Við skulum vona að Íslendingar verði ekki eftirbátar Dana í þessum efnum :)

Nú þarf að hafa hraðar hendur hér á Íslandi líka og reyna að nýta þá "ókeypis" orkugjafa sem að við höfum hér allt í kringum okkur betur. Við Íslendingar erum "Orkusóðar" og bruðlum mikið með orku. Heita vatnið rennur endalaust, raflýsingar út um allt og á ólíklegustu stöðum og ef það er heitt inni hjá okkur, þá opnum við bara gluggann og þá rennur bara meira heitt vatn í gegnum sjálfvirku "Danfoss" kranana á ofnunum hjá okkur. Bílafloti landsmanna er orðin með ólíkindum og það virðist þurfa tröllvaxin vörubíl til að flytja eina manneskju á milli staða.

Danir hafa þurf að lifa við það lengi að spara þar sem það á við og landið þeirra er ekki að gefa af sér mikið samanborið við þær auðlindir sem Íslendingar hafa yfir að ráða.

Raflestakerfi er næsta skref fyrir Íslendinga.

Með alla þá þekkingu og sköpunargáfur sem íslendingar búa yfir í dag, þá ætti það að vera lítið mál að koma upp slíku kerfi hér á Íslandi líka.

Nóg er til af fjármagni og fjársterkum aðilum í landinu og bankarnir hagnast nú sem aldrei fyrr.

Spörum olíuna og notum meira af innlendum umhverfisvænum orkugjöfum.... Ef Danir geta sett upp 500.000 hleðslustöðvar út um alla Danmörku, þá hljóta Íslendingar að geta búið til eitt lítið einfalt kerfi þar sem vagnar keyra á rafbrautum fyrir 200.000 manns!

Ef Íslendingar verða einhvertímann svo framsýnir að setja upp sitt eigið "léttlestarkerfi" í anda þeirra tillagna sem að ég hef verið að viðra hér á blogginu, þá geta flugfélögin farið að bjóði upp á stuttar rómanatískar ferðir til íslands þar sem ekið væri um hálendið baðað í norðurljósum innan um jökla og svarta sanda.

Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar geta lesið um það hér :)

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/339910/

Hér má sjá hugmynd af vagni sem ekið getur eftir spori með ferðamenn í óvissuferð út í íslenska náttúru.

Mynd sýnir rafdrifið ökumannslaust farartæki (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvernig hægt er að samtengja byggðir á suðvesturhorninu sem myndi nýtast vel byggðum og ferðamönnum sem ferðast um þetta svæði.

Mynd sýnir samgöngukerfi sem gæti leyst umferðarvanda Stórreykjavíkursvæðisins (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.

Undirritaður býður sig fram til að safna saman hópi af hönnuðum, hugvitsmönnum og fyrirtækjum til að setjast niður og kortleggja möguleika í svona verkefni.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Áætlanir uppi um að Kaupmannahöfn verði rafbílaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún

Þetta er flott, lýst vel á þetta. Eins og úr draumum mínum!

Guðrún , 26.10.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Takk Guðrún :)

Ef ég fæ eitthvað um þetta að segja, þá lofa ég að bjóða þér í fyrstu ferðina ;)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 26.10.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband