Myndir af Hellisheiðarvirkjun

Fyrir ferðamanninn er ekkert eins magnað og að upplifa í raun hvaðan sjálf orkan kemur sem við íslendingar erum að virkja þessa daganna. Það er í raun mun meira gaman að standa á staðnum þar sem borholan er að blása heldur en að skoða hús og mannvirki.

Hér má sjá að köldu vatni sem hellt er á rörið sýður strax við snertingu. Ástæðan er sú að djúpt í jörðu sýður vatn við mun hærra hitastig vegna mikils þrýstings. Þegar svo vatnið kemur upp á yfirborðið breytist það í gufu og þenst þá út. Þegar vatn sýður, heldur vatns/gufublandan 100 °C hitastigi uns allt vatnið er gufað upp. Rúmmál gufunnar er 1673falt rúmmál vatns við 100 °C og 1 bar og eru það eiginleikarnir sem verið er að nýta til að snúa túrbínunum sem eru að framleiða fyrir okkur rafmagnið.

Hér er Bjarni háfjallajeppabílstjóri m.m. að sýna gestum hversu heit gufan er sem er að brjótast upp úr iðrum jarðar.

Hér er verið að bora nýja borholu fyrir Hellisheiðarvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Hellisheiði er verið að reisa stóra og mikla virkjun gufuaflsvirkjun þessa daganna

Hér er jarðbor að bora fyrir nýrri holu við gamla skíðasvæðið í Hamragili.

Hér er verið að bora nýja borholu fyrir Hellisheiðarvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er einn af mörgum jarðborum á svæðinu og verða þeir sífellt stærri og stærri. Í dag eru borholurnar á bilinu 1000 til 2000 metrar.

Hér er verið að bora nýja borholu fyrir Hellisheiðarvirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er gaman að segja ferðamönnunum að skýin séu búin til á íslandi :)

Hér blása 3 holur í einu uppi á toppi á virku eldfjalli - Skarðsmýrarfjalli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sólina vera að setjast og magnað að sjá gufustrókin í þessari myndaseríu

Skarðsmýrarfjall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Boðar hátt í fertugföldun í nýtingu jarðvarma vestanhafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband