Þá eru það Reykjaréttir á Skeiðum á morgun.

Var að spá í að líta í Reykjarétt á Skeiðum á morgun.

En Reykjaréttir eru ofarlega á Skeiðunum skammt fyrir sunnan bæinn Reyki.

Réttirnar voru byggðar árið 1881 fyrir Skeiða- og Flóamenn.

Um langan aldur hafa Skeiðaréttir verið einar fjárflestu réttir á Suðurlandi, en nú hefur fé heldur fækkað þótt fjöldi fólks sem sækir Reykjaréttir sé ennþá mikill og ekki síst ferðamenn.

Á aldarafmæli Reykjarétta voru þær að mestu leyti hlaðnar upp að nýju og færðar til hinnar upphaflegu gerðar. Veggir réttanna eru axlarháir (1.50 m), hlaðnir úr hraungrýti og tyrfðir ofan. Við hliðina er svo nátthagi, girtur hringlaga hraungrýtisgarði.

Hér má sjá víðmynd þar sem hestar, fé og fólk er samankomið.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er búið að flokka fé niður og því hægt að fara að koma því á bíl eða reka heim á leið.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má á eftirfarandi mynd, þá er Reykjarétt á Skeiðum sannkölluð listasmíði.

Reykjarétt á Skeiðum (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Um 100 kindur drukknuðu í Kálfá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Ég man (þó ég hafi verið ungur) þegar afi og fleiri voru að laga réttina í gamla daga og ég horfði aðdáunaraugum á þessa duglegu menn þar sem ég sat heima á Reykjum hjá ömmu.

Mér fannst eins og útveggirnir væru hærri þá...

Sigurjón, 14.9.2007 kl. 19:53

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

glæsilegar myndir hjá þér sem ég er búinn að skoða, á eftir að skoða þær betur, þekki vel gamlar réttir, t.d. Hraunsrétt í Aðaldal, mjög gömul rétt, hlaðinn úr grjóti, er alinn upp í Aðaldal og fór í Hraunsréttir alla tíð fram að 1980

Hallgrímur Óli Helgason, 14.9.2007 kl. 19:58

3 identicon

Svo eru reyðarvatnsréttir ekki þessa helgi heldur næstu :)

Guðrún (IP-tala skráð) 14.9.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það var sko gaman að fara í réttir í gamla daga. 

Ásdís Sigurðardóttir, 16.9.2007 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband