NÝJAR MYNDIR AF BRUNANUM!

Ég var að tilviljun viðstaddur þegar eldur kom upp í Cadillac við Vesturlandsveg í dag og hér er ein af mörgum myndum sem að ég tók við erfiðar birtuaðstæður á litla myndavél.

Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell Cadillac brennur við Vesturlandsveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Ekki gaman þegar svona flottur fornbíll verður eldinum að bráð

Hér má sjá slökkviliðið vinna við það að slökkva eldinn sem kom upp í gömlum Cadillac á Vesturlandsvegi við Úlfarsfell Cadillac brennur við Vesturlandsveg (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)



Kjartan

WWW.PHOTO.IS
mbl.is Eldur í bíl á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess vegna er mikilvægt að trassa ekki viðhaldið.  Hvað ætli þetta sé gamall bíll?  það er varla blöndungur í þessu?  Ja, innspýtingar geta svosem lekið líka.

Ásgrímur (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:30

2 identicon

Ásgrímur. Þessi bíll er á bilinu 80-90 árgerð og hann virðist engan veginn vera í slæmu ástandi en þegar maður á ,,eldri" bíla þá er alltaf gott viðhald á þeim annars eru þeir ekki í ökuhæfu ástandi yfir höfuð.

Segji þetta af reynslu, kem af heimili þar sem eru bara amerískir bílar ( og það 6 talsins!) og eins og þú vilt greinilega kalla þá gamlir bílar. Aldist upp við þetta og til gamans má geta að fyrsti bíllinn sem ég keyri og fæ æfingaleyfi á er nákvæmlega þessi týpa af Cadillac, Cadillac Fleetwood Brougham. Menn eiga alltaf að búast við því óvænta þegar keyrðir eru eldri bílar. 

Ingibjörg Ragna (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 20:56

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ég sá að bílinn var með gömlu R-númeri.

Annars var ég á leið á verkstæði upp í Mosó. Bifvélavirkinn þar taldi að það gæti hugsanlega verið rafmagnsbensíndæla sem héldi áfram að dæla bensíni og það gæti að hluta til verið ástæðan fyrir þessum mikla bruna.

Svo hitti ég annan sem vildi meina að svo væri ekki. En í Cadillac eins og þessum geta verið 2 bensíndælur og er önnur til vara ef hin bilar og þá er hægt að fara fram í húdd til að setja hina í gang í neyð!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 21:14

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Kjartan - fyrstur með fréttirnar...  nei, myndirnar!

En af hverju ætli bílstjórinn hafi látið sig hverfa?

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.11.2007 kl. 23:53

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ábyggilega ekki gaman að lenda í þessu. En flottar eru myndirnar að vanda 

Ásdís Sigurðardóttir, 15.11.2007 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband