23.7.2007 | 11:50
Flott :)
Þá er næsta mál á dagskrá að vera viðbúinn þeim aukna fjölda ferðamanna sem munu koma til landsins í kjölfar greinarinnar.
En síðustu daga, þá hef ég verið að vinna að nýrri hugmyndir sem gengur út á að breyta vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"! þar sem bætist við fullt af nýjum möguleikum.
Eins og sjá má á kortunum, þá bætast við ýmsir nýir kostir fyrir ferðamenn. Grunn hugmyndin gengur út á að búa til tvær nýjar megin leiðir sem viðbót við "Gullna Hringinn". En í öllum þeim hugmyndum er reynt að halda inni lykilstöðum eins og Þingvöllum, Gullfossi og Geysi.
Viðbótin er Hvalfjörður sem er langur flottur djúpur fjörður, hvalstöðin, herminjar frá stríðsárunum, ekið á milli jökla, ekið meðfram jökli, ekið yfir hraun, sand, auðnir, stórglæsileg skíðaaðstaða, vélsleðaaðstaða, mikill fjöldi stuttra 4x4 leiða, hæsti foss landsins Glymur 198m hár, flott fjöll, Jarlhetturnar, Skjaldbreiður og Hlöðufell og mikill fjöldi flottra gönguleiða.
Með því að spila meira á þessar nýju leiðir, þá er auðveldara að jafna álaginu á lykilstaðina þannig að það myndist ekki toppar sem erfitt er að ráða við í mat og annarri þjónustu.
Hér má sjá endurbætt kort sem sýnir 3 megin möguleika til að stækka Gullna Hringinn.
Lesa má nánar um hugmyndina hér:
Linkur um umfjöllun um fleiri nýjar leiðir í ferðaþjónustu hér
svo sjá betra kort sem sýnir möguleika á 4x4 leiðum sem hægt er að aka út frá fyrrnefndum hugmyndum hér
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.
Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til austurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til vesturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!
Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:
En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.
Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.
Hæðakort af svæði og gönguleið.
Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
En síðustu daga, þá hef ég verið að vinna að nýrri hugmyndir sem gengur út á að breyta vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"! þar sem bætist við fullt af nýjum möguleikum.
Eins og sjá má á kortunum, þá bætast við ýmsir nýir kostir fyrir ferðamenn. Grunn hugmyndin gengur út á að búa til tvær nýjar megin leiðir sem viðbót við "Gullna Hringinn". En í öllum þeim hugmyndum er reynt að halda inni lykilstöðum eins og Þingvöllum, Gullfossi og Geysi.
Viðbótin er Hvalfjörður sem er langur flottur djúpur fjörður, hvalstöðin, herminjar frá stríðsárunum, ekið á milli jökla, ekið meðfram jökli, ekið yfir hraun, sand, auðnir, stórglæsileg skíðaaðstaða, vélsleðaaðstaða, mikill fjöldi stuttra 4x4 leiða, hæsti foss landsins Glymur 198m hár, flott fjöll, Jarlhetturnar, Skjaldbreiður og Hlöðufell og mikill fjöldi flottra gönguleiða.
Með því að spila meira á þessar nýju leiðir, þá er auðveldara að jafna álaginu á lykilstaðina þannig að það myndist ekki toppar sem erfitt er að ráða við í mat og annarri þjónustu.
Hér má sjá endurbætt kort sem sýnir 3 megin möguleika til að stækka Gullna Hringinn.
Lesa má nánar um hugmyndina hér:
Linkur um umfjöllun um fleiri nýjar leiðir í ferðaþjónustu hér
svo sjá betra kort sem sýnir möguleika á 4x4 leiðum sem hægt er að aka út frá fyrrnefndum hugmyndum hér
Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið og hefur ýmsa hagræðingu í för með sér.
Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til austurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli, horft til vesturs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári!
Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En til að byrja með mætti leggja nýja leið inn að Presthnjúkum sem er um 11 km og svo þessa leið hér:
En gott væri að hafa möguleika á að aka niður í Hvalfjörð af Kaldadalsleið eins og sjá má á eftirfarandi korti. Slík leið myndi opna möguleika fyrir ferðamenn að skoða hæsta foss landsins sem er Glymur 198 m hár og svo Hvalfjörðinn sem væri ekki amalegt að skoða frá slíkri leið. Einnig myndi opnast skemmtileg hringleið frá Þingvöllum, um Kaldadal og yfir í Hvalfjörð með gríðarlega fallegu útsýni. Slík leið er um 18 km frá Kaldadal niður í Hvalfjarðarbotn. Svo mætti einfalda leiðina með því að sleppa því að aka upp á Kvígindisfell.
Kort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Einnig er hægt að leggja leiðina frá Reyðarvatni eða inn á Skorradalsleiðina.
Hæðakort af svæði og gönguleið.
Hæðakort af ökuleið (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Verðmæt landkynning í Condé Nast Traveler | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.