Ferjan Baldur er stór þáttur í að gera Breiðafjörð af einu ferðamannasvæði.

Það má þakka ferjunni Baldur að gera Breiðafjörð af einu ferðamannasvæði.

Ferjan Baldur siglir þvert yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar með viðkomu í Flatey.

Ferjan Baldur á Breiðafirði að koma til Brjánslækjar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá ferjuna að innan og utan. Myndirnar eru teknar stuttu eftir að báturinn kom í heimahöfn sína á Stykkishólmi.

Hér má svo sjá höfnina og nýja Breiðafjarðarferjuna Baldur sem siglir yfir Breiðafjörð með viðkomu í Flatey.

Þessi mynd er tekin stuttu eftir að nýja skipið kom á Stykkishólm (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Siglingin yfir fjörðinn tekur um 3 kl.st. og á sumrin siglir hún frá Stykkishólmi kl. 9:00 og 15:00 og frá Brjánslæk kl. 12:00 og 18:00 (Sumaráætlun 2007 1. júní – 31. ágúst)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Trúlofaði sig á Breiðafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar aðeins að taka undir orð sem þegar hafa verið rituð hér í athugasemdir.

Þessi innlegg þín, eða viðbætur við Mbl-fréttir eru meðal örfárra eða jafnvel þau einu sem raunverulega bæta fréttina og gera hana meira upplýsandi. Það er því miður of mikið um innihaldslaust gaspur og upphrópanir bloggar í tengslum við þessar netfréttir mbl.is

Hafðu þakkir fyrir góðar myndir og upplýsandi texta, og haltu áfram á sömu braut!

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 10:17

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta fylgir því víst að vera leiðsögumaður og að hafa aðeins komið að kennslu í gegnum árin. Það er þægilegt að vera með svona mynda-blogg þegar maður á orðið stórt safn af myndum og því hæg heimtökin.

Ég hef komið víða við og þekki orðið landið nokkuð vel. Minn styrkur er sjálfsagt sá að ég þekki oft vel til aðstæðna sem verið er að fjalla um og oft prófað sjálfur á eigin skinni.

En fer okkur ekki best að fjalla um það sem við höfum áhuga á?

Ég vona þó að ég megi líka koma með upphrópanir og innihaldslaust gaspur svona inn á milli :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 10:44

3 identicon

Jú, mikil ósköp!  Auðvitað má hver og einn tjá sig á sinn hátt. En þessar mynda-og upplýsingaviðbætur þínar gera bara svo miklu, miklu betur en það. Kv. GTh.

Gunnar Th. (IP-tala skráð) 29.7.2007 kl. 12:53

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.7.2007 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband