HELLA, GADDSTAÐAFLATIR, HESTAMANNAMÓT - MYNDIR

Hér má sjá einn glæsilegasta reiðvöll landsins á Hellu

Horft til suðurs yfir reiðvellina á Gaddstaðaflötum á Hellu. Pictures of Gaddstadaflotum at Hella village in south of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo loftmynd af hesthúsahverfinu á Hellu

Hverfið er staðsett norðan við bæinn. Every town and villages in Iceland have there own riding club. Pictures of Hella's riding clubs houses. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein þekktasta veiðiá landsins Ytri-Rangá rennur í gegnum Hellu. Rétt fyrir ofan bæinn má sjá þennan fallega foss sem heitir Árbæjarfoss

Tveir fossar eru í ánni, Árbæjarfoss og Ægissíðufoss. Nokkur veiði hefur verið í ánni frá fornu fari, Ytri Rangá er í dag einhver besta laxveiðiá landsins með yfir 5000 laxa veidda á síðasta ári. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svo má ekki gleyma flottum flugvelli sem er við Hellu en þar halda svifflugmenn einnig landsmót eins og hestamenn enda aðstaða til svifflugs þar mjög góð.

Fisflugmenn og einkaflugmenn njóta líka góðs af flugvellinum á Hellu sem er löng grasflugbraut. Airport for gliding at Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En annars er fín ferðaþjónusta rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum

Árhús er smáhúsagisting á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferðaþjónustan Árhús rétt við hliðina á reiðvellinum á Gaddstaðarflötum

Árhús á eystri bakka Ytri Rangár við Hellu. Árhús is accommodation in cottages located on the east bank on the Ytri Rangá-river in the small village of Hella. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hjólhýsastæði með rafmagni að verða uppseld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FERÐ Á SÓLHEIMAJÖKUL, ÍSHELLIR - MYNDIR

Til að ganga á ís, þá þarf að vera vel búinn bæði með ísexi, hjálm, mannbrodda og öryggislínu þegar aðstæður eru mjög varhugaverðar

Hér má sjá hóp á göngu á Sólheimajökli. Þangað fer mikill fjöldi ferðamanna á hverju ári. It is poppular to hike to Solheimajökull glacier (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður svelg í jöklinum.

Svelgur myndast þegar vatn byrjar að renna niður um þrönga sprungu sem vatnsflaumurinn stækkar síðan smátt og smátt. Pictures of "Svelgur" in Sólheimajökull glacier. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég hef farið ófáar ferðirnar inn að Sólheimajökli og hér má sjá seríu af myndum áður en íshellinum var lokað í apríl 2007

Íshellir í Sólheimajökli. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þau eru mörg ótrúleg listaverkin sem finna má í jöklum landsins

Ég sé ekki betur en að þetta sé hákarlshöfuð sem vatnið fossar út um ginið á. Pictures of sharkhead made by ice in icecave in glacier Solheimajökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hóp af ánægðum ferðamönnum frá Danmörku við íshellinn í Sólheimajökli

Mikil hætta getur verið á hruni í íshellum og þá sérstaklega þegar líða tekur að sumri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það þarf ekki að vera stór til að fá að ganga á ís

Þessi litla dama stillir sér upp til að láta mynda sig á Sólheimajökli (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá búnað sem notaður er til að ganga á ís

Hjálmar, ísexur og mannbroddar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferð gönguleiðsögumanna á Sólheimajökul þar sem æfð var notkun á klifurbúnaði

Hér er gengið á ís með kennara (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Djúpblár litur hellisins getur verið fallegur þegar dagsbirtan nær að skína í gegn

litadýrðin í íshellinum í Sólheimajökli. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá frétta og blaðamenn frá Japan við myndatöku í íshellinum í Sólheimajökli

Japönsk kona stillir sér upp við stórt gat í íshellinum sem er stór svelgur myndaður með rennsli vatns. Íshellirinn sjálfur myndast þar sem árfarvegur jökulsárinnar rann. Pictures of icecave in Solheimajökull glacier in Mýrdalsjökull. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Sóttu slasaðan ferðamann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

:)

:)
mbl.is Vísað frá vegna vanhæfis sýslumanns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JARÐSKJÁLFTINN - ENDURBÆTT KORT OG MYNDIR

Ég átti þess kost á að fljúga um jarðskjálftasvæðið skömmu eftir að ósköpin dundu yfir og flaug meðal annars í kringum Ingólfsfjall.

Mér datt í hug að leggja nýja kort veðurstofunnar með jarðskjálftalínunum yfir nákvæmara kort þar sem sjá má flugferil tveggja fluga sem ég fór yfir svæðið sama dag.

Hér má svo sjá endurbætt kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 31. okt. 2008 og er búið að vera samfeldir jarðskjálftar á svæðinu eins og sjá má. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir


Það ætti því ekki að koma á óvart að áhrif skjálftans ættu að vera mest eins og við þennan sveitabæ hér sem heitir Gljúfur við hliðina á samnefndu Gljúfri.

Hinu megin við gljúfrið er svo réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi. Picture of the farm Gljufur in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þar skammt frá má svo sjá þessi ummerki hér í hlíðum Ingólfsfjalls sem eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.

Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.3 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ég flaug einnig inn á svæðið norðan við Hveragerði í seinna fluginu án þess að taka myndir (myndavélin ekki með) og mátti sjá mikla virkni á svæðinu og á einum stað þar sem risastór jarðskriða hafði fallið úr einni hlíðinni innarlega í Grænsdal þar sem mótordrekinn er að hringa sig upp úr dalnum eins og sjá má á kortinu.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hægt er að nálgast GPS flugferlanna hér:

http://www.wikiloc.com/wikiloc/view.do?id=139302

og fyrir seinna flugið þar sem skriðan er hér:

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að ná í GPS feril)
Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi

Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.

Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Meginskjálftinn var 6,3 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ROLLING STONE"S Í KRINGUM INGÓLFSFJALL - NÝJAR MYNDIR + KORT

Ég upplifði stóra skjálftann á Suðurlandi uppi á 10 hæð í Kópavogi þar sem blokkin sveiflaðist til ansi hressilega. Á meðan horfði maður á myndir hreifast á veggjum.

Það var ekki laust við að maður hugsaði nokkrum mánuðum aftur í tímann þegar maður var staddur í Grikklandi síðustu áramót og upplifði nákvæmlega sömu tilfinningu á hóteli í Aþenu. Jarðskjálfti, sem mældist 6,5 stig á Richter, varð í suðurhluta Grikklands Upptök skjálftans voru 124 km suðvestur af Aþenu á Pelópsskaga djúpt undir yfirborði jarðar.

Það eru greinilega mikil umbrot í gangi víða á jörðinni eins og sjá má á því sem er líka að gerast í Kína.

Þar sem veðrið var gott til flugs, þá var ákveðið að fljúga austur í sveitir og reyna að athuga hvort að hægt væri að taka myndir af verksummerkjunum. Hér má svo sjá myndir úr ferðinni þar sem öflugur jarðskjálfti upp á 6.1 á Richter-skala reið yfir suðurlandið í gær.

Hér í hlíðum Ingólfsfjalls eru líklega greinilegustu ummerkin um jarðskjálftann. Hér má sjá hvar stór grjótskriða hefur fallið niður hlíðina í Ingólfsfjalli.

Skriða í Ingólfsfjalli þar sem stór björg hafa klofnað efst út hlíðum fjallsins. Pictures of falling rocks down mountain Ingolfsfjall close to Hveragerdi. A strong earthquake measuring 6.1 has hit southern Iceland, 50km (30 miles) from the capital, Reykjavik. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar stór steinn hefur rúllað niður hlíðina og skoppað yfir lækinn og skemmt girðinguna

Verksummerki jarðskjálftans mátti sjá víða í hlíðum fjallsins sem brotin strikalína niður fjallið þar sem stórir steinar og jafnvel björg hafa rúllað niður hlíðar fjallsins. Pictures of rocks rolling down the side of mountain Ingolfsfjall close to Hveragerði. Strong earthquake rocks Iceland. A big earthquake shake the area. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli, rétt við upptök skjálftans mátti víða sjá verksummerki eftir jarðskjálftann

Miklar skriður hefðu getað farið af stað í námunni og hefði auðveldlega stórhætta geta skapast ef menn hefðu verið við vinnu á svæðinu. Pictures from the south side of Ingolfsfjall close to Selfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá stórt bjarg í austur hlíð Ingólfsfjall sem fallið hefur ofarlega úr fjallinu.

Litlu má muna að mannvirki víða undir fjallinu gætu orðið fyrir grjótskriðum og hér eru tveir háspennustaurar ekki langt undan. Pictures from the east side of Ingolfsfjall close to river Sogid. Iceland, which has a population of about 300,000, is a geologically unstable volcanic island in the north Atlantic. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar stórt bjarg hefur rúllað niður úr hlíðinni fyrir ofan bæinn Tannastaði sem er austan megin undir hlíðum Ingólfsfjalls

Hér hefur bjargið brotið sér leið í gegnum grjóthleðslu sem umlikur túnið á Tannastöðum. Það má sjá að bjargið er með beina stefnu á sveitabæinn. Pictures of rock close to the farm Tannastadir (east side of Ingolfsfjall close to river Sogid). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við leiðsögumenn gerum oft mikið grín af þessum sumarbústað sem settur hefur verið inn á milli stórra bjarga í skriðu suðaustur undir hlíðum Ingólfsfjalls. Sumir segja þá sögu að einhver pirraður á tengdamóður sinni hafi byggt þennan sumarbústað hana :)

Ef betur er að gáð, þá má sjá hvar stór björg hafa hreifst úr stað vinstra megin við sumarbústaðinn. Pictures from the east-south side of Ingolfsfjall of small summerhouse close to Selfoss surrounded with big rocks. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér hefur einn stór grjóthnullungur reynt að hitta fyrir lítinn skúr eða kerru eins og í keilu en til allra hamingju ekki náð að hitta

Það gleymist oft að tala um öll þau skipti sem að við sleppum rétt svo með skellinn. En þau eru ófá dæmin sem við viljum oft gleyma eins og í þessu tilfelli. This one was lucky :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er vel sloppið er tjónið er ekki meira en 2-3 girðingarstaurar

Hér er girðing á hliðinni undir vestur hlíð Ingólfsfjalls. Picture of rock after the big earthquake close to mountain Ingolfsfjall (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við skulum vona að það hafi ekki væst illa um íbúanna að Sogni í Ölfusi

Réttargeðdeildina að Sogni í Ölfushreppi er líklega sá staður sem er einna næst upptökum jarðskjálftans. Picture of Sogn in Olfus. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvergerðingar fengu víst heldur betur sinn skerf af hamförunum. En hér má sjá grjótskriðu sem falið hefur úr hamrabelti rétt norðan við bæinn.

Í stórum jarðskjálftum losnar mikið um berg í jarðlögunum og þá myndast oft nýjar leiðir fyrir jarðvarma upp á yfirborðið. Nú er lítill geysir farin að gjósa í Hveragerði. Pictures of rock falling down close to Hveragerdi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein aflvéla Hellisheiðarvirkjunar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sló út við jarðskjálftann í Ölfusi. Keyra þurfti vélina upp og var hún komin á fulla ferð aftur hálftíma seinna

Hellisheiðarvirkjun. Pictures of Hellisheidarvirkjun Orkuveita Reykjavík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Jarðskjálfti er í jarðskjálftafræði titringur eða hristingur í skorpu jarðar. Upptök jarðskjálftans er á þekktum flekaskilum. Við jarðskjálfta losnar spenna sem myndast vegna núnings milli jarðskorpu fleka. Þessi spenna getur hafa verið að safnast upp í hundruð ára en losnar á einu augnabliki með fyrrgreindum afleiðingum.

Á jörðu verða jarðskjálftar á hverjum degi, þó svo að við tökum ekkert eftir þeim. Þetta er mjög eðlilegt vegna jarðskorpuhreyfinga, einkum á mótum tveggja jarðskorpufleka. Meirihluti allra jarðskjálfta eru litlir (undir 5 á Richter-skala) og valda engu tjóni en aðrir eru stærri og í kjölfar þeirra geta fylgt margir smærri skjálftar, svokallaðir eftirskjálftar. Jarðskjálftum fylgir hinn kunnuglegi titringur auk þess sem sprungur geta komið í jörðina og mannvirki geta skemmst eða jafnvel hrunið, flóðbylgjur geta farið af stað og skriðuföll bæði í sjó og á landi geta farið af stað. Það sem bjargar okkur Íslendingum umfram aðrar þjóðir þegar jarðskjálfti ríður yfir er að bergið er frekar ungt og eftirgefanlegt og því verða áhrifin ekki eins mikil hér á landi eins og víða annars staðar þar sem bergið er mun harðara.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss. Búið er að merkja inn á kortið nokkra af þeim stöðum sem myndir voru teknar. Einnig má sjá hvar Hans flugkappi var á svifvængnum sínum þegar jarðskjálftinn reið yfir.

Hér má svo sjá kort af Ingólfsfjalli, Hveragerði og Selfoss (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 30. okt. 2008 snemma í morgun þegar þetta blogg var samið. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir


Vefur Veðurstofunnar hrundi í skamma stund  í kjölfar jarðskjálftans. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni lá hann þó einungis niðri í um hálftíma.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ástæðan fyrir þessum áhuga á jarðskjálftafræðum má líklega rekja til þess að ég bjó á Kílhrauni á Skeiðum og þar lenti maður stundum í því að aka ofan í sprungur sem lágu í gegnum túnin. Síðasti stóri suðurlandaskjálftinn átti upptök sín aðeins 4 km frá Kílhrauni rétt við Hestfjall.

Annars frétti ég að Hans Kristján Guðmundsson ásamt öðrum hefðu verið á flugi í hlíðum Ingólfsfjalls á svifvæng (paraglider) þegar ósköpin dundu yfir og tókst honum að mynda atburðinn á myndavélina sýna beint fyrir framan sig - úr lofti!

Þannig að líklega á hann mynd ársins - Til hamingju Hans :)

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Tíðindalítil nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stór víðmynd úr lofti af Ingólfsfjalli og Selfossi

Ingólfsfjall er merkilegt fjall fyrir margar sakir.

Fjallið er um 551m hátt móbergsfjall. Í lok ísaldar var suðurlandsundirlendið stór flói þegar sjávarstaða var mun hærri en hún er í dag.

Kögunarhóll er höfði sem er rétt suðvestan við fjallið og liggur Suðurlandsvegur á milli fjallsins og hólsins.

Á hryggnum sem er á móts við Kögunarhól má finna silfurberg. Fyrir stuttu voru settir upp krossar við hólinn og segir fjöldi krossanna til um hversu margir hafa látist í umferðarslysum á Suðurlandsvegi.

Fjallið fær nafn sitt eftir landnámsmanninum Ingólfi Arnarsyni og hann er sagður grafinn í grágrýtishæðinni Inghóli uppi á því. Landnáma segir frá þriðju vetursetu Ingólfs að Fjallstúni við sunnanvert fjallið,

Hér má sjá loftmynd af Ingólfsfjalli og Kögunarhóli sem er vinstra megin við endan á fjallinu (ef smellt er á myndina, þá má skoða risa panorama mynd af svæðinu)

Ef klikkað er á myndina, þá opnast stór panorama mynd af svæðinu frá Hveragerði að Selfossi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið á milli Kögunarhóls og Ingólfsfjalls og er talið að upptök skjálftanna séu á þessu svæði

Krossar við Kögunarhól (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er skjáskot af jarðskjálftanum sem var að koma núna.

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona var svo virknin á svæðinu 25. okt. 2007. Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virkni á Suðurlandsundirlendinu eins og þessi mynd sýnir

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA Í SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA

Leiðsögumenn voru í skoðunarferð hjá Landsvirkjun inn við Kárahnúka fyrir skömmu og heppnaðist ferðin í alla staði vel.

Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda maður sem hefur komið að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti.

Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Egilsstöðum tók á móti okkur vanur maður af svæðinu, bæði bílstjóri og leiðsögumaður

Sögurnar voru ófáar hjá honum sem slógu heldur betur í gegn hjá hópnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Hér labbar hópurinn út í rútu, uppáklæddur, eftir að hafa fengið kynningu um svæðið í Végarði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hópurinn gerir sig klára til að aka um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hópurinn var tvískiptur sem fékk að fara inn í stöðvarhúsið þar sem ekið var um 1 km inn í fjallið

Til að öryggiskröfum væri fylgt, þá þurfti að skipta hópnum í tvo hluta. Hópmynd af fyrri hluta hópsins á leið inn í flókið gangnakerfi Kárahnúkavirkjunarinnar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo seinni hluti hópsins búinn að stilla sér upp við eina af mörgum vélarsamstæðum virkjunarinnar

Hér brosir hluti úr rúmum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er ekið í gegnum "Rauða svæðið" sem er staðsett inni í jarðgöngunum á leið inn í stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð

Hér lýsir Sigurður Arnalds "Rauða svæðinu" af mikilli innlifun :) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eftir snarl í boði Landsvirkjunar, þá fékk hópurinn að sóla sig áður en haldið var áfram

Veðrið var eins gott og hægt var að hugsa sér í ferðinni á norðaustur horni landsins (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft niður eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður var svo inn við Snæfell við vinnubúðir Hraunaveitu sem frétt Morgunblaðsins fjallar um

Vinnubúðir upp við Snæfell (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Ufsastíflu sem verið var að semja um að klára

Um er að ræða vinnu við Kelduá, öll göng og framkvæmdir þar fyrir austan og lok vinnu við Jökulsárveitu og Ufsarstíflu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri

Hópmynd. Sigurður Arnalds leiðsögumaður hópsins er til hægri á myndinni. Honum vil ég þakka fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Landsvirkjun semur við Ístak um að ljúka við Hraunaveitu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HRINGSDALUR Í ARNARFIRÐI - MYNDIR OG KORT

Á vef Fornleifaverndar ríkisins mátti finna eftirfarandi um Hringsdal og þar eru einnig fínar myndir af svæðinu.

http://www.fornleifavernd.is/index.php?pid=69

"Hilmar Einarsson forvörður og eigandi jarðarinnar Hringsdal í Arnarfirði hafði samband við Fornleifavernd ríkisins sumarið 2006 og tilkynnti að Eyjólfur bróðir hans hefði fundið mannabein í meintu kumli sem er að finna á landareign Hilmars og Kristínar konu hans. Í Hringsdal, er samkvæmt sögnum, haugur Hrings, norsks manns sem kom til Íslands með Erni landnámsmanni sem nam Arnarfjörð. Hringur var sagður veginn af Austmönnum sem höfðu elt hann til Íslands til að hefna fyrir víg. Hringur varðist vel og hryggbraut fjölda Austmanna á steini og eru þeir einnig heygðir í Hringsdal skv. sögnum. Fornleifavernd ríkisins fór vestur og kannaði aðstæður. Adolf Friðriksson, Fornleifastofnun Íslands ses tók að sér rannsókn á kumlateignum og minjunum í Hringsdal. Frumkönnun Adolfs leiddi í ljós kumlateig, mannabeinabrot, hluta kjálka með tönnum, kambbrot og leifar fleiri gripa. Verður spennandi að fylgjast með hvað rannsóknin leiðir í ljós."


Hótel Búðir eru með flottan vef og mátti þar lesa þennan texta:

http://www.budir.is/default2_is.asp?active_page_id=48

"Vestur í Arnarfjarðardölum er bær, sem nú á tímum jafnan er nefndur Hringsdalur, alkunnur bær, því að þar hefir löngum verið myndar- og rausnarheimili. Í Hringsdal hafa gengið munnmælasagnir um landnámsmanninn Hring, er bærinn sé við kenndur, og deilur hans við Austmann í Austmannsdal, er lyktuðu með því, að Hringur féll í bardaga í Hringsdal. Hringshaugur er sýndur enn í dag, og ýmis örnefni eru þar önnur, sem lúta að þessum sögnum, Víghella, Bardagagrund, efri og neðri, Ræningjalág eða Austmannalág. Er þetta í rauninni heil Íslendingasaga, sem þarna hefir gengið í munnmælum, og hafa þeir skráð inntak hennar hvor í sínu lagi, Sigurður Vigfússon 1) og Helgi Guðmundsson 2) en aldur sögu þessarar má ef til vill marka af því, að í eldri heimildum, allt niður á 18. öld, er bærinn jafnan nefndur Hrísdalur, og mun ekki vera að efa, að það sé hið upphaflega nafn hans."

Hringsdalur er um 10 km frá Bíldudal.

Á myndinni er horft til norðurs þar sem má sjá Arnarfjörð og þar sem glittir í gulan sandinn er Hvestudalur þar sem áin Vaðall rennur og næsti dalur til vinstri er Hringsdalur.

Hornið sem dökka skuggann ber á heitir Nónhorn og lengra til vinstri má sjá hvar Hringsdalur er (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo kort af Hringsdalur, Hvestudal, Arnarfirði, Nónhorni, Bíldudal

Hringsdalur, Hvestudalur, Arnarfjörður, Nónhorn, Bíldudalur (klikkið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Í næsta firði, Hvestudal, hefur verð umræða um að byggja upp umdeilda olíuhreinsistöð.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Líklegt að haugurinn hafi verið rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KRÍSUVÍK, KRÝSUVÍK, KLEIFARVATN, MYNDIR OG KORT

Ef farið er inn á vef Veðurstofunnar og skoðuð jarðskjálftavirkni á svæðinu, þá má sjá virknina á Reykjanesi eins og hún er núna

Jarðskjálftakort Veðurstofunnar af Reykjanesi (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá sprungu í ísnum á Kleifarvatni. Fyrir ekki svo löngu síðan byrjuðu jarðhræringar á svipuðu svæði og opnaðist þá stór sprunga ofan í vatninu sem olli því að mikið af vatni "lak" í burtu og yfirborðið lækkaði mikið.

Kom þá í ljós fallegt hverasvæði sunnan megin í vatninu sem áður hafði verið hulið undir yfirborðinu. An earthquake around 3 on Richter occur close to lake Kleifarvatn on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið yfir svæðið þar sem upptök jarðskjálftans er að finna

Vinsælt er að taka kvikmyndir og auglýsingar á þessu svæði. Enda er jarðfræðin þarna einstök. Place Kleifarvatn where "Flags of Our Fathers (2006) where partly filmed. Directed by Clint Eastwood. With Ryan Phillippe, Jesse Bradford, Adam Beach. The life stories of the six men who raised the flag at The Battle of Iwo Jima, ... (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litirnir eru fallegir á háhitasvæðinu í Seltúni í Krísuvík

Picture of Seltún in Krysuvik (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á sínum tíma varð öflug gufusprenging út frá gamalli tilraunaborholu og myndaðist þá stór gígur eins og sjá má á myndinni

Í dag leggur mikill fjöldi ferðamanna leið sína til að skoða svæðið við Selbúð í Krísuvík. Picture of Selbud in Krisuvik or Krysuvik close to Kleifarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kvöldmynd tekin af suðurhluta Kleifarvatns

Kleyfarvatn. Picture of Kleyfarvatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af bænum Krýsuvík fremst í myndinni og Krýsuvíkurskóli fjær til hægri. Vinstra megin er Grænavatn og hægra megin er Gestsstaðarvatn. Krýsuvíkurkirkja stendur undir Bæjarfelli sem er bak við Krýsuvíkurskóla og þar til hliðar er Arnarfell.

Krýsuvík (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Seltúni í Hveradal og er Krýsuvík ekki langt undan

Seltún (Hveradalur) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er loftmynd af Austurengjahver og svæðinu í næsta nágreni

Austurengjahver (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Nú er skólinn í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. [leiðrétt samkvæmt ath. frá ellismelli :)]

Krísuvíkurskóli. Á sínum tíma var byggður skóli í Krýsuvík. Skólinn er í umsjón Krýsuvíkursamtakanna sem hafa rekið þarna vist- og meðferðarheimili. Stutt er frá Reykjavík en staðurinn samt afskektur og langt í næsta byggt ból. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við Seltún í Krísuvík er stórt og mikið háhitasvæði

Það má sjá margar fallegar ummyndanir á landslagi. Hér má sjá jarðveg sem hefur verið soðin í miklum hita á löngum tíma (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á svæðinu er lítil timburkirkja sem heitir Krísuvíkurkirkja. Krýsuvíkurkirkja tilheyrir Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Kirkjan var reist 1857 af Beinteini Stefánssyni frá Arnarfelli. Hún var endurbyggð og endurvígð 1964 og afhent þjóðminjaverði til varðveislu.

Í dag er tæp 90% þjóðarinnar lútherstrúar, og um 2% kaþólskrar trúar. Skráð trúfélög utan þjóðkirkjunnar voru árið 2003 samtals 21, en tíu árum fyrr voru þau aðeins 11. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg eða Krísuvíkurbjarg

Frábært útsýni er af bjargbrúninni og mikið fuglalíf. The Krysuvikurbjarg Ocean Cliffs are located to the south of the Krysuvik farm on Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Krýsuvíkurbjarg rís úr sjó í Krýsuvíkurhrauni rétt sunnan við Kleifarvatn. Bjargið er langstærsta fuglabjarg á Reykjanesi. Varp er mikið í bjarginu og er talið að um 60.000 fuglapör hafist þar við. Mest er af ritu og langvíu ásamt álku, stuttnefju og fýll. Einnig má finna eitthvað af lunda, toppskarf, silfurmáf og teistu. Fyrr á tímum var algengt að menn sigu eftir eggjum í bjargið. Árið 1724 fórust þrír menn í grjóthruni við bjargsig. Efst á Krýsuvíkurbjargi er viti sem var reistur árið 1965. Nokkrir skipsskaðar hafa orðið við Krýsuvíkurbjarg eins og þegar Steindór GK strandaði þar 1991 og Þorsteinn GK 1998. Allir björguðust frá þeim skipsskaða.

Kort af Reykjanesi sem sýnir Krýsuvík, Austurengjahver, Eldvörp, Köldunámur, Trölladyngju og Sandfell

Kort af Reykjanesi. Map of Reykjanes peninsula. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir réttara að skrifa Krýsuvík en ekki Krísuvík. Ef orðin eru googluð, þá kemur í ljós að Krýsuvík fær 9.960 atkvæði en Krísuvík fær 8.740 atkvæði á veraldarvefnum. Þetta getur verið þægileg aðferð þegar leikur einhver vafi á því hvernig orðið er ritað.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS


mbl.is Jarðskjálfti við Kleifarvatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SÓLHEIMAR Í GRÍMSNESI FLOTTUR VISTVÆNN VINNUSTAÐUR - MYNDIR

Sólheimar í Grímsnesi er merkilegur staður og átti ég þess kost að skoða staðinn ásamt fréttafólki frá Japan sem voru á ferð um landið til að kynna sér umhverfi, orku og sjálfbæra nýtingu.

Á Sólheimum í Grímsnesi hefur myndast þéttbýliskjarni þar sem búa um 70 manns. Á staðnum er rekið athvarf fyrir fatlaða einstaklinga. Staðurinn er merkilegur fyrir þær sakir að þarna má finna sjálfbært byggðahverfið.

Þar eru starfrækt nokkur fyrirtæki eins og í ferðaþjónustu og svo vinnustofur fyrir fatlaða einstaklinga þar sem framleiddar eru ýmsar vörur sem ferðamenn geta m.a. keypt á staðnum.

Vistheimili er fyrir um 40-50 fatlaða einstaklinga. Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima árið 1931. Áður hétu Sólheimar Hverakot eftir jarðhitanum sem er á svæðinu.

Á Sólheimum er falleg kirkja hönnuð af ASK arkitektum

Sólheimakirkja, byggð 2006, Sólheimum Grímsnesi. Sólheimar Church, build 2006, Grímsnes, Arkitekts ASK Arkitektar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sesseljuhús umhverfissetur er fræðslusetur um umhverfismál og sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar

Vistmenningarmiðstöðin Sesseljuhús er sýningarhús um vistvænar og sjálfbærar byggingar. Sesseljuhús er byggt 2002. Sesselja House, build 2002, Sesseluhús Eco-centre. Exemplaric environmentally friendly building. Arkitekts ASK Arkitektar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Frárennslis hússins miðar við að skila frárennsli í formi tærs vatns og ómengandi efna. Loftræsing hússins er náttúruleg sem þýðir að loftskipti verða án tilstillis vélbúnaðar. Öll orka sem notuð er í Sesseljuhúsi er fengin frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Um er að ræða raforku frá vatnsaflsvirkjunum, íslenskum rafal sem vinnur raforku úr heitu vatni, vindmyllu og sólarrafhlöðum. Ennfremur er um að ræða varmaorku frá hitaveitu Sólheima.

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins

Íþróttaleikhús, byggt 1986. Húsið er íþróttahús og leikhús Leikfélags Sólheima, eins elsta leikfélags landsins. Sportstheatre. Sólheimar sportshall and Theatre for Sólheimar Theatre club, one of Iceland oldest theatre clubs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ingustofa. Húsið er teiknað 1997 sem vinnustofur fyrir vefstofu, listasmiðju, smyrslagerð og sem sýningarsalur. Byggt á árunum 1997-1999.

Á Sólheimum eru 6 vinnustofur. Six workshops are operated by Sólheimar for habilitation purposes. The Carpentry Workshop. The Candle Workshop. The Pottery Workshop. The Weaving Workshop. The Herbal Workshop. A bread-making facility will be added in 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vefað

Vefnaðarvörur unnar í vefstólum. The Weaving Workshop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Föndrað

Föndur (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Málað

Hægt er að kaupa málverk unnin af vistmönnum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslun Vala og Listhús Sólheima

Verslunin Vala er staðsett miðsvæðis á aðaltorgi Sólheima gegnt kaffihúsinu Grænu könnunni. Verslunin Vala er annarsvegar matvöruverslun, sem hefur á boðstólum almenna nauðsynjavöru, en þó með áherslu á lífrænar vörutegundir, og hinsvegar Listhús. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Verslunina Völu og Listhús Sólheima rekur leiðsögukonan Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir

Aðalheiður Ásta Jakobsdóttir rak fyrst ferðaþjónustuna og gistiaðstöðuna Brekkukot, því næst Kaffihúsið Grænu könnuna og nú sér hún um reksturinn á versluninni Völu og Listhúsinu á Sólheimum. The shop, Vala. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kaffihúsið Græna Kannan

Græna kannan er kaffihús þar sem allar veitingar eru framleiddar úr lífrænt ræktuðu hráefni. Kaffihúsið Græna kannan opnaði í maí 2001 og er staðsett í miðju byggðahverfisins við aðaltorg Sólheima í Grímsnesi. The Brekkukot Guesthouse and the Graena kannan Coffee Shop. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kertagerðin Óla-Smiðja

Fullkomin aðstaða til kertaframleiðslu. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ýmsar framleiðsluvörur sem kertasmiðjan Óla-Smiðja framleiðir

Einnig er unnin ný kerti úr gömlum kertafgöngum. The Candle Workshop (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á Sólheimum í Grímsnesi er að finna mikið af fallegum listaverkum eins og þetta hljóðlistaverk hér

Hljóðlistaverk búið til úr íslenskum við eins og mikið af framleiðslunni á staðnum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Styrktarsjóður Sólheima styður byggðahverfi í Suður-Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband