Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ER ÁLKLÍKAN AÐ BROTNA UPP?

Hvað ætli það séu margir útvaldir taglhnýtingar, Landsvirkjunar og álfyrirtækjanna, sem hafa fengið að njóta góðs af því með einum eða öðrum hætti að vera INNUNDIR hjá álfurstunum og þjóna hagsmunum þeirra í einu og öllu?

Sjálfsagt er margur íslendingurinn búinn að maka krókinn vel á því samstarfi í gegnum árin, enda ber þess vel merki í framkvæmdagleði landans víða um land!

Við skulum vora að það hafi ekki haft með einum eða öðrum hætti áhrif á verð á rafmagni til þeirra sem kaupa það á spottprís af okkur Íslendingum!

Hér má sjá upphaf stórvirkrar iðnaðarvæðingar á Íslandi. Síðan hefur virkjanahraðlestin ekki stoppað, gröfu- og þungavinnuvélaeigendum þessa lands til mikilla ánægju! Álverið í Straumsvík, smellið á mynd til að sjá risamynd af svæðinu

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Rætt við þrettán aðila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var við öðru að búast?

?
mbl.is Umhverfisstofnun telur umhverfisáhrif Bitruvirkjunar ekki verða umtalsverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umhverfisvæn framkvæmd og stórbætum ímynd landsins út á við.

Útblástur við brennslu á jarðeldsneyti er stór þáttur í mengun okkar Íslendinga eða eitthvað um 20%. Hér er hugmynd til að laga það dæmi aðeins.

Rafmagnslest, skíðaþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar er málið og um leið hægjum á uppbyggingunni á Hengilssvæðinu.

Í dag er nýtingarprósentan frekar lág á gufuaflsvirkjunum eða á milli 10-15%, Restin af orkunni fer út í umhverfið - ónotað!

Hvernig væri að huga að nýjum leiðum til að nýta alla þá umfram orkuna betur?

Við höfum gott dæmi um Bláa Lónið, þar er verið að framleiða rafmagn, heitt vatn fyrir byggðarlögin í kring, einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þar sem fólk getur baðað sig, heilsustöð fyrir þá sem eru með húðsjúkdóma og svo eru framleiddar snyrtivörur í stórum stíl úr afurðum lónsins.

Væri ekki heillarráð að byggja upp lítið skíðþorp og jöklaparadís í boði Orkuveitunnar á nýjum stað og um leið hægja aðeins á allri uppbyggingunni á Hengilssvæðinu? Orkan sem þar blundar er ekki að fara neitt og það sama má nánast segja um allt rekbeltið sem gengur þvert í gegnum landið.

Til að lægja ófriðaröldurnar sem skapast hafa um Bitruvirkjun og Hengilssvæðið, þá gæti verið möguleg lausn að byggja upp nýtt orkusvæði við Geitlands- og Þórisjökul eða nánar tiltekið undir hlíðum Presthnjúks.

Í leiðinni væri hægt að vera með stórfenglegar hugmyndir í uppbyggingu á nýju skíða- og útivistarsvæði eða eins konar jöklaparadís samhliða þróun og rannsóknum á sviði orkuframleiðslu, en í dag vantar gott jaðarsvæði við rekbeltið til að þróa djúpborunarverkefnið áfram!

Við Presthnjúka, sem er úr alfaraleið, langt frá mannabyggðum, er lítt kannað háhitasvæði sem stjórnvöld ættu að gefa rannsóknarleyfi á strax til að flýta fyrir útrás á íslenskum orkurannsóknum.

Ég átti skemmtilegt spjall við yfirmann jarðfræðideildar OR eftir kynningarfund OR um Bitruvirkjun í gær og bar ég þá undir hann eftirfarandi hugmyndir:

Til að byrja með þarf að gera eftirfarandi:

Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins “The Golden Circle” í “The Golden Circle Deluxe”!

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný “The Golden Circle Delux” leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið. Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Næsta skref er að kanna hvort að það séu ekki ákjósanlegar aðstæður til að nálgast gufuorku á svæðinu og þar með mikið magn af heitu vatni.

Ef niðurstaðan reynist jákvæð, þá er hægt að byggja upp flott skíðasvæði, heitar laugar og fjallaparadís sem ætti engan sinn líkan í veröldinni, allt í boði Orkuveitunnar.

Ef vel yrði staðið að málum, þá væri hægt að búa til nýtt Bláa Lóns ævintýri, en þó með aðeins öðrum hætti!

Þarna gæti farið saman vistvæn notkun og eftirsótt útivistarsvæði fyrir Íslendinga og ferðamenn ALLT árið.

Til að búa til mikið magn af snjó á svæðið, þá er hægt að nýta umfram vatnið og þá 85% orku sem venjulega færi til spillis frá svona orkuveri til framleiðslu á snjó og svo hin 15% eins og vanalega til rafmagnsframleiðslu.

Til að fullkomna verkið, þá mætti síðan leggja upphitaða snjófría braut til Reykjavíkur og niður á Gullfoss/Geysi fyrir rafdrifna lest sem myndi meðal annars fá orku sína frá umræddu orkuveri.

Hér yrði um að ræða skíðasvæðið, raf-létt-lestarkerfi og orkuver, allt hannað, þróað og smíðað af íslendingum sjálfum!

Þessa sömu lausn má svo flytja út til annarra landa sem einn pakka :)

Allt um rafdrifna lest má lesa nánar um hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér er svo hreyfimynd af sömu hugmynd.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/341355/

og hér nánar um málið:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/348834/

Sjá má nánar eldri umfjöllun um nýja útfærslur á Gulla Hringnum hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Á næstu mynd má sjá nánar hugmyndir af nýrri og mikið endurbætta leið fyrir ferðamenn frá Reykjavík. En um "Gullna Hringinn" fara um 400 þúsund ferðamenn á ári! Kort af nýrri leið þar sem farið er á milli Þórisjökuls og Geitlandsjökuls (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)

og svo hugmynd þar sem leiðin er útfærð með rafdrifinni léttlest!

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins. Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Núna á Orkuveitan í samstarfi við framsækna einkaaðila að sæta lagi og útbúa sjóð sem styrkja mun þróun á léttlestarkerfi samkvæmt umræddum hugmyndum fyrir íslenskar aðstæður.

Núna er bara að bíða og sjá hvenær menn fara að taka við sér?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM - BITRUVIRKJUN

Svo er að sjá að barátta Petru gegn virkjunaráformum við Ölkelduháls á síðustu metrunum sé að skila sér.

Þessi grein birtist á visi.is í morgun:

ÍSLANDSMET Í ATHUGASEMDUM VEGNA BITRUVIRKJUN (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:

WWW.HENGILL.NU



Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Verðmat Geysir Green var hækkað um 6,7 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SPILLUM EKKI SVÆÐINU Í KRINGUM ÖLKELDUHÁLS !!!

Ég hef átt þess kost að fara nokkrar ferðir með ferðamenn upp á Ölkelduháls sem er rétt austan við Hengilinn.

Um svæðið liggur þekkt gönguleið niður í Reykjadal þar sem endað er rétt fyrir ofan Hveragerði.

Svæðið allt er ægifagurt og hefur upp á margt að bjóða. Vinsældir svæðisins má meðal annars rekja til þess að um það rennur heitur lækur/á sem vinsælt er að baða sig í.

Sumir vilja jafnvel halda því fram að það sé meira gaman að koma á þetta svæði og baða sig heldur en inn í sjálfar Landmannalaugar og er þá mikið sagt.

Einn megin kostur við þetta svæði er að þangað er ekki hægt að komast á bíl og þarf því að fara allar ferðir um svæðið gangandi eða á hestum. Og er það ótvíræður kostur í samfélagi þar sem allir fara orðið sínar ferðir á einhverskonar farartækjum.

Leirmyndanir á svæðinu geta verið gríðarlega fallegar eins og sjá má á þessari mynd hér:

Heitur lækur rennur í gegnum Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litir náttúrunnar geta stundum verið ótrúlegir eins og sjá má á þessari mynd hér:

Fallegir litir í heitavatnsuppsprettu sem rennur út í lækinn í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Innst í Reykjadal rétt við Ölkelduháls er svo þessi fallegi foss sem rennur í gegnum soðið berg sem er með ótrúlega fallegum litbrigðum og myndunum.

Foss innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo annað mjög virkt hverasvæði innst í Reykjadal þar sem gengið er upp vestan megin við Ölkelduháls.

Virkt hverasvæði innst í Reykjadal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef litið er á framkvæmdir við Hengilinn í dag, þá má sjá athafnasvæði Hellisheiðarvirkjunar á næstu mynd. Þegar myndin er skoðuð nánar, þá ber að hafa það í huga að það á að reisa tvær sambærilegar virkjanir til viðbótar við þær tvær sem fyrir eru við Hengilinn.

Hér má svo sjá panorama mynd af Hengilssvæðinu þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri.

Ljósmynd af Hellisheiðarvirkjun ú lofti (smellið á mynd til að sjá myndina enn stærri)


!!! Það hafa komið athugasemdir á þessa panorama mynd að hún væri að einhverju leiti óeðlileg. En víðmyndin er unnin úr 7 stökum loftmyndum sem settar hafa verið saman.

Sjá má upprunalegar myndir, teknar í maí 2006, hér: http://www.photo.is/06/05/7/index_14.html

Ég þróaði þessa samsetningartækni árið 1996 þegar ég gaf út Íslandsbókina. Ef myndin er skoðuð nánar, þá má sjá að ég hef ekki náð að ljúka samsetningunni 100% en myndin er þó nógu góð til að gefa hugmynd af umfangi Hellisheiðarvirkjunar. Ég á fleiri svona myndir teknar seinna en þar sem svona samsetning tekur mikinn tíma og ekki eru djúpir vasar til að greiða úr fyrir þá vinnu, þá verður það að bíða betri tíma.

Á svona panoramamynd eða víðmynd eins og það heitir á Íslensku, þá verða línur sem eru beinar, bognar, en það lagast ef myndin væri prentuð út og sett í hring utan um þann sem skoðar myndina.

Á þessari loftmynd má sjá niður Reykjadal til suðurs þar sem fólk er að baða sig í ánni.

Reykjadalur fyrir ofan Hveragerði (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir Reykjadal rennur heitur lækur þar sem vinsælt er að baða sig í. Vinsæl gönguleið liggur frá Hveragerði inn þennan dal og upp á Ölkelduháls og er mikill jarðvarmi á þessari leið.

Ég hef farið mikið með ferðamenn um þetta svæði og má sjá nánar kort frá Orkuveitu Reykjavíkur af gönguleiðum um svæðið hér:
http://www.or.is/Forsida/Gestiroggangandi/Utivistarsvaedi/Hengilssvaedid/

Eins og sjá má á þessum myndum þá er vinsælt að baða sig í ánni sem rennur í gegnum Reykjadal og er nánast hægt að baða sig hvar sem er.

Erlendir ferðamenn að baða sig í heitri ánni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ungt par frá Danmörku að baða sig í ánni. Daman horfir hugfangin á kærastann sinn svolgra af áfergju á ísköldu lindarvatninu sem rennur út í heita ánna. Enda nóg til af hreinu íslensku fjallavatni.

Drukkið íslenskt kalt vatn úr hliðarlæk (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það sem fékk pínu á mig var að Daninn var ekki mikið hrifin af allri þeirri uppbyggingu sem átti sér stað á StórReykjavíkursvæðinu og fann borginni allt til foráttu! Hann vildi meina að íslendingar ættu að fara aðeins hægar í sakirnar. Aftur á móti vildi hann endilega fá að kaupa hús úti á landi og flytja hingað og búa í nokkur ár. Hans komment á staðin var að þetta væri NÁKVÆMLEGA náttúran sem hann væri að leita af. Ég þorði nú ekki að minnast á það við hann að það væru í bígerð stórar áætlanir um að virkja hluta af þessu svæði.

Virkjunin sem um ræðir verður við Ölkelduháls og er þessi myndasería tekin á því svæði.

Hér gengur hópur rétt hjá þeim stað þar sem virkjunin kemur til með að rísa

Mynd tekin ekki langt frá þeim stað þar sem virkjun kemur til með að rísa (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er stórt og mikið hverasvæði norðan við Ölkelduháls rétt hjá þar sem Bitruvirkjun kemur til með að rísa.

Einn af mörgum leirhverum norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rústir af fjárrétt frá gömlum tíma

Gömul fjárrétt norðan við Ölkelduháls (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Risastór leirhver sem bullar og sýður í og mátti sjá rollur á svæðinu sem voru að ná sér í smá il frá hvernum

Stór leirhver rétt norðan við Ölkelduháls sem bullar og sýður í (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá kort af svæðinu í lokin ásamt litlum myndum

Kort af Ölkelduhálsi, Bitruvirkjun og Reykjadal


Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar er bent á að skoða heimasíðu þeirra aðila sem vilja láta skoða virkjanamál á þessu svæði betur hér:

WWW.HENGILL.NU

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Telja að virkjun muni spilla ómetanlegri náttúruperlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýst eftir svartri vinnu - kemur ekki á óvart

Svona auglýsing þarf ekki að koma á óvart. Þegar skattpíning og aðrar kröfur kerfisins á ákveðnum þjóðfélagshópum er gengin svo langt að fólki er farið að ofbjóða. Á sama tíma er mikið af erlendu starfsfólki hér á vegum starfsmannaleiga þar sem fáránlega litlar kröfur eru gerðar til hæfni eða greiðslu á opinberum gjöldum.

Hér má sjá nánar frétt af visi.is um málið

Frétt af visir.is um auglýsingu á svartri atvinnustarfsemi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


Er þá öll "harða" fjölskyldan komin í embætti og þar með á ríkisjötuna?

Spilling er víða í okkar samfélagi og það er auðvita slæmt þegar hún er svona augljós eins og í þessu tilfelli. En samfélag okkar er lítið og það er talið að þeir sem fá vinnu hér á landi sé um 80% í gegnum svona tengsl. Það er auðvita slæmt því að það er til fullt af hæfu fólki með langa menntun að baki sem horft er fram hjá í tilfell eins og þessu.

Svo er annað að börn, vinir og ættingjar slíkra ráðamanna hafa verið ráðin út um allt í þessu kerfi okkar sama hversu hæft þetta fólk er í viðkomandi störf. Fyrir utan siðblinduna í upphafi, þá koma reglulega upp spillingarmál og þá getur það tekið mörg ár að grassera áður en nokkuð er að gert. Enda vel þekkt að það er passað vel upp á sína í slíku kerfi.

Annars merkilegt að þeir sem berjast hvað harðast fyrir sjálfstæði og einstaklingsframtaki skuli sitja hvað harðast á ríkisjötunni með alla sína vini, börn og ættingja og sjá ekkert athugavert við það að ríkiskassinn er blóðmjólkaður á ofurlaunum og af hverskyns gæluverkefnum þessu fólki til handar.

Merkilegt hvað ríkisbáknið og skattpíning vex mikið annars undir stjórn þessara sömu manna.

Þetta er því miður Ísland í dag.

Mynd sýnir Ingu Jónu Þórðardóttur að störfum.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. það vill svo til að ég á sjálfur slatta af börnum og það væri nú ekki amalegt að vera í svona fínni aðstöðu að geta úthlutað gælustöðum fyrir þau seinna meir út um allt í kerfinu!
mbl.is Nýjar nefndir fjalla um málefni heilbrigðisstofnana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)

Nú þarf að hafa hraðar hendur hér á Íslandi líka og reyna að nýta þá "ókeypis" orkugjafa sem að við höfum hér allt í kringum okkur betur. Við Íslendingar erum "Orkusóðar" og bruðlum mikið með orku. Heita vatnið rennur endalaust, raflýsingar út um allt og á ólíklegustu stöðum og ef það er heitt inni hjá okkur, þá opnum við bara gluggann og þá rennur bara meira heitt vatn í gegnum sjálfvirku "Danfoss" kranana á ofnunum hjá okkur. Bílafloti landsmanna er orðin með ólíkindum og það virðist þurfa tröllvaxin vörubíl til að flytja eina manneskju á milli staða.

Danir hafa þurf að lifa við það lengi að spara þar sem það á við og landið þeirra er ekki að gefa af sér mikið samanborið við þær auðlindir sem Íslendingar hafa yfir að ráða.

Raflestakerfi er næsta skref fyrir Íslendinga.

Með alla þá þekkingu og sköpunargáfur sem íslendingar búa yfir í dag, þá ætti það að vera lítið mál að koma upp slíku kerfi hér á Íslandi líka.

Nóg er til af fjármagni og fjársterkum aðilum í landinu og bankarnir hagnast nú sem aldrei fyrr.

Spörum olíuna og notum meira af innlendum umhverfisvænum orkugjöfum.... Ef Danir geta sett upp 500.000 hleðslustöðvar út um alla Danmörku, þá hljóta Íslendingar að geta búið til eitt lítið einfalt kerfi þar sem vagnar keyra á rafbrautum fyrir 200.000 manns!

Ef Íslendingar verða einhvertímann svo framsýnir að setja upp sitt eigið "léttlestarkerfi" í anda þeirra tillagna sem að ég hef verið að viðra hér á blogginu, þá geta flugfélögin farið að bjóði upp á stuttar rómanatískar ferðir til íslands þar sem ekið væri um hálendið baðað í norðurljósum innan um jökla og svarta sanda.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar geta lesið um það hér :)

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.

Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Áætlanir uppi um að Kaupmannahöfn verði rafbílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott - þá eru flugmál og samgöngumál á sömu hendi - hér er hugmynd

Næsta mál á dagskrá hjá Samgönguráðherra er að skoða þessa hugmynd hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.

Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Rekstur Keflavíkurflugvallar færður til samgönguráðuneytisins um áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er aðeins minni lúxus. Eitthvað sem hentað gæti fleirrum. Ný hugmynd!

Hvað gerum við Íslendingar þegar það fara að koma 1.000.000 plús ferðamenn til landsins? Hvernig væri að nota íslenskt hugvit og þekkingu til að sérsmíða okkar eigið samgöngukerfi?

Síðustu vikur er ég búinn að velta fyrir mér og útfæra hugmynd sem gæti komið til með að leysa mörg vandamál okkar íslendinga í ferða- og samgöngumálum.

Samgöngukerfi á brautum gæti verið sniðug lausn fyrir þéttbýlasta svæðið sem er á suðvesturhorn landsins.

Hugmyndin gengur út á að byrja á því að tengja Suðurnesin við stórreykjavíkursvæðið með því að leggja sérsmíðaða braut frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Næsta skref er að tengja byggðirnar á Suðurlandinu ásamt vinsælustu ferðamannastöðunum saman í eitt kerfi.

Samgöngukerfið byggist á brautum ekki ósvipað lestum nema eftir brautunum aka vagnar og ýmis smáfarartæki. Faratækin myndu virka eins og verið væri að taka lyftu í fjölbýlishúsi. Þú stígur um borð og þrýstir á hnapp sem tilheyrir þeim stað sem þú ætlar að fara á. Þetta er í raun faratækis án ökumanns sem er eins og lyfta, nema lyftan er á hjólum.

Farartækið verður að vera létt og geta ferðast hratt yfir og ekki væri verra ef notast væri við innlenda umhverfisvæna orkugjafa.

Mikið er horft til Íslands þessa daganna í samgöngumálum. En hvað erum við annars að gera í þeim málum? Viljum við láta taka mark á okkur og sýna fram á það að við erum leiðandi þjóð á því sviði? Væri ekki ráð að koma með snilldar lausn sem allir myndu virkilega taka eftir?

Vissulega virkar þessi hugmynd stór í sniðum á marga við fyrstu sýn. Því ekki að nota íslenskt hugvit og þekkingu og samnýta sérþekkingu sem liggur víða í þjóðfélaginu til að hanna og smíða okkar eigið samgöngukerfi?

Við vitum að það er gríðarleg aukning í samgöngum á suðvesturhorni landsins með tilheyrandi vandamálum. Á sama tíma fjölgar ferðamönnum. Borgin er að springa undan umferðarþunga. Mikil gagnrýni er komin á Reykjavíkurflugvöll og það vantar tilfinnanlega byggingarsvæði fyrir Reykjavík.

Hvernig væri að koma með varanlega framtíðarlausn þar sem ekki er bara hugsað til morgundagsins?

Það voru margir svartsýnir þegar jarðgöngin undir Hvalfjörð voru byggð. Núna er jafnvel talað um að byggja önnur slík!

Fyrir nokkrum árum, þá stóðu stjórnvöld í Kuala Lumpa (Malaysia) í svipuðum vanda og voru að spá í að kaupa tilbúið kerfi frá Japan. Kerfið reyndist allt of dýrt svo að yfirvöld settust niður og óskuðu eftir því að innlendir aðilar kæmu með tillögu að nýju kerfi til að leysa samgöngumálin í borginni. Hönnuðir voru komnir með frumgerð (prototype) 3 mánuðum seinna og síðan hefur sú framkvæmd verið mikill happafengur fyrir borgina. En núna aka um borgina svo kallaðir "Monorail" vagnar á einu spori. Að auki eru þeir að flytja út þessa þekkingu til annarra landa í stórum stíl.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má á kortinu, þá er verið að tala um tvær megin leiðir. Sú rauða tengir byggðarkjarnana á Reykjanesi saman og sú seinni suðurlandið og áhugaverðustu ferðamannastaðina saman.

Það sem er sameiginlegt öllum þessum svæðum er að um þau fer mikill fjöldi fólks daglega og ætti það að styrka rekstur á slíku kerfi til muna.

Ef rauða leiðin um Reykjanesið er skoðuð nánar, þá má sjá að leiðin er óhefðbundin þar sem lögð er áhersla á fáfarna leið með stórbrotna náttúru í stað þess að fara hefðbundna leið þar sem þjóðvegurinn liggur. Um Reykjanesbrautina aka hátt í 10.000 bílar á sólahring sem getur verið um 10.000.000 farþegar á ári. Stór hluti af þessu fólki eru ferðamenn sem eru að koma til landsins eða fara frá landinu. Ekki er annað að sjá en að hlutfall ferðamanna eigi eftir að vaxa verulega á næstu árum. Því ætti flott aðkoma að landinu þar sem lögð er áhersla á stórbrotna náttúru að vera stórt atriði. Um Bláa Lónið fer stór hluti ferðamanna, einnig er að koma inn nýtt þorp á Keflavíkurflugvelli þar sem býr m.a. skólafólk sem þarf að hafa aðgang að ódýrum ferðamáta í skólana á Reykjavíkursvæðinu. Með tilkomu svona kerfis, þá stækkar í raun höfuðborgarsvæðið til muna. Einni eru háværar kröfur um að leggja niður Reykjavíkurflugvöll og flytja aðstöðuna til Keflavíkur og myndast þá verðmætt byggingarland í hjarta Reykjavíkur. Á ári ferðast um 400 þúsund farþegar með innanlandsflugi til og frá Reykjavíkurflugvelli. Til að byrja með myndu vagnarnir stoppa í öllum helstu byggðarkjörnunum og við Smáralind, Kringluna og miðbæ Reykjavíkur.

Ef litið er á Grænu leiðina, þá má sjá að hún er endurbættur, Gull hringur, sem er jafnframt vinsælasta leiðin sem við höfum upp á að bjóða ferðamönnum í dag. En á ári fara um 500.000 ferðamenn þessa leið og ef vöxtur eykst eins og miðað er við á næstu árum, þá verður ekki langt þar til að þeir verða um 1.000.000 á ári! Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem vex hvað hraðast og er að afla um 12 prósent af gjaldeyristekjum þjóðarinnar.

Væri þá ekki ráð til að vernda svæði eins og Þingvöll betur að lágmarka alla umferð ökutækja um svæðið nema með svona hljóðlausum og umhverfisvænum vögnum. Ferðamenn tækju ferðavagninn til Þingvallar með því a velja viðkomandi hnapp og réðu svo sínum tíma sjálfir með því a ganga um svæðið og þegar viðkomandi telur sig búinn að fá nóg, þá er stigið upp í næsta vagn og haldið áfram á næsta áfangastað. Með þessu myndi fást mun meiri dreifing og álagstoppar lækka og ferðamaðurinn fær ekki á tilfinninguna lengur að það séu 20 rútur á sama tíma eins og oft vill gerast við Gullfoss og Geysi.

Samkvæmt könnunum, þá hafa erlendir gestir einkum áhuga á náttúrutengdri afþreyingu og býður Græna leiðin nánast upp á alla þá möguleika í einni hringferð.

Ástæðan fyrir því að græna leiðin er lögð upp að Langjökli er að við eigum að leggja stóraukna áherslu á að fólk fái að komast á jökla, á skíði, ísklifur, skíðagöngu, vélsleða jeppaferðir í snjó og allt við topp aðstæður. En eins og hefur áður komið fram hjá mér, þá á að leggja niður núverandi skíðasvæði og flytja þangað upp eftir.

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Nýjar byltingakenndar hugmyndir - Breytum vinsælustu ferðamannaleið landsins "The Golden Circle" í "The Golden Circle Delux"!

Leiðin milli jökla. Þórisjökull - Geitlandsjökull. Ný "The Golden Circle Delux" leið. Aðeins lenging um 30 km miða við núverandi leið.

Loftmynd af Þórisjökli og Geitlandsjökli (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En eins og áður segir, þá gengur hugmyndin út á að láta vagninn aka eftir braut sem gæti verið svipuð og gömlu hitaveitustokkarnir. Svona stokkur gæti haft margþættan tilgang og þá sem lagnaleið á milli svæða fyrir raflagnir, fjarskiptalagnir, heitt og kalt vatn m.m.

Mynd sýnir stokk sem hefur fjölþættan tilgang auk þess að vera braut fyrir farartæki (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki sem ekið gæti eftir svona brautum. (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.

Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Dýrasti lúxusbíllinn á 200 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband