ÓLAFSDALSHÁTÍÐ Í ÓLAFSDAL - MYNDIR OG KORT

ÓLAFSDALSHÁTÍÐ Í ÓLAFSDAL - MYNDIR OG KORT

FERÐ Á VESTFIRÐI Á ÓLAFSDALSHÁTÍÐ 10. ÁGÚST 2008 - TRIP TO WEST-FJORD IN ICELAND

Síðasta sumar fór ég í skemmtilegt flug með einum félaga mínum á Ólafsdalshátíð á Vestfjörðum í kaffi og kleinur. En félagsskapur sem var að gera upp gamla skólahúsið á staðnum var með samkomu í tilefni dagsins.

Hér er lent á fisi á veginum við Kirkjuna í Tjarnarlundi í Saurbæ í Dölum á Vestfjörðum. Við félagarnir þurftum að fá bensín í Skriðulandi í Dalasýslu. Við vorum orðnir svo tæpir á bensíni að við völdum að aka veginn frekar en að fara loftleiðina síðasta spölinn að bensínstöðinni (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Landing on site of the church Saurbaer in Dölum in Tjarnalundur on way to fest in Olafsdalur in West-fjord Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér stígur flugnemandinn Ingólfur Bruun út úr fisi sínu við bensínstöðina Skriðuland í Dalasýslu á leið sinni á Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má sjá auglýsinguna um hátíðina Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008 á bensínstöðinni Skriðulandi. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Taking fuel on Ultralight in West-Fjord in in Iceland. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Eins og á öllum hefðbundnum alvöru hátíðum úti á landi, að þá eru veglegar veitingar að hætti heimamanna. Kökur og bakkelsi á íslenska vísu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Icelandic traditional cakes. (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Gilsfjörður var einn af stærstu er fjörður sem skilur milli Vestfjarða og Vesturlands. Hann gengur til austurs inn úr Breiðafirði og nær til Akureyja milli Tjaldaness og Krókfjarðarness. Á háfjöru myndast miklar leirur í firðinum með ál í miðju. Fuglalíf er mikið. Brú var sett yfir Gilsfjörð árið 1997 og stytti hún leiðina milli sunnanverðra Vestfjarða og Vesturlands um 14 km. Vegur sem lagður var við mynni Gilsfjarðar í tengslum við brúna breytti firðinum í sjávarlón. Lónið er 33 ferkílómetrar. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Gilsfjord in West-Fjord in Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Við sunnanverðan Gilsfjörð gengur Ólafsdalur inn í landið til norðausturs. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. Upp úr botni fjarðarins liggur vegur um Steinadalsheiði yfir í Kollafjörð á Ströndum. Hann er aðeins opinn á sumrin en var aðalleiðin til Hólmavíkur og Stranda á árabilinu 1933-1948. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Fyrsta búnaðarskólann á Íslandi, Torfi Bjarnason Búnaðarskóla Vesturamtsins, árið 1880 og starfaði hann til ársins 1907. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Torfi Bjarnason og kona hans Ólöf Sakaríusdóttir settu á fót fyrsta landbúnaðarskólann á Íslandi um 1880 og ráku í 27 ár, oft við erfiðan fjárhag. Hér má svo sjá styttu sem var reist þeim til heiðurs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

First farming school in Iceland in Olafsdalur, Gils-fjord (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér er svo einn stjórnmálafrömuðurinn, Einar Kristinn Guðfinnsson, að þruma yfir lýðnum síðasta sumar í Ólafsdal. Hann talaði líka mikið inni á þingi fyrir stuttu til að koma í veg fyrir breytingar á stjórnarskránni. Annars má rekja nokkra fleirri til svæðisins sem eru í stjórnmálum. Eins og Gunnar I. Birgisson sem sá um að þvera Gilsfjörð. Dofri Hermannsson sem sá um að moka skít út úr fjárhúsi á einum bænum. Einnig er Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn með sumarhús þarna í sveitinni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)

Picture from an old school in Olafsdalur in Westfjord in north west of Iceland (to view gallery: click image) (C)2009 Kjartan P. Sigurðsson




Hér má svo sjá kort af Gilsfirði, Ólafsdal og hluta af Reykhólasveit á Vestfjörðum (smellið á mynd til að sjá fleirri myndir)

Map of Gilsfjord, Ólafsdal valley and part of Reykhólasveit in Westfjord on north west of Iceland (to view more picture: click image) Kjartan P. Sigurðsson


Kjartan WWW.PHOTO.IS



Hér má svo sjá meira af myndum af svæðinu og Vestfjörðum

http://www.photo.is/07/07/4/index_4.html

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/271979/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/274631

http://www.photo.is/07/07/4/index_35.html

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/640259/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/221241/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/235910

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/262809

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270735

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/273972

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/276232

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/287840

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/622792/a>

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651030

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/651884

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/654610


mbl.is Kjörstaðir opnaðir klukkan 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband