109 daga sumarfrí má líka stytta!

Það er með ólíkindum að í nútíma samfélagi skuli vera enn við líði að þingmenn fari í 109 daga sumarfrí yfir hábjargræðistímann!

Hér eru greinilega leifar af því þegar stór hluti þjóðarinnar stundaði landbúnað og flestir sem að voru á þingi voru bændur sem þurftu að komast frá til að sinna bústörfum.

Nú er því miður staðreyndin sú að flestir á þingi eru orðnir jakkafataklæddir lögmenn, stjórnmálafræðingar og hagfræðingar. Er því ekki komin tími á endurskoðun á þessu eins og öðru?

Hér situr bóndi á traktor sínum með múgavél í eftirdragi

Bóndi á utanverðu Snæfellsnesi að snúa heyi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar sem nú er búið að stytta sumarfrí skólakrakka, hvað með sumarfrí þingmanna?

Kjartan

WWW.PHOTO.IS

p.s. þetta með að fjölga starfsfólki er algjör óþarfi, fjöldi ríkisstofnanna þessu fólki til handar er þegar orðin nægur og svo er það annað að launagreiðslur til Íslenskra þingmanna eru víst orðnar með þeim hæstu í Evrópu og eru þá undanskilin eftirlaun og aðrar sporslur!

mbl.is Betra Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband