Hér er hugmynd - Setja upp litla rafræna pósa

Með nútíma tækni, þá má setja upp rafræna pósa. Í stað þess að láta ferðamenn vera að henda smápeningum í allar áttir á þessum stöðum.

 Það er orðið frekar hvimleitt að sjá þessa peninga-sjón-mengun í hverum, lækjum og stöðum þar sem þeir eiga alls ekki heima.

 Það gæti verið einfalt mál að setja upp litla GSM pósa og skrifa forrit sem tekur svo fasta "styrktar" upphæð af hverju korti. Þannig að um leið og fólk labbar í gegnum þar til gert hlið, þá er greiðslukortinu rennt í gegn. Ekkert pinn-númer, aðeins föst upphæð og afgreiðslan gengur því hratt fyrir sig. 

 Upphæðin þyrfti ekki að vera há og með þessu móti væri búið að minnka allt utanumhald.

 Það ætti að vara auðvelt að fá banka til að styrkja uppsetninguna á slíku kerfinu og jafnframt sjá um rekstur þess.

 Á afskektum stöðum mætti setja upp sólarrafhlöðu, vindmyllu eða einhvern náttúrulegan orkurafal þar sem notast væri við heitt vatn, gufu eða annað sem má finna á svæðinu til að framleiða rafmagn! En svona rafrænn GSM pósi tekur ekki mikið rafmagn og líklega getur hann keyrt á stórum rafgeymi í langan tíma.

Jafnvel væri hægt að vera með hnappa þar sem fólk getur valið um að styrkja mismunandi verkefni eins og skógrækt, uppbyggingu á göngustígum, fornleifarannsókn, endurgerð húsa og svo mætti lengi telja.

Hér ættu einhverjir frumkvöðlar að geta sótt um styrk til RANNÍS til að þróa þessa hugmynd frekar :)

 


mbl.is Gjald inn á ferðamannastaði raunhæft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég var nú meira að hugsa þetta sem styrkjakerfi eða kerfi sem gæti boðið upp á frjáls framlög.

Tökum sem dæmi að ég væri staddur á Hólum í Hjaltadal og á mig myndi renna augnabliks æði þannig að mig myndi langa til að styrkja uppgröft á gömlum fornminjum sem þar væru í gangi.

Möguleikarnir eru ekki margir eins og staðan er í dag. En ef það væri nú hægt með einföldum hætti að taka upp greiðslukortið og renna því í gegnum lesara og ánafna þar með verkinu upphæð upp á kr. 100-200 kr.

Upphæðin þyrfti ekki að vera stór en margt smátt gerir eitt stórt. Fyrir bragðið hefði ég góða samvisku og væri meðvitaður um að hafa styrkt gott verk.

En myndasíða er flott hjá þér :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband