Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
30.1.2009 | 07:03
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - TURNAR - BRÚÐKAUP - 8
Dagur - 8 / Day - 8 26. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína
Best að byrja á því að klára söguna frá deginum áður:
Eftir að hafa skoðað EXPO 2010 svæðið í þaula, þá tókum við nýja jarðlest lest sem hafði verið sett upp fyrir EXPO 2010. Þar var einn að dunda sér við að rífa ferðatölvu í sundur á meðan annar var að leika sér í tölvuleik á símann sinn
Shanghai World EXPO 2010 new underground system. Expo 2010 (上海世界博览会) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Áður en við förum í lestina, þá verðum við vitni af smá árekstri. En það var venja að sjá 1 til 3 árekstara á dag! Þegar við erum að koma út úr lestinni, verðum við vitni að slysi þar sem kona með tveggja metra háann hitara/kælir fellur aftur fyrir sig og hreinlega rúllar á aftur á bak niður stóran rúllustigann ásamt skápnum.
Þetta var hrikalegt að horfa upp á. Stiginn skilar svo skápnum og konunni upp á brúnina þar sem hún liggur meðvitundalítil og útlitið ekki gott. Fólk hópast að og Heng ætlar að hringja á sjúkrabíl en konan er að ranka við sér og mótmælir harðlega! Greinilegt er að hún finnur til í baki. Að lokum koma starfsmenn til hjálpar og konan stendur upp við illan leik. Í framhaldinu af þessu ræðum við um heilbrigðismál og tryggingar og segir hún að fátækt fólk í Kína sé mjög illa statt í kerfinu þegar svona kemur upp á. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við vorum orðin mjög svöng eftir daginn (10-20 km labb) þannig að Heng ákveður að fara með mig á Kóreanskan veitingastað þar sem að ég fæ m.a. "snakk" sem eru kryddaðar sinar úr kýr (greinilega ALLT borðað)!!!
Einnig fengum við okkur litlar bollur á pinnum sem er þeirra pulsa með öllu. Hún sýndi mér að vísu líka pulsu með öllu en þar var hægt að velja um 10-20 tegundir og var ótrúlegt að sjá hvað hægt var að nota sem meðlæti :) Þar mátti m.a. horfa á hárgreiðslu í beinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið var stórfjölskylda Heng búin að skipuleggja borðtennismót. En borðtennis er ein af þjóðaríþróttum Kínverja. Við Heng höfðum verið að spila mikið saman á Íslandi og kom það sér því vel og stóðum við okkur bara nokkuð vel. Gaman var að sjá hversu gamlir karlar og kerlingar voru spræk með borðtennisspaðann. Mótið endaði svo með "of miklum mat" eins og vanalega á veitingarstað þar rétt hjá. Á borði komu þrjár stórar súpuskálar með logandi eld undir og var bætt sallati, pulsur og fl. út í eftir þörfum.
Dagur-8 26. des. 2008 (svo að við reynum að halda tímaplani á þessu bloggi) Þennan dag var ákveðið að fara á verslunargötuna Nanjing Road (南京路 Nánjīnglù) sem er 4km löng með um 4.000 verslanir. Við endann á henni er “Bund” sem Evrópubúar kalla oft Wall Street Shanghai og fyrir miðju er People's Square (人民广场).
Ferðin endaði óvart á Pudong (浦东) is Shanghai's þar sem allar hæstu byggingarnar í Shanghai eru. Svæðið hefur byggst upp á aðeins 15 árum. Það fyrsta sem blasir við þegar komið er út úr lestastöðinni er sjónvarpsturninn frægi sem má segja að sé eitt helsta tákn Shanghai borgar.
Oriental Pearl TV Tower [1] (东方明珠塔 Dongfang Minzhuta) - Built in 1994, it is the 3rd tallest tower in the world (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá hluta úr stórri hringmynd af þessum risavöxnu byggingum á Pudong (浦东) svæðinu. Þær hæstu eru "upptakarinn" Shanghai World Financial Center (100 hæðir, 474 m) og Jinmao Tower (88 hæða, 420m)
To the left is Shanghai World Financial Center 上海(秀仕)环球金融中心 and right Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
hærri turninn er enn í byggingu og eru framkvæmdir á loka stigi. Við settum stefnuna á að fara upp í Jin Mao Tower og á leiðinni þangað verður þetta brúðarpar á vegi okkar
Happy people in China getting married in the Pudong (浦东) Shanghai. Times Square of Shanghai. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar við erum á leið in í lyftunna, þá hitti ég gamlan félaga, Jackie Chan að nafni sem að ég heilsaði að sjálfsögðu upp á. Síðan var lyftan tekin upp í topp á 88 hæða turni Jinmao Tower sem er risa hótel og skrifstofubygging
Actor Jackie Chan from Hong Kong, (born Chan Kong Sang, 陳港生, 7 April 1954). He is also an action choreographer, film director, producer, martial artist, comedian, screenwriter, entrepreneur, singer and stunt performer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Útsýnið er alveg hreint ótrúlegt yfir borgina og þarna rennur upp fyrr manni í raun hversu stór borgin er. Þarna voru risa blokkir svo langt sem augað eygir í allar átti (mengun). Á meðan margar þjóðir byggja á þverveginn, þá byggja Kínverjar Shanghai lóðrétt upp í loftið. En þar búa núna á milli 16-20 milljón manns og er borgin talin ein öflugasta markaðsborg í Asíu.
Ótrúlegt var að sjá risa skip líða eftir fljótinu með risa auglýsingaskjá (TV)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft niður efri hluta Jin Mao Tower turnsins. En þar er hótel þar sem hægt er að fara út á svalir og horft niður eftir miðjum turninum.
A big hotel with balcony is inside Jinmao Tower (金茂大厦) 420m high, 88 storey skyscraper (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það var gaman að sjá helsta tákn borgarinnar, sjónvarpsturninn Oriental Pearl, en á kvöldin er turninn eins og blikkandi jólatré.
Hérna var ég svo heppinn að sjá loftskip með risa auglýsingaskjá líða um himininn rétt yfir toppum háhýsanna
The zeppeling airship is on the right side of the Pearl Tower. A large LCD screen show live video and text. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið í alvöru Mall eða risaverslunarmiðstöð upp á 12 hæðir og seig neðri kjálkinn alltaf meira og meira niður af undrun eftir því sem leið á ferðina. Þar inni mátti m.a. finna stóra skautahöll, sérstakan enskuskóla fyrir smábörn, heila hæð fyrir allt sem snýr að börnum ...
Grand Gateway Plaza in Xujiahui. Grand Gateway mall in Shanghai (Chinese: 港汇广场 in chinese it is “Gang Wei”). Grand Gateway is one of the largest and most swanky malls in Shanghai. A "must go" destination for Shanghai shoppers. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir að hafa labbað í gegnum svona risa verslunarmiðstöð, þá er vona að sumir verði þreyttir. Hér er ein búin að fá sér góðan Hammara frá Burger King og steinsofnað á eftir.
Sleeping beauty in Burger King Restaurant in Shanghai Grand Gateway mall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þessi var með sölubás og greinilega orðin vel þreyttur líka. Spurningin er hvað eru Kínverjar að gera á næturnar þegar þeir eiga að vera að sofa?
What are all the chines doing during the night when they should be sleeping? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Um kvöldið var frænku sem kunni ensku boðið í 12 rétta máltíð og var það greinilega gert til að kanna minn bakgrunn nánar, en pabbi Heng og konan hans skilja ekki stakt orð í ensku. Á meðan fór Heng og hitti gamla skólafélaga. Að sjálfsögðu var ég spurður spjörunum úr og náði ég að verjast fimlega þrátt fyrir allan minn litríka og skrautlega feril :)
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Vilja „hvítt“ brúðkaup | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2008 | 14:43
HVERNIG MÁ STÓRAUKA VERÐMÆTI Í ÍSLENSKU HAGKERFI?
NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND facebook hugmyndabanki (linkur)
NÝSKÖPUN http://www.nyskopun.org Hér er búið að stofna nýja wiki síðu um
EYJAN.IS http://betraisland.eyjan.is/. Þá er Eyjan.is búin að stofna hugmyndabanka í líkingu við þennan hér sem er auðvita hið besta mál.
Fréttina má lesa HÉR. Hef heyrt að mbl.is sé í svipuðum hugleiðingum :)
Hér hef ég verið að taka saman nokkra punkta um hvernig má bæta Íslenskt samfélag og auka fjölbreytni í atvinnumálum.
Upphaflega hugmyndin að listanum hófst þegar ég fór að spá í hvernig spara mætti gjaldeyrir og auka útflutninginn.
Eins og sjá má, þá er listinn langur. En ég vil líka reyna að virkja fleiri og óska ég því eftir að þeir sem þetta lesa komi með flottar og frjóar hugmyndir sem geta hjálpað Íslendingum í þessum þrengingum.
Hugmynd | Farið að spá í hugmynd | Vinna hafin | Hætt við hugmynd | Flott | Lélegt | Hætta! | NÝTT | Hjarta | Spilling |
0% | 20% | 40% | 60% | 80% | 100% |
A) SJÁVARÚTVEGUR OG FISKVINNSLAN
1) HEFJA HVALVEIÐAR - Bræðsla, lýsi, kjöt, mjöl, fiskafóður, eldsneyti. (Óskar Á: Telur að eina fiskverndin sem að við þurfum sé að eyða hvölum og selum innan 200 mílnanna. Einnig fínn matur sem hægt er að nota til að styrkja fátækar þjóðir). Nýjar fréttir af málinu HÉR. og það nýjasta HÉR.
2) HEFJA SELVEIÐAR - Skinn (fatnað, skó, veski, útflutningur ...), lýsi, kjöt, bræðsla, mjöl, fiskafóður
3) FLYTJA VINNSLU Á ÖLLUM SJÁVARAFURÐUM TIL LANDSINS - Auka verðmæti á fiskafurðum heima með innlendu vinnuafli eins og hægt er.
4) AUKA VEIÐAR Á SMÁBÁTUM OG STÆKKA VEIÐISVÆÐI - Styrkir landsbyggðina.
5) VINNA ALLT HRÁEFNI BETUR OG ÞANNIG SNARHÆKKA ENDURSÖLUVERÐMÆTI Á AFURÐUM - Nýta mannafla og húsnæði út um allt land og vinnsluhúsnæði sem stendur hvort eð er autt út um allt.
6) ÞRÓA FISKELDI ÞAR SEM MÆTTI NOTA AFGANGA FRÁ SJÁVARÚTVEGI SEM FÆÐU - Hér má nota óspart hval og sel sem fæðu sem nóg er til af.
7) VINNA SÍLD OG MAKRÍL MEIRA - Selja til manneldis í stað þess að setja í bræðslu (Asíuþjóðir borga hátt verð í dag fyrir þessar afurðir). Sjá frétt HÉR.
8) SÆKJA Í NÝJA FISKISTOFNA - Túnfiskur, Makríll eða stofna sem eru fyrir utan kvóta.
9) AFNEMA KVÓTAKERFIÐ OG FESTA VEIÐIKVÓTANN VIÐ BYGGÐARLÖGINN! - Ekki á að vera hægt að flytja kvótann frá byggðarlagi eins og áður, að vísu mætti byggðarlag leigja út kvóta til annarra.
10) STÓRAUKA NEYSLU Á FISKAFURÐUM - Hér er besti matur sem hægt er að fá. Spurning um að lofa gömlum trillukörlum að veiða fyrir utan kvóta og selja beint til almennings.
11) KRÆKLINGAELDI (Birgir Þ) - Norðurskel á Dalvík er að gera góða hluti og eftirspurn í Evrópu er langt umfram framboð. http://www.skelraekt.is/. Spurning hvort að hér sé hægt að nota afganga í fiskvinnslu sem fæðu. Hér má sjá hvernig Kínverjar framleiða perlur http://www.photo.is/kina/perlur/index.html. Sem gæti líka verið möguleiki. Spurning um að nýta heita vatnið frá Reykjanesvirkjun betur?
12) ALÞJÓÐLEGAN SKÓLA Í HAFRANNSÓKNUM Á ÍSLANDI (Dagný R) - Hér er allt til alls, þekking og aðstaða. Frábær hugmynd. Sækja um styrk erlendis frá og fá erlend ríki til að reka Hafró að hluta til (skip og búnað).
13) NÚ ER VERTÍÐ - Nú er hægt að leita út á land aftur. Nóg til af ódýru húsnæði í sjávarþorpum út um allt. Nóga veiði að fá og ef vinnslan er flutt til landsins aftur, þá verður næga vinnu að fá.Sjá frétt HÉR. Fín afvötnun fyrir þá sem hafa orðið undir í fjármálasukkinu.
14) FISKMARKAÐUR FYRIR ALMENNING - Hvernig væri nú að opna fiskmarkað þar sem almenningur getur komið og keypt nýjan ferskan fisk á góðu verði. Í mörgum öðrum löndum er hægt að kaupa fiskmeti sem er meira að segja enn lifandi! Því er það ekki hægt hjá einni mestu fiskveiðiþjóð í heimi?
B) ÁL- OG MÁLMIÐNAÐUR
1) HEFJA VINNSLU Á VÖRUM INNANLANDS ÚR ÁLI - Auka stórlega þróun og skoða nýja tækni eins og vélar til framleiðslu.
2) SETJA UPP RÓBÓTAFRAMLEIÐSLUVERKSMIÐJU - Apple var að setja upp nýja svona verksmiðju þar sem róbótar smíða nýjustu ferðatölvurnar. Með þessari nýju tækni er hægt að sérsmíða smáhluti úr áli á örstuttum tíma með litlum tilkostnaði og fljótlegt er að breyta um form og lögun. Þarf engin mót. Allt skorið með vatni.
3) REYNA AÐ FÁ BÍLAFRAMLEIÐENDUR TIL AÐ FRAMLEIÐA HLUTI Í BÍLA Á ÍSLANDI - Ísland er vel staðsett og með öflugt flutningskerfi.
4) FÁ ÁLFYRIRTÆKI TIL AÐ BÚA TIL SJÓÐ SEM STYÐUR BETUR VIÐ SKÓLAKERFIÐ - Hér mætti kaupa vélar og tæki ásamt því að útbúa sérhæfðar námsbrautir í verkmenntaskólum sem kenna allt sem við kemur álframleiðslu. Einnig mætti búa til námsbraut sem er á háskólastigi og sú braut gæti verið alþjóðleg.
5) LEITA EFTIR VERKEFNUM HJÁ ÁLFYRIRTÆKJUM TIL AÐ ÞRÓA SÉRHÆFÐA TÆKNIVÖRU SEM ÁLIÐNAÐURINN NOTAR - Það er töluverð reynsla og þekking þegar til staðar á Íslandi bæði í smíði á búnaði og hugbúnaði.
6) ÍSLENSKUR SKIPAIÐNAÐUR (Jón A) - Byggja aftur upp Íslenskan skipaiðnað. Íslendingar eiga stóran flota sem þarf viðhald. Mikil þekking er enn til staðar í landinu og aðstaða víða um land sem er lítið notuð. Skipasmíðastöð Akranes, Flotkví Hafnarfirði
7) FRAMLEIÐA ÁLÞYNNU FYRIR PÖKKUN Á MATVÆLUM - Hér er mjög vaxandi iðnaður og er farið að vakumpakka og niðursjóða mat, ávexti ... í þunna álpoka. Einnig er mikil framleiðsla á álþynnu í matvælapökkun, rafþétta ...
8) ER ÁLIÐ STÓRA MÁLIÐ - Oft er ekki mikið sem þarf til til að velta litlum hagkerfum á hliðina. Hér er umfjöllun eða umræðu um málið!! svo hjá AGS (IMF) og Láru um málið HÉR.
9) SETJA ÍSLENSK LÖG UM ÁLFRAMLEIÐSLU OG ÚTFLUTNING - Setja ströng lög sem skilyrða álfyrirtæki að ákveðin % af framleiðslunni fari í framleiðslu og þróun innanlands. Álið verði selt á kostakjörum til innlendra framleiðslufyrirtækja á meðan verið er að byggja upp slíkan iðnað á Íslandi. Hér eiga Íslendingar EKKI að sætta sig við að öll framleiðslan sé flutt óunnin úr landi! Hér má lesa áhugaverða umræðu um málið!!
C) ORKUIÐNAÐURINN
1) FLYTJA ÚT ÞEKKINGU - Í samvinnu við Sameiniðuþjóðirnar reka Íslendingar alþjóðlegan skóla sem kennir allt sem viðkemur orkuvinnslu með hjálp jarðgufu.
2) ÞRÓA AÐFERÐIR TIL AÐ NÝTA GUFUORKUNA BETUR - Aðeins er 10 - 15% nýting á þeirri orku sem kemur frá borholum í dag.
3) FRAMLEIÐA ELDSNEYTI Í SAMVINNU VIÐ ÁLVERIN - Nota útblásturinn frá borholum
4) FJÖLGA HEIMARAFSTÖÐVUM - Hér er lítill iðnaður sem mætti vel styðja við bakið á sjá HÉR
5) KANNA MÖGULEIKA Á OLÍUVINNSLU VIÐ ÍSLAND - Spurning um að leita til Norðmanna.
6) FINNA FLEIRI NOTKUNARMÖGULEIKA FYRIR HEITT VATN - Hér má nota frárennsli frá virkjunum. Meðalrennsli frá Reykjanesvirkjun er svipað og í Elliðaánum sem rennur ónýtt til sjávar. Ómar með blogg um vannýtingu á orku HÉR.
7) REYNA AÐ KOMA Á SAMSTARFI VIÐ FYRIRTÆKI SEM FRAMLEIÐA VINDMYLLUR - Spurning um að setja upp vindmyllur á Íslandi fyrir fyrirtæki eins og VESTAS. Ísland er kjörin staður til að álagsprófa slíkan búnað.
8) KANNA MÖGULEIKA Á STÓRFELLDRI FRAMLEIÐSLU Á VETNI Á ÍSLANDI - Nú er verið að þróa marga nýja notkunarmöguleika á vetni.
9) NÝTA VATNSORKUNA BETUR VIÐ KÁRAHNJÚKA - Það virðist vera mun meiri orka þarna á ferðinni en útreikningar sýndu á sínum tíma. Hvernig væri nú að virkja nýja fossinn?
10) ÚTFLUTNINGUR Á RAFORKU (Steinar I) - Leggja neðansjávar rafkapla til Evrópu og USA, jafnvel til Suðurameríku og Afríku. Sífeld þróun er á jarðstrengjum. Spurning hvert þróun á ofurleiðurum er komin.
11) STÓRAUKA METANFRAMLEIÐSLU (Kristín H) - Nýta metangas sem kemur frá svínabúum, hænsnabúum. Umhverfisvænt, kemur í veg fyrir að sjálft metangasið fari óhindrað út í andrúmsloftið (mun verri gastegund en koltvísýringur). Sparar innkaup á bensíni og olíu.
12) GERVITRÉ SEM BINDA KOLTVÍSÝRING ÚR ANDRÚMSLOFTINU - CarbFix verkefni Orkuveita Reykjavíkur miðar að því að kanna fýsileika þess að binda koltvísýring úr jarðhitagufu sem kristalla í basaltjarðlögum. sjá HÉR
13) ÓDÝRA RAFORKU FYRIR ÍSLENSKAN IÐNAÐ - Með því að bjóða íslenskum framleiðsluiðnaði ódýra raforku, þá má styrkja innlenda framleiðslu til muna og jafnvel styrkja útflutning. Gróðurhúsabændur (Ævar R). Aðgerð sem þarf ekki að kosta mikið en getur haft mikil óbein áhrif á samfélagið.
14) OLÍUVINNSLA Á AUST- OG VESTFJÖRÐUM - Hér eru fréttir sem benda á hugsanlega nýtanlegar olíuauðlindir undir Aust- og Vestfjörðum. sjá HÉR og Drekasvæðið HÉR. Líklega koma Þá Norðmenn og jafnvel Danir sterkir inn. Sjá einnig HÉR og HÉR.
15) SJÁVARFALLAVIRKJANIR (Hlynur Þ) - Á Íslandi eru margir góðir staðir sem eru nánast tilbúnir þar sem hægt er að setja upp stórar sjávarfallavirkjanir. sjá HÉR. Sjávarorka ehf í Stykkishólmi hefur verið leiðandi í að kanna möguleika á að virkja HÉR.
16) ÍSLENSK ORKUFYRIRTÆKI VEKJA ÁHUGA, NÝTA MEÐBYRINN - Hér má lesa góða frétt um velgengni Íslendinga í orkumálum. sjá HÉR
17) PAPPÍRSVERKSMIÐJA Á HELLISHEIÐI - Hér má lesa frétt um hvernig nýta má betur alla umfram orkuna (ca. 75% sem fer til spillis í dag) í pappírsframleiðslu sjá HÉR og HÉR.
D) FERÐAÞJÓNUSTA
1) AUKA NÝTINGU Á AÐSTÖÐU - Með því að lengja ferðamannatímann má bæta nýtingu á hótelum, bílum og mannskap
2) ÍSVETRARFERÐIR - Allt innifalið í pakka, 4x4 ferð á jökull
3) ÓVEÐURSFERÐIR - Hvað er meira spennandi en að lenda í alvöru vondu veðri á Íslandi.
4) VEIÐI Í GEGNUM ÍS - Vinsæl íþrótt sem er að aukast mikið.
5) BORA FYRIR ALVÖRU ELDGOSI - Það tókst við Kröflu á sínum tíma :)
6) FINNA LEIÐIR TIL AÐ NÝTA BETUR LANDSBYGGÐINA YFIR VETRATÍMANN - Hér er vandamálið þjónustustigið sem dettur niður um leið og sumarvertíðin er búin.
7) ÚTBÚA NÝJA HAGKVÆMA 4x4 FERÐALEIÐ Í KRINGUM HENGILINN - Hér þarf aðeins að leggja smá spotta til að klára hringleið. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/285628/
8) ÚTBÚA HRINGLEIÐ FRAMHJÁ FOSSINUM GLYM Í HVALFIRÐI - Vantar að selja ferðamönnum alvöru fjörð eins og Norðmenn eru að gera. http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
9) ÚTBÚA ALÞJÓÐLEGT SKÍÐASVÆÐI - Ég hef verið með hugmyndir um að búa til alvöru skíðasvæði á milli Þórisjökul og Geitlandsjökul ásamt því að stækka Gullna hringinn HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922
10) STÓRBÆTA ALLA AÐSTÖÐU Á FERÐAMANNASTÖÐUM - Bæði byggingar-, rafverktakar og málmiðnaðurinn er í lægð. Hér er auðvelt að búa til verkefni á vegum ríkisins.
11) BÚA TIL NÝJA FERÐAMANNASTAÐI TIL AÐ DREIFA BETUR ÁLAGINU - Finna ný og falleg svæði og reyna jafnframt að vernda önnur betur.
12) REISA STYTTUR AF LANDVÆTTUNUM (Daði) - Reisa 50-60 metra háar styttur af Landvættunum, hver í sínum fjórðungi til að draga að ferðamenn.
13) STÓRBÆTA AÐSTÖÐU SKEMMTIFERÐASKIPA (Elín A) - Íslendingar eiga að reyna að laða að fleiri skemmtiferðaskip og reyna að halda þeim lengur í höfn.
14) STYRKJA NORRÆNU ENN MEIRA (Elín A) - Koma á reglulegum ferjusiglingum frá Seyðisfirði til Bandaríkjanna eða Kanada og opna þannig nýja möguleika á að hægt sé að fara á bíl til Íslands USA og Evrópu. Hér var ég með skemmtilega færslu um svipað efni http://photo.blog.is/blog/photo/entry/489680/. Spurning hvort að það sé að opnast möguleiki á sambland af RISAFERJU og SKEMMTIFERÐASKIPI á leiðinni USA-ÍSLAND-EVRÓPA, magnaðar pælingar.
15) SJÓSTANGAVEIÐI (Bjorn E) - Auka sjóstangaveiðar. Geysi vinsæl grein í Alaska og víðar. Hér er nú enn eitt fáránlegt þrætuepli stjórnmálaaflanna. Aðili reynir að koma upp flottri aðstöðu á Bolungavík og það ætlar ekki að ganga þrautalaust.
16) ÓKEYPIS FLUG TIL ÍSLANDS YFIR VETRATÍMANN - Stefán Helgi Valsson er með óvænta hugmynd HÉR. Bjóðum erlendum gestum ókeypis flug til og frá landinu í vetur. Gæti verið öflugt PR dæmi eins og sárabætur til þeirra sem hafa tapað á viðskiptum sínum við Íslendinga. Í staðin verður skilin eftir gjaldeyrir í landinu fyrir vöru og þjónustu. Ný frétt HÉR
17) KORTALESARAR FYRIR FRJÁLS FRAMLÖG Á VINSÆLA FERÐAMANNASTAÐI (María R + KPS) - Setja upp einfalt kerfi þannig að ferðamenn geti rennt kortinu sínu í gegn til að styrkja gott málefni eins og viðhald á viðkvæmum svæðum myndir hér. Þarf að vera mjög einnfalt kerfi þannig að þú gefur 100 kr. fyrir hvert strauj eða 500 kr. ef kortinu er rennt í gegn 5 sinnum. Því þarf skjá sem sýnir upphæð og hnapp til að samþykkja.
18) ÍSLENSK MENNING Í FERÐAÞJÓNUSTU (María R) - Endurvekja gamalt handverk og gamlar tradisjónir, kveðskap, gömlu dansana osfrv. Það vantar slíka afþreyingu fyrir erlenda ferðamenn.
19) ÍSLENSKIR SUMARBÚSTAÐIR TIL SÖLU FYRIR ÚTLENDINGA (María R) - Á Íslandi eru 12-15 þús. sumarbústaðir og margir hverjir ekki í notkun eða lítið notaðir. "second home in beautiful Iceland". Gæti aukið ferðamannastrauminn mikið og ég veit að Kínverjar eru þessa dagana að leita eftir ódýrum fjárfestingum á Íslandi Sjá nýja frétt hér.
20) LATIBÆR (María R) - Vantar eitthvað meira fyrir fjölskyldur. Spurning hvort að Latibær geti útbúið einhverskonar fjölskyldugarð.
21) NÁTTÚRUFRÆÐI- OG JARÐFRÆÐISAFN (María R) - Hér vantar veglegt safn þar sem tvinna mætti saman þessi tvö svið. Safnið mætti vera með aðstöðu fyrir erlenda fræðimenn og ýmislegt sem þeim fylgir s.s. ráðstefnur, erlenda skólahópa, og auðvitað almenna ferðamenn.
22) INN Á GAFL - Hér geta Íslenskar fjölskyldur boðið ferðamönnum inn á íslenskt heimili í 1-4 klst. Þar fær erlendi gesturinn að borða íslenskan mat, spjalla og skoða Íslenskt heimili. Hér væri gaman að geta valið á milli bóndans, listamannsins, sjómannsins, alþingismannsins ... myndir hér.
23) RÁÐSTEFNUR OG SÝNINGAR - Hægt er að stórauka ferðir útlendinga með því að markaðssetja Ísland sem land fyrir sýningar. Gott dæmi um slíkt er Sjávarútvegssýningin, Matvælasýningin, Vestnorden, Iceland Airwaves ... Reyna að nýta vetratímann betur.
24) FJÁRSTYRKIR FYRIR FERÐAÞJÓNUSTUSTAÐI (María R + KPS) - Útbúa styrktarkerfi fyrir ferðaþjónustustaði þar sem hægt er að gefa frjáls framlög til uppbyggingar. Einnig mættu opinberir aðilar útbúa öflugri sjóði. Mikið af fólki kemur erlendis frá til að gefa vinnu sína til að laga þessa staði. Spurning um að stækka það kerfi.
25) INNKAUPAÞJÓNUSTA FYRIR FERÐAMENN - Hér geta útlendingar fengið aðstoð til að versla inn ásamt leiðsögn Sjá HÉR.
26) ÓDÝRAN ÍSLENSKAN MAT Í ALLAN FLUGFLOTANN - Frakkar kunna að vekja athygli á sínum séreinkennum og hluti af því er að bjóða upp á alvöru Franskan mat með frönskum eðalvínum (í flöskum og ekki úr plastglösum) um borð í Air France. Hér á að bjóða upp á skyr, fisk, lambakjöt ... þó ekki væri nema að bæta fyrir þann skaða sem Íslendingar hafa valdið í útlöndum.
E) LANDBÚNAÐUR
1) HEIMASLÁTRUN - Eykur atvinnu í sveitum landsins. Ný frétt hér!
2) LEYFA SÖLU BEINT Á AFURÐUM - Bóndinn má þá pakka í sínar eigin umbúðir
3) AUKA ÚTFLUTNING Á HROSSUM OG FJÖLGA MARKAÐSSVÆÐUM - Íslenski hesturinn er þegar orðin heimsþekktur. Stoppa útflutning a graðhestum (stundargróði) að vísu bendir Árni G á að það sé lítil hætta hvað þetta atriði varðar.
4) MARKAÐSSETJA SKYR INN Á FLEIRI MARKAÐI - Það hefur gengið vel að markaðssetja skyr t.d. í New York
5) FRAMLEIÐA MEIRA AF KORNI FYRIR INNLENDA FRAMLEIÐSLU - Á Íslandi er fullkomin mylla til að mala hveiti í hágæða brauð.
6) NOTA HEITT VATN TIL AÐ HITA UPP JARÐVEG OG HRAÐA ÞANNIG VEXTI Á T.D. KARTÖFLUM - Þannig mætti lengja vaxtartímabilið og fá þar með stærri og betri vöru.
7) LEGGJA ÁHERSLU Á HEILSUVÖRUR - Gott dæmi um slíkan búskap er hjá bóndanum á Þorvaldseyri myndir hér
8) REYNA AÐ ENDURBÆTA TENGSLIN Á MILLI LANDSBYGGÐARINNAR OG ÞEIRRA SEM BÚA Á MÖLINNI - Væri ekki kjörið að reyna að koma þessum krakkaormum í sveit aftur til að moka flórinn og stinga út úr fjárhúsunum!
9) KANNA HVORT EKKI SÉ HÆGT AÐ NÝTA EITTHVAÐ AF ÖLLUM ÞEIM JÖRÐUM SEM AUÐMENN HAFA KEYPT UPP - Þetta eru oft á tíðum góðar landbúnaðarjarðir sem sumar eru að fara í órækt. Ríkið er víst að yfirtaka eitthvað af þessum jörðum aftur vegna greiðsluþrota.
10) STÓRAUKIN FJÁRBÚSKAPUR (Bjorn E) - Stórauka fjárbúskap uppí etv 5 milljón rollur eða meira. Lambakjöt er eftirsóttasta kjöt vegna hollustu (heilsuvara). Auk þess fást gærur, ull og annað gott. Hér má breyta jörðum auðmanna sem eru að fara undir hamarinn í lokuð svæði fyrir sauðfjárrækt.
11) ÍSLAND LÍFRÆNT FRAMLEIÐSLULAND (Elín A) - Ef stjórnvöld myndu lýsa strax yfir að Ísland yrði gert að heilsu- og spa landi númer eitt í heiminum, að þá gætu Íslenskar vörur komist í heilsuhillur í búðir út um allan heim. Íslenskar matvörur eru flestar hverjar nú þegar í þessum flokki.
12) LOÐDÝRARÆKT (Ævar R) - Á Íslandi stendur mikið af ónotuðum húsum eftir loðdýraræktina á sínum tíma. Nú er þessir markaðir búnir að jafna sig og mikil reynsla og þekking til í landinu. Ef Danir geta notað Íslenskan fiskúrgang í sama tilgangi, því ættu Íslendingar sjálfir ekki að geta gert hið sama?
13) HREINDÝRARÆKT - Hvernig væri að setja upp bújarðir og lokuð svæði fyrir hreindýrarækt. Hreindýrakjöt er eitt besta kjöt sem hægt er að fá. Nú síðast mátti veiða 1333 dýr. Á Grænlandi er Íslendingur með stóriðnað í kringum hreindýrarækt, þar má nefna veiðar, matvælaframleiðsla, sláturhús og skinniðnaður. http://hreindyr.is/
14) ÍSLENSKA FÁNANN Á VÖRUR - Flott leið að sérmerkja Íslenskar hágæða vörur eins og Danirnir eru búnir að gera í mörg ár með góðum árangri Sjá HÉR.
15) STÓRAUKA FRAMLEIÐSLU Á NIÐURSUÐUVÖRU FYRIR ERLENDAN MARKAÐ (Bjorn E) - Íslendingar eiga stórt og öflugt dreifikerfi fyrir matvæli. Hér er auðvelt að útbúa bæði manna- og dýrafóður.
F) BYGGINGARIÐNAÐURINN
1) REYNA AÐ KLÁRA SEM FLESTAR NÝBYGGINGAR - Það er betra að reyna að klára hálfklárað verk svo að það nýtist þó einhverjum frekar en að láta dæmið standa og grotna niður. Hér þarf að skoða lánakerfið betur.
2) BYRJA Á HÁSKÓLASJÚKRAHÚSI - Hvað varð um andvirði sölunnar á Símanum sem átti að nota í þá byggingu?
3) KLÁRA VIRKJUNINA Á BÚÐARHÁLSI - Hér má lesa nánar um málið: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/436034/
4) RÍKIÐ KOMI MEÐ VIÐHALDSVERKEFNI Á HÚSEIGNUM VÍÐA UM LAND - Nóg er til af eignum á vegum ríkisins.
5) FARA Í STÓRT VIÐHALDS- OG UPPBYGGINGARVERKEFNI Á ÖLLUM HELSTU FERÐAMANNASTÖÐUM - Slíkt verkefni myndi bæði styrkja byggingariðnaðinn og ferðamannaiðnaðinn.
6) FRAMLEIÐA BYGGINGAREFNI (Bjorn E) - Framleiða byggingarefni úr áli, bita ofl, að ekki sé talað um pönnur!! Ódýr álhús fyrir 3ja heiminn, sem þróunaraðstoð. Hér má sjá myndir af ódýru og einföldu húsi HÉR
G) FRAMLEIÐSLUIÐNAÐUR SEM MÁ LEGGJA ÁHERSLU Á
1) PRENTIÐNAÐUR - Auka innlenda umbúðarframleiðslu. Nú má fara að flytja út prentverk. Ef færð er vinnsla á fiskafurðum aftur til landsins, þá þarf mikið magn af umbúðum. Jákvæð frétt HÉR.
2) PLASTIÐNAÐUR - Auka innlenda umbúðarframleiðslu. Aukin neysla á innlendum vörum kallar á aukið magn af umbúðum.
3) KEX, SÆLGÆTI, ÞVOTTAEFNI - Draga saman innflutning á svona vörum. Væri gaman að sjá Hreinol og grænsápu aftur. Sínalco væri nú ekki slæmt heldur :)
4) FRAMLEIÐA ÍSLENSKAN ÁBURÐ - Öll aðstaða til staðar.
5) FRAMLEIÐA ÍSLENSKT SEMENT - Vélar og tæki til staðar.
6) FRAMLEIÐA ÍSLENSKA ÁVEXTI OG GRÆNMETI - Hvað er hollara en íslensk framleiðsla. Um að gera að auka neyslu á slíkum mat. Selja raforku á lágu verði til þeirra sem eru með gróðurhús og stefna á stórútflutning á heilsugrænmeti fyrir Evrópumarkað.
7) SETJA AFTUR Í GANG ULLARFRAMLEIÐSLU OG GERA SKIPTISAMNING VIÐ RÚSSA - Hér er hægt að fá olíu á skipin og bílaflotan í skiptum fyrir innlenda framleiðslu. Þekking sem er enn til staðar fer að hverfa úr landi ef ekki verður brugðist fljótt við. (Dagný R bendir á að mikið sé til af vöru- og fatahönnuðum og undrar hún sig á því hversu lítil fataframleiðsla er til staðar í landinu).
8) GERA ÍSLAND EINS SJÁLFBÆRT Í MATVÆLAFRAMLEIÐSLU OG HÆGT ER - Þó svo að það kosti eitthvað að vernda innlenda matvælaframleiðslu, þá sýnir það sig best þegar svona árar hversu mikilvæg slík framleiðsla er (staðreyndin er sú að víða er greitt með innlendri matvælaframleiðslu).
9) STÓRAUKA ÚTFLUTNING Á LÝSI (Elín A) - Fjölda fólks sem heldur ekki vatni yfir Lýsi, sérstaklega Ufsalýsi, sem er ófáanlegt annarsstaðar en á Íslandi. Spurning um að koma upp Herbalife dreifikerfi í gegnum Íslendinga búsetta út um allan heim.
H) HUGBÚNAÐARIÐNAÐURINN
1) ÞRÓA HUGBÚNAÐ Í VERÐBRÉFAVIÐSKIPTUM FYRIR ERLENDA BANKAMARKAÐI - Alþjóðleg þekking Íslendinga er orðin mikil á þessu sviði og slæmt ef að hún glatast.
2) ÞRÓA HUGBÚNAÐ Í GREIÐSLUÞJÓNUSTU FYRIR ERLENDA BANKAMARKAÐI - Líklega er eitthvað af svona lausnum nú þegar til staðar á markaðinum.
3) ÞRÓA HUGBÚNAÐ Í SMÁFYRIRTÆKJAREKSTRI FYRIR ERLENDA BANKAMARKAÐI - Vantar hagkvæma lausn fyrir tengingu á smáfyrirtækjum við bankakerfið.
4) FÁ CCP TIL AÐ ÞRÓA MEIRA SINN HUGBÚNAÐ Í SAMSTARFI VIÐ ÍSLENSKA NOTENDUR - CCP er með sterka stöðu til að þróa sínar vörur. Spurning um að nýta betur alla þá Íslensku msn, Faccebook og internetsjúklinga meira í vöruþróun.
5) KANNA MÖGULEIKA Á ÚTFLUTNINGI Á ÍSLENSKUM HUGBÚNAÐI SEM HEFUR REYNST VEL FYRIR ÍSLENSKAN MARKAÐ - Hér er hugsanlega fullt af földum möguleikum. Best hefur reynst að semja við stóra aðila sem eru með svipaðar lausnir og selja í gegnum þeirra dreifikerfi. Góð nýleg grein á visir.is.
6) HIÐ OPINBERA HÆTTIR AÐ KAUPA DÝRAN HUGBÚNAÐ (Árni Richard) - Hið opinbera hætti að nota dýran hugbúnað þegar völ er á opensource hugbúnað. Ísland getur orðið leiðandi í þróun á opensource hugbúnaðar.
I) SKÓLAR OG KENNSLA
1) ENDURMENNTUN - Í stað þess að hanga heima í atvinnuleysisvolæði, þá er kjörið að fara og mennta sig aðeins.
2) BÚA TIL NÝ FÖG TENGD ORKU, ÁLFRAMLEIÐSLU - Fínt að fá stuðning frá álfyrirtækjum og orkufyrirtækjum.
3) MINNKA VÆGI Á LÖGFRÆÐI, HAGFRÆÐI OG VIÐSKIPTAFRÆÐI - Hefur því miður verið offramleiðsla á fólki í þessum fögum síðustu árinn.
4) AUKA VÆGI Á VERKMENNTUN MEÐ MEIRI TENGINGU VIÐ HÁSKÓLAUMHVERFIÐ - Handverk og verkmenntun vantar nauðsynlega inn í Íslenskt samfélag.
5) AUKA ÍSLENSKUKENNSLU Í SKÓLUM (Ingibjörg H) - Íslenska er mjög sérstakt og flókið tungumál sem á sér langa sögu. Það er mjög auðvelt að eyðileggja tungumálið á 2-3 kynslóðum. Íslendingar eru orðnir ein alþjóðavæddasta þjóð heimsins og því þarf að passa alveg sérstaklega upp á þennan lið. Leggja áherslu á aukin lestur á Íslenskum bókum.
6) BÆTA FJARKENNSLU (Steinar I) - Nota sjónvarpið og internetið meira við kennslu.
7) HEITAR MÁLTÍÐIR Í ALLA SKÓLA - Þegar matarskortur fór að gera vart við sig í Finnlandi, þá björguðu skólamötuneytin finnskum skólabörnum.
8) ENDURMENNTUN FYRIR STJÓRNMÁLAMENN - Hér er kjörið tækifæri fyrir einhverja skólastofnunƒ að leggjast í rannsóknir og útbúa námsefni og námsbraut fyrir lögmenn, viðskiptafræðinga og hagfræðinga þar sem fari er yfir hvað var gert vitlaust í stjórnun efnahagsmála síðustu 7 árin. Þetta verður að vera nám sem allir sem huga að stjórnmálum verða að fara í gegnum og viðkomandi aðilar verða að standast próf eins og annað fólk til að fá að bjóða sig fram til þings. Hér væri mjög gott að vera með IQ próf inni í prógramminu. Líklega er nóg að kenna fræði Hannesar H með öfugum formerkjum. Alþingismenn fá gefins bók um hagfræði.
9) REKSTUR FYRIRTÆKJA MEÐ AÐSTOÐ FRÁ REYNSLUBOLTUM (Bjorn E) - Aðstoða fólk að setja upp eigið fyrirtæki, gerð viðskiptaáætlana fyrir lánsumsóknir til fjármagnsstofnana. Leiðbeinendur eru farsælir kaupsýslumenn og eigendur fyrirtækja með reynslu. (Small Business Administration hér í USA og kallast SCORE)
10) FALL ÍSLANDS SETT Í KENNSLU- OG SÖGUBÆKUR - Endurrita kennslugögn í hagfræði en þær séu staðnaðar í oftrú sinni á frjálsum markaði www.visir.is
11) HVAÐ VELDUR EIGINLEGA HRUNI? - Jón Steinar Ragnarsson sendi mér link á þetta kennslumyndband HÉR sem fjallar um hrun og hvaða ber að varast áður en barnið dettur í brunninn.
12) FJÁRMÁLAKENNSLA Í SKÓLUM (María R) - Spurning um að kenna meðferð fjármuna eins og reikning og lestur? Heimilisbókhald, lánaútreikning, grunnhugtök eins og vextir og verðbólga.
13) ALÞJÓÐLEGAN SLYSAVARNASKÓLA Á ÍSLANDI - Hér er allt til alls, skip, búnaður, húsnæði, þekking og aðstaða. Sækja um styrk erlendis frá og fá erlend ríki til að reka aðstöðuna að hluta til. Leggja í leiðinni niður herdeild Björns Bjarnasonar.
J) HEILBRIGÐISKERFIÐ
1) FLYTJA INN SJÚKLINGA - Heilsuhæli þar sem lögð væri áhersla á náttúruleg böð. Í Hveragerði eru 4 - 5 sundlaugar!
2) HEILBRIGÐISÞJÓNUSTA FYRIR ERLENDA FERÐAMENN - Boðið upp á skurðaðgerðir, hjartaaðgerðir, öldrunarþjónustu, endurhæfing, heita vatnið, hreint loft og ísenskt vatn. Einnig flott að reyna að nýta dýran búnað á spítölum betur. Sjá frétt, Sagði ég ekki, þetta er allt að koma :)
3) AUGNLÆKNAR FLYTJA INN FERÐAMENN - Nú streyma ferðamenn til landsins til að fara í ódýrar. Sjá frétt HÉR. og hér er fyrirtæki sem að ég mæli með Lasersjón
4) NÝTA ÓNÝTTA GISTIAÐSTÖÐU YFIR VETRATÍMANN SEM SJÚKRA- OG HEILSUHÓTEL - Út á landi þarf ekki mikið að gera til að hægt sé að útbúa vetrarhótel. Mývatn er t.d. með 4 baðstaði og flotta náttúru. Hér á að leggja áherslur á staði sem eru með "0" stress.
K) SAMGÖNGUMÁL
1) HEFJA SIGLINGAR Í KRINGUM LANDIÐ - Ríkið tekur yfir hluta af Eimskip
2) FJÖLGA FERÐUM STRÆTISVAGNA - Hér þarf að venja þjóðina á nýjar samgöngumöguleika
3)
4) ÚTBÚA HJÓLASTÍGA OG LEGGJA ÁHERSLU Á HJÓLREIÐAR - Að vera á hjóli á Íslandi er ekkert mál. Holl og góð hreyfing og kostar ekki neitt. (Leggja hjólastíga meðfram öllum stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Sparar bensín og bílnotkun. Árni Richard).
5) LÝSI Í STAÐ OLÍU Á SKIP OG BÍLA (Óskar A) - Hvalalýsi er ódýrt og gæti sparað mikið magn af díselolíu. Fer betur með vélbúnað líka.
6) BÍÐA MEÐ HÖFNINA VIÐ BAKKAFJÖRU - Mig grunar nú að það renni tvær grímur á suma að sjá hver veðurofsinn getur orðið við suðurströndina þegar haust- og vetrarlægðunum rignir yfir landið.
7) BÍÐA MEÐ TVÖFÖLDUN Á HVALFJARÐAGÖNGUM - Hætta að rukka gjald og þá rennur umferðin greiðara í gegn.
8) BÍÐA MEÐ SUNDAGÖNG - Hægt er að gera þessi göng með mun hagkvæmari hætti http://photo.blog.is/blog/photo/entry/382366/
9) FÆKKA BÍLUM Á ÍSLANDI OG SETJA LÖG SEM STUÐLA AÐ HAGKVÆMNI - Setja þarf ný lög sem leggur áherslu á sparneyta bíla. Ofurskatta á lúxusbíla. Lækka verð á díselolíu og hærra verð á bensín.
10) VERÐMÆTASTÝRING Í SAMGÖNGUMÁLUM (Árni F) - Innleiða aðferðafræði verðmætastýringar í stjórnun á vegakerfum bæði Vegagerðarinnar og sveitarfélaga. Virkar vel hjá öðrum löndum.
L) BANKASTARFSEMI
1) SAMEINA INNLENDU BANKANNA OG BYGGJA UPP STERKA SÉRSJÓÐI - Spurning um að vera með einn einkabanka og einn ríkisbanka.
2) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA ORKUIÐNAÐINN - Nýfrjálshyggjan lagði því miður niður alla þessa sterku sjóði sem gamla kerfið var búið að koma sér upp. Núna þegar þarf á þeim sjóðum að halda, þá eru allir peningar horfnir.
3) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA SJÁVARÚTVEG - Hvar er Fiskveiðasjóður Íslands í dag?
4) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA LANDBÚNAÐ - Hvar er Framleiðnisjóður landbúnaðarins í dag?
5) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA IÐNAÐINN - Hvar er Iðnlánasjóður í dag? Stórir lífeyrissjóðir stofna fjárfestingarsjóð fyrir atvinnulífið!
6) BYGGJA UPP ÖFLUGAN BANKA OG SJÓÐ TIL AÐ STYRKJA HÚSNÆÐISMARKAÐINN - Það munaði EKKI NEINU að þessum sjóði yrði eytt í fjárglæfrahítina og hvar væri húsnæðismarkaðurinn staddur í dag ef svo hefði farið.
7) ÚTBÚA ÖFLUGAN NÝSKÖPUNARSJÓÐ (Óskar A) - Setja upp fyrirtækjasjóð fyrir þá sem vilja stofna eigið fyrirtæki, með skilyrði að það skapi gjaldeyri. Einnig má gera eins og Danir að styðja við ný fyrirtæki með skattaívilnunum.
8) ÚTBÚA VEF-HUGMYNDABANKA (KPS + Ágúst H) - Útbúa vef-hugmyndabanka sem væri vel aðgengilegur og auðvelt að halda við og er á svipuðu formi og þessi útlistun hér. Einnig má bæta við wiki kerfi, "tree view", netkosningu og "Project Planing". Líklega þarf að sérskrifa slíkan hugbúnað. Inn í bankanum þurfa svo að vera öll fyrirtæki landsins svo að það sé hægt að útbúa tengslanet (Marinó G) http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/687167/ Hugmyndir = Peningar.
9) ÍSLENSKT SPILAVÍTI (Valþór) - Afnema bann við fjárhættuspilum og opna seríu spilavíta og hótela á Reykjanesi. Nóg til af peningafólki sem veit ekkert hvað það á að gera við peningana "sína" eins og nýleg dæmi sanna. Spurning um að reyna að ná þeim aftur. Þessa Rússa bráðvantar að komast í spilaviti!
10) BORGA UPP ÖLL LÁN (Sólveig K) - Þeir sem hafa ráð á því að greiða upp lánin sín núna geri slíkt. Sérstaklega ef um er að ræða Íslendinga sem búa erlendis.
11) ATVINNA FYRIR BANKAMENN (Ævar R) - Nú fara 3-4000 bankamenn á atvinnuleysisbætur. Spurning hvort hægt sé að nýta þekkingu þessa fólks með því að stofna Ráðgjafaþjónustu og öflugt stuðningskerfi fyrir illa sett heimili.
12) STOFNA BANKA ALMENNINGS - Hvernig væri að stofna banka sem væri alfarið í eigu almennings. Öll laun almennings færu inn á þennan banka og eina markmiðið væri að lána aftur til almennings eins og til að kaupa húsnæði. Lán væru án verðtryggingar, heldur aðeins með breytilega vexti.
13) KENNSLUMYNDBAND UM BANKA, LÁN OG FJÁRMAGN - Hér er virkni bankastarfsemi útskírð, hvernig lán virka og ástæða fyrir hruni bankakerfisins. Ógnvænlegar staðreyndir!
M) TÆKNIIÐNAÐUR
1) LEGGJA BETRI GRUNN AÐ HÁTÆKNIIÐNAÐI - Á Íslandi vantar alla grasrót og stuðning frá stjórnvöldum. Eitthvað er Össur að taka við sér Sjá næturblogg HÉR :)
2) SÆKJA ERLEND HÁTÆKNIVERKEFNI Í GEGNUM ALÞJÓÐLEGAR STOFNANNIR OG TENGINGAR ÍSLENDINGA - Hér er kjörið að nýta allt embættismannakerfið í útlöndum til slíkra hluta frekar en að eltast við sæti í öryggisráðinu.
3) KOMA Á SAMSTARFI VIÐ NASA, EVRÓPSKU GEIMFERÐASTOFNUNINA OG NORÐURLÖNDIN - Það er fullt af flottum verkefnum sem verið er að þróa hjá þessum stofnunum.
4)
N) NÝSKÖPUN OG HUGMYNDAIÐNAÐUR
1) LEGGJA ÁHERSLU Á GJALDEYRISSKAPANDI HUGMYNDIR SEM SKAPA STÖRF INNAN LANDS - Hér þarf að hugsa til lengri tíma og þá með útflutning í huga.
2) JARÐLESTAKERFI - Umhverfisvænt neðanjarðarlestarkerfi fyrir stór-Reykjavíkursvæðið sem notar ódýra innlenda orkugjafa. HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/438283
3) LÉTTLEST TIL KEFLAVÍKUR - Auðvelt er að þróa ódýrt Íslenskt léttlestarkerfi HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/ og HÉR: http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910
4) ÞRÓA ÁFRAM FRAMLEIÐSLUBÚNAÐ FYRIR SJÁVARÚTVEG - Marel, Pólinn, Naust Marin og fl. fyrirtæki hafa náð að sérhæfa sig í búnaði fyrir fiskveiðiflotann. Enda þægilegt að þróa slíkar vörur þar sem samskiptaleiðirnar eru stuttar og flotinn við höndina.
5) ÞRÓA INNLENDA ELDSNEYTISGJAFA FYRIR FISKISKIPAFLOTANN - Fiskolía (hvalur), CO2 verkefni Orkuveitunnar ... Hér er frétt
6) RAFBÍLAVÆÐING - Spara aðkeypta erlenda orku. Meira samstarf við erlend stórfyrirtæki.
7) LYFJAIÐNAÐUR - Hér eru tengsl út um allan heim. Spurning um að flytja eitthvað af framleiðslunni heim aftur. En hver á Actavis?
8) UMBREYTA ÓSELDUM 4X4 BÍLAFLOTANUM Í SÚPERJEPPA OG FLYTJA TIL ANNARRA LANDA - Mikil sérþekking er á Íslandi til að breyta bílum. Spurning um að hagræða tollalögum og losa svo Íslendinga við fullt af stórum óseldum dýrum bílum. Svo eru auðvita uppi hugmyndir um að flytja út óselda bíla til Noregs.
9) STYÐJA VIÐ BAKIÐ Á AUGLÝSINGA- OG HÖNNUNARGEIRANUM (Emil) - Íslendingar vel samkeppnisfærir í verði og gæðum.
10) KOLTREFJAVERKSMIÐJA (Leifi Ó) - Framtíðarmúsík í byggingu hluta, t.d. bíla, flugvéla.
11) UPPHITUÐ/KÆLD BRAUT TIL AÐ PRÓFA BÍLA - Setja upp aðstöðu fyrir erlenda bílaframleiðendur á Reykjanesi. Road-Test (Elín A)
12) ÍSLENSK PENINGAPRENTUN Í KREPPUNNI - Einhverjir gárungar fundu upp á því að falsa 10.000 króna seðil með mynd af Davíð Oddssyni og tókst að versla fyrir seðilinn. Hér er fréttin. Ég var með svipað spaug fyrir stuttu HÉR.
13) VIÐ HEIMTUM MEIRI AUKAVINNU - Nú fer að opnast stór markaður fyrir aukavinnu. Nóg ætti að vera til af störfum því margir eru að flýja land. Hér er líklega fullt af störfum í boði sem margir unnu á sínum yngri árum. Svo má ekki vanmeta svarta hagkerfið sem fáir þora að tala um en allir vita af. Smáauglýsingarnar eru málið og þar er mikið af góðum hugmyndum!
14) FLYTJA BÍLA ÚR LANDI (Jóhanna) - Í dag er verið að eyða og jafnvel brenna bílum sem eru í fínu standi. Spurning um að lagfæra aðeins og selja til útlanda? Ég las í Dönsku blaði að það væri hægt að gera kjarakaup á dýrum bílum á Íslandi núna.
15) TORFBÆJAHÓTEL ÚT UM ALLT LAND - Byggja torfkofa upp á gamla mátann í afskekktum byggðum, þar sem mestu veðravítin eru, selt síðan ferðamönnum yfir veturinn, vikudvöl þar sem skyr, súrmatur, saltkjöt og kaplamjólk er eina fæðan og vaðmálsföt eru það sem ver fólk fyrir kuldanum. Þau sem halda út í 7 daga fá ferðina endurgreidda sjá HÉR. Vísir af svona er til á Möðrudalsöræfum sjá HÉR
16) SÆKJA GRIMMT ERLENDA RANNSÓKNARSTYRKI - Mikið framboð er af styrkjum í þróun og nýsköpun. Nóg til af fólki með góðar hugmyndir. Spurning um að reyna að leiða betur saman þá sem eru með fjármagnið og þá sem eru að leita eftir því. Hér má sjá eitt gott dæmi sjá HÉR
17) SMÁAUGLÝSINGARNAR ERU MÁLIÐ - Hér er fullt af störfum og hugmyndum í boði. Hér er líka svarta hagkerfið í öllu sínu veldi. Hér eru nokkrir söluvefir www.mbl.is, www.kassi.is, www.haninn.is, www.tilsolu.is, www.visiri.is, www.ljosmyndari.is
O) MENNINGARSTARFSEMI
1) KYNNING ERLENDIS Á ÍSLENSKRI MENNINGU - Sendiráðin hafa verið dugleg að kynna Íslenska menningu
1) GERA DORRIT MOUSSAIEFF AÐ MENNINGARMÁLASENDIHERRA ÍSLANDS - Þessi ótrúlega kona sem má líkja við París Hilton Íslendinga hefur staðið sig ótrúlega vel í að kynna Íslenska menningu. Sjá frétt HÉR. Henni þarf að veita fálkaorðuna við fyrsta tækifæri.
O) TÓNLIST OG SÖNGUR
1) BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR - Það er nóg að nefna nafnið, en hún er komin á fulla ferð með að styðja við bakið á nýsköpun http://nattura.info/
2) SIGURRÓS - Fínir í að kynna Íslenskt landslag.
3) BUBBI - Er með ráðgjöf í því hvernig á að tapa peningum :)
4) EMILÍANA - Emilíana Torrini er að gera það gott með nýju plötunni sinni
5) LIVE AID ICELAND - Halda risa tónleika í London og New York til styrktar Íslendingum. Hér þarf að búa til baráttusöng og búa til "Band Aid" eða "Supergroup". Þetta gæti orðið eitt besta PR fyrir Íslendinga ef rétt væri að staðið. Ekki ósvipað http://www.indefence.is/ sem er auðvita snilld! Svo er að sjá að einhverjir eru byrjaðir að spá í málið hér: LIVE AID ICELAND (vonum að það sé rétt!)
P) MYNDLIST, BÓKMENNTIR OG HANDVERK
1) MYNDLIST - Hugmyndir sem snerta myndlist
2) MÁLA ALTARISTÖFLUR - Altaristaflan í Bakkagerðiskirkju er frægt dæmi þegar ungur listamaður að nafni Jóhannes Kjarval fékk að spreyta sig. Kvenfélagskonurnar í sveitinni höfðu trú á þessum unga manni.
3) ÍSLENSKT INNLENT HANDVERK - Reyna að smíða alvöru íslenskt handverk í stað þess að vera að selja endalaust "made in China" vörur til ferðamanna.
4) GJÖRNINGUR ER MÁLIÐ Í KREPPU - Hér heldur Jón Sigurðsson á Austurvelli á stjórnarskránni sem brennur upp 1 desember! Jón Sigurðsson "Forseti" brennur!
R) LEIKHÚS
1) BANKALEIKHÚSIÐ - Leikhús eiga að endursegja sögu líðandi stundar.
2) REVÍULEIKHÚS - Nú er rétti tíminn til að semja "Íslenska" ádeilusöngleiki í stað þess að vera endalaust að setja upp ABBA, The Beatles. Innlend framleiðsla er málið.
3) UPPISTAND - Nú er tími fyrir alla helstu grínara landsins að reyna að sjá björtu hliðarnar á bankahruninu þó ekki væri nema til að hressa aðeins upp á sálartetur landans. Hér er fín heimasíða http://www.uppistand.is/
4) KARLINN Á KASSANUM - Sniðugt væri að setja upp kassa niðri í miðbæ eða á fjölförnum stað þar sem fólk gæti farið upp á til að losa eða segja frá öllum syndum í beinni.
S) KVIKMYNDAGERÐ OG LJÓSMYNDUN
1) GRAFA UPP GÖMUL VIÐSKIPTASAMBÖND - Útbúa lista yfir þá sem hafa verið í samskiptum við Ísland varðandi kvikmyndatökur, auglýsingagerð og fréttaöflun á Íslandi. Senda þeim kynningarefni, location efni um Ísland og benda á að núna sé krónan mjög lág og því alveg kjörið að skella sér til Íslands.
2) INNLEND DAGSKRÁGERÐ - Spurning um að í þessu umróti sem er í kringum RÚV núna að reyna að koma að innlendu efni eins og hægt er. En það er krafa um að þeir dragi úr samkeppni við frjálsu stöðvarnar um auglýsingamarkaðinn.
3) HEIMILDAMYND UM BANKAHRUNIÐ - Útbúa kvikmynd og hugsanlega kennsluefni.
4) HEIMILDAMYND UM LYGAR STJÓRNMÁLAMANNA - Útbúa kvikmynd og hugsanlega kennsluefni.
5) ERLENDAR UMBOÐSSKRIFSTOFUR - Spurning um að skrá sig hjá erlendum umboðsskrifstofum.
6) KVIKMYNDAVER Í REYKJAVÍK (María R) - Byggja alvöru kvikmyndaver í Reykjavík sem myndi laða að mun fleiri til kvikmyndagerðar hér og hafa góð afleidd áhrif.
7) FÁ FLEIRI STÓRMYNDIR TIL ÍSLANDS - Á Íslandi ER Í RAUN ALLT TIL ALLS til þess að taka upp stórmyndir eins og næstu James Bond mynd. Hér eru flottar gellur, spilltir embættismenn, lúxusvillur, ofurbílar, einkaþotur, þyrlur og svo æðislegt landslag. Einnig má finna góða rithöfunda og leikstjóra eins og Arnald Indriðason og Baltasar sjá myndband HÉR.
8) ALLT SKATTFRJÁLST FYRIR ERLEND KVIKMYNDAFYRIRTÆKI - Ein besta og ódýrasta auglýsing sem íslenskur ferðaiðnaður getur fengið er Íslenskt landslag í stórmyndum. Talað er um gífurlega aukningu á ferðamönnum til Ástralíu í kjölfar mynda eins og Crocodile Dundee.
U) ÍÞRÓTTASTARFSEMI
1) HALDA ALÞJÓÐLEG ÍÞRÓTTAMÓT Á ÍSLANDI - Til eru mörg góð dæmi eins og maraþon, golf, skák, fatlaðir ... Svona mót auka straum ferðamanna til landsins.
2) HANDBOLTI, FRAMTÍÐ LANDSLIÐSINS ER BJÖRT - Hér er FRÁBÆRT dæmi þegar valið er RÉTT fólk í réttar stöður. Guðmundur Guðmundsson er maður sem vinnur vinnuna sína ... að heilindum og það án 6 lykilmanna! Sjá Hér og Hér.
3) KÖRFUBOLTI - Hugmyndir sem snerta ...
4) FÓTBOLTI - Hugmyndir sem snerta ...
V) GREINAR SEM VERÐA ILLA ÚTI Í SAMDRÆTTI
1) ARKITEKTAR - (hætta á 70-90% atvinnuleysi) Stofna nefnd sem leitar uppi allar alþjóðlegar samkeppnir. Þar eru verulegar upphæðir í verðlaun. Sveitafélög og stærri fyrirtæki geta líka sett í gang ýmis hönnunarverkefni. Sjá frétt hér.
2) BANKASTARFSMENN - Reyna að stofna nýjan alþjóðlegan banka. Spurning með samvinnu við erlenda aðila? Hér má lesa frétt um málið.
3) BYGGINGARSTARFSMENN - Láta ríkið koma með verkefni sem nýtir sem mest innlendar vörur og þjónustu.
4) VERKTAKASTARFSEMI - Láta ríkið koma með verkefni sem nýtir sem mest innlendar vörur og þjónustu. Nóg er til af skurðgröfum og vörubílum sem þarf að finna not fyrir.
5) AUGLÝSINGASTOFUR - Íslendingar erum með fullt af fyrirtækjum út um allan heim. Hvernig væri nú að koma heim með eitthvað af þeirri auglýsingagerð sem þessi fyrirtæki eru að láta vinna fyrir sig. Spurning með sendiráð og aðila sem þeim tengjast.
6) BLAÐAÚTGÁFA - Íslendingar eru búnir að tapa gríðarlegum fjárhæðum á leikaraskap í blaðaheiminum, bæði í Danmörku og USA. Hér er mikil þekking sem þarf að reyna að nota.
W) BRUÐL OG SPARNAÐUR
1) STOFNA RÁÐUNEYTI SEM TEKUR Á BRUÐLI HJÁ ÍSLENDINGA - Hér má safna saman mestu nöldur- og leiðindaseggjum landsins sem koma síðan með tillögur að niðurskurði í þjóðfélaginu. Hér er af nógu að taka. Þeim verður svo skipaður heiðurssess í framtíðinni þar sem þeim er hreinlega skipað að stökka upp á nef sér af hneykslun og vandlætingu ef einhver bruðlbóla er að hefjast á Íslandi.
2) FÆKKA FJÓRHJÓLUM, MÓTORHJÓLUM, SÆÞOTUM - Hækka gjöld á svona lúxus.
3) ALLA YFIRGENGILEG SÝNDARMENNSKU ÞARF AÐ BANNA - Hlutverk fjölmiðla.
4) VERA MEÐ FRÍDAG Í BLAÐAÚTGÁFU OG RUSLPÓSTI - Hér má spara háar fjárhæðir með því einfaldlega að gefa út dagblöð aðeins 5 eða 6 daga vikunnar.
5) STYTTA OPNUNARTÍMA VERSLANA - Þegar ég var í námi úti í Danmörku (Odense), þá var búið að slökkva ljós allstaðar kl. 10 á kvöldin. Ekki neitt sjoppurugl.
6) ENDURVINNSLA (Dagný R) - Hér má skoða ýmsar endurvinnsluhugmyndir, hér er fín grein http://www.reykjalin.com/blog/archives/2008/10/recycle.html
7) TAUBLEIUR (Dagný R) - Hér er fín grein http://www.reykjalin.com/blog/archives/2008/10/eg_meika_ekki_m.html
8) VINNUAÐSTAÐA VIÐ SKÓLA (Unnur S) - Setja upp aðstöðu við skóla þar sem má endurnýta ýmislegt sem verið er að henda eins og reiðhjól. Fínt fyrir krakkana að fá að taka aðeins til hendinni.
9) KLIPPA KREDITKORTIÐ - Hætta að nota kreditkort til að kaupa nauðsynjar. Nota Kredit-kort aðeins þegar verið er að fara til útlanda.
4) SPARA GJAFIR TIL ALLRA RÁÐAMANNA - Hægt er að spara stórar fjárhæðir með því a sleppa ÖLLUM gjöfum til erlendra þjóðhöfðingja Sjá HÉR frétt þar sem Forsetinn gaf Hillary Clinton. Hér er einnig skemmtileg frásögn Sjá HÉR.
X) ÚTRÁSIN
1) ALLIR SJÓÐIR LANDANS HAFA VERIÐ HREINSAÐIR UPP - Íslendingar áttu fjölda sjóða fyrir um 7 árum síðan. Nú virðist vera búið að tæma þá alla, taka stór lán og veðsetja allt í topp. Hér má lesa dapra frétt um fjárfestingafélagið Gift! og Hér má lesa um flóttann frá Gift!.
2) STÍM FÆR RISALÁN - Hvernig er hægt að fá risa lán án þess að tryggingar séu til staðar! Frétt um málið HÉR..
3) ÚTGERÐIN OG KVÓTINN, ALLT VEÐSETT Í TOPP - Útgerðin er sama og gjaldþrota en núna skuldar hún um 800-900 milljarða. Tekjur á móti eru aðeins um 70-80 milljarðar á ári! Frétt um málið HÉR..
4) SKÝRINGAMYND AF HRUNI ÍSLANDS - Fín mynd sem sýnir útrásarferlið frá vöggu til grafar! Sjá HÉR.
5) STÆRSTA FJÁRSVIKAMÁL ÍSLANDSSÖGUNAR - Bankakerfið á Íslandi er ekki mikið skárra en þau viðskippti sem þekkjast í Nígeríu. Hér er stundaður kerfisbundin þjófnaður á sparnaði landsmanna Sjá HÉR og HÉR.
Y) STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNMÁL
1) FÆKKA ÞINGMÖNNUM - Fækka þingmönnum og auka skilvirkni. Stór hluti þings ásamt aðstoðarmönnum hefur lítið að gera inni á þingi. Ráðherrar ráða öllu Sjá frétt HÉR og HÉR.
2) AUKA VÆGI ÞINGRÆÐIS OG MINNKA VÆGI RÁÐHERRA Á ÞINGI - Þingmenn eiga að leggja línurnar og reglurnar sem ráðherrar og ráðuneytum ber að fara eftir Sjá frétt HÉR.
3) FÆKKA RÁÐUNEYTUM - 320 þús. manna þjóð HEFUR ekkert að gera með þetta risavaxna stjórnsýslukerfi til að halda þessu litla örþjóðfélagi gangandi.
4) FELLA NIÐUR EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ STRAX - Fylgja sömu reglum eins og aðrir ríkisstarfsmenn. Afnema öll sérfríðindi einhverjum útvöldum til handa. Ef þessi mál eru skoðuð nánar, þá kemur í ljós að þingmenn höfðu það bara nokkuð gott áður en þessi lög voru sett.
5) STYTTA SUMARFRÍ STJÓRNMÁLAMANNA - Láta þá skila vinnuframlagi eins og annað fólk í þjóðfélaginu þarf að gera. Nú er búið að stytta Jólafríið, sjá HÉR.
6) LEGGJA NIÐUR AÐSTOÐARMANNAKERFIÐ - Sem er ekkert annað en falið kerfi til að styrkja flokkskerfið. Í raun er verið að nota skattpeninga til að greiða útvöldum gæðingum flokkanna laun.
7) FÆKKA NEFNDUM OG AUKA SKILVIRKNI - Vera með opið bókhald á netinu sem sýnir störf ALLRA nefnda. Einnig má fækka boðleiðum á milli þingmanna og kjósenda. http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314
8) EINFALDA REGLUVERK - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður. Notast við erlendar samþykktir og staðla eins og hægt er eins og CE merkingar. Ekki vera að búa til eftirlitsstofnanir að óþörfu.
9) FARA EFTIR STJÓRNSÝSLULÖGUM - Það þurfa að vera mjög skýr skilaboð að starfsmenn ríkisins eru að vinna fyrir almenning en ekki fyrir einhverja allt aðra annarlega hagsmuni.
10) FLÝTIAFGREIÐSLU Á MÁLUM - Skilyrða hraðafgreiðslu á málum (tímamörk), annars verða ALLAR kröfur látnar falla niður.
11) SETJA LÖG GEGN PENINGAÞVÆTTI - Erlendis þarf að gera grein fyrir því hvernig eignamyndun á sér stað hjá t.d. fólki sem hefur engar tekjur. Einnig þarf að kanna slík mál betur. Lesið nánar hér:
12) BINDA KRÓNUNA VIÐ ANNAN STERKAN GJALDMIÐIL EINS OG DANIR - Ásamt því að fá tryggan stuðning frá viðkomandi gjaldmiðli sem Íslendingar myndu tengja sig við.
13) GANGA Í ESB EÐA SAMBÆRILEGT KERFI SEM STYRKIR KRÓNUNA - Krónan eða gjaldmiðilinn verður að hafa fasta viðmiðun svo að fólk viti að hverju það gengur. Einnig mætti skoða Norsku krónuna.
14) LEGGJA ÁHERSLU Á SKANDÍNAVÍSKT VELFERÐARKERFI - Við eigum samleið með þessum löndum og svo hefur þetta kerfi verið að reynast mun betur en önnur kerfi. Því að vera að finna upp ný kerfi?
15) MINNKA OPINBER UMSVIF STÓRLEGA - Í tíð Sjálfstæðismanna hafa ríkisumsvif vaxið gríðarlega. Hér þarf að kanna betur hvað er eiginlega í gangi.
16) AFNEMA VERÐTRYGGINGU - Banna verðtryggingu (okur) með lögum. Því verðtrygging er dulin skattheimta á launafólk.
17) ÞVINGA VEXTI NIÐUR Í ÞAÐ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Banna hávaxtarstefnu (okur) með lögum. Svona svipað og verðlagseftirlit.
18) VERÐBÓLGAN VERÐI SÚ SAMA OG ER Í EVRÓPU - Íslensk stjórnvöld hafa komist upp með svo slælega efnahagsstjórn í gegnum árin út af því að þau hafa ekkert aðhald. Þegar allt er komið í óefni, þá er bara krónan felld ... reglulega
19) REKA ÞÁ SEM BRJÓTA AF SÉR Í KERFINU - Ef starfsmaður verður uppvís af kvörtunum og endurteknum brotum frá kjósendum, þá BER stjórnvöldum að víkja viðkomandi frá. Þessar boðleiðir þarf að laga.
20) STJÓRNMÁLAMENN VERÐI LÁTNIR SEGJA AF SÉR VIÐ MISTÖK Í STARFI - Eftir bankahrunið, þá hefur engin verið látin sæta ábyrgð. Hér þarf greinilega að setja kvóta. Fínt væri að reka ca. 5-10 manns á ári ef vel ætti að vera til að veita stjórnvöldum eðlilegt aðhald. Lesið nánar hér:
21) SKIPTA ÚT TOPPUM OG STJÓRN HJÁ SEÐLABANKANUM - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.
22) SKIPTA ÚT TOPPUM HJÁ FJÁRMÁLAEFTIRLITINU - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð.
23) KJÓSA AFTUR UPP Á NÝTT SEM FYRST - Mjög alvarleg mistök hafa verið gerð sem er ekki hægt að kalla annað en landráð og þarf því að skipta þeim út sem bera ábyrgð sem fyrst.
24) FÆKKA SENDIRÁÐUM UM HELMING - Samhliða því mætti þróa öflugt samskiptakerfi fyrir ráðuneyti. Síðan þyrfti að vera opið bókhald sem sýnir risnu og dagpeninga þingmanna. Lesið nánar hér:
25) GERA LANDIÐ AÐ FÆRRI KJÖRDÆMUM - Einu eða 3 eins og VG leggja til.
26) ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLA UM ÖLL MIKILVÆG MÁL - Þeir sem færu með stjórn landsmála geta einfaldlega listað upp nokkrum málum á vefnum og svo getur fólk einfaldlega kosið. Með nútíma tölvutækni, þá er auðvelt að framkvæma svona kosningar í matar- eða kaffipásum. auðvelt að nota kerfi eins og heimabankann :)
27) KJÓSA PERSÓNUR Í STAÐ FLOKKA - Það er til fullt af hæfileikaríku hugsjónarfólki sem hefur fókusinn á réttum stöðum sem hefur margsannað sig í starfi fyrir land og þjóð. Ef viðkomandi verður uppvís af mistökum, þá er auðvelt að kjósa viðkomandi út og nýja inn í staðinn. Lesið nánar hér:
28) GEFA KJÓSENDUM KOST Á AÐ KJÓSA ÚT ÞINGMENN SEM VERÐA UPPVÍSIR AF SPILLINGU - Það eitt og sér væri gríðarlega gott aðhald fyrir þingmenn.
29) BANNA ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUR INNAN STJÓRNKERFISINS - Auðvelt að láta fólk kjósa með hjálp netsins.
30) TÖLVUVÆÐA KOSNINGAKERFI - Hér mætti nýta tölvutæknina og internetið eins og bloggheiminn og bankakerfið meira. (wikipedia, forum bb3, kosningakerfi, ToDo listi, verk og viðverubókhald). Með þessu væri hægt að vera með opið og mjög skilvirkt kerfi þar sem allt væri á borðinu og sæist hvað hver þingmaður væri að vinna.
31) GERA ÚTTEKT Á ÞEIM MISTÖKUM SEM LEIDDU TIL BANKAHRUNSINS MIKLA - Láta erlenda aðila gera úttektina.
32) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU INNI Á ÞINGI - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu.
33) STYRKJA GAGNRÝNA OG MÁLEFNALEGA UMRÆÐU Í FJÖLMIÐLUM - Það er bara einfaldlega hluti af lýðræðinu. Hér þarf að hampa sérstaklega tuðurum og leiðindaafturhaldsseggjum eins og jonas.is!
34) FÓLK FÆR SJÁLFT AÐ VELJA HVERNIG EIGIN GREIDDIR SKATTAR SKIPTAST NIÐUR Á FJÁRLÖG - Auðvelt með tengingu við bankakerfið þar sem hægt er að velja hvernig þínum skattgreiðslum er varið.
35) SETT VERÐI SKÝR SKILABOÐ Í LÖG AÐ ÞEIR SEM VERÐA UPPVÍSIR AÐ LANDRÁÐI VERÐI LÁTNIR SÆTA ÁBYRGÐ - Nú er staðan þannig að forsætisráðherra er kjökrandi í auðmönnum um að koma aftur til baka með allt fjármagnið til landsins!
36) GERVIEFTIRLITSSTOFNANIR OG VERNDAÐIR VINNUSTAÐIR Á VEGUM RÍKISINS VERÐI LAGÐAR NIÐUR OG MEIRI ÁHERSLA LÖGÐ Á STOFNANIR SEM RAUNVERULEGU MÁLI SKIPTA - Búið er að búa til mikið af íþyngjandi eftirlitsstofnunum sem oftar en ekki hafa engan annan tilgang en að fela atvinnuleysi. Hér mætti t.d. leggja meiri áherslu á Fjármálaeftirlitið og endurvekja Þjóðhagsstofnun.
37) SENDA ERLENDA AFBROTAMENN STRAX ÚR LANDI - Í dag virðast heilu glæpagengin geta gengið laus um landið með barsmíðum, ofbeldi og þjófnaði í langan tíma.
38) LOKA LANDINU MEIRA FYRIR ÓHEFTUM INNFLUTNINGI Á FÓLKI - Leggja meiri áherslu á að fá fólk með hátt menntunarstig og leggja meiri áherslu á hálaunastörf. Auðvelt að setja flóknar og erfiðar reglur um visa og dvalarleyfi. Landið er eyja og því auðvelt að fylgjast betur með því fólki sem kemur til landsins. Sjá HÉR.
39) LEGGJA LÁNASJÓÐ NIÐUR OG VEITA Í STAÐIN STYRKI - T.d. hafa Danir litið á menntun sem langtíma fjárfestingu. Veita mætti styrk upp að vissri upphæð og svo gæti fólk unnið sér inn fyrir því sem upp á vantar eða tekið lán.
40) NÁ ÞVÍ FÉ TIL BAKA MEÐ ÖLLUM TILTÆKUM RÁÐUM SEM HEFUR HORFIÐ ÚR LANDI - Það á að vera fyrir löngu búið að frysta fullt af eignum.
41) BANNA STÓRFELLDA FJÁRMAGNSFLUTNINGA ÚR LANDI SEM GETUR HAFT STÓRKOSTLEG ÁHRIF Á SJÁLFSTÆÐI ÞJÓÐARINNAR - Hér þarf að hafa mjög ákveðin lög sem koma í veg fyrir að örfáir einstaklingar geti leikið sér með fjöregg þjóðarinnar.
42) FÁ REYNDAN ÓPÓLITÍSKAN STJÓRNANDA TIL AÐ STJÓRNA LANDINU (Einar)(Ævar) - Þetta er ekki slæm hugmynd. Það eru til margir góðir þekktir stjórnendur sem hafa rétt af risafyrirtæki á örfáum árum Hér er Claus Møller mættur á staðinn! og HÉR.
43) ERLENDUR DÓMSSTÓLL (Sigurður) - hæstaréttadómarar og jafnvel rannsóknarnefnd verði fengin erlendis frá. Hentar líklega vel á meðan verið er að fara í gegnum þessi mál.
44) LEGGJA ÁHERSLU Á AÐ HALDA INNLENDRI FRAMLEIÐSLU INNI Í LANDINU SEM SPARAR GJALDEYRIR FYRIR ÞJÓÐABÚIÐ. - Öll helstu ríki í vestrænum heimi eru að verða búinn að missa stóran hluta af sinni framleiðslu og tækniþekkingu til annarra landa. Allir farnir að versla með pappíra sem svo reynist ekkert á bak við þegar á reynir.
45) SELJA STÓRAR OG DÝRAR SENDIRÁÐSEIGNIR Á VEGUM ÍSLENSKRAR YFIRVALDA Í ÚTLÖNDUM - Hvað ætli séu miklar fjárfestingar í dýrum sendiráðsbyggingum út um allan heim sem er lítið sem ekkert notað. Nóg að vera í samstarfi við aðrar norðurlandaþjóðir og vera með litla skrifstofu hjá þeim undir starfsemina eða þá samstarfssamning. Í dag eru 17 sendiráð. Steinar I kemur með hugmynd um að vera með 1 sendiráð í hverri heimsálfu.
46) TRÚMÁL OG KIRKJA (Óskar A) - Óskar telur bruðl að borga 5 milljarða á ári og að þeir geta séð umsig sjálfir hvað fjarmögnun varðar.
47) LEGGJA NIÐUR HAFRÓ (Óskar A) - Þetta er viðkvæmt mál. En þarna má líklega eitthvað draga úr. Hafró hefur verið sú stofnun sem hefur fengið gríðarlegar fjárhæðir til rannsóknar og sú stofnun sem hefur yfirleitt fengið það sem þeir biðja um. Enda er fjöregg þjóðarinnar í þeirra höndum.
48) ALÞJÓÐLEGT FRÍVERSLUNARSVÆÐI Á ÍSLANDI (Valþór) - "International Free Trade Zone". Afnema öll innflutningshöft og söluskatta gera Ísland að alþjóðlegu fríverslunarsvæði. Öflugt og vel staðsett flutningskerfi.
49) NEFNDIR Á ÍSLANDI (skuldari) - Fækka þarf nefndum eins og hægt er. Auka skilvirkni og að vera með fólk í nefndum og ráðum hefur reynslu og "verklegt" vit á málum http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=314.
50) FÆKKUM Í SJÁLFTÖKUHÓPUM (Gunnar Guðmundsson) - Fækka þingmönnum og aðstoðamönnum. lækkum laun og verum með einn Seðlabankastjóra, ekki þrjá! http://gudmundur.eyjan.is/2008/11/fkkum-sjltkuhpnum.html
51) MEIRI VINNUSKILDA ÞINGMANNA OG STYTTRA FRÍ - Þingmenn ættu að vera skyldugir til að sitja alla þingfundi hámark einn mánuði í frí.
52) NORÐUR ATLANTSHAFSBANDALAG (Bjorn E) - Ísland, ásamt Noregi, Færeyjum og etv Skotlandi svo og Grænlandi stofni með sér bandalag. Sameina landhelgisgæslur þessara ríkja, ásamt lofther og sjóher. Rússland kæmi inn í þetta bandalag á seinna stigi. Nýtt heimsveldi á Norðurhveli jarðar.
53) TVO GJALDMIÐLA Á ÍSLANDI - Væri ekki bara ráðið að vera með tvo gjaldmiðla samtímis. Íslensku krónuna fyrir innlend viðskipti og svo einhvern annan gjaldmiðil eins og Evru fyrir erlend samskipti? Og loka síðan landinu. Hér er skemmtileg lesning um Péturspeninga sem voru notaðir á Vestfjörðum Sjá HÉR
54) LÚXUSBÍLAR FYRIR RÁÐAMENN MEÐ EINKABÍLSTJÓRUM VERÐI LAGT NIÐUR - Hér má gera samning við leigubílastöðvar þegar eitthvað sérstakt ber upp á.
55) HÓTA ÚRSÖGN ÚR NATO - Ómar R. Valdimarsson er með áhugaverðar pælingar ef IMF (Bretar og Hollendingar) ætlar að fara að beita þjóðina þvingunaraðgerðum Sjá HÉR.
56) VERJA ÍSLENSKA SÉRHAGSMUNI EINS OG HÆGT ER - Finnar eru ekki enn búnir að jafna sig á því að erlendir aðilar náðu stórum eignahluta í NOKIA þegar þeir lentu í kreppu 1992. Hér þurfa Íslendingar að passa sínar stærstu mjólkurkýr eins og orkufyrirtækin, fiskinn, ferðaiðnaðinn. En nú þegar er búið að tapa bankakerfinu sem var nýjasta útrásin.
57) NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS - Hvernig væri að velja fólk sem hefur gagnrýnt kerfið hvað mest til að stjórna Íslandi? Kristinn Pétursson Sjávarútvegsráðherra. jonas.is mætti vera Niðurskurðar- og Spillingarráðherra, Vilhjálmur Bjarnason Fjármálaráðherra, Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra með vald.is, Þorvald Gylfason, Guðmund Ólafsson og Ragnar Önundarson sér til aðstoðar. Guðmundur Gunnarsson Iðnaðarráðherra, Lára Hanna, Egill Helgasson og Stefán Ólafsson sameiginlega með Heilbrigðis- og Félagsmálaráðuneytið, Þráinn Bertelsson Menningarmálaráðherra með Hallgrím Helgasson sér til aðstoðar, Ómar Ragnarsson Umhverfisráðherra og í lokin Björg Guðmundsdóttur utanríkisráðherra (það yrði alls staðar hlustað á hana nema í Kína). Hér útbjó ég nýja áhugamannagrúppu á facebook sem heitir: NÝ RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS • NEW GOVERMENT OF ICELAND svo er hér áhugaverð frétt og smá ljós í myrkrinu HÉR og önnur samantekt hér HÉR
58) BANNA ALLAN VOPNABURÐ OG BAKSTUNGUR Á HINU HÁA ALÞINGI ÍSLENDINGA - HÉR opinbera þingmaður sitt raunverulega eðli og hvernig kaupin gerast á eyrinni. Svona skítlegt eðli á að vera skilyrðislaus brottrekstrarsök. Tölvupóstur Bjarna Harðarsonar þingmanns Framsóknarflokksins HÉR. Líklega er þetta nákvæmlega svona hjá flestum sem eru inni á hinu háa Alþingi Íslendinga í dag. Verst að nýráðnum aðstoðarmanni skuli hafa líka verð blandað í málið. Sýnir vel hvernig skattpeningunum er vel varið til nytsamra hluta. Þó brýtur Bjarni blað í íslenskri stjórnmálasögu með afsögn sinn og á hann heiður skilið fyrir þann gjörning einan og sér.
59) LYGAMÆLIR FYRIR ALÞINGISMENN - Núna væri þjóðráð að leggja háa fjármuni í að hanna og þróa öflugan lygamæli sem þingmenn þyrftu síðan að hafa á sér öllum stundum á meðan þeir væru að sinna opinberu starfi. Mælirinn hefði þá eiginleika að mæla ástand þingmanns á meðan hann væri að tala í rauntíma þannig að þeir sem á hann hlusta sæju strax ef þingmaður væri að reyna að segja ósatt.
60) TÆKNI Í STAÐ PÓLITÍK - Horfið á boðskapinn sem þessi mynd hefur fram að færa Zeitgeist: Addendum (þar sem að ég er smá tækninörd, þá er ekki annað en hægt að hrífast af þeim boðskap sem þessi mynd hefur fram að færa).
61) ÞINGMENN OG RÁÐHERRAR LÆKI LAUN SÍN STRAX - Nú eiga stjórnmalamenn að sýna samstöðu og ganga á undan með góðu fordæmi og sína viljann í verki með því að lækka launin sín verulega! Sjá frétt HÉR.
62) NÝTA ERLEND TENGSLANET - Hér er gott dæmi um hvernig nýta má samvinnu við erlend ríki. Hér er verið að hjálpa Íslendingum að fá vinnu erlendis. Sjá frétt HÉR.
63) HÁMARKS LAUN 1 MILLJÓN - Alþingi var send áskorun um að engin mánaðarlaun færu yfir 1 milljón króna Sjá frétt HÉR.
64) LÝÐRÆÐ OG ÁBYRGÐ ENDURREIST - Áhersla verði lögð á að endurreisa lýðræði og ábyrgð sem eru talin ein af mikilvægustu grunnþáttum í þróuðum nútíma samfélögum. Sjá áhugaverða grein eftir Bjarna Bjarnason rithöfund hér..
65) GERT ER GRÍN AF SPILLTRI ÍSLENSKRI STJÓRNSÝSLU Í ERLENDUM FJÖLMIÐLUM - Sjá umfjöllun HÉR
66) AUÐVELDA NÝJUM FRAMBOÐUM AÐ KOMAST Á ÞING - Ekki er langt síðan að reglum um kosningar var breytt til að þrengja að lýðræðinu. Núna þarf flokkur að hafa lágmark 5% fylgi í stað 3% sem þurfti áður til að ná manni á þing. Sjá góða umfjöllun HÉR.
67) 3JA ÁRA ÚTLEGÐ AÐ HÆTTI VÍKINGA - Á víkingatímanum, þá var þyngsti dómur sem hægt var að fá 3ja ára útlegð. Spurning um að nýta þessi gömlu lög á útrásarvíkingana, stjórnmálamenn og þá sem bera ábyrgð á bankahruninu. Tryggja þarf að þeir komi hvorki nálægt stjórnmálum eða bankastarfsemi í 3 ár.
68) SKERA NIÐUR Í ALLRI STJÓRNSÝSLUNNI - Draga þarf saman seglin víða í stjórnkerfinu. Aðstoðarmenn, sendiráð, utanlandsferðir, gervistofnanir, herdeildir, dagpeningar ... Sjá góða frétt HÉR.
69) BANNAna ALLAR PÓLITÍSKAR STÖÐUVEITINGAR - Sjá frétt HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR og HÉR ...
70) ÓTRÚLEGT VIÐTAL VIÐ GEIR - Hér liggur illa á forsætisráðherra og sýnir hann fréttamanni ótrúlegan skæting Sjá HÉR.
71) ÞETTA SNÚAST STJÓRNMÁL NÚTÍMANS UM - Núna er líklega kominn rétti tíminn til að stíga niður úr pílagrímsturninum og leggja ÖLL spilin á borðið. Hætta lygum og öðrum leikaraskap, segja rétt frá og takast á við hin raunverulegu vandamál. Pólitík snýst ekki um hernað heldur opna og skýra umræðu. Sjá HÉR.
72) KLÍKUR OG EINELTI ÞARF AÐ BANNA MEÐ LÖGUM - Setja þarf lög um ALLA óeðlileg og hættuleg klíkustarfsemi þar sem annarlegum sjónamiðum er haldið á lofti. Það er aldrei að vita nema að það endi með sparki í andlitið eins og gerðist HÉR. Verst er þegar þessi hegðun heldur áfram inn í sali Alþingis. Líklega er Ísland of fámennt til að félög eins og Rótarí, Round table, Frímúrarar, Oddfellow, trúfélög ... og ekki síst stjórnmálaflokkar eigi rétt á sér!
73) HÉR ER SKOÐUN AGS EÐA IMF Á ÞVÍ SEM GERÐIST - Hér má lesa samantekt á hruninu á Íslandi samkvæmt IMF góð grein HÉR.
74) KJÓSIÐ OG GEFIÐ NÚVERANDI MEÐLIMUM RÍKISSTJÓRNARINNAR STIG - Hér er nýtt kosningakerfi þar sem hægt er að kjósa og gefa einstökum þingmönnum stig fyrir árangur í starfi. Ný tækni gefur nýja möguleika, en tæknilegar framfarir skila mestu í velmegun almennings KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/rikisstjorn.html.
75) KJÓSIÐ EÐA VELJIÐ NÝJA RÍKISSTJÓRN - Lengi hefur vantað möguleika á að kjósa FÓLK í stað FLOKKA. Nú er loksins hægt að koma með tillögu að hæfu og vönduðu fólki þar sem hatröm flokkspólitík er látin lönd og leið KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/nyrikisstjorn.html.
76) NÚ ER HÆGT AÐ GEFA BORGASTJÓRN REYKJAVÍKUR STIG FYRIR VEL UNNIN STÖRF - Fróðlegt væri nú að sjá stöðu á einstökum borgarfulltrúum eftir allar hnífstungur í bakið síðustu mánuðina KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/borgarstjorn.html.
77) HÉR ER LISTI YFIR NÝJA OG GAMLA STJÓRNENDUR í BANKAKERFINU - Er ekki ráð að hafa vakandi augu yfir þeim sem eiga að passa upp á peningana okkar og eiga stóran þátt í hruni þjóðarinnar? KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/bankar.html.
78) HÉR ER LISTI YFIR HINA FRÆGU ÚTRÁSAVÍKINGA - Fróðlegt væri að sjá hvað þjóðin gefur hverjum og einum mörg stig! KJÓSIÐ HÉR: http://www.photo.is/utras.html.
79) MERGJUÐ LÝSING Á SPILLTU VALDI - Alltaf koma sömu mennirnir upp aftur og aftur og aftur ... þegar verið er að tala um spillingu á Íslandi! sjá HÉR.
80) VANTAR VIÐURLÖG GAGNVART STJÓRNVÖLD - Umboðsmaður Alþingis (sem er að vísu tvöfaldur í roðinu eins og margir yfirmenn kerfisins) telur að það vanti lög sem dæmi stjórnvöld fyrir slæma málsmeðferð sjá HÉR og HÉR.
81) ÍBÚÐAVERÐ Á 3 MILLJARÐA! - Hér má sjá enn eina bull hugmyndina frá ráðamönnum um það hvernig megi blóðmjólk almenning ENN MEIRA! sjá HÉR.
82) ENN OFBÝÐUR DAVÍÐ - Hvernig má það vera að ráðherra viðskipta fær ekki að vita fyrr er viku seinna að byrjað er að greiða lánið inn á reikning Seðlabankans! Er Davíð í einhverju sólói við að útdeila þessum peningum til "RÉTTU" aðilanna á meðan hann hefur völdin? Þetta er ein af mörgum ástæðum fyrir því að hann á að koma sér út úr húsi sem fyrst, ef ekki sjálfur, þá með hjálp! sjá HÉR.
83) FLOKKSEIGENDAFÉLÖG FÁ SKATTFRJÁLSA RÍKISSTYRKI - Frábær grein um sukkið sem viðgengs í kringum stjórnmálaflokkana sjá HÉR.
83) ÞINGMENN FARNIR AÐ VINNA VINNUNA SÍNA - Hér hafa orðið mikil umskipti og núna er Össur komin í fluggírinn. Nýsköpun og sprotafyrirtæki er málið, sjá fína grein HÉR og HÉR.
84) RÁÐAMENN ÞURFA AÐ LÆRA AÐ TALA OG VINNA SAMAN - Hér er ótrúlegt dæmi þar sem samskiptin eru á frekar lágu plani svo ekki sé meira sagt sjá HÉR.
85) GÓÐUR LISTI MEÐ 46 ATRIÐUM HVERNIG MÁ GERA ÍSLAND BETRA - Fullt af góðum hugmyndum frá Þorsteini Val sjá HÉR.
86) NORÐMENN KOMNIR LENGRA EN ÍSLENDINGAR Í OPINNI STJÓRNSÝSLU - Hér má fara á netið til að sjá hvað Norðmenn fá í laun og greiða í skatta sjá HÉR.
87) SKATTURINN FARINN AÐ VINNA Í "SÍNUM" MÁLUM - Mikið var að Skatturinn fór að vinna í málum þar sem raunverulegt fé er að finna! sjá HÉR. Við skulum vona að þetta mál verði ekki stoppað af eins og mörg önnur svipuð mál!
88) SÖMU MENN Á ÖLLUM VÍGSTÖÐUM OG TVEIR MÁNUÐIR AF ÁBYRGÐARLEYSI - Hér er búið að taka saman lista yfir lítið brot af spillingunni. Sjá HÉR. Öfluga umræðu um málið má svo lesa HÉR.
89) FLOKKSGÆÐINGAR Á SÚPERLAUNUM ÚT UM ALLT KERFIÐ - Flokkarnir hafa verið iðnir við að koma sínum mönnum á jötuna á ofurlaunum og hinn almenni launþegi endalaust látin borga. Sjá HÉR og HÉR.
Z) FJÖLMIÐLAR
1) FJÖLMIÐLAR VEKI MEIRI ATHYGLI Á MÓTMÆLUM - Það hefur vantað mikið upp á að fjórða valdið, fjölmiðlar fylgi málum nógu mikið eftir. Það er þeirra að sjá um aðhald en ekki að "ignora" eða gera grín af vandamálinu. Hér er eitt af mörgum slíkum málum Sjá HÉR. Hér er þó einn "alvöru" Íslendingur sem þorir að mótmæla. Ástæðan fyrir slíku er yfirleitt langvarandi áhugaleysis þeirra sem eiga að taka á málinu.
2) ÍSLENSKIR FJÖLMIÐLAR TAKI SIG SAMAN Í ANDLITINU - Ógagnrýnin meðvirkni fjölmiðla í gegnum árin hefur verið ótrúlega góð grein HÉR.
3) AUGLJÓS TENGSL FJÖLMIÐLA VIÐ FLOKKANNA - Hér eru 2 dæmi sama daginn um það hvernig pólitíkusar stjórna fjölmiðlum. Fyrst er fyrrum starfsmanni gert að skila spólu HÉR og svo er Gunnar Birgisson ekki sáttur HÉR.
4) HVERNIG STÝRA VALDAMENN FJÖLMIÐLUM - Hér er góð lýsing spillingu og því hvernig stjórnendum Morgunblaðsins var hótað í tíð Davíðs Oddsonar. Ótrúleg grein HÉR.
5) ÓGN ÍSLENSKU ELÍTUNNAR - Elíta valdaflokks Íslands hefur plantað meðlimum sínum í helstu stofnanir landsins og stærstu fjölmiðlana. Þeir stjórna stærsta dagblaðinu, ítök í frísjónvarpi, eiga ritstjóra á stærsta fríblaðinu og þau réðu útvarpsstjórann sem réðst gegn G. Pétri fyrir að segja sannleikann. Góð grein HÉR. Eitt lítið dæmi, þá hef ég fengið að setja inn athugasemdir inn á eyjan.is þar til nýlega var ráðin nýr vefstjóri, Guðmundur Magnússon. Síðan þá hefur athugasemdum verið kerfisbundið hent út!
6) UPPSAGNIR HJÁ RÚV - Páll Magnússon er búinn að reka yfir 40 manns frá því í ágúst. Við skulum vona að pólitík og önnur annarleg sjónamið ráði ekki of miklu í þeim aðgerðum. Hér má lækka laun yfirmanna stórlega. Sjá nánar HÉR. Venjan er að ríkisfyrirtæki ráði mannskap í kreppu. Betra er að láta fólk vinna frekar en að hanga heima á atvinnuleysisbótum. HÉR.
7) ÞARF VIRKILEGA EGILL HELGASSON AÐ FLYTJA ÚR LANDI? - Þegar spillingin er orðin svo mikil að vonlaus barátta skilar nákvæmlega ekki neinu, hvað er á til ráða? Sjá HÉR. Egill má nú eiga það að hafa komist ótrúlega langt án þess að hafa verið stoppaður af. Spurning hvort að það sé farið að þrengja að honum? Hér fer bloggheimurinn hamförum yfir málinu. Sjá HÉR.
8) LÉLEGUSTU FJÖLMIÐLAR Í HEIMI Á ÍSLANDI? - Hér er einn að lýsa íslenskum fjölmiðlum Sjá HÉR.
9) FJÖLMIÐLAR Á ÍSLANDI EINN SAMFELLDUR HARMLEIKUR - Hér kemur stjörnuritstjórinn Reynir Traustason og lýsir ástandinu. Sjá HÉR og HÉR.
Þ) MANNLEG GILDI OG TRÚMÁL
1) HROKI, ÖFUND, REIÐI, ÞUNGLYNDI, ÁGIRND OFÁT OG MUNÚÐLÍF - Þetta eru atriði sem þarf að passa alveg sérstaklega vel upp á. Þegar Íslendingar kunna sig ekki í útlöndum, þá getur því miður svona farið Sjá frétt HÉR og svona fer þegar Frekja og Hroki ....
2) VISKA, HÓFSTILLING, HUGREKKI, RÉTTLÆTI, VON, TRÚ OG KÆRLEIKUR - Hér eru þau atriði sem ber að halda á lofti.
3) KAPP ER BEST MEÐ FORSJÁ - Íslendingar eru þekktir fyrir aga- og hömluleysi. Stundum virkar það vel, bara ekki í fjármálum landans.
4) MEÐALHÓF ER BEST eða VANDRATAÐ ER MEÐALHÓF - Það er búið að sýna sig að allar öfgar hverju nafni sem að þær nefnast reynast landanum illa.
5) OFT ER GOTT ÞAÐ ER GAMLIR KVEÐA eða OFT GEFUR GAMALL MAÐUR GÓÐ RÁÐ - Ungliðavæðing landsins af reynslulausu fólki hefur verið landinu hættulegt. Einnig er slæmt þegar útbrunnin gamalmenni sitja endalaust í embætti.
6) HROKI VEX ÞÁ HÆKKAR Í PYNGJU. ÓHÓFIÐ FÆR SULT UM SÍÐIR. ÚTLENSKT ÓHÓF BÍTUR VERST. EFTIR ÓHÓF KEMUR ÖRBIRGÐ - Orð sem lýsa vel því ástandi sem verið hefur í þjóðfélaginu síðustu 7 árin.
7) ÞRENGJA OPNUNARTÍMA SKEMMTISTAÐA OG KRÁA - Það þarf að koma Íslendingum fyrr í bælið á kvöldin. Það er ekki hægt að láta fólk vera að skemmta sér fram undir morgun og vera svo örþreyttir og úrillir í vinnunni það sem eftir er vikunnar. Spurning hvort að bankaliðið hafi verið aðeins of mikið úti á djamminu? Tvær greinar óbeint um málefnið HÉR og HÉR. Hér er líklega komin raunveruleg ástæða fyrir bankahruninu!
8) EKKI VERA MEÐ SJÓNVARP Á FIMMTUDÖGUM - Þannig má auka menningarstarfsemi og styrkja aðra menningartengda starfsemi. Fá fólk til að tala meira saman. Spurning um að loka fyrir internetið líka á þessum degi :) Hér má lesa um ókeypis stillimynd á fimmtudögum!
9) HVAÐ ER KREPPA - Raunsönn lýsing frá Finnlandi á því hvernig hlutirnir geta orðið Viðtal við Íslenska konu sem bjó í Finnlandi.
10) JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR SJÁI UM VELFERÐARMÁLIN - Hún er óumdeildur leiðtogi þeirra sem minna mega sín á meðan aðrir eru óumdeildir leiðtogar þess sem dansa hrunadans í kringum gullkálfinn! En Jóhanna er í raun sjálfkjörin í þetta embætti.
11) AÐ VERA GÓÐ MANNESKJA - Nýr vefmiðill smugan
12) KREPPUUPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ - Vefmiðill með upplýsingar um kreppuna. Sjá HÉR.
13) SYKUR ER FÍKNIEFNI - Setja lög sem reyna að hamla gegn sykurneyslu barna. Sjá frétt HÉR.
14) LAGAFLÆKJUR FORSETANS - Lög virðast bara virka á Íslandi þegar þarf að framkvæma ólög eins og hjá þingmönnum. Ef það er svona erfitt að lækka laun forsetans, þá er spurning um að útbúinn sé reikningur í banka þar sem hálaunafólk getur lagt inn ákveðna upphæð á mánuð til styrktar góðu málefni! Sjá frétt HÉR.
15) ATVINNULEYSI - Atvinnuleysið eykst hröðum skrefum. Sjá frétt HÉR.
16) Á HAUSINN Í ANNAÐ SINN - Flott viðtal við Davíð Scheving Thorsteinsson. Sjá HÉR og hvað það þýðir að fara á hausinn HÉR.
17) SÖFNUN TIL HJÁLPAR ÍSLENDINGUM - Nú er illa komið fyrir þjóð, byrjað er að safna peningum fyrir fjárvana Íslendinga hjá vinum okkar í Vesturheimi. Sjá HÉR og svo er Geiri búinn að skrifa bréf HÉR.
18) HÚSNÆÐI FYRIR ÚTIGANGSFÓLK - Hér er búið að koma upp góðri aðstöðu fyrir þá sem búa á götunni HÉR.
Æ) TIL AÐ LÉTTA LUND
1) EINKAVINAVÆÐINGIN RÍKISVÆDD - Hér lýsir Þorsteinn Guðmundsson í einlægni, sinni hlið á útrásinni með grátbroslegum hætti: Lundúnasaga úr útrásinni
2) HÚMOR Í KREPPUNNI - Hér er samansafn af nokkrum góðum og vel unnum Photoshop myndum sjá HÉR.
3) KREPPUBRANDARAR - Hér er samansafn af góðum kreppubröndurum sjá HÉR.
4) NAFNI ÍSLANDS BREYTT Í NICELAND - Vegna þess óorðs sem farið hefur af landi og þjóð síðustu dægur, þá eru uppi hugmyndir um að breyta nafni, fána og þjóðsöng landsins. Spurning um að taka upp annað tungumál líka ásamt nýjum gjaldmiðli sjá HÉR.. Líklega er málið ekki flóknara en svo að skipta út spilltum embættis- og stjórnmálamönnum.
5) KREPPU BOND 007 Á ÍSLANDI - Ég get ekki betur séð en að það sé búið að útbúa Íslenska kvikmynd með njósnaranum fræga James Bond sjá frétt HÉR. og sjálft myndbandið HÉR.. Ekki er annað að sjá að kvikmyndagerðarmenn hafi tekið fljótt við sér ef ummæli mín númer 98 eru lesin nánar :)
6) HVERSU VERÐMÆTIR ERU ÍSLENSKIR HAGFRÆÐINGAR? - Hér eru viðraðar skoðanir ... 8 ára barns! Sjá grein eftir Bergsteinn Sigurðsson HÉR.
7) STOFNA KYNLÍFSFLOKK (FUCK) Á ÍSLANDI - Hvar er betra en holl og góð hreifing? Flokkurinn fengi listabókstafinn X6. Sjá nánar HÉR.
8) KVEÐSKAPUR Í KREPPU - Hér fer Hallgrímur Helgason á kostum um Íslensku þjóðina í laginu Ísland "var" land þitt.
9) ÞJÓÐNÝTA ORKUNA SEM FER Í DAVÍÐ ODDSSON - Ef öll sú orka sem fer til spillis út af Davíð Oddssyni yrði nýtt í eitthvað annað, þá væri það líklega eitthvað svipað orkumagn og 2-3 Kárahnjúkavirkjanir myndu skila þjóðabúinu! En annars er annar aðili búinn að fá lán sem nemur 8 Kárahnjúkavirkjunum. Sjá Stjarnfræðilegt vanhæfi HÉR.
10) 8, 16, 24 EÐA 28 ... KÁRAHNJÚKAVIRKJANIR! - Hér er ótrúleg samantekt um hvað SKULDIRNAR hafa náð að vaxa á 7 árum og þá er verið að tala um í öðrum stærðum en tölum! Sjá HÉR.
11) VIÐTAL VIÐ DANSKAN BLAÐAMANN Á YOUTUBE - Útrásavíkingarnir pissudúkkur? Sjá HÉR.
12) SÁLGREINING Á ÍSLENDINGUM - Ein áhrifamesta aðferð hjá fólki sem stundar pólitík á Íslandi er hreinlega að ljúga botnlaust! Það má nefna mörg dæmi um hversu auðvelt það er í raun er að plata auðtrúa landann upp úr skónum. Gott dæmi um slíkt er sala á fótanuddtækjum, ryksugum, herbalife ... og svo "ódýrum" okurlánum Á UPPSPRENGDU VERÐI! Til að bæta gráu ofan á svart, þá eru Íslendingar meðvirkir með eindæmum.
13) VANDAMÁL ÍSLENSKU ÞJÓÐARINNAR ER MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK (MR) - Nú er það að koma á daginn að MR hefur líklega framleidd stærstu og mestu fjármálaglæpamenn sögunar Sjá HÉR.
14) VIÐSKIPTATÆKIFÆRI ALDARINNAR - Hér hefur einn auðmaðurinn dottið niður á eina "góða" hugmynd!
15) GÓÐ RÆÐA HJÁ CHARLIE CHAPLIN - Hann stendur alltaf fyrir sínu :) Hér er ræðan sem á vel við í dag!
16) BJÖRN BJARNASON KOMIN Á facebook - Þá er ofurbloggarinn komin með sína eigin facebook síðu sem má sjá HÉR.
17) ICESAVE OG FALL ÞRIÐJA RÍKISINS - Hér er þetta fína video sem sjá má HÉR.
18) FORSTJÓRI STÍMS - Hér er fínt video um gildi peningana sem sjá má HÉR.
19) HEIMSPEKI - Ef þú villt vita hvern mann einhver hefur að geyma, skaltu gefa honum völd. Hann mun þá fljótlega sýna þér sinn raunverulega innri mann. Íslenskur heimspekingur, sjá HÉR.
20) VEIGAR.IS ER GÓÐUR - Flottar skrípómyndir með skemmtilegum texta sjá HÉR. og HÉR.
21) JÓLAMYNDBAND ORKUVEITUNAR - Algjör snild :) Sjá HÉR.
22) GÓÐ LEIÐ TIL AÐ NÝTA GAMLA SKÓ - Ekki gleyma að lesa athugasemdirnar Sjá HÉR.
23) GANDÁLFUR KEMUR VITINU FYRIR DAVÍÐ - Myndband með Dabba Kóng Sjá HÉR.
Ö) GÓÐAR JÁKVÆÐAR FRÉTTIR AF NÝSKÖPUN, ÁHUGAVERÐUM FYRIRTÆKJUM OG FL.
1) EVE ONLINE, CCP - Hér er dæmi um flott fyrirtæki sem er að nýta sér allt það nýjasta sem er að gerast í tölvuheiminum í dag. Sjá nánar lið H.4 og Frétt um málið HÉR. Ef við skoðum heimasíðu fyrirtækisins betur, þá er greinilega nóg af vinnu að fá. Spurning um að flytja meira af þessum störfum heim til Íslands. Vinna í boði hjá CCP.
2 ÞRÁÐLAUSIR SKYNJARAR, CONTROLANT - Hér má sjá vísir af litlu fyrirtæki sem er að þróa þráðlaus skynjarakerfi. Hér eru margir faldir möguleikar til að þróa þessa hugmynd nánar. Frétt um málið má sjá HÉR.
3) ÍSLENSKI BLÖNDUNGURINN, TCT FJÖLBLENDIR ehf - Hér má sjá lítið fyrirtæki þar sem náð hefur að byggst upp gríðarlega mikil þekking á eldsneytiskerfum. En þeir sem þar starfa eru leiðandi í þróun og hafa verið að byggja upp sína þekkingu líklega á síðustu 10 árum. Þeir hafa notast við nýjustu tækni þar sem öll hönnun fer fram í tölvum og er síðan smíðað með CNC vélum. sjá HÉR.
4) ÍSLENSKUR KATTAMATUR MURR ehf - hágæða kattamat úr sláturafurðum Kattamatur framleiddur í Súðavík Frétt um málið má sjá HÉR.
5) ÍSLENSKT SPILSTJÓRNKERFI FYRIR TOGVEIÐISKIP NAUST MARINE hf - Hér er Íslenskt fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum í togvindukerfum fyrir togveiðiskip Nánar um málið HÉR. Fyrirtæki í þróun og hönnun fyrir sjávarútveginn sem á mikla framtíð fyrir sér.
6) OPERA VAFRARINN OPERA - Hér er Íslenskt-Norskt fyrirtæki sem er leiðandi í heiminum í hugbúnaðargerð Nánar um málið HÉR.
Þeir sem vilja koma með nýjar hugmyndir og athugasemdir við einstaka liði, er bent á að notast við merkingu eins og þessa Q) 4 SELJA LÚXUSÞOTUR OG ÞYRLUR ÚR LANDI (siggi) - .... og þá mun ég bæta þeim inn í ásamt nafni viðkomandi.
En eins og sjá má, þá er ýmislegt hægt að gera og möguleikar margir. En eins og venja er, þá er fullt af hugmyndasnauðum og tækifærissinnuðum stjórnmálamönnum sem væru alveg vísir til að stökkva á eitthvað af þessum hugmyndum og gera að sínum. Það er í raun bara hið besta mál, enda veitir þeim ekki af þessa dagana en að lappa aðeins upp á ímyndina og sjálfstraustið. Verst er hvernig þeir æða út í hvert fenið eftir annað í fljótfærni.
EN NÚNA SKORA ÉG Á ALLA BLOGGARA OG ÞÁ SEM NENNA AÐ LESA SIG Í GEGNUM ÞESSA BLOGGFÆRSLU AÐ KOMA MEÐ 2-3 GÓÐAR HUGMYNDIR HVER OG FYLLA INN Í EYÐURNAR ÞAR SEM UPP Á VANTAR.
!!! ÞAÐ ÞARF AÐ ÝTA Á RELOAD TIL AÐ ENDURHLAÐA INN SÍÐUNA, EN SÍÐAN ER Í STÖÐUGRI UPPFÆRSLU !!!
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ekki allt kolsvart á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.12.2008 kl. 01:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (114)
14.10.2008 | 09:49
HÉR ERU MYNDIR AF MILLJÖRÐUNUM SEM HURFU!
Skrítið að Íslenskum ofurfjarfestum skuli ekki hafa dottið í hug að gera meira af því að fara á þyrlunni til að kaupa sér eina með öllu. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/08/2/pages/kps08081537.html
Hér er "frekar" látlaust og íburðarlítið hús við Þingvallavatn. Það eru margir útrásavíkingarnir að byggja sér hallir víða um land. Gaman væri að vita hvað þeir ná að eyða miklum tíma á ári í þessum húsum sínum?
Dýrustu lóðir fyrir sumarhús er að finna við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er verið að fljúga yfir svæðið við Sogið og Þrastalund á leið á Selfoss. Eins og sjá má, þá verða sumarbústaðir auðmanna sífellt stærri og stærri.
Sumarbústaður af stærri gerðinni. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er einn sumarbústaðurinn á suðurströndinni við sjóinn á frekar óvenjulegum stað. Ætli einhver útgerðargreifinn eigi þennan bústað? Nóg er af bátunum.
En þetta er annars skemmtilegur og fjölskylduvænn staður að koma á, ólíkt með margt annað í þessu græðgisvædda þjóðfélagi Íslendinga. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hver ætli eigi svo þennan litla sæta og netta sumarbústað hér? Ég efa að það þurfi að fara yfir lækinn til að sækja vatnið þó bakkabróðir sé.
Hér er einn sumarbústaður með ÖLLU og ekkert til sparað í óhófi. Lágkúra, óhóf, bruðl flottræfilsháttur ... spurning hvernig á að flokka svona óráðsíu? Hver er svo að borga brúsann þegar upp er staðið? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þingvallaþjóðgarðurinn hefur löngum verið vinsæll og eftirsóttur staður. Fyrst að einn bróðirinn byggir stórt í Fljótshlíðinni, þá getur hinn ekki verið minni maður. Þar er að vísu ekki lækur sem þarf að fara yfir til að sækja vatnið, heldur var notuð þyrla sem hjólbörur í samfellt 3 daga sem flaug frá morgni til kvölds við jarðvegsflutninga.
Heyrst hefur að reglugerðir um hámarks stærð á húsum hafi fljótt fokið út í veður og vind, enda margbúið að blessa útrásarvíkingana í bak og fyrir, bæði af forsetanum og BB. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur af sama húsi: http://www.photo.is/08/07/10/pages/kps07088166.html
Byko veldið hefur náð að koma ár sinni vel fyrir borð eftir gríðarlegan uppvöxt á húsnæðismarkaði Íslendinga. Sagt er að á meðan Kárahnjúkavirkjun kostaði 100 milljarða, þá hafi uppbyggingin á stórreykjavíkursvæðinu kostað 350 milljarða.
En hér var allt fjarlægt til að hægt væri að reysa höll fyrir hinn skjótfengna auð. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá jarðir nokkura auðmanna sem hafa plantað litlu sætu sumarhúsunum sínum á vinsælum stað í Fljótshlíðinni. Hér hefur m.a. stjórnmálaforinginn BB komið sér vel fyrir innan um hóp auðmanna.
Það kemur sér vel að boðleiðirnar séu stuttar og eins og sjá má, þá er skattpeningum þjóðarinnar greinilega vel varið. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þekktir þingmenn eins og BB hafa heldur ekki farið varhluta af græðgisvæðingunni. Nú dugar ekki þingmönnum lengur lítil sumarhús til afnota til að senda kjósendum sínum stöðu mála af þingi og af ferðum sínum um heiminn á bloggi sínu lengur
Mig grunar nú að Dabbi kóngur búi nú ekki mjög langt í ekki minni sumarbústað en BB. Hver segir svo að þingstörf borgi sig ekki? Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Önnur aðferð er að kaupa sér sveitabæ á rólegum og notalegum stað eins og þessum hér sem er á Barðaströnd á Vestfjörðum eins og Össur hefur gert. Ekki dugar að vera með lítið sumarhús á einum stað á landinu heldur þarf eitt hús á hvert horn landsins og síðan er notast við snekkju til að sigla á milli staða.
Heyrst hefur að öflugt eftirlitskerfi sem er í beinni tengingu við internetið sé á mörgum af þessum stöðum og er því hægt að fara á netið hvar sem er í heiminum og sjá hvort að einhverjir óboðnir gestir eru nálægir. Eins og sjá má, þá hafa verið útbúnar tjarnir fyrir endurnar. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er von að margur Íslendingurinn gráti þessa dagana þá fáránlegu stöðu sem hann er komin í. Hér er svo annar fallegur sveitabær sem hefur fengið andlitslyftingu. Bærinn er rétt áður en komið er að Geysi í Haukadal.
Því miður hefur mörgum ef betri jörðum landsins verið breitt í óðal fjárglæframanna og er nú svo komið að ungt fólk getur ekki lengur orðið hafið búskap þar sem verð á jörðum hefur snarhækkað svo mikið. En í dag eru víða góð tún í órækt og notuð sem beitaland fyrir hross. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki er þetta nú allt alslæmt, en Íslenskir arkitektar og iðnaðarmenn hafa fengið botnlausa vinnu við að hanna og smíða þessi hús og ekki má svo gleyma öllum peningunum sem streyma í ríkiskassann! Gæti hugsast að þetta hafi allt verið gert fyrir lánsfé sem Íslendingar eru svo að súpa seyðið af þessa dagana!
Sum hús taka sig vel út, fallegur arkitektúr eins og þetta hér sem er í þjóðgarðinum við Þingvallavatn. Iceland's financial banking crisis. Where is the money? The party is over for Iceland. Icelandic luxury summerhouses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður er það svo á Íslandi að þú ert ekki að meika það nema að þeir sem eru í kringum þig haldi að þú sért að meika það og því er þessi umgjörð sem þetta fólk er að reyna að skapa sér alveg bráðnauðsynleg - Eða er það ekki?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Viðræður við Rússa hefjast í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (148)
13.10.2008 | 05:46
ÆTLI ÞAÐ SÉ EITTHVAÐ TIL Í SKRIFUM JÓNASAR EFTIR ALLT?
Það skyldi þó ekki vera að það sé eitthvað til í skrifum Jónasar Kristjánssonar eftir allt? Lesa má nánar hér: www.jonas.is
12.10.2008
Vita vonlaus þjóð
Íslendingar eru vonlausir. Seðlabankastjóri, útrásargreifar, bankastjórar,
ráðherrar og fjármálaeftirlit selja ykkur í ánauð. Þið rekið ekki pakkið frá
völdum, heldur farið að skúra undir stjórn þess. Fólk verður að standa saman,
segja leiðarar. Eyðum ekki tíma í blammeringar, segir gott fólk. Við eigum að
sætta okkur áfram við snarvitlausa frjálshyggju. Sætta okkur við, að
brennuvargar séu í brunaliðinu og að bankastjórar séu áfram ráðgjafar. Að
ráðherrar fái syndauppgjöf fyrir kjafthátt í símanum til Bretlands. Að
heyrnardaufur æsingamaður í Seðlabankanum haldi velli. Svei ykkur öllum.
12.10.2008
Nokkrar spurningar um Geir
Af hverju slítur Geir Haarde ekki samningum við umboðsmenn Gordon Brown? Af
hverju segir hann ekki, að Brown hafi teflt skákinni í patt? Af hverju lýsir
hann ekki yfir, að Brown sé terroristi og ræningi? Hann hafi rænt fjórum
milljörðum punda af Íslendingum og þrýst Íslandi á brún gjaldþrots? Af hverju
sakar hann ekki Alþjóða gjaldeyrisvarasjóðinn um að ganga erinda Brown? Af
hverju segir hann ekki, að ráðamenn Vesturlanda hindri Ísland í að komast á
fætur? Af því að hann er enginn pólitíkus í samanburði við þá, sem náðu fram
stækkun landhelginnar. Hann getur nefnilega ekki ákveðið sig.
Það skyldi þó ekki vera að íslenskir stjórnmálmenn séu búnir að mála sig út í horn í þessu máli eftir margra ára aðgerðar- og sinnuleysi?
Nema að hér sé hrein og klár heimska ráðamanna á ferðinni?
Ef svo er, þá er illa komið fyrir Íslensku þjóðinni.
Auðurinn bætir alla skák ef ei væri mát á borði.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2008 | 12:49
NÚ RÍÐUR Á AÐ TAKA RÉTTAR ÁKVARÐANIR!
Nú þurfa Íslendingar að standa í báðar lappir og standa "FASTIR" á sínu eins og þeir hafa gert í gegnum tíðina (Þorskastríðið).
Það er greinilegt að alþjóðasamfélagið er ekki alveg sátt við þessa frábæru lánatillögu sem kom óvænt á elleftu stundu snemma að morgni frá Rússneska sendiherranum.
Ekki skal vanmeta Rússa í þessum leik, en Rússar hafa löngum verið skákmenn góðir ekki síður en Íslendingar.
Að sjálfsögðu eru Rússar með öflugt njósnanet og búnir að fylgjast vel með því sem hér er að gerast og hvernig búið er að leiða Íslenska bankakerfið til slátrunar án þess að Ameríkanar, Evrópubandalagið eða frændur vor Skandínavar réttu litla putta til hjálpar. Verst var að sjá hvernig vinir vor Bretar komu svo í lokin og greiddu náðarhöggið til að flýta fyrir fallinu.
Fróðlegt væri að vita hver væri hin raunverulega skýring á öllu þessu sjónarspili?
Því er þessi örvænting í gangi að koma endilega Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) að í þessu máli? Þar sem ALLT snýst um að verja hagsmuni og að endanum láta Íslendinga taka á sig ALLA ÁBYRGÐIR til langframa á skuldum bæði í Englandi og Hollandi?
Nútíma hernaður er ekki lengur háður með vopnum, heldur peningum og með þeirri krísu sem Íslendingar eru að lenda núna, þá er í raun verið að breyta Íslensku þjóðinni í vaxtarþræla um ókomin ár þar sem allur þjóðarauðurinn verður sendur jafnóðum úr landi í hendurnar á ...?
Nú væri ráðið mitt í öllum þessum darraðardansi að hringja líka í Kínverska sendiherrann og kanna lánamöguleika þar og að sjálfsögðu undir þeim formerkjum að lofa að skamma Björk aðeins í staðin :)
Líklega er þessi fjármálakrísa sem nú er í gangi, dæmi um einhverja þá mestu tilfærslu á fjármunum í sögunni og hverjir skildu nú hagnast í raun? Hvar eru blaðamennirnir okkar? Er ekki komin tími á að virkja "Follow The Money" aðferðina núna?
En hvað varð annars um alla þessa milljarða, varla hafa þeir bara gufað upp?
Varðandi lánið frá Rússum, þá man ég ekki eftir að Rússar hafi verið að koma neitt sérstaklega illa fram við Íslendinga hér á árum áður.
Núna eiga ráðamenn að spýta í lófanna og nýta sér eitt stærsta net af sendiherrum sem þessi litla þjóð hefur yfir að ráða og beita þeim ÓSPART í þessari baráttu.
Svo mörg voru þau orð.
Kjartan
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eina úrræðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.9.2008 | 07:35
YUAN Í STAÐ KRÓNUNNAR ER LAUSNIN!
Nútíma hernaður er ekki lengur stundaður með vopnum heldur með peningum eða gjaldmiðlum eins og dollar ($). Í þessu stríði hefur því miður Íslenska krónan þurft að láta undan síga heldur betur síðustu mánuði.
Fjölmiðlar koma mikið við sögu í svona stríði. Það nýjasta í þessum málum er líklega Kínverski gjaldmiðillinn Renmibi (RMB), í daglegu tali nefnt Yuan eða Kvai (alþjóðlega er kínverski gjaldmiðillinn nefndur Yuan (CYN)). Ekki er ólíklegt að kínverski gjaldmiðilinn eigi eftir að taka við af dollarnum í valdabrölti heimsins og væri því ekki ráð fyrir Íslendinga að taka upp Yuan frekar en Evru sem gjaldmiðil á Íslandi í stað krónunnar?
En annars skil ég ekki hvað er verið að þvælast með Illuga Gunnarsson í þessari nefnd, hagfræðin hefur víst ekki verið að virka mikið hjá þessum snillingum síðustu 2-3 árin. Menn í ræðulist eiga betur heima í leikhúsum en inni á hinu háa Alþingi Íslendinga.
Neikvæð viðbrögð frá ESB koma ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2008 | 11:02
FJÁRREKSTUR Á ÍSLANDI
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/312094/
Ein þekktasta mynd af fjárrekstri er líklega að finna á gamla hundrað krónu seðlinum sem því miður vegna verðbólgu og stöðugu falli á íslensku krónunni er ekki til lengur.
Myndin er tekin við Gaukshöfði sem er klettadrangur ofarlega í Þjórsárdal og skagar út í Þjórsá. Gaukshöfði dregur nafn sitt af Gauki á Stöng, sem var veginn í höfðanum af fóstbróðir sínum Ásgrími Elliðagrímssyni, ein eins og oft vill vera, þá áttu þeir í erjum út af kvennafari!
En hér kemur svo síðasta getraunin um Íslenskar fjárréttir:
ÍSLENSKAR FJÁRRÉTTIR - MYNDAGERTAUN 4
Hér kemur svo myndasería númer 4 um réttir á Íslandi og vona ég að viðtökur verði jafn góðar og í þeim fyrri :)
31) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
32) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir? Skógarhólarétt. (JEG 9)
b) Hvar eru þessar fjárréttir? Skógarhólum Þingvallahreppi. (JEG 10)
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar? Um aldamótin 1900 (pabbi ekki heima) (JEG 11)
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar? Kringum Botnsúlur - Súlnadal - Búrfell - Ármannsfell og víðar. (JEG 12)
e) Hver er fjallkóngurinn? Fjallkóngur var til margar ára Sveinbjörn Jóhannesson Heiðarbæ en í dag er ég ekki viss en faðir minn veit allt um það. Leiðr. Halldór Kristjánsson er fjallkóngur (JEG 13)
f) Hvað sést meira á myndinni? Botnsúlurnar (JEG 14)
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
33) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
34) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
35) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
36) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir? Kjósarrétt (JEG 1)
b) Hvar eru þessar fjárréttir? Möðruvöllum í Kjós (JEG 2)
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar? Byggingarár annað hvort um 1940 og eittthvað eða 60 og eitthvað. (JEG 3)
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar? Svínadalur og Trönudalur (en einnig óskilafé úr heimalöndum) (JEG 4)
e) Hver er fjallkóngurinn? Leitarstjóri er Guðbrandur Hannesson Hækingsdal. (JEG 5)
f) Hvað sést meira á myndinni? Mest lítið. (JEG 6)
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
37) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
38) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
39) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir?
b) Hvar eru þessar fjárréttir?
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
40) Myndagetraun
a) Hvaða heita þessar fjárréttir? Víðidalstungurétt. (JEG 7)
b) Hvar eru þessar fjárréttir? Víðidalstungu í Víðidal Hún. (JEG 8)
c) Hvenær voru þessar fjárréttir byggðar?
d) Fyrir hvaða afrétt eru þessar fjárréttir notaðar?
e) Hver er fjallkóngurinn?
f) Hvað sést meira á myndinni?
Picture of the age-old Icelandic traditions of sheep gathering. Sheep and horse round-ups in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. Þetta er blogg númer 4 í röðinni um Íslenskar réttir. Fyrra bloggið má sjá hér:
HÉR MÁ SJÁ HVERNIG SAFNA MÁ SAMAN FÉ! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/644332/
FUNDIÐ FÉ ER LAUSNIN http://photo.blog.is/blog/photo/entry/643140/
RÉTT SKAL VERA RÉTT NEMA FJÁRRÉTT, HÁRRÉTT EÐA KÓRRÉTT SÉ - MYNDAGETRAUN! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/641434/
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mikill afgangur af opinberum rekstri í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 23.9.2008 kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
4.4.2008 | 18:02
ER BRÚIN NOKKUÐ AÐ HRYNJA Á SELFOSSI? - MYNDIR
Hér má sjá hvað gerðist hér um árið þegar Ölfusárbrú hrundi og vörubíll fór í ánna.
Mynd á safni niður á Eyrabakka sem sýnir þegar Ölfusárbrú hrundi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ölfusárbrú, hér er horft til suðurs yfir hluta af nýja miðbænum sem verið er að byggja upp þessa dagana
Ölfusárbrú horft til suðurs (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér skartar Selfoss, brúin og svo Hekla í fjarska sínu fegursta
Mynd af Selfossi, eldfjallinu Heklu í fjarska og svo brúnni sem um ræðir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það stendur víst til að leggja nýja brú yfir Ölfusá fljótlega og skulum við þá vona að bílstjórar fái nóg að gera fyrir þessi dýru tæki sín.
Hugmyndir eru uppi um að útbúa nýja brú og er þá líklegt að sú brú verði á allt öðrum stað. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er mikið vatn sem rennur þarna til sjávar en Ölfusá við Selfoss er með meðalrennsli um 423 m3/sek
Gríðarlegt vatnsrennsli er í Ölfusá enda samsett úr Soginu og svo Hvítá (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Við skulum vona að það sé svo ekki eitthvað annað sem að sé að angra blessuðu vörubílstjórana okkar. En mig grunar nú að hluti af vandamálinu geti legið í snöggum samdrætti þessa dagana.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Bílstjórar mótmæltu á Selfossi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
19.3.2008 | 16:36
LJÓSMYNDARAR ERU BILAÐ FÓLK - Crazy photographers - MYNDIR
Hér látum við svo myndirnar tala sínu máli :)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ljósmyndari að taka myndir (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það kemur oft fyrir að ljósmyndarar slasast við vinnu sína - eins og gefur að skilja.
Svo í lokin, þá er linkur hér á einn sem lagði töluvert á sig til að ná mynd :)
http://www.photo.is/bb2/viewtopic.php?t=72
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Miklar sveiflur í kauphöllinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 4.4.2008 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2008 | 09:40
NÚ ER ILLT Í EFNI
Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum.
Til hvers eru stjórnvöld, ef ekki til að taka á svona málum.
Líklega er næsta mál að leita eftir aðstoð erlendis frá.
Spurningin er hvað er að klikka í hagfræðinni hjá þeim sem sitja inni á hinu háa Alþingi þessa dagana.
Rauði krossinn beinir sjónum að fólki í greiðsluerfiðleikum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |