Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
27.12.2011 | 04:46
Gleðileg Jól og farsælt komandi ár - Merry Christmas, Happy New Year
Hér er falleg mynd af Jökulsárlóni, Breiðamerkurlóni tekin kl. 4 að morgni á sérútbúna 360° hringmyndavél þegar sólin er að koma upp í austri.
I took this picture in South Iceland at glacier lagoon, Jökulsárlón at 4 o'clock in the morning when sun is coming up in the east. Jökulsárlón has been a setting for four Hollywood movies namely, 'A View to a Kill', 'Die Another Day', 'Tomb Raider' and 'Batman Begins', in addition to the reality-TV series Amazing Race.
More pictures - Meira af myndum:
Ferðamyndir Jökulsárlón/Breiðamerkurlón - Traveling pictures from Glacier lagoon Jökulsárlón/Breiðamerkurlón http://photo.blog.is/blog/photo/entry/223389/
Jökulsárlón, sannkallað himnaríki á jörðu - Glacierlagoon, heaven on earth http://photo.blog.is/blog/photo/entry/269127/
Kjartan
Shanghai
www.kps.is
www.photo.is
www.Lodmundur.com
www.EVgreenFuel.com
www.IcelandASIA.com
Vinir og fjölskylda | Breytt 25.5.2012 kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2009 | 13:09
KÍNAFERÐ - KRABBI - MATUR - VEIKINDI - 15
Dagur - 15 / Day - 15 Föstudagur - 2. Janúar 2009
Shanghai - work - 3D grafik - markaður China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Þar sem ferðasagan frá Kína var ekki lokið, að þá kemur framhald hér með nýjum myndum.
Eftir vel lukkaða ferð til þorpsins Zhu Jia Jiao, Quingpu, þá var boðið í enn eina stórmáltíðina um kvöldið. Nú var það bróðir pabba Heng sem bauð til veislu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Því miður, 2 mánuðum seinna greinist bróðirinn með krabbamein á lokastigi og er óhætt að segja að það komi verulega flatt upp á mann eftir að hafa átt mjög góð samskipti við hann. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Við spiluðum nokkra leiki saman í borðtennis og var ekki annað að sjá þá en að hann hafi verið í 100% formi. Einnig hjálpaði hann mér mikið þegar ég þurfti að komast til tannlæknis. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hann var greinilega reddarinn í fjölskyldunni. Nú liggur hann þungt haldinn og getur ekki lengur orðið séð um sig sjálfur. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Næsta dag var ég greinilega komin með kvef á háu stigi og því lítið annað að gera en að leggjast skjálfandi undir sæng. Ég notaði þó daginn í 3D teikni- og skipulagsvinnu fyrir World EXPO 2010 samkeppnina heima á Íslandi.
Til að slá aðeins á kvefið, þá fékk ég rótsterkt kínverskt vín (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Wine from China (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Það var vel hugsað um mig að venju og fékk ég flottan margréttan morgunverð og síðan fínana hádegismat. Vatnakrabbi af fínustu gerð sem er lifandi þar til sjóðandi vatni er hellt yfir hann, rétt áður en hann er borðaður. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Hér er horft undir vatnakrabbann. En það er mikil list að borða svona krabba og það er allt borðað sem hægt er að borða. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Da Zha Xie is a special type of crab found in river. Very tradisional Chinise food. Da Zha Xie(大闸蟹) a special crab found in the Yangtze River. And it is normally consumed in the winter (September & October in every year). The crabs are tied with ropes/strings, placed in bamboo containers, steamed and served. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
og svona er hann opnaður. Vatnakrabbi er í miklu uppáhaldi hjá Kínverjum og það vildi svo skemmtilega til að það var krabbavertíð þegar við vorum í Shanghai. Það tekur töluverðan tíma að borða krabbann. En það þarf að brjóta skelina og það er allt borðað. Inna úr öllum örmum, klóm (þar er einn mesti maturinn) og svo undir skelinni sjálfri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Da Zha Xie(大闸蟹) a special crab found in the Yangtze River. And it is normally consumed in the winter (September & October in every year). The crabs are tied with ropes/strings, placed in bamboo containers, steamed and served. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Samdráttur 5. mánuðinn í röð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2009 | 10:54
KÍNAFERÐ - SHANGHAI - SÖFN - EXPO 2010 - HEIMBOÐ - 10
Dagur - 10 / Day - 10 Sunnudagur 28. des. 2008
Shanghai: Shēnchéng (申城, "City of Shēn"), China, Kína, The People's Republic of China (中华人民共和国, 中華人民共和國)
Kínverjar eru mikið fyrir að stunda reglubundna heilsurækt. Í bakgarðinum þar sem við bjuggum var reglulega stór hópur af fólki að dansa eða stunda einhverskonar hreyfiíþrótt. Eitt kvöldið þegar við gengum í gegnum garðinn í myrkri, þá var einn að æfa sverðdans, með alvöru sverði :|
Þennan dag var byrjað á því að taka létt borðtennismót með stórfjölskyldunni snemma í morgunsárið. Það var sérstaklega gaman að spila við eina spræka ömmuna og bogaði af mér svitinn (og lýsið) í öllum hamaganginum. En það vill svo til að borðtennis er þjóðaríþrótt Kínverja.
Table tennis (乒乓球), also known as ping pong is Chinas national sport. China continues to dominate most world titles. Iceland playing against China Table Tennis Super League! Her is the Icelandic master loosing the game against 105 year old grandmama! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir hádegi fór ég í þjóðminjasafnið Shanghai Museum við People's Square (人民广场, 人民廣場). Það var frítt inn á safnið og er það líklega ein af ástæðunum fyrir því hversu marar rútur voru þar fyrir utan. Á safninu mátti sjá margt merkra muna frá fornsögu Kínverja eins og peninga, málverk, ritverk, líkneski, leirker, skartgripi ásamt ýmsum áhöldum og vopnum frá fyrri tímum.
The Shanghai Museum (上海博物館) is a museum of ancient Chinese art, situated on the People's Square (人民广场, 人民廣場) in the Huangpu District of Shanghai, People's Republic of China. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Safnið er mjög stórt og upp á nokkrar hæðir. Sérstaklega var gaman að skoða peningasafnið og búdda líkneskin. Hér má svo sjá haganlega útskorin húsgögn
The Shanghai Museum (上海博物館) has a collection of over 120,000 pieces, including bronze, ceramics, calligraphy, furniture, jades, ancient coins, paintings, seals, sculptures, minority art and foreign art. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Mikið var af "útskornum" munum úr steini eða marmara. Greinilegt var að mikil vinna hafði verið lögð í marga dýrgripinna
Hand made parts of "jade" stones. Jade is an ornamental stone. The term jade is applied to two different metamorphic rocks that are made up of different silicate minerals. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Það er mikið af fallegu handverki á safninu og má sjá ótrúlega skrautgripi unna úr mjúkum og hörðum marmara.
The Jade (玉) and the Chinese. In the Chinese Empire jade was considered the most noble of all gems. Jade was considered more valuable than gold or silver. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var farið á aðra sýningu sem var þar rétt hjá og var hún um borgarskipulag Shanghai og hönnun á World EXPO 2010 sýningarsvæðinu ásamt stórbrotnum vinningstillögum.
The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). In front of the hall is the Mascot figue, the sign of World EXPO 2010 exhibition in Shanghai. Mascot is created from a Chinese character meaning people, the mascot "Haibao" embodies the character of Chinese culture. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þegar inn var komið, þá mátti sjá ótrúlega sýnigu á 6 hæðum um Shanghai borg. Hér má sjá stórt módel af EXPO 2010 sýningarsvæðinu sem núna er í byggingu. Íslenski skálinn er neðarlega vinstra megin, 2 lítil grá hús og er Íslenski skálinn húsið hægra meginn.
Shanghai World EXPO 2010. Expo 2010 (上海世界博览会) will be held in Shanghai, China. Model of the Exhibition site. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þarna mátti einnig sjá ótrúlega flott RISA módel af allri Shanghai borg með húsum og öllum smáatriðum.
The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). The biggest scale model I’ve ever seen is of the Shanghai City. A mini-landscape of historic architecture, electronic reading materials and a three-dimensional digital cinema were among the multimedia forms displayed yesterday to illustrate the splendid wonderland of the World Expo. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég náði aðeins að skoða 3 hæðir af sýningunni. Var seinn fyrir en rétt náði að sjá 360° tölvugerða kvikmynd af allri Shanghai borg ásamt flugvellinum og var það frábær upplifun. Gaman að sjá hversu langt 3D grafíkin er komin. Sýning sem að ég mæli hiklaust með, enda aldrei áður séð eins vel staðið að kynningu á borgarmálum áður (aðgangseyrir ¥30).
A three-dimensional digital cinema in The Shanghai Urban Planning Exhibition Hall (上海城市规划展览馆). Amazing 3D rendering and fly through of Shanghai City, a must to see! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Næst var skotist með leigubíl yfir þvera borgina (¥19) til að taka þátt í heimboði til ungra frænku Heng og fjölskyldu hennar sem býr í lítilli íbúð. Pabbinn var meistara kokkur og var búinn að galdra fram þvílíka stórmáltíð.
Vegna plássleysis í íbúðarkitrunni, þá var eldhúsborðið fært upp að rúmgafli inn í herbergi dótturinnar og sátum við Heng á rúminu, pabbi og stjúpa Heng við sitthvorn endann og svo gömlu hjónin sem buðu í matinn beint á móti (gat ekki neitað því að það var smá íslensk baðstofustmenning yfir borðhaldinu). One of my best memory from the Shanghai trip was on the best and finest restaurant in Shanghai, a private home. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Dóttirin kom svo skömmu seinna, tróð sér inn á milli og tók þátt í borðhaldinu með okkur. Í boði var fiskisúpa (fiskhausinn soðin) ásamt með glæru hlaupi (búið til úr hrísgrjónum), svínasultu dýft í viniger sósu, rækjur, fiskkurl í grænmeti, ásamt kínversku eðal "Yellow wine".
Hápunktur veislunnar endaði svo með nýveiddum hárvatnakrabba í dökkri sósu sem var nánast borðaður upp til agna nema af undirrituðum og mátti sjá vígvöll borðhaldsins eins og eftir sprengjuárás þar sem sundurlimaðir krabbar lágu út um allt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En ég var víst orðin eitthvað slappur þarna um kvöldið og var komin með kvef sem tók 3 daga að losna við.
Kjartan WWW.PHOTO.IS
p.s. fyrir þá sem hafa áhuga á fleirri myndum, þá fór ég í ferð til Kína 2003 og þá sem ferðamaður og leiðsögumaður.
http://www.photo.is/kina/index.html
Kveiktu á flugeldum innanhúss | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.9.2008 | 10:31
HNÍFSDALUR - MYNDIR OG KORT
Hér má sjá loftmynd af Hnífsdal. Spurning hvar húsið er sem er að eldurinn kom upp í.
Hnífsdalur. Picture of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð
Á svæðinu eru núna miklar framkvæmdir þar sem byrjað er að grafa jarðgöng yfir til Bolungarvíkur. Picture of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hnífsdalur, Þórólfshnúkur, Miðhlíð, Ísafjörður
Fjöllin eru há og mikil á Vestfjörðum. Picture of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má sjá kort af Hnífsdal og flugleið frá Bolungarvík sem farin var á mótordreka þegar þessar myndir voru teknar.
kort af flugleiðinni yfir Bolungarvík og nágreni. Map of Hnifsdalur in Iceland at Vestfjord in Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Eldsvoði í Hnífsdal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.9.2008 | 16:34
FJÖLSKYLDUMÁL ERU LÍKA FLÓKIN - DÆTUR HAFA ÓTRÚLEG VÖLD!
Snyrtistofa Dögg - Kristín Dögg Kjartansdóttir (smellið á mynd til að komast á heimasíðu Kristínar)
En annars er þetta ekki svo slæm auglýsing :)
Flókið borvélamál | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
19.9.2008 | 06:18
EINELTI Á ÍSLANDI!
Eggert: Ánægður og þakklátur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.9.2008 | 07:08
FJÖLSKYLDAN FÉKK HJÁ MÉR MYNDIR TIL MINNINGAR
Eftir að leit var lokið, þá hafði unnusta annars aðilans sem týndist beint samband við mig og spurði hvort að það væri hægt að fá afrit af myndunum til minningar um atburðinn.
Mér þótti það auðsótt mál og gaf ég henni þær myndir sem hún óskaði eftir til útprentunar í fullri upplausn.
En þessi 2 blog má svo lesa nánar hér:
Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort http://photo.blog.is/blog/photo/entry/292383/
Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293781/
Að öðru leiti vil ég votta fjölskyldum þessara manna fulla samúð og leitt að svona skyldi hafa farið.
Við sem eftir sitjum fáum enn eina staðfestingu á því hversu viðsjárverð íslensk náttúra getur verið og greinilega margt sem ber að varast.
Kjartan
Minningarskjöldur um týnda fjallgöngumenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.8.2008 | 11:57
VEISTU HVAÐ ÞETTA ER?
Veistu hvað þetta er? |
Svarið er neðst
Þetta er nýtt breskt fangelsi! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Þetta er nýtt breskt fangelsi! af því tilefni er hér: |
í fangelsi | á vinnumarkaðinum | |
er meirihluta tímans varið í 3 x 3 m klefa | er meirihluta tímans varið í 1,8 x 1,8 m rými /skrifstofu | |
- eru þrjár fríar máltíðir á dag | - fá menn eitt matarhlé á dag og verða að borga fyrir matinn | |
- er gefið frí fyrir góða hegðun | - er hlaðið verkefnum á þá sem standa sig vel | |
- er vörður sem læsir eða opnar allar hurðir | - þarf oft að bera öryggispassa og opna allar hurðir sjálfur | |
- er sjónvarp og tölvuleikir | - eru menn reknir fyrir að horfa á sjónvarp eða vera í tölvuleik | |
- eru einka salerni | - verður að deila salerni með fólki sem stundum mígur á setuna | |
- er fjölskyldu og vinum leyft að koma í heimsókn | - er ætlast til að þú talir ekki einusinni við fjölskyldu þína | |
- bera skattgreiðendur allan kostnað án þess að nokkurrar vinnu sé krafist af þeim sem þar dvelja | - bera starfsmenn allan kostnað við að komast til frá vinnu og skattar eru dregnir af laununum til þess að greiða kostnað vegna fanganna | |
@ PRISON You spend most of your life inside bars wanting to get out | @ WORK you spend most of your time wanting to get out and go inside BARS ! | |
@ PRISON - You must deal with sadistic wardens | @ WORK - They are called managers |
Komdu þér nú að verki ! Það er ekki verið að borga þér fyrir að vera að blogga eða lesa blogg alla daga. Now get back to work. You're not getting paid for blogging |
(Stílfærði aðeins, en fékk þetta sent frá Kela kunningja mínum)
Hér má svo lesa meira um málefnið í öðrum bloggum hjá mér
Væri ekki ráð að byggja Hilton lúxus fangelsi á íslandi http://photo.blog.is/blog/photo/entry/231629
KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR http://photo.blog.is/blog/photo/entry/389120
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ný eining byggð við Litla-Hraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.8.2008 | 00:22
TIL HAMINGJU KRISTÍN DÖGG :)
Kristin Dögg Kjartansdóttir snyrtifræðingur opnaði nýverið sína eigin snyrtistofu að Smiðjuvegi 4 í Kópavogi.
Stofan ber nafnið "Snyrtistofan Dögg" og er ný standsett og búin fullkomnum tækjum þar sem öll aðstaða er eins og best verður á kosið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eftir námið, hóf hún störf hjá Snyrtistofu Ólafar á Selfossi. Í maí 2007 flutti Kristín til Reykjavíkur og hóf jafnframt störf hjá snyrtistofunni Carítu í Hafnafirði.
Nú ári seinna opnar nú Kristín sína eigin stofu og er jafnframt með aðstöðu hjá Hársmiðjunni.
Hjá Kristínu Dögg er boðið upp á flest allt sem snýr að snyrtingu. Þar má nefna hinar einstöku andlitsmeðferðir frá Guinot, litun og plokkun, vaxmeðferðir fyrir andlit og líkama, meðferðir fyrir hendur og fætur, gel á táneglur og svo förðun.
Markið Kristínar Daggar hefur ávalt verið að veita sínum viðskiptavinum fagmannlega og góða þjónustu og skapa notalegt umhverfi.
Stofan er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 (sumartími) og kl. 9 til 18 (vetratími). Einnig verður opið á laugardögum frá 10 til 14.
Kristín Dögg býður alla nýja sem gamla viðskiptavini sína velkomna á nýju snyrtistofuna sína.
Kristín Dögg er með aðstöðu í Kópavogi á Smiðjuvegi 4 og er með síma 55 22 333
Hún er einnig að koma sér upp heimasíðu www.dögg.is
Félagi minn og vinur Sigurður Valur myndskreytir hjálpaði til við að útbúa þetta fallega "logo" eða merki fyrir Kristínu Dögg
Merki Snyrtistofunnar Daggar, hannað af Sigurði Val myndskreyti (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Nú er bara að vona að þetta gangi allt upp hjá henni og til að svo geti nú orðið, þá skora ég á konur og "menn" að bóka tíma hjá henni í síma 55 22 333, sem fyrst :)
Ég verð nú að viðurkenna að ég lét plata mig í einn svona tíma þegar hún var að læra (svona meira upp á grínið) og má sjá mynd sem tekin var af því tilefni (árið 2005).
Kjartan í andlits .... hjá Kristínu (veit ekki alveg hvað þetta er kallað)! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
(mátti til með að monta mig aðeins því að daman er dóttir mín :))
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.8.2008 kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.8.2008 | 08:39
VEIÐISTAÐIR - RANGÁ - MYNDIR
Hér má sjá tvo veiðimenn að veiða á stað sem er rétt fyrir neðan Hellu á móts við svæðið þar sem hestamannamótið var um daginn
Enn sem komið er er ekki neinn lax búin að bíta á. Pictures from Rangá salmon river close to town Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að það sé einhver lax nálægur á þessari mynd. En færið er greinilega alveg nógu langt úti
Eitt af vandamálunum með Rangárnar er að þær geta verið kaldar og svo bætir ekki úr skák að botninn er víðast hvar bara sandur. Sandurinn fer ekki vel í tálknin á fisknum eða laxinum sem svamlar um árnar. Lítið æti er líka að finna á svona sandbotni enda lítið um gróður þar sem sandur er. Greinilegt er að eyðimörk getur líka verið ofan í vatni :) Pictures from Rangá salmon river close to town Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
árið 2007 gaf Eystri Rangá 7525 laxa og Ytri Rangá & Hólsá 6377 laxa eða samtals 13903 laxa!. Hér eru tveir veiðimenn búnir að koma sér vel fyrir á breiðunni
Á bakkanum má sjá 3 til viðbótar sem bíða spenntir eftir að fá að veiða lax í ánni. Líklega má sjá glitta í nokkra laxa á árbakkanum. The salmon season for 2007 produced some of 50.000 salmon (3 best season from 1974) but less than record year from 2005 produced over 55.000 salmon. Rangá rivers gave "only" in total 13903 salmons in 2007! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á öðrum stað og mun neðar í ánni rétt áður en komið er í Þykkvabæinn, þá mátti sjá þessa félaga að veiðum
Minnismerki virðist hafa verið reyst á bakkanum. Veit einhver fyrir hverju það stendur? Pictures from Rangá salmon river close to town Þykkvibaer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Rangárós er stór og mikill enda Rangáin stórt og mikið fljót.
Í framtíðinni gæti hugsanlega brúarstæði komið til með að liggja hér um. En hugmyndir hafa verið uppi um að leggja nýjan suðurstrandarveg og þá meðfram ströndinni. Pictures from Rangá salmon river close to town Thykkvibaer. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Sumir vilja meina að það eigi að friða selinn, enda sé hann með falleg augu eins og ... Talað er um að selurinn hafi fjölgað sér mikið og getur verndun á einni dýrategund umfram aðra haft stundum slæm áhrif á jafnvægið í lífríkinu.
Við marga ósa og jafnvel eitthvað upp eftir ám, má sjá mikið af sel sem býður eftir að laxfiskurinn syndi upp árnar. Hvað ætli lendi margir laxfiskar í kjafti selsins með þessum hætti? How many salmons fish end in the seals mouth? Pictures from Glacier lagoon in Iceland, a salmon eaten by seals. Picture of Arctic Seals eating. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á Rangárbökkum má finna veiðihús sem geta verið í dýrari kantinum og hér má sjá tvo veiðimenn á veiðum fyrir framan Hótel Rangá með eldfjallið Heklu í baksýn
Ætli það veiðist vel þar sem Hótel Rangá er? :) En hótelið er verið að stækka þessa dagana eins og sjá má á myndunum. Hotel Ranga can sometimes be the fisherman’s lodge. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er horft upp eftir Rangánni þar sem hún hlykkjast í átt að upptökum sínum. Vegslóðar eru greinilegir sem lagðir hafa verið fyrir veiðimenn sem þurfa að komast ferðar sinnar um árnar.
Í baksýn má sjá inn að syðra Fjallabaki, Þríhnjúka og svo örlar líklega í Eyjafjallajökul lengst til hægri á myndinni. Picture of Ranga salmon river with glacier Eyjafjallajökull, Thritindar in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af veiðihúsum veiðifélagsins Lax-Á sem er sá aðili sem hefur með reksturinn á Rangánum að gera
Mörg veiðihúsin eru oft mörg hver af miklum gæðum og eru ekki síðri en fínustu hótel hvað varðar mat og drykk. Ranga fisherman’s lodge. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er önnur mynd með eldfjallið Heklu í baksýn á góðum degi
Hvernig ætli standi á því að árnar sumar hverjar geti ekki runnið beina leið til sjávar í stað þess að fara alla þessa hlykki? Long winding river Ranga. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo horft niður með Eystri Rangá á leið til sjávar. Þar má m.a. sjá Hótel Rangá
Hinn hluti Rangár rennur svo í gegnum Hellu og eins og sjá má, þá sameinast þessar tvær ár rétt fyrir ofan ósinn við ströndina. Picture of long winding river Ranga on way to the coastline. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Mokað úr Rangánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)