má sjá það á nokkrum stöðum í myndbandinu og þá sérstaklega nálægt Kröflu.

 


https://www.youtube.com/watch?v=It-N1i56lYE


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Hólmur - Klaustur - Sverrir Valdimarsson
http://www.youtube.com/watch?v=D1LGn1pLFlQ

Flug til Grímseyjar
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA

Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Vilja friðlýsa Gjástykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hótel Valhöll brennur - Video

Hér má sjá stutt myndband sem að ég útbjó af flugi austur þar sem teknar voru nokkrar myndir af brunanum af Hótel Valhöll.

https://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Og þar sem eitthvað misfórst með söng Helga Björnssonar í laginu, að þá er hægt að ná í sama myndbút hér með undirspili.
http://www.photo.is/video/Trike_flug_Valholl/


En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Mývatni, Mýflugi, flugferð yfir Sprengisand og svo að lokum hringferð um landið.


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

 

Hér má svo sjá nýtt myndband af Sverrir Valdimarssyni í Hólminum frá Kirkjubæjarklaustri
http://www.youtube.com/watch?v=D1LGn1pLFlQ

Hér má svo sjá nýtt myndband af flugi til Grímseyjar
http://www.youtube.com/watch?v=dMhabEmH-Wo

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

 

Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Klóakið stíflaðist og hótelið brann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flug yfir hálendið og Lakagíga - Video

Ég var rétt í þessu að ljúka mögnuðu flugi yfir Sprengisand. En flogið var 274 km á mótordreka frá Mývatni og lent við Hótel Heklu á Skeiðum á mettíma í þoku, rigningu og hávaðaroki.

Ég tek í loftið 8:07 í morgun og lendi í kartöflugarðinum við Hótel Heklu 10:26

Meðalhraðinn var 117 km/klst og max hraði var um 182 km/klst. En flughraðinn var aðeins um 90 km/klst svo að vindhraðinn hefur verið töluverður eins og sjá má.

Ég þurfti að fara "On Topp" í 7-8000 feta hæð því að það var rigning og þoka á milli Hofsjökuls og Tungnafellsjökuls og því erfitt að komast þar í gegn.

Var heppinn að finna eina gatið upp úr ruglinu ofarlega í litlum dal rétt við Kiðagil fyrir ofan Bárðardal þar sem Skjálfandafljót rennur.

En ég var einnig á flugi yfir Sprengisand um miðja nótt fyrir 2 dögum líka. En ég þurfti að komast á Mývatn. Til að byrja með var lent um miðnætti á veginum við Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum. Þar var bensíntankurinn fylltur. Ég þurfti að bíða af mér rigningu sem var að ganga yfir og nýtt rigningasvæði var á leiðinni. Því var ekki um annað að ræða en að skjótast yfir sandinn um 3-4 um nóttina. Á meðan ég beið, þá fékk að leggja mig í sófa í anddyri hótelsins. Ég tók síðan í loftið við sólarupprás um 3 leitið. Lítil umferð var um svæðið eins og gefur að skilja og var magnað að fljúga við rætur Hofsjökuls þegar sólin var að koma upp. Ekki var hægt að lenda inni í Nýadal því þar rigndi og tók ég krók utan um Tungnafellsjökul og lenti kl. 5 um morgun við Gæsavötn. Þar var fólk sofandi í tjöldum og einnig bílar við skálann sem er í einkaeigu. Mótordreki er frekar hljóðlátur og vaknaði ekki neinn sama hvað ég þandi mótorinn uppi á melnum sem að ég lenti á. Ég tók upp ferðavélina og las gögn af myndavélum þarna eldsnemma um morguninn á meðan ég horfði á rigningaskýin hrannast upp í kringum Kistufell við Dyngjuháls og ekki var viðlitið að fljúga upp að Trölladyngju eða Öskju eins og ég hafði planað. Heldur þurfti ég að fljúga við jaðar rigninguna alla leið niður að Mývatni og lenti þar um kl. 7 um morgun.

Ég er ekki enn búinn að vinna myndbútanna úr þessari skemmtilegu ferð norður og læt ég því nægja að sýna myndband úr síðustu ferð inn yfir Lakagíga.

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=GBccLBvYtao

En ég mun fljótlega koma með myndbúta frá Grímsey, Mývatni, Mýflugi og svo ferðinni yfir Sprengisand.


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Sekt fyrir utanvegaakstur á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beint flug inn í Langasjó - Video

Fyrir nokkrum dögum var ég að prófa nýja litla videomyndavél sem að ég festi á vængendann á mótordreka. Síðan var flogið austur sem leið lá inn í Langasjó. Á myndbandinu má sjá miklar sandauðnir, fjallgarða, hálendisvötn og iðagrænan mosa þar sem tært lindarvatnið sprettur fram. Í miðjum Langasjó er eyja sem heitir Ást og væri gaman að fá að vita hvernig það nafn er tilkomið. Á sínum tíma rann Skaftá í gegnum Langasjó og hafa verið uppi hugmyndir um að nota þetta fallega lón sem uppistöðulón fyrir virkjanir á suður hálendinu.



Lesa má nánar um Bjallarvirkjun og fyrirhugað lón Tungnaárlón í Tungnaá hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/638713/


Hér má svo sjá fleiri myndbúta úr svipuðum ferðum:

Flying over Langisjór close to Vatnajökull - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=nNnYcJY3b4Q

Flug yfir Nesjavallarvirkjun - Flying over Nesjavellir geothermal power plant in Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=cX0_E6Alvx0

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Beint flug til Seattle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott veður í Jökulsárlóni - Myndband

Þó að það sé nóg af ís í Breiðamerkurlóni eða Jökulsárlóni fyrir stuttu, að þá var hitinn nægur til að taka þennan myndbút. Mikið hefur rignt á svæðinu í sumar og var að heyra að sólardagar á Hofi þar rétt hjá hefðu ekki verið fleiri en 10 talsins í sumar.

Að vísu er veðurkerfið mjög flókið í kringum Öræfajökul enda hæsta fjall landsins. Á meðan það rignir austan megin við Öræfajökul, að þá getur verið sól hinu megin og öfugt. Ég heyrði að það hefði þurft að útbúa sérstakt reiknilíkan í mikilli upplausn  fyrir fjallið svo hægt væri að spá betur í veðrið sem þar ríkir.

 

 

Flying over Glacier Lagoon - Vatnajökull - Jökulsárlón - Iceland
http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY


Hér má svo sjá fleiri samsvarandi myndbúta:

Landmannalaugar (Flying over Landmannalaugar Highland Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=9p4VIzWUsw8

Skógafoss (Flying over Waterfall Skógafoss Skógar Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Flogið í gegnum Dyrhólaey (Flying Trike through Dyrholaey island on way to a hotel in Hof in Iceland):
http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

Hótel Valhöll brennur (Hótel Valhöll - Hotel Valholl burning in Thingvellir)
http://www.youtube.com/watch?v=bjjMOTtSenA


Kjartan P. Sigurðsson
WWWW.PHOTO.IS


mbl.is Miðsumarhret í vændum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geimskip lendir rétt hjá Skógum

Rétt hjá Skógum á Sólheimasandi niður við sjó má finna undarlegt flak af flugvél sem  þurfti að nauðlenda á sandinum á sínum tíma. Gaman væri að fá sögu þessa dularfulla flaks frá blogglesendum.

Í leiðinni læt ég fylgja með smá flug-myndband sem að ég tók fyrir stuttu af þessu fallega svæði þar sem sjá má tvær geimverur fljúga yfir Skógafoss!

Einnig er hægt að skoða flugið hér:

http://www.youtube.com/watch?v=Oe6WoRJBKGQ

og hér:

http://www.youtube.com/watch?v=UJYrtziaBmY

 

 


Kjartan P. Sigurðsson

WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vél United lent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli þyrlan komist í gegnum gatið á Dyrhólaey?

Hér má sjá fis eða mótordreka fljúga í gengum gatið á Dyrhólaey


mbl.is Þyrla lenti á kirkjuplani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband