Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

ÉG ER LÍKA HRIKALEGA VONSVIKINN!

Er ekki orðið spurning hvort að ríkisstjórnin þurfi ekki að fara að huga betur að fjölskyldu- og barnvænna umhverfi hér á Íslandi?

Ef að ráðamenn nenna ekki að HLUSTA og taka ILLA EFTIR og setja sig á háan stall eins og hún Þorgerður okkar, þá er ekki von á góðu.

Hér er frétt af Menntamálaráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, á íslenskum vefmiðli fyrir stuttu.

Eitthvað virðist dómarasætið vefjast fyrir henni Þorgerði þessa dagana!


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir í frétt á http://www.eyjan.is/ fyrir stuttu (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annars er maður í smá áfalli yfir því að það eigi að leggja niður kennslu í dönsku. Hvaða skjól hafa þá kúgaðir íslenskir flóttamenn í framtíðinni þegar búið er að taka af þeim dönskuna líka?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vonsvikin með PISA-könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR.

Hér má sjá myndaseríu af því landslagi sem fór undir uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar. Þar eru fjöldin allur af gljúfrum og fossum sem nú eru horfin um aldur og ævi ... og munu aldrei sjást aftur.

Það á vel við að ráðamenn sem raula ættjarðarsöngva með glas í hönd eftir að hafa klippt á borðann og fengið að ræsa hina eftirsóttu virkjunina formlega, virði fyrir sér þessar myndir.

Þessi foss var sem töfrum líkastur og "bar" nafnið með rentu.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvernig þessi fallegi foss féll fram af hraunbrúninni og er meðal annars þessi fallorka nýtt til raforkuframleiðslu í dag sem síðan gefur nokkrum álkerjum niður á Reyðarfirði smá yl.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki langt frá Töfrafossi, var annar foss

Fossinn sem hvarf í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Bergmyndanirnar voru margar fallegar í Kringilsá. Hér má sjá flottan berggang.

Berggangur sem hverfur í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar við vorum á flugi þarna yfir, þá birtist skyndilega fálki sem var greinilega eitthvað að forvitnast líka, ekki er ólíklegt að hann eigi hreiður þarna á svæðinu :)

Gljúfur í Kringilsá

Gljúfur í Kringilsá sem hvarf í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Um 25% af friðlandinu á Kringilsárrana fór undir fyrirhugað Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Svæðið er lokað af Vatnajökli eða Brúarjökli að sunnan og svo ánni Jöklu að austan- og Kringilsá að vestanverðu. Raninn er mikið gróinn og var gott og mikilvægt haglendi og beitiland fyrir hreindýr.

Hér er Kláfur sem göngumenn gátu notað til að komast yfir í Kringilsárranann.

Mynd af kláf sem lá yfir Kringilsá sem nú er horfin í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi brú er núna horfin og litla fjallið við hliðina á Kárahnjúknum sjálfum er núna orðin eyja í stóru uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar.



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ræs! sagði Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seltjarnarnes - Risa-loft-mynd

Hér má sjá vel lukkaða ljósmynd af Seltjarnarnesi sem tekin er að vori til árið 2004.

Sjálfsagt hafa margir gaman að því að renna yfir stækkaða útgáfu af myndinni og sjá hvað hefur breyst síðan þá.

Loftmynd af bæjarfélaginu á Seltjarnarnesi. Ef smellt er á mynd, þá má sjá stækkaða panorama-loftmynd af svæðinu

Seltjarnanes (smellið á mynd til að sjá myndina stærri)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Útsvar lækkað á Seltjarnarnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tanngarðurinn - Þetta hús verður rifið! Myndir

Í áætlunum um byggingu á hátæknisjúkrahúsinu, þá kemur þessi nýlega bygging til með að vera rifin!

Húsið gengur undir nafninu Tanngarður, en þar hefur meðal annars farið fram kennsla í tannlækningum (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma stóð til að útbúa tengibyggingu úr gleri sem myndi liggja yfir veginn fyrir ofan svo hægt væri að ganga á "þurum fótum" yfir í spítalabyggingarnar fyrir ofan.

Við skulum bara rétt vona að Ráðherra sjái af sér og verndi þetta hús. Á meðan ég var í námi í Iðnskólanum, þá vann ég við naglhreinsun og fl. hjá þeim aðilum sem voru að reisa þessa tilkomumiklu byggingu.

Hér má svo sjá loftmynd af núverandi byggingum Landspítalans Háskólasjúkrahús við Hringbraut.

Landspítalinn Háskólasjúkrahús við Hringbraut (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er að sjá að það sé nóg til af peningum í ríkiskassanum fyrst að menn sjá ekkert óeðlilegt við að rífa niður nýlegar sérhæfðar stórbyggingar!

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Farið yfir áætlanir um byggingu nýs sjúkrahúss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞUNGFÆRT, SKAFRENNINGUR, HÁLKA, ÓFÆRT! - ÞAÐ ER HÆGT AÐ LEYSA MÁLIÐ

Ef byggð yrði upphituð braut með svipuðu snið og hitaveitustokkarnir fyrir íslenskt léttlestarkerfi, þá yrði ekki vandamál með "beðið með mokstur", "þungt færi", "hálkubletti", "snjóþekja", "skafrenningur", "ekkert ferðaveður" og fl. Allt vel þekkt orð sem notuð eru í fjölmiðlum þegar vetur konungur leggst yfir

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir Norðaustur- og Austurland Möðrudalsöræfin (Mývatn - Egilsstaðir), Álhringurinn (Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður)

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðausturland, Möðrudalsöræfi og Álhringurinn (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Möðrudalsöræfin Mývatn - Egilsstaðir 149 km, Álhringurinn Egilsstaðir - Seyðisfjörður - Norðfjörður - Eskifjörður - Reyðafjörður 112 km

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðaustur- og Austurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðunum - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Suðvesturhorn landsins hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir Norðurlandið hér:

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/367524/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Verið að moka á heiðum á Norðaustur- og Austurlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STYRKJUM LANDSBYGGÐINA - EFLUM SAMGÖNGUKERFIÐ - LÉTTLESTARKERFI FYRIR NORÐURLANDIÐ!

TENGJUM BYGGÐIRNAR SAMAN

... og eflum þar með samgöngur og ferðamennsku á Norðurlandinu.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir DEMANTSHRINGINN (Húsavík - Ásbyrgi - Dettifoss - Mývatn) og Tröllaskagann (Sauðárkrókur - Hofsós - Siglufjörður - Ólafsfjörður - Dalvík - Akureyrir).

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Norðurland, Demantshringinn og Tröllaskagann (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það var haft samband við mig fyrir stuttu og ég beðin um að útfæra svipaða samgönguhugmynd fyrir Norðurlandið eins og ég hafði gert fyrir suðvestur horn landsins.

Eins og sjá má þá er ekki verið að tala um neinar stórar vegalengdir. Demantshringurinn 241 km, Akureyrir - Siglufjörður 73 km og svo Siglufjörður - Sauðárkrókur 90 km.

Svona lausn myndi efla stórlega atvinnu-, skóla-, heilbrigðis-, ferðamálmál fyrir Norðurlandið.

Heildstæð og samræmd hugsun í uppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi. Með þessu móti væri hægt að stórbæta aðgengi ferðamanna að öllum helstu ferðamannastöðum á Norðurlandi - ALLT ÁRIÐ.

Lesa má nánar um útfærslu á svipuðum hugmyndum fyrir suðvestur horn landsins hér:


http://photo.blog.is/blog/photo/entry/364368/



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Góð kjörsókn í Þingeyjarsýslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitík er hafin yfir lög! Eða það gilda engin lög þegar pólitík er annars vegar - Á ÍSLANDI?

Það er ótrúlega margt sem sumir virðast geta leyft sér í nafni þess að vera í pólitík á Íslandi.

Það er ekki eins og þeir sem sem eru á hinu háa Alþingi þurfi yfir höfuð að fylgja lögum og reglum samfélagsins. Þrátt fyrir er stór hluti þeirra sem þar starfa hámenntað löglært fólk!

Það er ekki að efa að þeir sem þar starfa í nafni Alþingis Íslendinga, landi og þjóð til heilla, séu hörku duglegir þegar svo ber við - Spurningin er bara fyrir hverja það er gert?

Kjaftagleði þingmanna er margrómuð og það þarf her af liði til að skráir niður allan þann vísdóm sem hrýtur af vörum þessara manna. Væri ekki nær að láta verkin tala meira og að þetta fólk sem þarna starfar væri meira í tengslum við sína umbjóðendur en ekki sett upp á einhvern háan stall

Á sama tíma er svo fólk að væla um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Jafnvel mafían á Sikiley gæti verið ánægð með þá stöðu mála sem sumir starfandi þingmenn hafa inni á hinu háa Alþingi Íslendinga þar sem oftar en ekki er setið báðum megin við borðið við úthlutun á sameiginlegum auðæfum landsmanna til sinna flokksgæðinga.

Og svo einn góður í lokin en almannarómur hefur þetta um lögmenn að segja:

Hvenær ljúga lögmenn?

.... þegar þeir opna munninn!

Því hlýtur að vera mikið logið á Alþingi Íslendinga :|

En það er annars mikil gleðifrétt að Umboðsmaður Alþingis skuli vera farin að vinna vinnuna sína - vonandi þjóðinni til heilla!


mbl.is Alþingi vinni vinnuna sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

109 daga sumarfrí má líka stytta!

Það er með ólíkindum að í nútíma samfélagi skuli vera enn við líði að þingmenn fari í 109 daga sumarfrí yfir hábjargræðistímann!

Hér eru greinilega leifar af því þegar stór hluti þjóðarinnar stundaði landbúnað og flestir sem að voru á þingi voru bændur sem þurftu að komast frá til að sinna bústörfum.

Nú er því miður staðreyndin sú að flestir á þingi eru orðnir jakkafataklæddir lögmenn, stjórnmálafræðingar og hagfræðingar. Er því ekki komin tími á endurskoðun á þessu eins og öðru?

Hér situr bóndi á traktor sínum með múgavél í eftirdragi

Bóndi á utanverðu Snæfellsnesi að snúa heyi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar sem nú er búið að stytta sumarfrí skólakrakka, hvað með sumarfrí þingmanna?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

p.s. þetta með að fjölga starfsfólki er algjör óþarfi, fjöldi ríkisstofnanna þessu fólki til handar er þegar orðin nægur og svo er það annað að launagreiðslur til Íslenskra þingmanna eru víst orðnar með þeim hæstu í Evrópu og eru þá undanskilin eftirlaun og aðrar sporslur!

mbl.is Betra Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er greinilega eitthvað mikið að gerast hjá OR og Landsvirkjun þessa daganna!

Ég get ekki séð annað en jákvætt við það að menn staldri aðeins við og setjist niður og skoði allan þann fjölda af nýjum möguleikum sem bæði þessi fyrirtæki standa frammi fyrir þessa daganna.

Orkuveita Reykjavíkur (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef rétt er á spilum haldið, þá gætu skapast gríðarlega spennandi og ekki síður NÝ sóknarfæri bæði hér heima og erlendis.

Hér má svo sjá háspennulínur ekki langt frá Landmannalaugum sem liggur niður með Tungnaánni

Landsvirkjun, línur að Fjallabaki (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru erlendir starfsmenn að snarla samloku og trópí í hádegismat. En þeir voru að vinna við uppsetningu á nýrri háspennulínu frá virkjunum við Þjórsá til Álverksmiðjunar Norðurál við Hvalfjörð.

Verið að reisa ný háspennumöstur rétt við Háafoss (Smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá panorama mynd af Skjaldbreið þar sem horft er til austurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri, en þar má sjá Kaldadal, Reyðarvatn, Uxahryggjarleið, Kvígindisfell, Uxavatn, Skjaldbreið, Langjökul...

Víð-ljós-mynd af Skjaldbreiði úr lofti (smellið á mynd til að sjá risa mynd af svæðinu sem er með enn víðara sjónarhorn)


Ef smellt er á myndina fyrir ofan, þá má sjá risa víðmynd af Kaldadal og þar má meðal annars sjá sömu háspennulínu og fer framhjá Háafossi efst í Þjórsárdal.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Vilja skoða heildstætt fyrirætlanir OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HAGAVATN - Hvar á virkjun að rísa? Myndir og kort

Orkuveita Reykjavíkur er með plön um að virkja víða eins og sjá má. Hér má sjá myndir og kort af svæðinu

Hér má svo sjá panorama mynd af Jarlhettum, Hagavatni þar sem horft er til suðurs. Smellið á mynd til að skoða myndina enn stærri.

Víð-ljós-mynd af Hagavatni úr lofti (smellið á mynd til að sjá myndina enn stærri)


Loftmyndir af svæðinu við Jarlhetturnar, Hagafell og af Hagavatni

Hagavatn - Hagavatnsvirkjun - Farið - Sandvatn - Leynifoss - Jarlhetturnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Loftmyndir af svæðinu við Jarlhetturnar, Hagafell og af Hagavatni

Hagavatn - Hagavatnsvirkjun - Farið - Sandvatn - Leynifoss - Jarlhetturnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá kort af svæðinu í kringum Hagavatn og þar sem virkjun er ætlað að rísa.

Hagavatn - Hagavatnsvirkjun - Farið - Sandvatn - Leynifoss - Jarlhetturnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan

WWW.PHOTO.IS

mbl.is Kanna kosti Hagavatnsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband