Þetta er búið að vera þekkt vandamál lengi á þessum stað.

Þetta er ekki fyrsta skiptið sem þetta gerist þarna. Alveg með ólíkindum að það skuli ekki vera búið að laga þennan stutta vegakafla sem þarna er. Það er á mörkunum að tveir stórir bílar geti mæst þarna á upphækkuðum mjóum veginum. Ekki tekur svo betra við þegar þarf að fara að aka upp á Dyrhólaeyjuna sjálfa.

Hér er mynd af Dyrhólaey á góðum degi

Dyrhólaey (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég þurfti fara með farþega snemma á þessu ári út í eyjuna og þá var 50 cm vatn yfir veginum á stórum kafla og ís á vatninu. Það fór ekki vel með bílinn að þurfa að aka á ískantinn. En mikið var ég hissa þegar ég sá einn útlendinginn stefna út í eyjuna á sendibíl og mátti þakka fyrir að ekki færi illa. En ef hann hefði ekið út af veginum í vatninu þá hefði viðkomandi geta lent í stóru tjóni. Ekki voru nein skilti sem aðvöruðu eða lokuðu veginum þarna út í eyjuna.

Grandalaus pólverji ekur yfir vaðið og mátti þakka fyrir að ekki illa færi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég gat lítið annað gert en að láta blessaða manninn vita að hann væri að taka mikla hættu að aka svona litlum og lágum bíl yfir þetta vað og benti honum á að aka strax yfir aftur á eftir mér "mjög varlega" svo að það færi ekki vatn inn á loftinntakið hjá honum". Allt fór vel að lokum og ef myndaserían er skoðuð betur þá má sjá að þetta er töluverð leið sem þarf að aka í vatni :)

Íslenskt vegakerfi lætur ekki að sér hæða og hvers eiga útlendingar að gjalda, en hér ekur hann til baka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vegkantur gaf sig undan rútu við Dyrhólaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hafði á tilfinningunni að hann væri á fyrirtækjabíl eða bíl sem hugsanlega verktakinn ætti. Ég hreinlega gapti þegar ég sá að bílinn hafð það af að aka yfir vaðið. Ég var á stórum 4x4 bíl á 38 tommu dekkjum og taldi mig góðan að sleppa yfir :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.7.2007 kl. 03:25

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jamm, við erum heppin að ekki hafi farið illa nú þegar á þessum vegi. Ég var þarna í síðustu viku á stórri rútu og allt fór vel en maður prísar sig sælan í hvert skipti.

Berglind Steinsdóttir, 27.7.2007 kl. 08:44

3 identicon

þar sem bíllinn er með endurskoðun datt mér í hug að skoða ökutækjaskrá og athuga hvað var gert athugasemdir við:

115Lýsing aðalljósa2Frestur124Stöðuljós1Lagfæring212Lekamengun1Lagfæring303Dyrabúnaður2Frestur347Sæti2Frestur403Stýrisendar2Frestur406Spindlar2Frestur852Hemlarör1Lagfæring890Virkni stöðuhemils2Frestur892Hemlun stöðuhemils2Frestur906Raftengi2Frestur942Áletranir1Lagfæring951Slökkvitæki2Frestur954Sjúkrakassi2Frestur

á þessi bíll að vera að aka á þessum slóðum í þessu ástandi?

Ríkharður (IP-tala skráð) 28.7.2007 kl. 13:07

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 03:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband