GRUNNVATNIÐ Í FLÓANUM OG Á SKEIÐUM - MYNDIR

Í jarðskjálftanum árið 2000, þá myndaðist þessi sandsvelgur hér ekki langt frá Þjórsárbökkum í Villingaholtshreppi skammt frá bænum Syðri-Gróf

Líklegt er að stór sprunga hafi opnast neðanjarðar sem veldur því að þykkt sandlag sem mikið er af á þessum stað, nær að leka ofan í sprunguna og myndast þá líklega þessi svelgur eða djúp hola í yfirborðinu. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef svo þessi mynd sem er tekin núna fyrir nokkrum dögum þann 25. júní 2008 er skoðuð nánar, þá má sjá að holan sem var áður full af vatni er orðin nánast tóm

Skýringin er líklega sú að grunnvatnið á svæðinu hefur lækkað eins og fram kemur í fréttinni. Hole in the ground after earthquake from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En í jarðskjálftunum á Suðurlandinu sem átti upptök í Hestfjalli árið 2000 dagana 17 til 21 júní, að þá mynduðust stórar sprungur á yfirborðinu víða eins og þessi hér sem er rétt vestan megin við Dælarétt. Jarðskjálftinn var 6,5 richterstig að styrkleika.

Dælarétt er ævaforn fjárrétt sunnan við Suðurlandsveg, nokkru fyrir vestan Þjórsárbrú. Er vel þess virði að aka malarslóðann þangað niður eftir til að berja augum þetta mikla mannvirki og fyrrum helstu skilarétt svæðisins. Þar má einnig sjá mikil ummerki eftir jarðskjálftann sem reið yfir árið 1896. Daelarett earthquake fissures from year 2000 close to Thjorsa river. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar góður mælikvarði á stöðu grunnvatnsins er líklega hæðin á vatninu í gígnum Kerinu í Grímsnesi sem fjallað er um í blogginu hér á undan.

En ég bjó á bænum Kílhrauni á Skeiðum á sínum tíma og í kringum þann bæ eru þrjú flóð eða vötn. Í flugi þar yfir um daginn, þá tók ég eftir því að tvö af þremur flóðunum voru alveg þornuð upp og horfin með öllu og mjög lítið eftir af því þriðja. En það er eitthvað sem ég hef aldrei séð áður.

Hér má sjá tjörn, flóð eða kíl (sem bærinn Kílhraun dregur líklega nafnið sitt eftir) sem er sunnan við bæinn Kílhraun á Skeiðum. Hinar tvær tjarnirnar eru svo norðan megin við bæinn. Pictures of the farm Kilhraun at Skeidum, Arnessysla. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ef smellt er á síðustu myndirnar, þá má sjá mikið af góðum myndum af sveitabæjum í uppsveitum Árnessýslu. Hér er flogið yfir Brautarholt á Skeiðum en þar er skóli og sundlaug.

Í kringum Brautarholt á Skeiðum hefur verið að byggjast upp lítill byggðarkjarni, enda er öll aðstaða þar til fyrirmyndar og nóg af heitu vatni og rekin öflug ferðaþjónusta á staðnum þar sem stutt er í ýmsa þjónustu. Eldfjallið Hekla skartar sínu fegursta í kvöldsólinni í baksýn. Pictures of Brautarholt, Skeidum, Arnessysla and mountain Hekla Vulcan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Flóaáveitan (við Þingborg) var grafin árin 1918 - 1927 og var talin mesta mannvirki norðan Alpafjalla er hún var gerð

Flóaáveitan var byggð til að veita jökulvatni úr Hvítá á Flóann sem er mýrarsvæði á milli Hvítá og Þjórsá. Framkvæmdin átti að auka uppskeruna til muna en mikið af jarðefnum og áburði leynast í jökulvatni og eru áhrifin vel þekkt þar sem gjöful fiskimið eru oft við ósa jökuláa (góð spurning hvaða áhrif virkjanir hafa svo á fiskimiðin í kringum landið!). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skraufþurrt í Flóanum og vatnsból að þrjóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KERIÐ Í GRÍMSNESI - MYNDIR

Það er alltaf gaman að koma með ferðamenn að kerinu þó svo að gígurinn sé ekki mjög stór eða um 270m x 170m í þvermál og 50m djúpur

Í gígnum er tjörn sem sýnir vel grunnvatnsstöðuna á svæðinu og er dýptin frá 7 til 14m djúp. Kerið is a volcanic crater lake located in south central Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við kerið er búið að setja upp fína aðstöðu fyrir ferðamenn með upplýsingaskiltum og bílaplani fyrir stærri bifreiðar

Um Gullna hringinn fara um 400 þúsund ferðamenn á ári og er því löngu orðið tímabært að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Á sama tíma er afskekkt svæði eins og Rauðisandur styrktur um 3-4 milljónir til að útbúa salernisaðstöðu fyrir örfáa ferðamann! The caldera itself is approximately 55 meters deep, 170 meters wide, and 270 meters across. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við hliðina á kerinu er annar gígur, þar má finna malarnám þar sem hægt er að fara ofan í gíginn og skoða þversnið á hvernig svona gígur lítur út.

Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít). Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skiptar skoðanir hafa verið um myndun gígsins og var í fyrstu talið að þarna væri um sprengigíg að ræða. Nýjustu heimildir telja að þarna sé niðurfall eftir hrun gjallgígs.

Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 5000 til 6000 árum og mynduðu Grímsneshraun. Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Nú er bara spurning hvað vakir fyrir nýju eigendunum, líklega er verið að undirbúa að ríkið kaupi "eignina" á "sanngjörnu" verði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HELLUVATN OG ELLIÐAVATN - MYNDIR

Eins og segir í fréttinni, þá er Helluvatn inn af Elliðavatni

Helluvatn, innan við Elliðavatn. Leiðin inn í Heiðmörk. Mikið er um að borgarbúar fari og renni fyrir silung í vatninu. Lake Helluvatn is just outside Reykjavik is a beautiful place, where you can fish various kind of trout. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Elliðavatn og Helluvatn rétt fyrir ofan Reykjavík

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vetrarmynd af Elliðavatni, fjær má sjá Helluvatn

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo tvær brýr sem farið er yfir á leið inn í Heiðmörk

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bjargaði álftarungum úr taumaflækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HOLTAVIRKJUN, HVAMMSVIRKJUN, URRIÐAFOSSVIRKJUN - MYNDIR

Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hagalón, verður myndað með stíflu í Þjórsá ofan við Minnanúpshólma og stíflugörðum á austurbakka árinnar. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo önnur mynd tekin aðeins nær þar sem Hvammsvirkjun kemur til með að rísa

Hvammsvirkjunar verður u.þ.b. 80 MW og orkugeta hennar verður um 630 GWst/ári. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 80MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stöðvarhús verður staðsett nærri norðurenda Skarðsfjalls í Landsveit í landi Hvamms og verður það að mestu leyti neðanjarðar.

Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Location of the power station in Skardsfjall. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá Minnanúpshólma sem er vel gróðri vaxin, enda fara hvorki menn né skeppnur mikið út í þessa eyju

Eyjan Minnanúpshólmi í Þjórsá liggur á milli Skarðsfjalls og Núpsfjalls. Pictures of Hvammsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. A small island in Thjorsa. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá hvar efri mörk á Holtavirkjun kemur til með að vera út frá Árnesi við Búðafoss

Búðafoss er einn af fossunum í Þjórsár sem fer undir lónstæði Holtavirkjunar í Gnúpverjahrepp. Þjórsá er lengsta á Íslands, alls 230 km löng. Hún á upptök sín í Hofsjökli og rennur í suður til sjávar vestan Þykkvabæjar. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Her er flogið nær fossinum Búðafoss þar sem efri mörk á Holtavirkjun liggja

Árneslón, verður myndað með stíflu í Árneskvísl við bæinn Akbraut í Holtum og stíflugörðum í Árnesi. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá. Waterfall Budafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Stíflan fyrir Holtsvirkjun mun rísa út frá þessum fossi hér sem heitir Hestafoss í Árneskvísl

Holtavirkjun verður u.þ.b. 50 MW að afli og orkugeta hennar verður allt að 390 GWst/ári. Pictures of Holtsvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 50MW. Waterfall Hestfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá víðmynd af svæðinu þar sem Urriðafossvirkjun kemur til með að rísa

Inntakslón fyrir Urriðafossvirkjun, Heiðarlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þjótand er jörð sem fór í eyði fyrir nokkrum árum, þar til hliðar má sjá gömlu Þjórsárbrúnna. Einnig má sjá Heiðartanga, Lambhaga, Þjórsártún og Krók á myndunum

Inntaksmannvirki verða í Heiðartanga og stöðvarhús neðanjarðar nærri Þjórsártúni. Frá stöðvarhúsinu munu liggja frárennslisgöng sem opnast út í Þjórsá nokkru neðan við Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hvaða foss er þetta sem liggur út frá Heiðartanga?

Virkjun við Urriðafoss verður u.þ.b. 125 MW að afli og orkugeta virkjunarinnar verður um 930 GWst/ári. Pictures of Urriðafossvirkjun, one of the newest hydro Power Plant in lower part of the River Thjórsá with power around 125MW. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Og svo má sjá í lokin myndir af Urriðafossi sem mestu deilurnar hafa staðið um

Urriðafoss í Þjórsá. Waterfall Urriðafoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Virkjanirnar í Þjórsá færast nær veruleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FISFLUG Á ÍSLANDI, REGLUGERÐIR - MYNDIR

Hér má sjá nýjasta flaggskipið í flugflota fisflugmanna, en vélin er nýlega komið til landsins. Flugeiginleikar á svona vél eru í mörgum tilfellum orðnir mun betri en hjá mörgum einkaflugvélum í dag

Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.

Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi

Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll

En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!

En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)

Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?

Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
mbl.is Völlur fyrir 50 flygildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FOSSINN FAXI Í TUNGUFLJÓTI - MYNDIR

Hér má sjá fossinn Faxa sem er skammt frá Biskupstungnabraut.

Fossinn Faxi er í Tungufljóti í Biskupstungum eða Bláskógabyggð á milli Reykholts og Geysis í Haukadal. Fremst á myndinni má sjá Tungnaréttir. Waterfall Faxi in Iceland in river Tunguflot. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á myndinni má sjá laxastigann í Faxa. Veiðin hefur verið um 400 laxar á ári í ánni.

Fish-ladder or fish step in waterfall Faxi in Tungufljot (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Árekstur við fossinn Faxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BANGSI SÆKIR Í HEITU LAUGINA Á HVERAVÖLLUM - EINSTAKAR MYNDIR

Það kemur ekki á óvart að bangsi skuli sækja í íslenskar náttúruperlur eins og aðrir erlendir ferðamenn

Hvað er betra en að baða sig í heitri laug og láta þreytuna líða úr líkamanum eftir langt og erfitt sund frá norðurpólnum. Polar bear taking bath in Icelandic natural hotspring at Hveravellir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á myndinni má sjá danska ferðamenn njóta sín í heita vatninu ásamt bangsa. Hér tekur ísbjörninn stökkið fyrir ljósmyndarann út í laugina á Hveravöllum

Ekki er seinna vænna en að fara að venja sig strax við "Global warming" enda allur ís að hverfa á norðurpólnum samkvæmt nýjustu fréttum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víða má sjá fallegar jarðmyndanir á háhitasvæðinu við Hveravelli inni á Kili

Hér hefur kísilinn safnast upp og myndað fallega strýtu þar sem gufustrókurinn stendur upp úr. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Litadýrðin er oft mögnuð þar sem heita vatnið hefur leikið um jarðveginn í þúsundi ára

Spúandi hver á Hveravöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Heitur lækur rennur frá hverasvæðinu á Hveravöllum

Hér má sjá útfellingar í læknum sem rennur frá hverasvæðinu á Hveravöllum (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MARKARFLJÓT - BRÚ - MYNDIR

Hér er mynd af nýju Markarfljótsbrúnni sem byggð er töluvert neðar en gamla brúin

Í bakgrunni við Markarfljótsbrúnna má sjá Seljalandsfoss. Pictures of Markarfljót with waterfall Seljalandsfoss in background (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nema í gönguleiðsögn æfa sig að vaða yfir Markafljótið snemma að vori

Mismikið getur verið af vatni í jökulám og ef heitt er í veðri, þá borgar sig að fara yfir slíkar ár snemma dags, en mikið getur vaxið í jökulám þegar líða tekur á daginn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá þar sem verið er að drösla einum nemandanum yfir.

Þrátt fyrir mikinn kulda í ánni, þá virðist hann bera sig vel. Picture of Markarfljot and one from the hiking school passing the river (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Óhætt er að benda á það að Markarfljótið hentar frekar illa til að baða sig í

Gönguleiðsögumenn og hópar sem eru á göngu um hálendið þurfa oft að fara yfir stór og mikil vatnsföll. með réttum aðferðum, þá þarf það ekki að vera mikið mál. Glacier river Markarfljot is NOT good for swimming. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ekki þarf mikið útaf að bera til að ekki fari illa

Hér er einn gamall og góður á leið yfir ánna Krossá sem rennur út í Markarfljótið. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér reynir Gurri sem er á Econoline 350 að aka yfir Markarfljótið og mátti litlu muna að ekki færi illa.

Þrátt fyrir að vera á 56 tommu dekkjum, þá er stundum sem það er ekki nóg. Pictures of Econoline 350 driving over Markarfljót. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bifreið bjargað úr Markarfljóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GAMLIR TRAKTORAR - MYNDIR

Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni

Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni

Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni

Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má sjá mynd af gamalli þýskri Deutz dráttavél sem er líklega sömu gerðar og dráttavélin sem fjallað er um í fréttinni

Bóndinn Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum er að byrja á því að gera upp þennan hér. Pictures of old Deutz traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Farmall traktor var vinnsæll til sveita hér áður fyrri

Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo annar Farmal með stýrinu til hliðar á safninu á Skógum

Farmall kubbur. Pictures of old Farmall traktor from Skogar museum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Síðan tók við Massey Ferguson trakktorinn og enn má sjá þennan að störfum víða í sveitum landsins

Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Zetor var vinsæl á tímabili

Loftmynd af Zetor traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er enn verið að nota gamlan Ferguson til að raka saman heyi.

Massey Ferguson traktor. Pictures of old Massey Ferguson traktor. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


En líklega á þessi traktor metið hvað frumleika varðar

Traktor úr rúlluböggum. Á myndinni má sjá Ómar Pétur Kjartansson, Grétar Má Kjartansson og Sigurstein Pálsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Diggadigg gerður upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER HÆGT AÐ FÁ SÉR EINA MEÐ ÖLLU Í REYKJAVÍK Í STAÐINN

Hér er dama að útbúa þekktan þjóðarrétt "eina með öllu"

ein pylsa með öllu útbúin eða á að segja ein pulsa með öllu? The tasty hot dogs are made with famous Icelandic lamb and are topped with all sorts of interesting sauces. Tasty! (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér réttir afgreiðsludaman einum viðskiptavininum glaðninginn og greinilegt er að eftirvæntingin skín úr augunum

Líklega er þessi veitingastaður einn eftirsóttasti veitingastaður á Íslandi og venjulega er bara einn starfsmaður á vakt hverju sinni. Icelandic hot dog sausages are made from a mixture of pork, lamb and beef. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er nánast verið að gefa á garðann í orðsins fyllstu merkingu.

Hér er stór hópur af útlendingum í biðröð að fá sér "Hádegismat" eða eina með öllu að íslenskum sið. Icelandic hot dog are often called "the Icelandic national food (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þegar margir máta á staðinn eins og í þessu tilfelli, þá borgar sig að hafa gott skipulag á hlutunum _ Hér er búið að raða upp gosi

Ekki er verra að fá "Íslenskt" eða pólskt prins póló í eftirrétt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Pulsa í brauði aðeins með sinnepi, heitir “ein Clinton”

Bæjarins beztu - Ein með öllu og kók. Þarna kemur ótrúlegur fjöldi fólks reglulega úr öllum stigum þjóðfélagsins til að fá sér í svanginn. Ef vel er skoðað, þá má sjá fræga mynd teiknaða af Sigmund þar sem Bill Clinton er að fá sér eina „Clinton“ en það ku vera pylsa í brauði aðeins með sinnepi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Hvernig verður Ein með öllu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband