Færsluflokkur: Ferðalög

Samkvæmt mínum heimildum er Súgandi ekki "við" Ísafjarðarbæ

Var á flugi um Vestfirðin fyrir nokkrum dögum og tók þá myndir af svæðinu við Súgandafjörð.

Hér er að vísu þekktasta myndin sem að ég hef tekið af Vestfjörðunum og þá að vetri til. En hér má sjá fjallið Gölt, inn í Súgandafjörð og svo Önundarfjörð. Þar á milli er Sauðanes. Lengst til vinstri sést inn í Ísafjarðardjúp.

Vestfirðir, Súgandafjörður, fjallið Göltur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér má sjá kort af flugleiðinni yfir Súgandafjörð sem farin var á mótordrekanum þegar myndirnar sem á eftir koma voru teknar.

kort af flugleiðinni yfir Súgandafjörð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Suðureyri við Súgandafjörð

Hér er flogið yfir Suðureyri yfir Súgandafjörð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Samkvæmt Örnefnastofnun Íslands, þá er Súgandi nú nefndur hóll í landi Botns í Súgandafirði

Hér er horft inn í Súgandafjarðar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sagan segir að landnámsmaðurinn Hallvarður súgandi hafi fyrstur manna numið Súgandafjörð.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ferðamaður fannst við veiðar eftir leit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndir af Hellisheiðarvirkjun

Fyrir ferðamanninn er ekkert eins magnað og að upplifa í raun hvaðan sjálf orkan kemur sem við íslendingar erum að virkja þessa daganna. Það er í raun mun meira gaman að standa á staðnum þar sem borholan er að blása heldur en að skoða hús og mannvirki.

Hér má sjá að köldu vatni sem hellt er á rörið sýður strax við snertingu. Ástæðan er sú að djúpt í jörðu sýður vatn við mun hærra hitastig vegna mikils þrýstings. Þegar svo vatnið kemur upp á yfirborðið breytist það í gufu og þenst þá út. Þegar vatn sýður, heldur vatns/gufublandan 100 °C hitastigi uns allt vatnið er gufað upp. Rúmmál gufunnar er 1673falt rúmmál vatns við 100 °C og 1 bar og eru það eiginleikarnir sem verið er að nýta til að snúa túrbínunum sem eru að framleiða fyrir okkur rafmagnið.

Hér er Bjarni háfjallajeppabílstjóri m.m. að sýna gestum hversu heit gufan er sem er að brjótast upp úr iðrum jarðar.

Hér er verið að bora nýja borholu fyrir Hellisheiðarvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Hellisheiði er verið að reisa stóra og mikla virkjun gufuaflsvirkjun þessa daganna

Hér er jarðbor að bora fyrir nýrri holu við gamla skíðasvæðið í Hamragili.

Hér er verið að bora nýja borholu fyrir Hellisheiðarvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er einn af mörgum jarðborum á svæðinu og verða þeir sífellt stærri og stærri. Í dag eru borholurnar á bilinu 1000 til 2000 metrar.

Hér er verið að bora nýja borholu fyrir Hellisheiðarvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er gaman að segja ferðamönnunum að skýin séu búin til á íslandi :)

Hér blása 3 holur í einu uppi á toppi á virku eldfjalli - Skarðsmýrarfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sólina vera að setjast og magnað að sjá gufustrókin í þessari myndaseríu

Skarðsmýrarfjall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Boðar hátt í fertugföldun í nýtingu jarðvarma vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferjan Baldur er stór þáttur í að gera Breiðafjörð af einu ferðamannasvæði.

Það má þakka ferjunni Baldur að gera Breiðafjörð af einu ferðamannasvæði.

Ferjan Baldur siglir þvert yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey.

Ferjan Baldur á Breiðafirði að koma til Brjánslækjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá ferjuna að innan og utan. Myndirnar eru teknar stuttu eftir að báturinn kom í heimahöfn sína á Stykkishólmi.

Hér má svo sjá höfnina og nýja Breiðafjarðarferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey.

Þessi mynd er tekin stuttu eftir að nýja skipið kom á Stykkishólm (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Siglingin yfir fjörðinn tekur um 3 kl.st. og á sumrin siglir hún frá Stykkishólmi kl. 9:00 og 15:00 og frá Brjánslæk kl. 12:00 og 18:00 (Sumaráætlun 2007 1. júní – 31. ágúst)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Trúlofaði sig á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er hugmynd - Setja upp litla rafræna pósa

Með nútíma tækni, þá má setja upp rafræna pósa. Í stað þess að láta ferðamenn vera að henda smápeningum í allar áttir á þessum stöðum.

 Það er orðið frekar hvimleitt að sjá þessa peninga-sjón-mengun í hverum, lækjum og stöðum þar sem þeir eiga alls ekki heima.

 Það gæti verið einfalt mál að setja upp litla GSM pósa og skrifa forrit sem tekur svo fasta "styrktar" upphæð af hverju korti. Þannig að um leið og fólk labbar í gegnum þar til gert hlið, þá er greiðslukortinu rennt í gegn. Ekkert pinn-númer, aðeins föst upphæð og afgreiðslan gengur því hratt fyrir sig. 

 Upphæðin þyrfti ekki að vera há og með þessu móti væri búið að minnka allt utanumhald.

 Það ætti að vara auðvelt að fá banka til að styrkja uppsetninguna á slíku kerfinu og jafnframt sjá um rekstur þess.

 Á afskektum stöðum mætti setja upp sólarrafhlöðu, vindmyllu eða einhvern náttúrulegan orkurafal þar sem notast væri við heitt vatn, gufu eða annað sem má finna á svæðinu til að framleiða rafmagn! En svona rafrænn GSM pósi tekur ekki mikið rafmagn og líklega getur hann keyrt á stórum rafgeymi í langan tíma.

Jafnvel væri hægt að vera með hnappa þar sem fólk getur valið um að styrkja mismunandi verkefni eins og skógrækt, uppbyggingu á göngustígum, fornleifarannsókn, endurgerð húsa og svo mætti lengi telja.

Hér ættu einhverjir frumkvöðlar að geta sótt um styrk til RANNÍS til að þróa þessa hugmynd frekar :)

 


mbl.is Gjald inn á ferðamannastaði raunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsavík hefur upp á margt fallegt og skemmtilegt að bjóða

Það er alltaf jafn gaman að koma til Húsavíkur

Hér er ég með hóp af Ameríkönum á hringferð um landið og að sjálfsögðu var stoppað á Húsavík til að fara í Hvalaskoðun.

Hér kíkir hópurinn út fyrir borðstokkinn á hvalinn sem veltir sér í sjávarborðinu (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilegt að Húsavík hefur upp á margt fallegt að bjóða. En þessi Húsavíkurmær var skipstjórinn á hvalaskoðunarbátnum.

Svei mér þá ef hún er ekki líka með rauðar freknur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sitja tvö greinilega mjög ánægð með veðurblíðuna niður við bryggju

Hér er verið að njóta góða veðursins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á góðum degi er setið úti og spjallað á næsta kaffihúsi

Hvað skyldu þær vera að ræða? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í kirkjunni á Húsavík er umdeilt málverk, málað af Sveini Þórarinssyni listmálara frá Kílakoti í Kelduhverfi. Hann málaði altaristöfluna 1930-31

Málverk eftir Sveinn Þórarinsson listmálari frá Kílakoti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Altaristaflan er fyrir margra hluta sakir merkileg. Landslag í bakgrunni hennar telja ýmsir sig þekkja úr íslensku umhverfi, m.a. keimlík fjöll úr Öxarfirði og hraungjár úr Kelduhverfi. Einnig var haft á orði að listamaðurinn notaði andlit sveitunga sinna sem fyrirmynd að fólki á altaristöflunni. Það er einnig merkilegt að Lasarus rís upp úr íslenskri gröf og má sjá hraungrýtið rísa beggja megin við Lasarus. Á tímum Lasarusar var venja að lík væru lögð í helli. Söguna um upprisu Lasarusar er hægt að lesa í Jóhannesarguðspjalli 11. kafla. Ekki voru allir á eitt sáttir um altaristöfluna. Nú þykir hún ein mesta prýði hennar.

Rögnvaldur Ólafsson arkitekt teiknaði kirkjuna sem var vígð 2. júní 1907.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. texti er að hluta til fengin frá http://www.skarpur.is/husavikurkirkja/husavikurkirkja.asp
mbl.is Loftbelgsferðir og hvalaskoðun frá Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er greinilega verið að stytta leið úr 37km niður í 15 km

Þessi hluti Vestfjarðar er víða mjög fallegur. Hvernig væri nú að nota meira af jarðgöngum í stað þess að krækja fyrir alla þessa firði.

Hér sést vel hvar vegurinn kemur til með að liggja. En hér er horft niður í Gufufjörð og Djúpafjörð.

Nýja leiðin um Barðaströndina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést betur, hvað er verið að tala um. En Það myndi verða sparnaður upp á ca. 22 km ef þessi leið yrði farin.

Kort af svæðinu sem sýnir nýju og gömlu leiðina

Nýja leiðin um Barðaströndina (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar ég var að vinna fyrir Skeljung þegar það var og hét, þá sagði Einar Jónsson mér skemmtilega sögu að því þegar hann var að keyra yfir Þorskafjörð á fjöru þar sem nýja vegastæðinu er ætlað að liggja yfir. Hann festi bílinn úti á miðjum firðinum og svo lentu þeir í miklu veseni þegar fór að flæða að. En á þessu svæði er gríðarlegur munur á flóði og fjöru.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Höfða mál gegn umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér eru myndir af kauðum - Ekki fyrir viðkvæma :)

Löggan hefði í nógu að snúast ef hún þyrfti að fara að hirða upp fólk á ónefndum baðstöðum sem má finna víða um land.

Hér er svo smá samkeppni við örsögur Ellýjar, "alvöru" myndasería fyrir stelpurnar.

Ekki var annað að sjá en að konurnar væru ánægðar sem komu ofan í laugina stuttu seinna (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heiti fossinn í Laugarvalladal er mjög vinsæll hjá ferðamönnum

Íslenskur karlmaður baðar sig í heita fossinum í Laugarvalladal (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. spurning hvað þessi frétt fær að hanga lengi inni :)


mbl.is Strípalingar handteknir í Mosfellsbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er búið að vera þekkt vandamál lengi á þessum stað.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem þetta gerist þarna. Alveg með ólíkindum að það skuli ekki vera búið að laga þennan stutta vegakafla sem þarna er. Það er á mörkunum að tveir stórir bílar geti mæst þarna á upphækkuðum mjóum veginum. Ekki tekur svo betra við þegar þarf að fara að aka upp á Dyrhólaeyjuna sjálfa.

Hér er mynd af Dyrhólaey á góðum degi

Dyrhólaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég þurfti fara með farþega snemma á þessu ári út í eyjuna og þá var 50 cm vatn yfir veginum á stórum kafla og ís á vatninu. Það fór ekki vel með bílinn að þurfa að aka á ískantinn. En mikið var ég hissa þegar ég sá einn útlendinginn stefna út í eyjuna á sendibíl og mátti þakka fyrir að ekki færi illa. En ef hann hefði ekið út af veginum í vatninu þá hefði viðkomandi geta lent í stóru tjóni. Ekki voru nein skilti sem aðvöruðu eða lokuðu veginum þarna út í eyjuna.

Grandalaus pólverji ekur yfir vaðið og mátti þakka fyrir að ekki illa færi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég gat lítið annað gert en að láta blessaða manninn vita að hann væri að taka mikla hættu að aka svona litlum og lágum bíl yfir þetta vað og benti honum á að aka strax yfir aftur á eftir mér "mjög varlega" svo að það færi ekki vatn inn á loftinntakið hjá honum". Allt fór vel að lokum og ef myndaserían er skoðuð betur þá má sjá að þetta er töluverð leið sem þarf að aka í vatni :)

Íslenskt vegakerfi lætur ekki að sér hæða og hvers eiga útlendingar að gjalda, en hér ekur hann til baka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vegkantur gaf sig undan rútu við Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir úr fjölmiðlum í dag af stækkunarhugmyndum á Gullna Hringnum

Hér má sjá umfjöllun um málið sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. júlí 2007 á bls. 2 þar sem fjallað er um að hinn hefðbundni Gullni hringur verði fjölbreyttari og lengri.

Hér má sjá hugmyndir um hvernig gera má Gullna Hringinn betri og fjölbreyttari fyrir ferðamenn (klikkið á mynd til að sjá hugmyndir af skíðasvæði á Þórisjökli)


Eins og sjá má á greininni, þá virðist fólk þurfa að skoða málið aðeins betur. Það sem að fer mest í taugarna á mér er að þurfa að aka sama legginn fram og til baka. Það á að hanna svona leiðir sem hringleiðir. Ef ekið er frá vegamótunum þar sem farið er frá Geysi niður á Laugarvatn eða Skálholt, þá er sá leggur 32 km sem þarf að aka fram og til baka! Betra væri að nota þann spotta til að aka upp fyrir Gullfoss til jökla og þaðan jafnvel niður í Hvalfjörð fram hjá Glym, Hvalstöðinni og fl. flottum stöðum.

Hér er að finna upptökur úr þættinum Í Bítið á Bylgjunni
Tenging á viðtal við undirritaðan um málið sama dag

Svo má ekki gleyma hugmyndunum um alla þá möguleika sem skíðaíþróttin gæti fengið á svona svæði

Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


4 linkar á eldra blogg um sama mál:
Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins

Mál sem mér er hugleikið - Stækkum Gullna Hringinn og fjölgum möguleikum

Ýmsir nýir kostir fyrir ferðamenn

Það eru til fleirri góðar leiðir til að fjölga spilum á hendi í ferðaþjónustu á suðausturhorni landsins.



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum

Hræðilegt að heyra með þetta slys.

Ég átti þess kost á að fljúga yfir Laxárgljúfur í september árið 2005 og tók þá þessa myndaseríu.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flogið er upp eftir gljúfrinu til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flogið er upp eftir gljúfrunum til norðurs

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


og eins og sjá má á eftirfarandi myndum, þá eru gljúfrin hrikaleg í alla staði

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á svæðinu er auðmótanlegt móberg eða sandsteinn sem vatn og vindur á auðvelt með að forma

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er eitt hrikalegasta gljúfur sem finna má á Suðurlandi

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Margar kynjamyndir má sjá á leið sinni upp eftir gljúfrinu

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur svo sjálf Laxáin úr austri inn í gljúfrið og það merkilega er að hún kemur einhvern spotta úr austri en þar rennur svo áin til norðurs á kafla og virðist vera uppsprettuvatn af heiði sem liggur austan megin við þessi hrikalegu gljúfur.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef haldið er svo áfram upp með lítilli hliðará sem heitir Leirá sem kemur úr norðri, þá er komið að línuvegi þar sem auðvelt er að koma að gljúfrinu ofan frá. Gönguleið liggur með gljúfrinu að vestanverðu en það þarf að fara yfir nokkur gil og gljúfur að austanverðu.

Hliðará sem rennur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma útbjó ég ásamt Ingu Sigríði Ragnarsdóttur og Ásgerði Einarsdóttur verkefni í gönguleiðsögn í MK. Fyrir valinu var að ganga um þetta svæði þar sem fara átti frá Kaldbak meðfram gljúfrinu að austanverðu upp í Kerlingarfjöll.

Ætli Ásgeir Gestsson fyrrum bóndi frá Kaldbak og fjallkóngur þeirra Hrunamann til margra ára, sé ekki sá sem hefur eina mestu þekkingu á svæðinu. Þegar ég leitaði til hans út af verkefni mínu á sínum tíma, þá var að heyra að hann þekkti hvern þumlung svæðisins.

En hér má sjá smá brot úr verkefninu sem var aðeins um eitt af mörgum verkefnum sem nemendur leiðsöguskólans bjuggu til á meðan á námi stóð.

Gönguleið: (6 göngudagar)

Vegalengd: Akstur 250 km, Ganga 87,3 km auk gönguferðar í Kerlingarfjöllum, um 10 km
Hækkun/Lækkun : Kaldbakur 220 m – Geldingarfell 758 m – Svínárnes 400 m – Fosslækur 460 m – Kerling 940 m – Ásgarður í Kerlingafjöllum 680 m
Göngutími: Alls um 20 klst.
Gist í skálum: Hallarmúli, Helgaskáli, Svínárnes, Fosslækur og Kerlingarfjöll
Matur og útbúnaður borinn á bakinu í 5 daga, þó er matarburði skipt í tvennt, matur ferjaður um miðbik ferðar og matur fyrir lok ferðar ferjaður í Kerlingarfjöll og gengið þar með dagspoka
Erfiðleikastig: Meðalerfitt, með möguleikum á meira krefjandi köflum
Vöð: 4 stór og nokkur minni, í upphafi ferðar


Hér læt ég fylgja með myndir + teikningar úr umræddu verkefni sem sýnir aðeins 2 fyrstu daga ferðarinnar sem hefst frá bænum Kaldbak. En þar býr nú fyrrum ritstjóri Jónas Kristjánsson.

Kaldbakur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsta daginn er gengið frá Kaldbak, vaðið yfir Stóru-Laxá og gengið upp að fallegum fossi Skillandsárs og endað í skála í Hallarmúla.

Skillandsárfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsta dag er svo gengið til baka að gljúfrunum að austanverðu

Jólgeirsstaðir, Klofkerling, Krossgil, Kambur, Kambshorn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo haldið áfram upp með gljúfrinu yfir Uppgöngugil í átt að Miðgili. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá pínulítinn mótordreka yfir gljúfrinu. Þetta sýnir vel stærðarhlutföllin.

Uppgöngugil, Miðgil, Illaver, Fremra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Laxárgljúfur á leið frá Hallarmúla upp í Helgaskála.

Mynd tekin við Innra-Rótargil (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er krækt fyrir gilið þar sem Stóru-Laxá og Leirá koma saman og svo vaðið yfir Stóru-Laxá á móts við Helgaskála

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og sjá má, þá er íslensk náttúra stórbrotin og varasöm. En benda má á að leiðin vestanmegin við gljúfrin henta mun betur til göngu. Þessi ferð var svo m.a. hugsuð með möguleika á að vera með fullkomin klifurbúnað meðferðis þar sem hægt væri að síga niður í gljúfrið á nokkrum stöðum. Á síðustu myndinni má sjá hvar bíl hefur verið lagt. En hægt er að aka eftir línuvegi frá Þjórsárdal og niður í hreppa í áttina að Gullfossi með viðkomu á þessum stað.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikið slasaður eftir að hafa fallið niður Laxárgljúfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband