Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.10.2007 | 09:37
Konur eru konum verstar
Auðvitað eru konur sjálfum sér og öðrum konum versta. Ég verð að viðurkenna að ég er pínu hrifin af Margréti og hennar baráttu.
Mun seint gleyma orðum hennar þegar hún var að bera sín störf fyrir Frjálslynda flokkinn saman við störf framkvæmdastjóra flokks sjálfstæðismanna sem á þeim tíma var Kjartan Gunnarsson.
En fyrir sinn flokk gengi hún í öll störf og hún sæi tæpast Kjartan Gunnarsson standa í klósetþrifum fyrir sinn flokk :)
Vantrausti lýst á Margréti Sverrisdóttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.10.2007 | 17:43
Frábært - Nú er umboðsmaður að vinna þá vinnu sem honum er ætlað.
Glæsilegt að umboðsmaður Alþingis skuli ætla sér að taka "aðeins" til hendinni í þeirri ormagryfju sem íslensk stjórnsýsla er orðin. Fram að þessu hafa fáir þorað að líta inn fyrir þær dyr og þeir sem það hafa gert hafa verið fljótir að loka þeim aftur.
Hvers vegna?
Umboðsmaður Alþingis óskar upplýsinga um REI | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2007 | 06:26
Áhrif fjölmiðla eru sterk á Íslandi!
Óvæntur fundur skólabræðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.9.2007 | 09:55
Myndir og kort af nýjum borsvæðum. Krýsuvík, Austurengjar, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngja, Sandfell
Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.
Krýsuvík (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan
Seltún (Hveradalur) (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni
Austurengjahver (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er mynd af Eldvörpum og svæðinu í næsta nágreni
Eldvörp (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Köldunámum og svæðinu í næsta nágreni
Köldunámur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Trölladyngju og svæðinu í næsta nágreni
Trölladyngja (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er loftmynd af Sandfelli og svæðinu í næsta nágreni
Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell
Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
p.s. var á ferð um Hellisheiðarsvæðið í gær með ferðamenn og gat ekki annað en brosað þegar einn starfsmaður sem var þar við vinnu á svæðinu kom akandi og óskaði eftir því að við færum burtu af svæðinu því við gætum valdið óþarfa jarðraski!
Boranir tilkynntar allar í einu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
1.9.2007 | 23:38
Það mætti líka stefna að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum íslendinga!
Fyrst að öll þessi embætti eru að fara að leggja á sig alla þessa vinnu, þá er spurning hvort ekki ætti svona í leiðinni að auka samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum íslendinga sjálfra. Enda oft ekki vanþörf á.
Stefnt að aukinni samvinnu innan stjórnsýslunnar í málefnum útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 14:32
Loftmyndir af svæðinu þar sem fyrirhugaðir vegir koma til með að liggja
Langidalur, Svínavatn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Ekki fallist á tillögur Leiðar ehf. um Svínavatnsleið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.8.2007 | 07:19
Hvar kemur þessi olíuhreinsistöð til með að rísa? Mynd + kort
Fínar myndir ásamt loftmynd af svæðinu með örnefnum má einnig sjá hér (ef klikkað er á gulu punktana á sumum myndanna, þá koma upp örnöfnin sem er undir viðkomandi punkt):
http://www.mr.is/~gk/hvesta/hvesta.htm
En myndirnar sem linkurinn vísar á eru unnar af Guðbjarti Kristóferssyni
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur.
Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af má Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn
Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Óskynsamlegt að staðsetja olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.8.2007 | 17:33
Ekki benda á mig .... !
Smellið á mynd til að fá nánari upplýsingar
Þarf að segja meira?
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Sturla: Aldrei gefin fyrirmæli er áttu að geta leitt til núverandi niðurstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.8.2007 | 22:45
Staðreyndin er að það er víða pottur brotinn í stjórnsýslunni - Nýir vendir sópa best
Áður en langt er um liðið, þá fellur allt í ljúfa löð aftur og allt hefur sinn vana gang. Við skulum þó vona að þetta sé ekki fyrsta og síðasta verk ráðherra á þessum nótum. Hann virðist umfram aðra, þó hafa smá þor til að tak á þeim málum sem að honum er treyst fyrir.
Til hamingju í nýju starfi og vonandi verður haldið áfram á sömu braut og svona í lokin, þá mættu aðrir ráðherrar taka upp sömu vinnubrögð, þó ekki væri nema til tilbreytingar.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Þar sem það komu óskir um að það fylgdi ljósmynd með þessu bloggi, þá verð ég að láta verða að því í þetta skiptið. Venjulega þykir mér stjórnsýslan ekki hafa hlotnast slíkur heiður nema þá í sérstökum undantekningartilfellum eins og núna.
Hafnarhúsið við Tryggvagötu
Í þessu húsi eru ýmsar stofnanir eins og Listasafn Reykjavíkur og svo Samgönguráðuneytið sé hér um ræðir (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Verklagsreglur samgönguráðuneytisins brotnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.8.2007 kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.8.2007 | 17:14
Hvernig ætli standi á því í raun að það skuli heyra til algjörra undantekninga að ráðuneyti beiti stofnanir viðurlögum?
Því fá embættismenn stofnanna á íslandi að haga sér nákvæmlega eins og þeim sýnist?
Brot á þeim starfsskyldum sem þeim er ætlað að starfa eftir ætti lögum samkvæmt að þýða áminningu eða lausn frá störfum.
Það heyrir hins vegar til "algjörra undantekninga" að ráðuneyti beiti slíkum viðurlögum.
Ætli ástæðan sé sú að það megi ekki styggja hið góða samstarf sem í raun er á milli ráðuneyta og þeirra undirstofnanna. En oft eru þessar svo kölluðu undirstofnanir sterkt pólitískt valdastjórntæki viðkomandi ráðuneytis og þannig óspart notað í valdabrölti viðkomandi ráðherra. Líklega er raunin sú að sukkið og spillingin er jöfn á báða bóga og því gerir enginn neitt.
Ríkisendurskoðun gagnrýnir agaleysi forstöðumanna stofnana og ráðuneyta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)