Nú er það stóra spurningin til þeirra sem halda um stjórnartaumana

Hvernig þeir ætla að framkvæma þá stóru drauma sem verið er að skrifa undir þessa dagana?

Talað er um að það þurfi að minnka losun á CO2 á bilinu 25 - 40%!

Ég á erfitt með að sjá hvernig þá muni gerast í samfélagi þar sem keyptir eru sífellt stærri og fleiri bílar, stærri skip, fleiri flugvélar og byggðar stærri og afkastameiri verksmiðjur sem losa CO2 í stórum stíl!

Hlýnun jarðar er að gerast með mun meiri hraða en jafnvel svartsýnustu vísindamenn þorðu að spá um.

Ein leiðin í svona málum gæti verið að hugsa aðeins lengra fram í tímann en nú er gert.

Nú þegar flæðir hér umhverfisvæn orka út um allt - ÓNOTUÐ!

Það eitt og sér er sóun á dýrmætum auðlindum.

Því ekki að setjast niður og hugsa öll þessi mál upp á nýtt fyrir þessar 300 þúsund hræður sem hér búa og gera eitthvað rótækt í þessum málum?

Við höfum fjarmagnið, hugmyndirnar, framkvæmdarviljann ... og ekki síst aðstöðuna, en því miður ekki stjórnmálamenn sem þora að taka af skarið og gefa nýjum hugmyndum grænt ljós.

Að sjálfsögðu eru allar nýjungar umdeilda á meðan á þeim stendur og eru Íslendingar lítt þekktir fyrir að vera þolinmóðir þegar fjárfesting í nýsköpun er annars vegar.

Leggjum umhverfisvænt léttlestarkerfi á Suðvestur horn landsins. Hvalfjarðargöngin voru umdeild á sínum tíma og nú örfáum árum seinna á að fara út í stækkun til að ráða við þá miklu aukningu sem orðið hefur í bílismanum.

GETA ÍSLENDINGAR EKKI HORFT AÐEINS FRAM Í TÍMANN ÞEGAR VEGAFRAMKVÆMDIR ERU ANNARS VEGAR?

Svarið er einfallt:

NEI

Innan örfárra ára, þá muna sá ferðamáti að ferðast í bílum eins og gert er í dag verða gjörbyllt með einum eða öðrum hætti.

Kröfurnar eru einfaldlega orðnar þannig að mengandi umferðarmáti verði einfaldlega bannaður í framtíðinni.

Hvað er til ráða?

Höfum við Íslendingar ekki stórkostleg viðskiptatækifæri í þessum málum að þróa lausnir sem við í framtíðinni gætum orðið stórútflytjendur á?

Nú skora ég á borgaryfirvöld, sveitastjórnir og stjórnvöld þessa lands að hugsa að alvöru um þessi mál.

Á eftirfarandi mynd og korti má sjá hugmyndir af brautarkerfi fyrir suðvesturhorn landsins.

Brautarkerfi, lest eða monorail kerfi fyrir Reykjanes, Gullna hringinn og Suðurland (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293926/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/263922/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/268551/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/267781/
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262950/

Verum leiðandi á þessu sviði og gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is ,,Sögulegt samkomulag”
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband