Færsluflokkur: Menning og listir

BERLÍN - EGYPTALAND - NEFERTITI DROTTNING - MYNDIR

BERLÍN - EGYPTALAND - NEFERTITI DROTTNING - MYNDIR

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - The Valley of the Queen - The Valley of the Kings 14. Feb. 2009 Laugardagur

Ég lenti í þeirri skemmtilegu uppákomu fyrir stuttu að koma á söguslóðir þessara merkilegu drottningu, Nefertiti, sem fréttin fjallar um.

Ég var fyrir stuttu í Berlín og tók þá þessa mynd hér af safninu Altes Museum (Old Museum, Royal Museum) eða Egyptian Museum of Berlin sem er ein af fallegri byggingum í Berlín. Höfuðmynd af egypsku drottningunni Nefertiti hefur verið til sýnis á Altes safninu í Berlín í Þýskalandi frá árinu 1923 og hefur verið talið eitt af þekktustu verkum frá Egypskri fornmenningu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Queen Nefertiti of Egypt. The Altes Museum (German for Old Museum), is one of several museums on Berlin's Museum Island in Berlin, Germany. The museum was built between 1825 and 1828 by the architect Karl Friedrich Schinkel in the neoclassical style to house the Prussian Royal family's art collection. Until 1845, it was called the Royal Museum. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Frá Berlin hélt ég síðan í 2ja vikna ferð til Egyptalands og átti m.a. leið um þorp á Nílarbökkum sem heitir Luxor. Hinum megin við ánna er fjallendi og svæði sem heitir Valley of the Kings og Valley of the Queens. En þar eru um 500 grafir (Tomb, 4-5000 ára gamlar) ásamt nokkrum þekktum hofum.

Hér má lesa góð grein um sögu egypsku drottningunna Nefertiti. http://www.touregypt.net/featurestories/nefertiti.htm

og svo um sjálfan skúlptúrinn af drottningunni Nefertiti. http://en.wikipedia.org/wiki/Thutmose_(sculptor)

Hér má sjá yfirlitsmynd yfir The Valley of the Kings. En þar eru 63 þekktar grafir (tombs). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Overview over tombs in The Valley of the Kings (Thebes West Bank, Thebes) close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá yfirlitsmynd yfir Tomb eða gröf KV34 Thutmes III. Nýjustu fregnir herma að gröf Nefertiti hafi verið í The Valley of the Kings (Luxor, Egypt), Tomb KV35, sem er inn í botni dalsins og tilheyrir konungnum Amenhotep II. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Overview over tombs KV34 Thutmes III in The Valley of the Kings (Thebes West Bank, Thebes) close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má lesa góð grein um gröf KV35 eða tomb of Amenhotep II. http://en.wikipedia.org/wiki/KV35

Því miður mátti ekki mynda mikið niður í gröfunum enda voru varðmenn út um allt og há viðurlög. Sumstaðar voru ljósmyndarar eltir á röndum og sífellt verið að betla pening þrátt fyrir að vera búið að greiða hátt gjald inn á svæðið. En fyrir 100 Egypsk pund mátti skoða 3 grafir af 63 sem voru á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Guards all over in The Valley of the Kings (Thebes West Bank, Thebes) close to town Luxor in Egypt. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá stóra kistu niður í einni gröfinni, tomb of Tuthmosis IV (KV 43). Í gröfunum mátti einnig finna allan búnað sem fólk þarf á að halda í venjulegu lífi og voru því þessar grafir mjög eftirsóttar af ræningjum og því mikið gert til að fela þær. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Thutmes IV (Tomb KV 43) Valley of the Kings, East Valley, Thebes West Bank, Thebes. The tomb is decorated with representations of the king with various deities. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Nánar má lesa um þessa gröf hér: http://www.touregypt.net/featurestories/tuthmosis4t.htm

og hér:

http://en.wikipedia.org/wiki/Valley_of_the_Kings



Kjartan WWW.PHOTO.IS

Hér má svo sjá önnur blogg úr sömu ferð:

Blogg um flugið sem Hassan útvegaði má svo sjá hér:

Hluti-I http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/

Hluti-II http://photo.blog.is/blog/photo/entry/816250/

Hluti-III http://photo.blog.is/blog/photo/entry/818496/

Hluti-4 http://photo.blog.is/blog/photo/entry/819322/




mbl.is Nefertiti í fegrunaraðgerðir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

EGYPTALAND - MYNDIR ÚR LOFTBELG

Arab Republic of Egypt جمهورية مصر العربية Gumhūriyyat Miṣr al-ʿArabiyyah

Luxor - Flug með loftbelg - Mannlífið í Lúxor séð úr lofti! Hluti-II 15. Feb. 2009 Sunnudagur kl. 5 til 9 ... sólin að koma upp.

Ég tók svo mikið af myndum í þessari flugferð yfir þorpið Lúxor í Egyptalandi að ég neyðist til að búta flugið niður. Hér kemur svo kafli II í þessu annars skemmtilega flugi.

Eftir að ég fór að skoða þessi mál betur, að þá rakst ég á nýja grein um fyrsta flug í loftbelg á Íslandi sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson skrifar um hér:

http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/774915/

Áður var ég búinn að lesa "skemmtilega" frásögn eftir Ómar Ragnarsson hér:

Minnir mig á skelfileg augnablik.

Framhald loftbelgssögunnar.

En hér heldur svo myndasagan um flug í loftbelg áfram:

Einnig mátti sjá falleg og snyrtileg hús

Flying by Hot Air Balloon from Luxor in Egypt. Barely clearing the roofs of a small town on opposite side of river Nile. Lots of nice houses. (to view gallery: click image) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Dagurinn byrjar snemma í Egyptalandi. Hér er maður að ná í fóður fyrir húsdýrin sín.

Work start early in Egypt. Here is farmer getting some "food" for his animals at home. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Heita loftið í Egyptalandi gerir það að verkum að auðvelt er að sofa undir berum himni, ef það skildi nú rigna, að þá er það smá sýnishorn sem varir yfirleitt aðeins í nokkrar mínútur. En á myndinni má sjá Egypta sem er ekki enn risin á lappir. Algengt er að vefja um sig þykku teppi og er höfuðið hulið líka til að halda hita yfir blánóttina sem getur orðið mjög köld.

Why do you need a roof in Egypt, you almost never get rain. The best way to sleep is outside with a fress air. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hani, hæna, kind, hundur, köttur, kýr ... Hænur og önnur húsdýr voru á vappi á meðan bændur og búalið voru í óða önn að sinna morgunverkum.

A rooster and hens, sheeps, cat, dog, cow ... This looks like Animal Farm! Where is George Orwell and his pigs? Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ekki er að sjá að það sé verið að aka börnum í skólann eins og gert er orðið víða.

No school bus here. What is better than a fress morning walk for the kids? Kids looking up to the Hot Air Balloon flying just above theyr heads. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það er greinilegt að Egyptaland er mikið landbúnaðarland. Húsdýr eru hvert sem litið er. hér er einn bóndinn að sinna búskap.

Ancient Egyptian farmers depended on the flooding cycle of the Nile to grow their crops. In 2009 is still like it was for 4-5000 years ago. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hér er ein falleg mynd af konu sem virðist vera sú eina sem vöknuð er í þorpinu.

A lonly women on the street in small town close to Luxor in Egypt. Picture taken from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Margar skemmtilegar myndir náðust af börnum sem voru út um allt

Many of the best picture from this air photo baloon trip was from the kids playing, working, on way to school ... Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Það liggur við að það sé flogið svo lágt að karfan festist í trjánum. Það er í lagi á meðan ekki eru háspennulínur að þvælast fyrir eins og í ferðinni hjá Ómari Ragnarssyni á Íslandi forðum

Balloon flyers have to be careful not to fly into trees, powerlines, houses ... There were probably flying arond 20 Hot Air Ballons in the Luxor area at the same time. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gott er að fá sér eina vatnspípu sem mikil hefð er fyrir í Egyptalandi. En reykurinn er látin fara í gegnum vatn.

Photo of Egyptian man smoking water pipe (Shisha, hookah) on street in town close to Luxor. Problem is they do not change the mouthpiece, the tube or the water? Becearfule of the bacteria resides. Picture taken close to town Luxor in Egypt from a Hot Air Balloon. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. þessar myndir voru unnar með nýrri tækni svo að litir, skerpa og fl. gæti verið smá vandamál. Einnig var sólin að koma upp sem gerir svona myndatöku pínu erfiða. Sumar myndir líta út fyrir að vera teknar í björtu snemma að morgni, en svo er ekki, það var mjög dimmt þegar flugið hófst. En með góðum stafrænum myndavélum, þá er hægt að lýsa upp svona dökkar myndir.

Fyrsta hlutann má svo sjá hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/815725/


KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA PANORAMA MYND - 12

KÍNAFERÐ - SHANGHAI - RISA PANORAMA MYND - 12

Dagur - 12 / Day - 12 Mánudagur 30. des. 2008

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)

Farið með mynd sem var um 400 Mb á stærð í útprentun á þann stað þar sem stóra myndavéabúðin er. Útkeyrslan kostaði ¥420 ásamt innrömmun, allt framkvæmt á meðan beðið er.

Shanghai Xingguang Photo Gear Mall. A heaven for camera lovers 星光摄影器材. I got a good price for big format print out including framing. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Síðan var ákveðið á síðustu stundu að fara með myndina í lest (250 x 60 cm) því hún passaði ekki inn í leigubílinn. Ekki annað hægt að segja en að það var frekar fyndið að ganga með þessa óinnpökkuðu risa mynd af Jökulsárlóni innan um mannlífið á götunni sem rak auðvita upp stór augu.

Ekki tók betur við þegar komið var niður í jarðlestastöðina. Það var Rush-hour og lestin sem að ég hugðist taka var troðin út að dyrum, tók ég því öfugan hring með lestinni. En Adam var ekki lengi í Paradís, því fljótlega fylltist þessi lest einnig og átti ég fullt í fangi með að verja viðkvæma myndina fyrir ágangi úr öllum áttum. The taxi was to small for my big panoramic picture so I had to take it on underground trip at rush-our time in Shanghai :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ferðin hafði gengið að óskum, en nú var farið blása og umferðin var þétt á götunni sem að ég þurfti að fara með myndina um og þegar komið var að hliði bakdyramegin inn á svæðið þar sem Heng býr, þá var ekki hægt að koma myndinni þar í gegn. Sá ég þá gat á girðingunni sem myndin rétt passaði í og fékk ég einn sem selur appelsínur til að rétta mér myndina í gegnum gatið.

Eftir það tóku við tvö varðhlið og svo rétt slapp myndin inn í lyftunna með því að skáskjóta henni horn í horn. Pabbi Heng tók á móti mér og varð að vonum hissa þegar ég birtist með þetta 2.5 metra ferlíki. Myndin var að sjálfsögðu drifin upp á vegg á besta stað í stofunni. I had a great fun with this big picture in the underground in Shanghai. Glacier lagoon Breidamerkurlon in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Gömlu hjónin launuðu myndina með enn einni stórmáltíðinni sem var rauðvín ásamt svínaeyrum, krydduðum hænsnalöppum (uppáhald hjá Heng)

Heng's father was happy with the big panoramic picture from Iceland. and I got Shanghai pig ears and chicken legs and other delicious food as usual. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hrískaka, hvítt þykkt hlaup sem var eins og að tyggja skósól og svo gult brauð sem var líklega búið til úr sojabaunum.

Rice cake was thick as a chewing-gum and the yellow bread was mad of soya beans. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Varðandi þessa fínu risa panorama mynd, þá var mjög skrítið að sjá hana upp á vegg hjá Halldóri Sigurðssyni sem var í viðtali við CNN 1. og 2. feb. í þætti sem heitir iReport. Það væri fróðlegt að vita hvar hann hefur fengið myndina. Man ekki neitt sérstaklega eftir því að hann hafi falast eftir henni hjá mér! (En myndin er greinilega orðin fræg).

Kvöldið endar svo í 2ja tíma nuddi á nuddstofu í nágrenninu fyrir alla fjölskyldumeðlimi.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.

http://www.photo.is/kina/index.html


mbl.is Tvöfalda útflutninginn til Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3

KÍNAFERÐ - Shanghai - Jarðaför - 3

Dagur - 3 / Day - 3

Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína

Eftir að hafa sofið í fyrsta skiptið eins og steinn, þá vaknaði ég við að pabbi og stjúpmóðir Heng voru að lauma sér út til að kaupa í morgunmatinn. En þau komu með flugi deginum áður frá borg sem heitir Harbin. Á meðan skaust ég í sturtu og föt.

Heng byrjaði á að útbúa heitt vatn með hunangi og einhverju sem líktist rauðum rúsínum.

Skömmu síðar koma hjónakornin til baka af markaðinum með ilmandi morgunmat og byrja er að bera á borð hverja kræsinguna á fætur annari fyrir okkur unga fólkið.

Við fengum m.a. að smakka safaríkar þykkar pönnukökur, heimagerða sojamjólk, stóra pylsu og fl. góðmeti. Best of Shanghai is "Breakfast in Shanghai". Our first "REAL" breakfas! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Næsti klukkutíminn fór síðan í að útbúa enn meiri morgunmat handa okkur sem var margrétta og hreint ótrúlegur svo ekki sé meira sagt. Pabbi Heng spændi sojahnetur niður og útbjó ekta heimatilbúinn heitan sojadrykk.

Hér er karlinn að steykja fisk á pönnu og mátti sjá að eldamennska var hans fag. Cooking fish on pan in Shanghai, probably not the Top Ten Traditional Chinese Breakfast! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Síðan borðuðum við 2 gerðir af heitum flatkökum með ýmsu góðmeti og súkkulaðifylltar deigbollur með valíum korni (æði).

... og smökkuðust þær alveg einstaklega vel. My favorite! Sweet and soft, very delicious. Cake with cashew nut (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Mikið er um grænmeti og hitað spínat var borðað sem meðlæti með þessari veislumáltíð

Ný steikt ilmandi spínat á pönnu. Lot of green things! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Hér fáum við 2 gerðir af reyktum pylsum frá svæði sem heitir Harbin sem er í norður Kína við landamæri Rússlands (20 - 40°C frost núna og var áður Rússnesk borg).

En pabbi Heng býr þar ásamt spúsu sinni og komu þau þaðan með flugi þaðan dagin áður. Smoked Chinese sausage from Harbin in north close to russian border. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Svona bollur með mismunandi fyllingu eru mjög vinsælar.

Bollurnar geta verið með grænmeti, kjöti og eins og í þessu tilfelli þá fékk ég eina bollu með baunakremi sem bragðaðist eins og súkkulaði. Delicious cake or ball with mixed food inside. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Til að kóróna veisluna, þá fengum við smjörsteiktar rækjur í garliksósu í eftirrétt (við erum enn að tala um morgunmatinn)!

Það var ekki eins og ég væri að springa eftir þessa máltíð, heldur voru hér margir smáréttir, hver öðrum betri. Shrimps á la Shanghai in garlic souce. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Á meðan við Heng boðuðum morgunmatinn, þá var pabbi Heng að elda mat fyrir fyrrum eiginkonu (mömmu Heng) með aðstoð frá nýju konunni! En hún dó fyrir rúmum 6 árum síðan úr krabbameini rétt rúmlega fimmtug!

Hvernig má það vera að þau skuli vera að elda mat fyrir konu sem nú er látin mörgum árum áður? Cooking for a funeral or person that pass 5 years ago! How can that be? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Jú það er víst siður í Kína að brenna hina látnu og þeim síðan komið fyrir í litlum kistli. En hin eiginlega jarðaför átti að fara fram í dag í kirkjugarði ca. kl.st. fjarlægð frá Shanghai 5-6 árum seinna og var maturinn hugsaður sem virðing við hina látnu og reynt að gera henni allt til geðs eins og hún hefði sjálf viljað hafa hlutina ef hún væri lifandi enn í dag.

Svona til að setja puntinn yfir allt, þá borða kínverjar mikið af ávöxtum og ekki er óalgengt að fá epli, kíví, peru eða annan ávöxt til að enda máltíðinna.

Hér er verið að skera utan af epli. All good breakfast, lunch or dinner in Shanghai is ended with some kind of a fruit. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að loknum morgunmati gerði hópurinn sig klára fyrir jarðaförina og var haldið af stað með forlátan kistil og mikið magn af nýelduðum mat, grænmeti og ávöxtum.

Ég var látin kaupa blóm og síðan var farið í sérstaka búð til að kaupa "peninga" og alvöru kínverja eða sprengjubelti eins og krakkarnir myndu vilja kalla það (3 m langt með 1000 kínverjum!). Síðan var lagt að stað í lítilli rútu með hópinn ásamt dyggum fjölskyldumeðlimum sem dreif að úr öllum áttum. Að endingu þurfti að fara á 2 bílum.

Hér situr Heng með kistilinn sem inniheldur jarðneskar leifar móður sinnar asamt blómaskreytingum, mat og öðrum veigum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Það tók töluverða stund að komast út úr þröngri götunni með tilheyrandi handapati frá fjölda manns þar sem bílar þurftu að tvístrast í allar áttir til að þessi litla rúta kæmist út. Heng hafði á orð að þessi bílstjóri væri ekki OK, að vísu var það alveg rétt hjá henni en hann skilaði þó sínu eftir mikinn glæfraakstur báðar leiðir. Hann tók fram úr báðu megin og lá á flautunni stanslaust allan tímann á meðan hann reifst við einn farþegann sem vildi ólmur fá að skipta sér að akstrinum líka.

Þegar komið var í kirkjugarðinn, þá var þar algjört umferðaröngþveiti og mátti víða heyra sprengingar og læti óma úr öllum áttum. En þessi dagur var fyrsti vetradagur og þá fara allir í kirkjugarðinn (ath. garður án kirkju, en það eru fáar kirkjur í Kína, flestir trúlausir eða Búddatrúa!).

Því miður harðbannaði Heng mér að taka myndir af athöfninni sem var hreint ótrúlegt myndefni og sannkallað augnakonfekt sem þarf mörg orð til að lýsa. En í fáum orðum, þá eru þúsundi legsteina svo langt sem augað eygir og fyrir framan hvern legstein var rammi eða hola með 1,2 eða 3 hólfum 15 x 35 cm og 20 cm djúpt. Á legsteininum er mynd af viðkomandi og pláss tekið frá fyrir eiginkonu eða eiginmann. Kistlinum með ösku móður Hengs var komið fyrir í einu af hólfinu. En á undan var kveikt í einhverju gulum þykkum blöðum ofan í holunni til að hita hana upp. Síðan er hent í holuna ýmsum smápeningum og gervipeningum og svo kemur starfsmaður og steypti lokið fast efir að jarðneskar leifar og kistilinn er kominn á sinn stað. Næst er "lagt á borð" fyrir hina látnu og þar er sett upp stórt og mikið veisluborð af mat sem er raðað ofan á gröfina og þar má finna ýmsa ávexti, fiskmeti, kjötmeti. Síðan er veislan skreytt með miklu blómahafi frá viðstöddum. Því næst er komið með stórt ílát sem fyllt er með enn meiri peningum sem eru eins og litlir bátar í laginu og eru þeir gull- eða silfurhúðaðir. En þetta var gamall gjaldmiðill sem Kínverjar notuðu fyrir ca. 1300 árum síðan.

Hér má sjá sýnishorn af umræddum peningum

Síðan var kveikt í öllu og á meðan eldurinn logaði þá komu nánustu með hvern sinn pokann og settu á eldinn og þannig brann mikið magn af "gömlum" peningum til heiðurs hinni látnu. Að lokum var sprengibeltinu komið fyrir með 1000 Kínverjum og kveikt í og sprakk það síðan með miklum látum og mikinn reyk lagði yfir svæðið.

Eftir að allir voru búnir að signa sig 3svar sinnum yfir gröfina og hver um sig búinn að stinga 3um reykelsum í vax (þarf að vera oddatala 1,3,5,...) að þá hélt hersingin áfram að annarri gröf. Eftir mikið labb, þá var komið að gröf afa og ömmu Heng og fékk sú gröf svipaða meðferð með mat og reykelsi nema einn kveikti í sígarettu og lagði á gröfina, allt átti að vera eins og það var hjá viðkomandi aðila sem verið var að votta virðingu sína.

Hér laumaðist ég til að taka mynd af einum legsteini við eina gröfina _ Legsteinn við Kínverska gröf.

Graveyard in Shanghai (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Eftir þessa upplifun, var ekið til baka með enn meira offorsi en áður og var ótrúlegt að sjá keyrslulagið þar sem verið er að fara yfir á rauðu ljósi ásamt því að sveigja fram hjá bílum, fólki, mótor- og reiðhjólum af mikilli nákvæmni.

Stefnan var sett á veitingastað og beið þar 20-30 rétta stórveisla og ekkert til sparað.

Hópurinn fékk m.a. froska, ýmsar kjöttegundir eins og lamb, sviðalappir, fuglafit (hænu), nokkrar fisktegundir, kolkrabbi, 3-4 tegundir af súpum og endaði veislan síðan á hárkrabba þar sem ALLT var borðað og virtist það vera hápunktur veislunnar hjá flestum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Að lokum hélt hersingin heim til Heng þar sem útdeilt var gjöfum á alla m.a. frá Danmörku.

Það leið ekki langur tími þar til byrjað var að tala AFTUR um mat og voru gömlu hjónin komin í nýja eldamennsku áður en maður náði að snúa sér við! Núna fengum við þessa dýrindis súpu með grænmeti, pylsum, hrísgrjónum (sem þeir borða víst lítið af) ... og var hún meira borðuð fyrir kurteisi sakir hjá mér enda lítið pláss eftir fyrir meiri mat!

Puff ... núna er ég að borða risajarðaber og kíví með tannstönglum sem er búið að skera niður í stóra bita. Ég man hreinlega ekki eftir að hafa borðað annað eins á svona stuttum tíma áður! Annað hvort þarf maður að leggjast hressilega á meltuna eða þá að þetta er svo þung fæða að maður er búinn að vera hálfsofandi síðan við komum hingað út, líkaminn hefur ekki undan að vinna úr þessu öllu saman.

Kjartan WWW.PHOTO.IS

GALDRAR, DRAUGAR, TRÚMÁL OG HINDURVITNI ÍSLENDINGA - MYNDIR

Galdrar og trú á hindurvitni hafa fylgt Íslendingum í gegnum aldirnar og skal engan undra að svo sé.

Galdrasafnið og Kotbýli, Strandagaldur á Hólmavík á Ströndum. Picture of "The Museum Icelandic of Sorcery & Witchcraft" in Holmavik at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


þegar ekið er niður að Þorlákshöfn, þá má finna þetta merki hér við vegin þar sem ekið er í áttina að Eyrabakka

Draugasetrið er staðsett á þriðju hæð í Lista og menningarverstöðinni á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá beinagrind af þjóðþekktri persónu sem finna má á Draugasetrinu á Stokkseyri

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri býður upp á ótrúlega upplifun af draugum og afturgöngum. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Draugasetrið er í þessu húsi hér sem er aflagt fiskvinnsluhús

Draugasafnið í Hólmarastarhúsinu á Stokkseyri. Picture of the museum "Ghosts in Iceland" in Stokkseyri at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki skal undra að margur ferðamaðurinn sjái alskyns forynjur og ófreskjur í Íslensku landslagi. Enda er náttúran hér á Íslandi mjög fjölbreitileg og oft þarf ekki einu sinni að ímynda sér til að sjá eitthvað gruggugt þar á ferð eins og á þessari mynd hér

Hér ríður skrattinn sjálfur hesti í jöklinum við Skaftafell. Picture of Ghosts in Skaftafell at south coastline in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á bæ einum á Ljótsstöðum má sjá þennan draug hér. En hér er heimili sem var yfirgefið í skyndi!

Staðurinn er eyðibýli sem heitir Ljótsstaðir og er einn af efstu bæjum í Laxárdal fyrir norðan ekki langt frá Mývatni. Að bænum er seinfarin 4x4 jeppaslóði og er kjörið fyrir þá sem þora að fara og líta á staðinn. Picture of ghosts at Ljotsstadir in Laxardal at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo leikvöllur fyrir þá sem vilja pynta þá sem þeir telja að séu að fremja galdra

Í dag er mun erfiðara að stunda galdra og þessi menning virðist vera líða undir lok hér á Íslandi hvernig svo sem stendur á því. Picture of tools in Atlavik close to Egilsstadir at north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Þjóðverjar sækja í galdur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKOTSVÆÐI OG AÐSTAÐA - MYNDIR

Hvað er þetta sem er á bökkum Hvítá?

Hús sem hefur verið byggt á afviknum stað rétt hjá Hestfjalli við Hvítá. Shooting in Iceland is very popular sport, both with cameras and guns. A special made hut for shooting icelandic polar fox. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skotsvæði Iðavöllum Hafnarfirði _ Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. http://www.photo.is/07/06/3/pages/kps06070448.html http://www.photo.is/07/06/3/index_3.html Hér er verið að skjóta á leirdúfu á skotsvæði Iðavallar í Hafnarfirði

Að sjálfsögðu er veiðihundurinn hafður með til að venja hann við hvellinn í byssunni. Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmynd af skotsvæðinu á Iðavöllum. Vonandi iðar allt af lífi á slíkum stað.

Picture of a shooting area Idavellir close to Reykjavik, Hafnarfjordur in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skotveiðifélag Íslands 30 ára og hér má sjá nýtt skotsvæðið á Álfsnesi. Á Álfsnesi er bæði aðstaða fyrir riffilskotfimi og haglabyssuskotfimi

Á Álfsnesi er líklega fullkomnasta aðstaða sem um getur til að æfa skotfimi á Íslandi í dag. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Æfingarsvæði Skotreynar á Álfsnesi. Hér má svo sjá nýjustu myndina sem tekin var af Álfsnesi

Þessi mynd er tekin í lok sumars 2008 og eins og sjá má, þá eru vellirnir að verða tilbúnir og græni liturinn óðum að taka yfir. Picture of a shooting area at Alfsnes close to Reykjavik, Mosfellsbaer in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þorlákshöfn og mörg minni bæjarfélög hafa komið sér upp aðstöðu úti á landi

Hér má sjá æfingaraðstöðu fyrir skotveiðar fyrir austan fjall. Picture of a shooting area close to Thorlakshofn on south coast in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo er spurning hvort að það séu einhverjir skotjaxlar sem þekkja þessa mynd hér?

Íþróttagreinar eins og skotfimi hefur átt undir högg að sækja vegna ört stækkandi byggðar og hefur það gerst margoft að það hefur orðið að flytja aðstöðu á nýja staði. Old picture of a shooting area close to Reykjavik in Iceland. WWW.PHOTO.IS (C)2008 Kjartan P. Sigurðsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skotveiðifélag Íslands 30 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÉR BÝR EINN FRÆGASTI KOPPASALI LANDSINS

Valdi koppasali er líklega einn frægasti koppasali landsins og hann býr hér á þessum bæ sem heitir Hólmur rétt fyrir utan Reykjavík rétt eftir að komið er fram hjá Rauðhólum við Suðurlandsveg

Þorvaldur Norðdahl eða Valdi koppasal á heima á þessum bæ við Suðurlandsveg. Picture of home of Valdi Koppasali close to Reykjavik in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Til hamingju með afmælið Valdi.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Koppabransinn riðar til falls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ANDARNEFJA HVALUR - MYNDIR

Ég var með Japani frá japönsku tímariti í ferð um Suðurlandið snemma á þessu ári og í lok ferðarinnar fór ég með fólkið niður að sjó rétt hjá Stokkseyri. Þar hafði skömmu áður rekið á land hval eða andarnefju (Hyperoodon ampullatus) og má sjá myndir af henni hér.

Hvalinn rak á fjörur rétt fyrir neðan Knarrarósvita sem er á Suðurlandinu rétt hjá Stokkseyri. Mælingar sýna að u.þ.b. 40-50 þús. dýr eru á hafssvæðinu umhverfis ísland á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er greinilegt að einhverjir fuglar er byrjaðir að gæða sér á hvalnum enda mikill og góður matur þar á ferð.

Ekki er óalgengt að hval reki á land við strendur landsins. Andarnefja lifir aðallega á smokkfiski. Hún er mjög forvitin og er auðvelt að lokka hana að með hljóðum. Hún er einstaklega félagslynd og trygglynd og yfirgefur ekki særðan félaga fyrr en hann deyr. Andarnefjur eru mjög öflugir kafarar og geta kafað niður 1000 m dýpi og verið 1-2 kl.st. í kafi. Andarnefja er farhvalur og aðeins hér við land á sumrin. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér sést svo betur nefið á hvalnum eða andarnefjunni sem fannst við suðurströndina rétt hjá Knarrarósvita. Andarnefja er tannhvalur. Nafn sitt dregur hún af höfuðlaginu, trýnið er mjótt og ennið hátt og kúpt eins og sjá má

Andarnefjan er grásvört á litinn og heldur ljósari að neðan en á bakinu. Með aldrinum þá lýsist litur hennar. Algeng lengd er 7-9 m og þyngdin um 6-8 tonn. Kýrin er talsvert minni en tarfurinn. Kvendýrin eru tannlaus. Aldur 40-60 ár. Picture of Icelandic whale found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Knarrarósviti sem er þarna rétt hjá er 26 metra hár og svæðið heitir Knarrarós sem er rétt austan við Stokkseyri.

Knarrarósviti var byggður árið 1939. Picture of Knarrarós lighthouse that was built in 1938. It is the tallest building in southern iceland. It is close to the whale that was found on the south coast line close to Stokkseyri in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Ég átti í einhverjum erfiðleikum með að átta mig á því hvernig orðið væri skrifað en það er víst beygt svona andarnefja, andarnefju, andarnefju, andarnefju og í fleirtölu andarnefjur, andarnefjur, andarnefjum, andarnefja

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dauð andarnefja í Höfðahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI

Fjárrekstur er ekki alltaf auðveldur eins og kom í ljós þegar verið var að smala fé af afrétti og lesa má nánar um hér þar sem að ég blogga um Skeiðaréttir þegar Um 100 kindur drukknuðu í Kálfá í fyrra.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/312094/

Ein þekktasta mynd af fjárrekstri er líklega að finna á gamla hundrað krónu seðlinum sem því miður vegna verðbólgu og stöðugu falli á íslensku krónunni er ekki til lengur.

Myndin er tekin við Gaukshöfði sem er klettadrangur ofarlega í Þjórsárdal og skagar út í Þjórsá. Gaukshöfði dregur nafn sitt af Gauki á Stöng, sem var veginn í höfðanum af fóstbróðir sínum Ásgrími Elliðagrímssyni, ein eins og oft vill vera, þá áttu þeir í erjum út af kvennafari!

En hér kemur svo síðasta getraunin um Íslenskar fjárréttir:

ÍSLENSKAR FJÁRRÉTTIR - MYNDAGERTAUN 4

Hér kemur svo myndasería númer 4 um réttir á Íslandi og vona ég að viðtökur verði jafn góðar og í þeim fyrri :)

31) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


32) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir? Skógarhólarétt. (JEG 9)
b) Hvar eru þessar fjárréttir? Skógarhólum Þingvallahreppi. (JEG 10)
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar? Um aldamótin 1900 (pabbi ekki heima) (JEG 11)
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar? Kringum Botnsúlur - Súlnadal - Búrfell - Ármannsfell og víðar. (JEG 12)
e) Hver er fjallkóngurinn? Fjallkóngur var til margar ára Sveinbjörn Jóhannesson Heiðarbæ en í dag er ég ekki viss en faðir minn veit allt um það. Leiðr. Halldór Kristjánsson er fjallkóngur (JEG 13)
f) Hvað sést meira á myndinni? Botnsúlurnar (JEG 14)

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


33) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


34) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


35) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


36) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir? Kjósarrétt (JEG 1) 
b) Hvar eru þessar fjárréttir? Möðruvöllum í Kjós (JEG 2)
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar? Byggingarár annað hvort um 1940 og eittthvað eða 60 og eitthvað. (JEG 3)
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar? Svínadalur og Trönudalur (en einnig óskilafé úr heimalöndum) (JEG 4)
e) Hver er fjallkóngurinn? Leitarstjóri er Guðbrandur Hannesson Hækingsdal. (JEG 5)
f) Hvað sést meira á myndinni? Mest lítið. (JEG 6)

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


37) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


38) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


39) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


40) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir? Víðidalstungurétt. (JEG 7)
b) Hvar eru þessar fjárréttir? Víðidalstungu í Víðidal Hún. (JEG 8)
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?

Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. Þetta er blogg númer 4 í röðinni um Íslenskar réttir. Fyrra bloggið má sjá hér:

HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/



FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/

RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Mikill afgangur af opinberum rekstri í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SEYÐISFJÖRÐUR, SELUR - MYNDIR

Líklega hefur selurinn verið að gæða sér á laxfisknum sem er í ánni Fjarðará og þá hefur veiðimaðurinn þurft að tæma úr hólknum á selinn til að stöðva átið!

Sumir vilja meina að það eigi að friða selinn, enda sé hann með falleg augu eins og ... Talað er um að selurinn hafi fjölgað sér mikið og getur verndun á einni dýrategund umfram aðra haft stundum slæm áhrif á jafnvægið í lífríkinu.

Við marga ósa og jafnvel eitthvað upp eftir ám, má sjá mikið af sel sem býður eftir að laxfiskurinn syndi upp árnar. Hvað ætli lendi margir laxfiskar í kjafti selsins með þessum hætti? How many salmons fish end in the seals mouth? Pictures from Glacier lagoon in Iceland, a salmon eaten by seals. Picture of Arctic Seals eating. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er annars úrdráttur úr fréttinni og ég vil taka það fram að engu hefur verið breitt :)

"Ekki skjóta sel án samþykkis lögreglu"
"atvikið tilkynnt til lögreglu"
"samþykki lögreglu þegar aðgerðin fer fram í þéttbýli"
"Vopnaburður bannaður í þéttbýli"
„Allur vopnaburður innan þéttbýlisins er auðvitað bannaður"
"það er skýrt í lögreglusamþykkt"
"Menn þurfa að fá leyfi lögreglu og fylgd lögreglu í aðgerðina"
"ítrekaði að málið væri í rannsókn"
"Ég á eftir að skoða málið betur"
"einhver hætta hafi verið á ferðum"
"ýmislegt sem þarf að rannsaka í þessu"
"Málinu ekki lokið"
"sagði að þetta væri alvarlegt mál"
"þyrfti að sjá til þess að þetta gerðist ekki aftur"
"heimildinni til að skjóta sel í veiðiám"
"maður sem hefur skotvopnaleyfi eigi jafnframt að þekkja vopnalögin"
"Málið er í rannsókn hjá lögreglunni"


og það besta við fréttina er þetta hér:


"Skjóta ekki sel, nema það sé selur til staðar"

Ég held að hömlulausu Íslensku reglugerðarþjóðfélagi sé ekki viðbjargandi lengur!

Það er ýmis afþreying fyrir ferðamenn í boði á Seyðisfirði. Þar má nefna tækniminjasafn, skemmtilegar gönguleiðir, köfun og fl.

Seyðisfjörður Kajakferð (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


El Grilló var sökkt 10. febrúar 1944. Skipið var 10 þúsund lesta olíubirgðaskip Bandamanna sem þrjár þýskar flugvélar gerðu sprengjuárás á í síðari heimsstyrjöldinni á Seyðisfirði.

Skipið var vel vopnað, með tvær fallbyssur, fjórar loftvarnabyssur og fjórar rakettubyssur. Eins voru djúpsprengjur um borð.

El Grilló liggur á 30-40 metra dýpi á botni Seyðisfjarðar og er vinsælt er að kafa niður að skipinu.

Köfunarbúnaður (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Dömurnar á staðnum verkja athygli hungraðra ferðamanna :)

Hótel Aldan er vinsælt kaffihús. Hér sitja tvær ungar blómarósir og sötra kaffi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Heimilt að skjóta sel en ekki án samþykkis lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband