Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
16.1.2008 | 15:02
VÆL FRÁ SMÁRÍKI - NÝJAN DÓMARA TAKK!
Þar sem það hefur átt sér stað stórfelld aukning í fjölda mála sem berast sí og æ inn á borð mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna frá litlu smáríki lengst norður í ballarhafi. Þá hafa stjórnvöld viðkomandi smáríkis brugðið á það ráð að reyna að fá að koma "sínum mönnum" að hjá stofnuninni.
Þeirra barnslegu rök eru að sjálfsögðu þau að þar sem flest málin komi hvort eð er frá þessu smáríki að þá ættu líka flestir dómararnir að koma frá þeim.
Þeir býsnast heil ósköp yfir því að einhver dómstóll úti í heimi geti yfir höfuð verið að skipta sér að innanríkismálum sem þeim hreinlega komi ekkert við.
Eitthvað virðist það vefjast fyrir ráðamönnum þessarar sömu þjóðar að á sínum tíma mitt í öllum utanlandsferðunum sömu manna hafi þeir asnast til að skrifað undir einhverja bindandi samninga sem hefðu eitthvað með mannréttindi að gera!
Kjartan
Þingnefnd fjallar um álit mannréttindanefndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2008 | 08:16
SNILLD! OG TIL HAMINGJU :)
Ég vil óska þeim félögum til hamingju með að hafa haft þor og ekki síður úthald til að berjast gegn þessu furðulega lagaumhverfi sem við Íslendingar þurfum að búa við.
Það kemur ekki á óvart að ráðamenn eru þegar farnir að tala um að það þurfi EKKI að virða niðurstöðu mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna þrátt fyrir að hafa skrifað undir samninga um að virða beri slíka dóma eins og aðrar siðaðar þjóðir hafa skuldbundið sig til að gera.
Við skulum vona að sofandaháttur og sinnuleysi Íslenskra stjórnvalda fari nú að linna og vona að þeir sem kosnir eru til slíkra starfa fari nú að vinna vinnuna sína.
Því miður eru mannréttindabrot víða í Íslensku samfélagi!
Alltaf viss um að þetta væri mannréttindabrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2007 | 23:04
HVAÐ ER VERIÐ AÐ STRESSA SIG YFIR ÞESSARI RÁÐNINGU
Stjórnmálamenn sögunar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Gagnrýna skipun í dómaraembætti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.12.2007 | 21:45
Úbs! Eru Íslensk stjórnvöld enn að gera í buxurnar!
Það er ekki ósjaldan sem Íslensk stjórnvöld þurfa að láta rassskella sig opinberlega af Mannréttindadómstólnum í Strassborg. Því miður er það oft vegna brota á einföldum lýðræðislegum reglum sem eru fótum troðin hér á landi.
Það mætti halda að allur sá skari af hálærðum lögfræðispekingum sem ráfa um í villu á hinu háa Alþingi Íslendinga hafi ekki lært sína heimavinnu sem skildi!
Það er að sjálfsögðu slæmt til afspurnar þegar Íslensk stjórnvöld eru tekin í bólinu hvað eftir annað með allt niður á hæla. Á sama tíma ropa pólitískir fjölmiðlarnir út úr sér reglulega hvað allt sé mest og best á Íslandi og lýðurinn sýpur hveljur af hrifningu.
En það er skömm og hneisa fyrir Íslensk stjórnvöld að þurfa að láta hlutina ganga svona langt og glopra hverju málinu á fætur öðru í hendurnar á Mannréttindadómstólnum.
Mannréttindadómstóll dæmir Íslendingi í vil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.12.2007 | 12:27
Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana
Talað er um að það þurfi að minnka losun á CO2 á bilinu 25 - 40%!
Ég á erfitt með að sjá hvernig þá muni gerast í samfélagi þar sem keyptir eru sífellt stærri og fleiri bílar, stærri skip, fleiri flugvélar og byggðar stærri og afkastameiri verksmiðjur sem losa CO2 í stórum stíl!
Hlýnun jarðar er að gerast með mun meiri hraða en jafnvel svartsýnustu vísindamenn þorðu að spá um.
Ein leiðin í svona málum gæti verið að hugsa aðeins lengra fram í tímann en nú er gert.
Nú þegar flæðir hér umhverfisvæn orka út um allt - ÓNOTUÐ!
Það eitt og sér er sóun á dýrmætum auðlindum.
Því ekki að setjast niður og hugsa öll þessi mál upp á nýtt fyrir þessar 300 þúsund hræður sem hér búa og gera eitthvað rótækt í þessum málum?
Við höfum fjarmagnið, hugmyndirnar, framkvæmdarviljann ... og ekki síst aðstöðuna, en því miður ekki stjórnmálamenn sem þora að taka af skarið og gefa nýjum hugmyndum grænt ljós.
Að sjálfsögðu eru allar nýjungar umdeilda á meðan á þeim stendur og eru Íslendingar lítt þekktir fyrir að vera þolinmóðir þegar fjárfesting í nýsköpun er annars vegar.
Leggjum umhverfisvænt léttlestarkerfi á Suðvestur horn landsins. Hvalfjarðargöngin voru umdeild á sínum tíma og nú örfáum árum seinna á að fara út í stækkun til að ráða við þá miklu aukningu sem orðið hefur í bílismanum.
GETA ÍSLENDINGAR EKKI HORFT AÐEINS FRAM Í TÍMANN ÞEGAR VEGAFRAMKVÆMDIR ERU ANNARS VEGAR?
Svarið er einfallt:
NEI
Innan örfárra ára, þá muna sá ferðamáti að ferðast í bílum eins og gert er í dag verða gjörbyllt með einum eða öðrum hætti.
Kröfurnar eru einfaldlega orðnar þannig að mengandi umferðarmáti verði einfaldlega bannaður í framtíðinni.
Hvað er til ráða?
Höfum við Íslendingar ekki stórkostleg viðskiptatækifæri í þessum málum að þróa lausnir sem við í framtíðinni gætum orðið stórútflytjendur á?
Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.
Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.
Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/
Verum leiðandi á þessu sviði og gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
,,Sögulegt samkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2007 | 21:56
Hvar kemur þessi olíuhreinsistöð til með að rísa? Mynd + kort
Fínar myndir ásamt loftmynd af svæðinu með örnefnum má einnig sjá hér (ef klikkað er á gulu punktana á sumum myndanna, þá koma upp örnöfnin sem er undir viðkomandi punkt):
http://www.mr.is/~gk/hvesta/hvesta.htm
En myndirnar sem linkurinn vísar á eru unnar af Guðbjarti Kristóferssyni
Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur.
Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo kort af má Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn
Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Skýrslur um hugsanlega olíuhreinsistöð kynntar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.12.2007 | 11:23
Umboðsmaður Alþingis endurkjörinn!
12.12.2007 | 08:22
KVÍABRYGGJA ER FLOTTUR STAÐUR
Undir fjallinu að norðan verðu, má sjá lúxus fangelsið Kvíabryggju sem er hannað fyrir þá sem stunda hvítflippaglæpi.
Þarna þurfti ónefndur stjórnmálamaður að gista óvart vegna tæknilegra mistaka sinna.
Hann var ekki lengi að beita pólitískum áhrifum sínum til að fá að stunda ríkisstyrkta listsköpun og ný lúxus rúm voru pöntuð snarlega á staðinn svo að það færi nú örugglega betur um kauða.
Kvíabryggja séð úr lofti með fjallið Kirkjufell í baksýn (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Afplána á Kvíabryggju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.12.2007 | 20:23
Brýnt er að koma sem flestum lögnum í jörðu á viðkvæmum stöðum
Það er víða sem að maður er á ferð um ósnortna náttúru landsins að maður lendir í því að háspennulínur blasa fyrir augum þar sem síst skyldi.
Spurning um að bæta inn í svona hugmyndavinnu að reyna að samræma lagnir á vegum, vatnslögnum, raf- og háspennulögnum.
Það verður þó að viðurkennast að framkvæmdir við virkjanir og fleira á hálendi landsins hefur kallað á vegakerfi sem ísendingar og ferðamenn hafa fengið að njóta.
Hér má sjá sjá 2 háspennulínur sem liggja rétt við Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.
Háspennulínur við Háafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Línan vinstra megin er ný og var lögð á mettíma vegna stækkunar á Norðurál.
Nú hefur kostnaður við að leggja jarðstrengi lækkað mikið. Verð á lagningu á jarðstreng samanborið við loftlínur er frá því að vera lítið hærri upp í tífallt verð sem hlýtur þá að ráðast af því hvað háa spennu er verið að flytja og svo hvernig jarðvegurinn er.
Háafoss sem er efst í Þjórsárdal.
Háiafoss fyrir ofan Þjórsárdal (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
Vilja móta stefnu um raflínur í jörð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.12.2007 | 14:33
LÉTTLEASTAKERFI + REIÐHJÓL
Nýr borgarstjórnarmeirihluti á að vera framsýnn núna og marka nýja framtíðarstefnu í samgöngumálum borgarinnar.
Þeir eiga að stefna að léttlestarkerfi fyrir borgina og láta sem flesta hjóla á þá staði þar sem lestirnar myndu stoppa eins og gert er í Kaupmannahöfn í Danmörku.
Með þessu fæst aukið heilbrigði borgarbúa, umhverfisvænt samgöngukerfi og minnkandi álag á núverandi samgöngukerfi sem er fyrir löngu sprungið á mörgum stöðum í borginni.
Umhverfisvæn farartæki á Bali | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.12.2007 kl. 06:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)