SVÆÐIÐ OG FOSSARNIR SEM HURFU - MYNDIR.

Hér má sjá myndaseríu af því landslagi sem fór undir uppistöðulón Kárahnjúkavirkjunar. Þar eru fjöldin allur af gljúfrum og fossum sem nú eru horfin um aldur og ævi ... og munu aldrei sjást aftur.

Það á vel við að ráðamenn sem raula ættjarðarsöngva með glas í hönd eftir að hafa klippt á borðann og fengið að ræsa hina eftirsóttu virkjunina formlega, virði fyrir sér þessar myndir.

Þessi foss var sem töfrum líkastur og "bar" nafnið með rentu.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvernig þessi fallegi foss féll fram af hraunbrúninni og er meðal annars þessi fallorka nýtt til raforkuframleiðslu í dag sem síðan gefur nokkrum álkerjum niður á Reyðarfirði smá yl.

Mynd af Töfrafossi sem hvarf í lónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki langt frá Töfrafossi, var annar foss

Fossinn sem hvarf í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Bergmyndanirnar voru margar fallegar í Kringilsá. Hér má sjá flottan berggang.

Berggangur sem hverfur í Hálslónið við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar við vorum á flugi þarna yfir, þá birtist skyndilega fálki sem var greinilega eitthvað að forvitnast líka, ekki er ólíklegt að hann eigi hreiður þarna á svæðinu :)

Gljúfur í Kringilsá

Gljúfur í Kringilsá sem hvarf í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Um 25% af friðlandinu á Kringilsárrana fór undir fyrirhugað Hálslón Kárahnjúkavirkjunar. Svæðið er lokað af Vatnajökli eða Brúarjökli að sunnan og svo ánni Jöklu að austan- og Kringilsá að vestanverðu. Raninn er mikið gróinn og var gott og mikilvægt haglendi og beitiland fyrir hreindýr.

Hér er Kláfur sem göngumenn gátu notað til að komast yfir í Kringilsárranann.

Mynd af kláf sem lá yfir Kringilsá sem nú er horfin í Hálslón við Kárahnjúka (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þessi brú er núna horfin og litla fjallið við hliðina á Kárahnjúknum sjálfum er núna orðin eyja í stóru uppistöðulóni Kárahnjúkavirkjunar.



Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Ræs! sagði Össur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fossamyndir næsta sumars verða enn meira sláandi, þegar búið verður að þurrka upp tvo samliggjandi fossa á hæð við Gullfoss, Kirkjufoss og Faxa auk tuga annarra fossa í Jökulsá í Fljótsdal og Kelduá.

Ómar Ragnarsson, 30.11.2007 kl. 14:23

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ef það er einhver með örnefnin á hreinu þá væri fínt að fá þau líka.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2007 kl. 15:06

3 identicon

Svakalega fallegar myndir...það er sorglegt hvað er búið að gerast með þetta :(

Íris (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 15:18

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Í nafni númeranna í netbankanum, TIL HAMINGJU ÍSLAND!

Villi Asgeirsson, 30.11.2007 kl. 16:12

5 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Meiri háttar myndir af landi sem ekki verður endurheimt. Mikilvægt að til eru margar myndir af þessu svæði, þær verða hlutar af minnisvarðanum um það, svo komandi kynslóðir geti dæmt þau stjórnvöld sem sökktu því.

Valgeir Bjarnason, 30.11.2007 kl. 17:48

6 identicon

Pétur, það eru til margfalt fleiri og flottari fossar þarna fyrir austan.  Þetta er ekkert verra en allt það land sem búið er að taka undir íbúðabyggingar og umferðarmannvirki kringum Höfuðborgarsvæðið t.d. Elliðavatnssvæði, Vatnsendasvæðið, svæðið undir Helgafelli í Mosfellsbæ, Urriðarholtið í Garðabæ, Rauðhólasvæðið, Grafarholtssvæði og Grafarvogssvæðið.  Allt voru þetta náttúruperlur sem eru orðnar óafturkræfar sökum bygginga íbúðasvæða og umferðarmannvirkja.

Næst á dagskrá er svo að taka undir byggingar svæðið undir Úlfarsfelli, Geldingarnes og svo náttúrulega Viðey og Engey.  Allt ómetanlegar náttúrperlur umhverfis Höfuðborgarsvæðið, og enginn mótmælir því!

Brynjólfur Björgvinsson (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég hef nú ekki verið kallaður Pétur lengi :) En annars hef ég gaman að því að taka myndir og tek mikið af þeim. Því miður er það svo að það vantar alltaf meira af myndum eða önnur sjónarhorn á myndefnið. Það sama gildir með skoðanir fólks og ég virði skoðanir allra og er ekki að dæma neinn fyrir að hafa aðrar skoðanir en ég. Ég get líka sagt það að ég er ekki neinn öfga umhverfissinni þó svo að eitthvað af mínum myndum hafi endað í þeirri baráttu.

Það stóð til að virkja Gullfoss á sínum tíma og það var ekki gert. Líklega eru flestir sáttir við að svo sé raunin í dag. Því miður er það svo að það er sama hvert maðurinn fer eða hvað hann tekur sér fyrir hendur, hann mun alltaf setja spor sitt á umhverfið með einum eða öðrum hætti. Við vitum að það var búið út um allt ísland fyrir 100-200 árum síðan og í dag þarf að hafa töluvert fyrir því að finna marga af þeim stöðum sem fólk setti mark sitt á landið á þeim tímum.

Í dag búum við yfir svo stórvirkum vinnuvélum að við hreinlega verðum að fara mun varlegra í sakirnar en forfeður okkar þurftu að gera. Mér er t.d. ekki sama að sjá heilu og hálfu fjöllin fjarlægð því að það vantar möl og sand í hverskyns framkvæmdir. Einnig er ég ekki sáttur við að sjá marga fallega gíga eyðilagða eins og raunin varð með Rauðhóla og fl. á og menn eru enn að stunda þann ósóma.

Spor eftir ökutæki, hross og fl. sjást út um allt hálendið, uppblásin svæði og við skulum ekki heldur gleyma því að á íslandi er stærsta eyðimörkin í Evrópu. Ár eru sífellt að breyta um farveg, jöklar að hopa eða skríða fram með miklum eyðileggingarmætti. Eldgos koma reglulega valda gríðarlegum skemmdum og svona má lengi telja.

Vissulega eigum við að reyna að bæta hag okkar og vonandi næstu kynslóða líka. En það er til meira í þessu landi en bara "Álið er Málið" og menn með vörubíla og skurðgröfur reisandi risamannvirki og lón út um land allt.

Spurningin er. Ætlum við að búa í verksmiðjusamfélagi í framtíðinni þar sem eru 10 álver (sjálfsagt af því að útvaldir aðilar hér heima hafa fengið að græða svo mikið á því) eða reyna að skapa meiri fjölbreytileika í þessu samfélagi okkar og er ég þá ekki bara að tala um innflutt vinnuafl.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.12.2007 kl. 00:06

8 identicon

Kjartan hér http://www.nornabudin.is/sapuopera/2007/11/einhverju_verur_a_forna.html eru örnefnin.

Eva Hauksdottir (IP-tala skráð) 1.12.2007 kl. 08:29

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Þetta er langur listi af örnefnum sem þarna er að finna, það hlýtur að vera í lagi að láta hann sjást hér líka

Brúárjökull,
Búrfellsflói,
Desjarárdalur,
Efra-Jökulsárgil,
Ekkjufellshólmar,
Eyjabakkafoss,
Faxi,
Folavatn,
Gjögurfoss,
Gljúfrakvísl,
Grjótá,
Hafrahvammagljúfur,
Háls,
Héraðsflói,
Hjalladalur,
Hníflafoss,
Hölkná,
Hólmaflúðir,
Hrakstrandarfoss,
Hreinatungur,
Jökla,
Jökuldalur,
Jökulsá á Brú,
Jökulsá á Dal,
Jökulsá í Fljótsdal,
Kárahnjúkar,
Kirkjufoss,
Klapparlækur,
Kleifarskógur,
Kringilsárrani,
Lagarfljót,
Lindir,
Rauðaflúð,
Sauðá,
Sauðakofi,
Sauðárdalur,
Skakka foss,
Slæðufoss,
Snikilsá,
Sporður,
Tröllagilslækur,
Tungufoss,
Töðuhraukar og
Töfrafoss.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.12.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband