Færsluflokkur: Ferðalög

SELJALANDSFOSS MYNDIR

Hér er hópur Spánverja sem að ég var með á ferð um landið 2006. Hér tekur hópurinn dansspor fyrir framan Seljalandsfoss og var það víða gert í umræddri ferð

Seljalandsfoss is one of the most famous waterfalls of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er flogið fram hjá Seljalandsfossi 2004 í hringferð fisflugmanna um landið

Seljalandsfoss í Seljalandsá um 65 m hár. Seljalandsfoss waterfall of the river Seljalandsá drops 60 meters over the cliffs of the former coastline. Seljalandsfoss is very picturesque and therefore its photo can be found in many books and calendars. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það eru mörg sjónarhorn sem hægt er að nota þegar verið er að taka myndir af Seljalandsfossi

Seljalandsfoss is situated in between Selfoss and Skogafoss at the road crossing of Route 1 (the Ring Road) with the track going into Þórsmörk. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vinsælt er að taka myndir af fossinum þannig að regnboginn sjáist. Best er að ganga upp í brekkuna sunnan megin við fossinn þar til regnboginn sést

Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Seljalandsfoss hefur verið mikið notaður í auglýsingagerð

Hér er 4x4 bíl ekið á snjó að fossinum og myndin síðan notuð sem forsíða á bók. It is possible to go behind the waterfall Seljalandsfoss. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er tekin næturmynd af fossinum með tunglinu í baksýn

Myndin var notuð í ljósmyndabók sem heitir 4x4 á hálendi Íslands. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það sem er líklega vinsælast, er að ganga bak við fossinn eins og þessi hópur er að gera

Seljarlandsfoss, where you’ll take a thrilling walk behind these breathtaking waterfalls. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Mynd tekin fyrir aftan Seljalandsfoss

Það nást oft flottar myndir fyrir aftan fossinn eins og þessi mynd sýnir. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er nýleg mynd af Seljalandsfossi tekin snemma í sumar

Myndin er tekin með nýrri tækni sem sýnir meiri litadýpt í mynd. Picture of waterfall Seljalandsfoss in river Seljalandsá in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Milljónir horfa á dansara við Seljalandsfoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR MYNDIR AF LUNDA , LÁTRABJARG, DRANGEY OG REYNISDRANGAR

Hér geispar lundinn eftir að vera búinn að slappa af í holunni sinni

Best er að skoða lundana snemma að morgni eða seinni part dags og fram að kveldi. The Atlantic Puffin (Fratercula arctica) is a seabird species in the auk family. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lundi (fræðiheiti: Fratercula arctica) er fugl af svartfuglaætt. Latneska heitið Fratercula merkir „smábróðir“ og vísar til litarins á fjaðraham fuglsins sem minnir á klæðnað munka.

Lundinn er líka oft kallaður „prófastur“ eða „prestur“ á íslensku. Ekki slæmt að liggja í kvöldsólinni í flottu veðri á Látrabjargi. Við íslands strendur er eitt mesta lundavarp í heiminum. Lundar eru sjófuglar sem kafa eftir æti. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Lundinn er hvað þekktastur fyrir skrautmikinn og litríkan gogg. Goggur lundans er marglitur og röndóttur um fengitímann.

Goggurinn er stór og kraftmikill og hentar vel til að grafa djúpar holur í jarðveginn og veiða mörg síli í einu. En það er full vinna að fæða unganna á meðan þeir eru að vaxa úr grasi. Atlantic Puffin's most obvious characteristic is its brightly colored beak during the breeding seasons. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Smáatrið náttúrunnar geta oft verið ótrúleg. Lundi er algengastur fugla á Íslandi og telur um 10 milljónir.

Þekktir varpstaðir eru Vestmannaeyjar (um 4 milljón fuglar), Látrabjarg, Drangey ... Icelandic puffins have got nicknames such as "clown of the ocean" and "sea parrot". (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér labbar lundinn ofan í holuna sína. Lundinn gerir sér hreiður efst bjargbrún þar sem jarðvegur er nægur. Þar grefur hann sér svo djúpa holu.

Holan getur verið allt að 1.5 m á dýpt og í endanum geta verið tvö rými, annað fyrir egg eða unga en hitt fyrir úrgang. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér kemur lundi inn til lendingar á bjargbrún. Lundi er einkvænisfugl og heldur tryggð við maka sinn og „heimabyggð“ ævilangt.

Ekki er auðvelt að hafa stjórn á þungum búk með litlum vængjum. The puffin is mainly white below and black above, with gray to white cheeks and red-orange legs. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vængirnir eru ekki stórir, enda þarf lundinn að flögra vængjunum ótt og títt til að halda sér á lofti

Lundinn er hraðfleygur fugl og því erfitt að mynda hann á flugi. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Félagslífið, eða líklega ástarlífið er blómlegt hjá lundanum

hér eru líklega tveir karlkyns lundar að slást um eina dömuna. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það er ekki spurning að lundinn er flottur fugl

Hér horfir lundinn út yfir sjóinn. Picture of puffin in Látrabjarg in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar vinsæll staður þar sem ferðamenn koma er út í Dyrhólaey og svo á þennan stað sem er uppi á Reynisfjalli.

Hér má sjá lunda upp á Reynisfjalli með Reynisdranga í baksýn. Picture of puffin in Iceland with Reynisdrangar in background. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Annar þekktur staður þar sem að ég náði að skoða lundann í sumar var úti í Drangey í Skagafirði. Ég mæli hiklaust með öllum sem hafa áhuga á að skoða lundann nánar, að reyna að komast út í eyjuna með Drangeyjarjarlinum, Jón Eiríksson frá Fagranesi.

Fjölskylda Jóns hefur verið með ferðir út í eyjuna "þegar vel viðrar". Picture of puffins in Drangey in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Hæð: um 20 cm
Þyngd: um 500 gr.
Bæði kynin : Eins
Meðal aldur: 25 ár
Flughraði: 80 km
Meðal köfunardýpi: 10 m
Mesta köfunardýpi: 60 m
Tími í kafi: 3 - 40 sek.
Fjöldi eggja: 1
Stærð eggja: 6.3 x 4. 5 cm (á stærð við hænuegg)
Litur eggja: Hvítur með brúnleitum yrjum
Verpir í fyrsta sinni: 5 til 6 ára gamall
Aðalvarptíminn hefst um 20. maí og stendur fram í fyrstu viku júní.
Útungun: 40 dagar
Unginn (pysja) yfirgefur hreiðrið: um 45 daga gamall
Útungunartíminn er u.þ.b. sex vikur og líða svo sex til sjö vikur frá því að pysjan kemur úr eggi og þar til hún yfirgefur hreiðrið.
Lundinn veiðir að jafnaði tíu sinnum á dag með 4 - 20 sandsíli eða fiskseiði í goggnum hverju sinni.


Sjá má annað blogg hjá mér um lundann hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/511281/

En eins og fram kemur í greininni, þá er lundi herramanns matur.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Gordon Ramsey veiðir lunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÝJAR MYNDIR ÚR FERÐ LEIÐSÖGUMANNA - SKOÐUNARFERÐ UM KÁRAHNJÚKA

Leiðsögumenn voru í skoðunarferð hjá Landsvirkjun inn við Kárahnúka fyrir skömmu og heppnaðist ferðin í alla staði vel.

Leiðsögumaður fyrir hópnum var Sigurður Arnalds sem fór á kostum enda hefur hann komið víða að þessu stóra verki með einum eða öðrum hætti. Ferðin hófst snemma morguns frá Reykjavíkurflugvelli og var dagskráin að fljúga á Egilsstaði og svo til baka sama dag seinna um kvöldið. Farið var með leiguflugvél sem var Fokker Friendship 50 gerð frá Flugfélaginu.

Til að byrja með var flogið útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Útsýnisflug yfir Hálslón og Kárahnjúka

Hálslón og Kárahnjúkar (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sá sem stóð fyrir ferðinni var Jón Lárusson sem sá jafnframt um skipulagninguna og náði hann að fylla eina Fokker 50 flugvél af fróðleiksfúsum leiðsögumönnum _ Hér er Jón að lesa hópnum pistilinn :)

Sveinn Sigurbjarnarson hjá ferðaskrifstofunni Tanna Travel ók rútunni ásamt að segja leiðsögumönnum frá ýmsu markverðu á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Fyrsti viðkomustaður hópsins var í kynningarmiðstöð Landsvirkjunar í Végarði

Þar var sýnt myndband um smíði á Kárahnjúkavirkjun (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næsti viðkomustaður er stöðvarhúsið í Fljótsdalsstöð. Hér stendur Sigurður Arnalds verkfræðingur fyrir utan rútuna og leiðbeinir gestum

Hér er búið að aka með hópurinn um 1 km leið inn í fjallið til að skoða mannvirkin þar sem vélasamstæður virkjunarinnar er. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér horfir hópurinn yfir salinn sem geymir túrbínur virkjunarinnar. Hér sést yfir aðalvélasalinn þar sem sex Francis rafala eru staðsettir. Hver þeirra getur framleitt 117,3 megavött eða allt að 690 megavött samtals á fullum afköstum.

Hér er hluti af tæpum 50 manna hópi leiðsögumanna sem boðið var í skoðunarferð inn í Kárahnjúka. En vegna öryggiskrafna á svæðinu, þá þurfti að skipta hópnum í tvennt. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst lá leið upp Bessastaðabrekku, um Fljótsdalsheiði og yfir Desjarárstíflu og að Kárahnjúkastíflu. Hér kemur svo rútan með hópinn að stíflumannvirkjum við Kárahnúka. Hér liggur um 200m há stíflan yfir Hafrahvammargljúfur. Flatarmál Hálslóns. 57 km². Rýmd Hálslóns. 2100 Gl. Aðrennslisgöng. 53 km.

Hópurinn fékk að spóka sig í góða veðrinu og ganga yfir stífluna. Hér má sjá yfir Hálslón og hvar myndaleg eyja er þar sem áður var fjallið Sandfell sem nú er umflotið jökulvatni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er horft upp eftir yfirfallinu við Kárahnjúka þar sem myndast mun einn að hæstu fossum landsins þegar Hálslón er orðið fullt

Yfirfallið fyrir Hálslón (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Næst var farið til baka yfir Fljótsdalsheiði og að Hraunaveitu, sem er austan við Snæfell. Þar skoðaði hópurinn Hraunaveitustíflu.

Hér er svo horft niður eftir frárennsli á Hraunaveitustíflu sem verið var að semja um að klára (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Að lokum þáði svo hópurinn glæsilegar veitingar hjá staðarhöldurum í Skriðuklaustri ásamt leiðsögn um safnið

Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsseturs á Skriðuklaustri heldur hér tölu um Skriðuklaustur, Gunnarssetur og Gunnar Gunnarsson á meðan gestir snæða bakkelsi í boði Klausturskaffis. Sigurður Arnalds var leiðsögumaður hópsins vil ég þakka honum fyrir frábæra ferð í alla staði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Kárahnjúkavirkjun – helstu kennitölur

Uppsett afl 690 MW
Fjöldi vélasamstæða 6 (115 MW hver)
Orkuframleiðslugeta 4,6 TWh
Fallhæð 599 m
Mesta rennsli 144 m3/s
Hæð Kárahnjúkastíflu 199 m
Flatarmál Hálslóns 57 km²
Rýmd Hálslóns 2100 Gl
Aðrennslisgöng 53 km
Þvermál ganga 7,5 m
Framkvæmdatími 2003-2008

Einnig má skoða eldir blogg um Kárahnjúkavirkjun hér:
http://photo.blog.is/blog/photo/entry/247335/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/379467/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/462624/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/552883/

http://photo.blog.is/blog/photo/entry/295770/


Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Þúsundir að Kárahnjúkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÓTEL RANGÁ OG FRIÐRIK PÁLSSON - MYNDIR

Friðriki Pálssyni er margt til lista lagt og hefur hann m.a. verið hótelhaldari á 4 stöðum. Það fyrsta er á Hótel Rangá. Þar má finna rúmgott og fallegt hótel byggt í norskum bjálkastíl

Hótel Rangá er fyrsta flokks lúxus hótel, staðsett á Suðurlandi mitt á milli Hellu og Hvolsvallar. Hotel Ranga a luxury countryside hotel built in log-cabin style. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Svona leit hótelið út árið 2005. En hótelið er á Rangárbökkum

Útsýnið frá hótelinu spillir ekki fyrir, Hekla blasir við til norðurs, síðan er fjallahringurinn til austurs og norðausturs, í suðaustri trónir svo Eyjafjallajökull og Vestmannaeyjar í suðri. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér má svo sjá nýjustu myndirnar af hótelinu sem eru teknar í maí og eins og sjá má þá er verið að stækka hótelið. Fyrir miðju er búið að bæta við álmu til austurs þannig að eldhús og veitingaraðstaða hefur stækkað til munar.

Straumur ferðamanna fer sívaxandi og er nánast slegist um hvert herbergi á suðurströndinni þegar ferðamannastraumurinn til landsins er í hámari. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo hótel númer 2 í röðinni, en það er Hótel Háland sem er inn við Hrauneyjafossvirkjun

Stutt er inn í Landmannalaugar, Heklu, virkjanasvæðið í Þjórsá og inn á Sprengisand frá hótelinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er boðið upp á gómsæta fiskisúpu á Hótel Hálandi

Veitingarnar svíkja engan sem gista á hótelunum sem Friðrik hefur umsjón með. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Eins og á öllum alvöru hótelum, þá má finna bar lengst inni á hálendinu

Hér er amerískur gönguhópur á ferð um hálendi Íslands. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo þriðja hótelið sem er líka í Hrauneyjum

Hér er aðeins ódýrara að gista og kjörið fyrir þá sem ætla í veiðiferð inn á hálendið eða á vélsleða eða 4x4 ferð yfir vetratímann. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hótel Rangársel er líklega það hótel sem fæstir vita af en það er ekki langt frá Hótel Rangá. Þar er búið að breyta gömlu fjárhúsi í hótel og ekki hægt að segja annað en að það hafi lukkast vel. Þar sem að ég er ekki búin að finna þær myndir, þá læt ég þessa mynd koma í staðin sem er ekki langt frá hótelinu.

Hótel Rangársel. Small countryside Hotel Rangársel with 8 luxury rooms (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Aðal röddin á Landsmótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FLUG Í NORÐURÁRDALNUM Í ÁTT AÐ HOLTAVÖRÐUHEIÐI - MYNDIR

Hér er horft upp Norðurárdalinn og má vel sjá hvernig skýin liggja ofan á heiðinni og því illfært fyrir sjónflug. Þarna má sjá tvær brýr og liggur sú efri yfir Norðurá í Norðurárdal. Þar fyrir ofan má sjá bæjarstæðið þar sem Sveinatunga var.

Sveinatunga er fyrsta steinsteypta íbúðarhúsið á Íslandi, reist 1895. Sement og annað byggingarefni var allt flutt frá Borgarnesi um 50 km leið á hestum. Steypan var handhrærð og síðan hífð upp í fötum með handafli. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Holtavörðuheiðin hefur reynst mörgum flugmanninum erfið, enda oft þoka á heiðinni. Heiðin liggur líka á milli tveggja veðrakerfa og getur því oft verið sitthvort veðrið við heiðina _ Hér er flogið aðeins lengra upp Norðurárdalinn. Greinilegt er að þessi leið er þrællokuð og verður ekki farin á flugvél

(smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

GENGIÐ Á ESJUNA, ÞVERFELLSHORN - MYNDIR

Fyrir þá sem hafa hug á að ganga á Esjuna. Þá má sjá vinsælustu gönguleiðina hér. Neðst liggur hún upp í gegnum lúpínubreiðurnar, sem breiða úr sér og setja fallegan lit á umhverfið fyrri hluta sumars. Neðst til vinstri á myndinni er bílastæðin við Mógilsá og efst til hægri er svo Þverfellshorn sem flestir reyna að ganga á.

Gönguleið frá bílastæðinu við Mógilsá getur verið hringleið eða upp og niður sömu leið. Vegalengdin jafngildir um 6 km og göngutíminn 1 til 3 klst. eftir því hversu langt er farið upp og hversu hratt er farið. Hlíðin er aflíðandi neðst með hömrum efst og hækkun upp að stóra stein er 760 m en mesta hæð 780 m. Hallinn fellur í flokk C sem er nokkuð erfið gönguleið. Esjan Mountain (914 meters above sea level) is a popular place for Icelanders to go hiking. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við bílastæðin er gott að gera sig kláran fyrir gönguna. Nauðsynlegt er að taka með sér góðan búnað, hlífðarföt, stafi, góða gönguskó og jafnvel bakpoka og nesti og eitthvað að drekka á meðan á göngunni stendur.

Staðreyndin er sú að fólk fer oft á Esjuna vanbúið til gönguferða og gerir sér ekki grein fyrir mörgum þeim hættum sem þar eru. Vetrarferðir kalla að auki á mannbrodda, ljós m.m. Gangan upp ætti ekki að taka lengri tíma en tvær klukkustundir. Þetta er án efa vinsælasta gönguleið á öllu Íslandi og er geysilega skemmtileg. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er lagt á Esjuna og er stefnan tekin upp að Steininum í 597 metra hæð

Eins og sjá má, þá er búið að leggja fína göngustíga upp fjallið. Framundan grillir í Kistufell og Gunnlaugsskarð. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ferðahraðinn og aldur þeirra sem leggja á Esjuna er misjafn. Á meðan sumir dóla sér upp í rólegheitunum, þá reyna sumir að hlaupa upp í einum rykk eins og ferðafélagi minn ákvað að gera. Á þessum stað er hægt að velja um svo kallaða Skógarleið og er þá gengið í gegnum skóginn á leið upp Esjuna

Oft er miðað við að gengið sé upp að stóra stein á um 1 kl.st. og góðir hlauparar geta náð upp á 30-45 mínútum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er komið að göngubrú áður en gengið er upp Þvergil sem er skammt frá Búðarhömrum. Þar fyrir ofan er svo Smágil

Hér er brattinn að aukast töluvert (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Víða er búið að laga gönguleiðina og eins og oft vill vera með mannanna verk, þá fer náttúran sínu fram

Mikið af svona vinnu er framkvæmd víða um land af áhugamannahópum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér greinist leiðin í tvennt og völdum við félagarnir að fara brattari leiðina fyrst og taka svo hina leiðina til baka. Eins og sjá má, þá er slóðinn sem gengið er eftir í misjöfnu ástandi. Í Einarsmýri er jarðvegurinn blautur sem er að koma undan snjónum og getur verið óskemmtilegt svæði til yfirferðar.

Gamla leiðin, liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


STEINN, er sá viðkomustaður sem flestir stefna á og þeir sem treysta sér lengra taka því næst stefnuna á toppinn eða sjálft Þverfellshornið

Upp að steini er um 6,6 km upp í 597 m hæð með hækkun um 587 m. Just outside the Reykjavík capital of Iceland is Mt. Esjan. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Töluverður bratti er frá Steininum upp að klettabeltinu eins og sjá má á þessari mynd, aðallega er um tvær leiðir úr að velja, sú fyrri sem að við fórum var nánast beint upp klettabeltið þar sem fylgt vegvísum, tröppum og keðjum

Seinni leiðin er aðeins vestar en þar sem var mikill snjór á þeirri leið og sér í lagi í kverkinni og við ekki með neinn búnað til að ganga á snjónum. Þessi kafli leiðarinnar getur verið pínu erfiður fyrir óvana og lofthrædda. Að vetrarlagi skal þó fara að öllu með gát. Árið 1979 féll á þessum slóðum snjóflóð og létust 2 menn. Esja is not a single mountain, but a volcanic mountain range, made from basalt and tuff-stone. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo takmarkinu náð, Þverfellshornið sjálft.  Vinsælasta leiðin á Esju frá Mógilsá. Hún er auðrötuð enda mörkuð af sérstökum göngustíg á fjallinu. Efst eru nokkur klettaþrep sem auðvelt er að klífa en rétt er að fara varlega vegna hættu á grjóthruni frá fólki sem kann að vera fyrir ofan.

Lofthræddum er bent á að ganga aðeins vestan við hornið og finna sér leið þar upp. Esjan is situated in about 20 min. drive from Reykjavík and looks over the fjord and the city. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á útsýnisskífunni er gott að átta sig á örnefnum, enda útsýnið stórkostlegt ofan af Þverfellshorni yfir Stórreykjavíkursvæðið

Hér horfir Ingólfur Bruun eftir útsýnisskífunni. Í vörðunni, sem er í 750 m hæð má finna gestabók sem komið hefur verið fyrir í stálhólki. Rétt er að skrá nafn sitt í bókina, afrekinu til sönnunar. From the top there is a great view over Reykjavik city and in good weather you can see pretty far. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Niðurgangan getur oft verið sumum þrautin þyngri, en ef svo er, þá er bara um að gera að fara rólega yfir og spjalla við þá sem eru á leiðinni

Um að gera að spjalla í símann við sína nánustu þegar veðrið er svona gott. Í raun eru nokkrar leiðir úr að velja og eru þær mis vel merktar. Esjan is a bit steep, especially the last part. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Þetta er rétta leiðin kallar Ingólfur til eins göngumanns sem er að leggja á klettabeltið

Þverfellshornið er ein vinsælasta gönguleiðin á Esjuna og miða við þann fjölda sem leggur leið sína á fjallið, er með ólíkindum að ekki hefur orðið meira um slys á fjallinu. Iceland Equals Adventure. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér er svo gengið niður hina leiðina frá Steininum til austurs. Ekki er óalgengt að hundruð manna séu á ferð í Esjuhlíðum þegar vel viðrar. Fjölmargir ganga upp nokkrum sinnum í viku sér til heilsubótar.

Sumarið 1994 var gerð ný gönguleið upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Rétt eftir þessa brú sameinast svo leiðirnar aftur

Hægt er að fá göngukort af Esjunni og Leggjabrjót hjá Ferðafélagi Íslands, Mörkinni 6. Vegna mikillar straums göngufólks upp Þverfellshorn hafa troðist margar slóðir hingað og þangað og ber því að virða þær merkingar sem eru á svæðinu. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Sagt er að fjallið sé ekki sigrað fyrr enn hinum eina sanna tindi er náð. Um klukkustundar gangur frá vörðunni að Hábungu Esju sem rís hæst 914 m

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Karíus og Baktus á Esjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KERIÐ Í GRÍMSNESI - MYNDIR

Það er alltaf gaman að koma með ferðamenn að kerinu þó svo að gígurinn sé ekki mjög stór eða um 270m x 170m í þvermál og 50m djúpur

Í gígnum er tjörn sem sýnir vel grunnvatnsstöðuna á svæðinu og er dýptin frá 7 til 14m djúp. Kerið is a volcanic crater lake located in south central Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við kerið er búið að setja upp fína aðstöðu fyrir ferðamenn með upplýsingaskiltum og bílaplani fyrir stærri bifreiðar

Um Gullna hringinn fara um 400 þúsund ferðamenn á ári og er því löngu orðið tímabært að koma upp salernisaðstöðu á svæðinu. Á sama tíma er afskekkt svæði eins og Rauðisandur styrktur um 3-4 milljónir til að útbúa salernisaðstöðu fyrir örfáa ferðamann! The caldera itself is approximately 55 meters deep, 170 meters wide, and 270 meters across. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Við hliðina á kerinu er annar gígur, þar má finna malarnám þar sem hægt er að fara ofan í gíginn og skoða þversnið á hvernig svona gígur lítur út.

Gosið sem myndaði Kerið hefur tekið nokkurn tíma. Rauði liturinn á gjallinu stafar af oxun járnsins í kvikunni (hematít). Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Skiptar skoðanir hafa verið um myndun gígsins og var í fyrstu talið að þarna væri um sprengigíg að ræða. Nýjustu heimildir telja að þarna sé niðurfall eftir hrun gjallgígs.

Talið er að þessi gjallgígur hafi verið einn af mörgum gjallgígum sem gusu þarna fyrir 5000 til 6000 árum og mynduðu Grímsneshraun. Pictures of crater Kerid. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Nú er bara spurning hvað vakir fyrir nýju eigendunum, líklega er verið að undirbúa að ríkið kaupi "eignina" á "sanngjörnu" verði.

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Skipulagðar hópferðir að Kerinu stöðvaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HELLUVATN OG ELLIÐAVATN - MYNDIR

Eins og segir í fréttinni, þá er Helluvatn inn af Elliðavatni

Helluvatn, innan við Elliðavatn. Leiðin inn í Heiðmörk. Mikið er um að borgarbúar fari og renni fyrir silung í vatninu. Lake Helluvatn is just outside Reykjavik is a beautiful place, where you can fish various kind of trout. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Elliðavatn og Helluvatn rétt fyrir ofan Reykjavík

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Vetrarmynd af Elliðavatni, fjær má sjá Helluvatn

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Hér eru svo tvær brýr sem farið er yfir á leið inn í Heiðmörk

Pictures of Helluvatn and Ellidavatn. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Bjargaði álftarungum úr taumaflækju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FISFLUG Á ÍSLANDI, REGLUGERÐIR - MYNDIR

Hér má sjá nýjasta flaggskipið í flugflota fisflugmanna, en vélin er nýlega komið til landsins. Flugeiginleikar á svona vél eru í mörgum tilfellum orðnir mun betri en hjá mörgum einkaflugvélum í dag

Ultralight flying in Iceland, one of the newest airplain in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Því miður er það sem háir mest þessu grasrótarflugi er að kerfið gengur sífellt lengra og lengra til að læsa krumlunum sínum í svona félög með sífellt meiri íþyngjandi reglugerðum og álögum.

Það eru margir sem hafa flúið úr einkafluginu yfir í fisflugið til að losna undan þeim miklu álögum sem þar eru. En því miður, þá er það að breytast líka. Fátt er eins skemmtilegt og að fljúga um eins og fuglinn á góðum degi

Hér eru tveir félagar lentir á flugvellinum á Hellu eftir ca. 4 kl.st. flug seinni part dags. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Ein fáránlegasta reglan er sú að það þarf að senda inn skriflega fyrirspurn 24 kl.st. áður til Flugmálastjórnar til að fá leyfi til að fljúga yfir á Reykjavíkurflugvöll

En undirritaður ætlaði í smá flug yfir Reykjavík til að taka m.a. myndir fyrr ljósmyndavef. En því miður er fyrirspurnin búin að fara á milli um 10 aðila hjá þessari stofnun hér. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Það síðasta í málinu var að undirritaður þarf að hafa flugrekstrarleyfi og flugrekendaskírtein til að fá að smella af nokkrum myndum af Reykjavík og það næsta er að lögmaður stofnunarinnar hefur núna málið til meðferðar :) Bent var á að Rax, Matz, Haukur Snorra ljósmyndar og fl. væru búnir að stunda sömu iðju til margra ára og svo undirritaður sjálfur áður en viðkomandi regla var búin til!

En þetta er víst það sem skattpeningunum er varið í, það er að borga svona fólki laun til að senda svona bull frá sér. Það hefur víst lítið annað við tíman að gera en að vera að velta sér upp úr svona málum :)

Hér er greinilega stofnun hjá Ríkinu sem Geir þarf að fara að skera eitthvað niður hjá. Það mætti segja mér að það sé svipað komið fyrir með margar aðrar sambærilegar afgreiðslustofnanir hjá Ríkinu?

Er málið nokkuð flóknara en svo að það eigi að ríkja fullt JAFNRÆÐI á milli mismunandi forms af flugi eins og á milli einkaflugs, svifflugs og svo fisflugs?

Kjartan
WWW.PHOTO.IS

p.s. samkvæmt annarri frétt, þá er hálf stjórnsýslan á ferð og flugi út af einhverjum ísbirni þarna fyrir norðan og er verið að senda út enn eina leitarsveitina á kostnað ríkisins. Hvað ætli málið sé búið að kosta íslenska skattgreiðendur mikið?
mbl.is Völlur fyrir 50 flygildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FOSSINN FAXI Í TUNGUFLJÓTI - MYNDIR

Hér má sjá fossinn Faxa sem er skammt frá Biskupstungnabraut.

Fossinn Faxi er í Tungufljóti í Biskupstungum eða Bláskógabyggð á milli Reykholts og Geysis í Haukadal. Fremst á myndinni má sjá Tungnaréttir. Waterfall Faxi in Iceland in river Tunguflot. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)


Á myndinni má sjá laxastigann í Faxa. Veiðin hefur verið um 400 laxar á ári í ánni.

Fish-ladder or fish step in waterfall Faxi in Tungufljot (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)




Kjartan
WWW.PHOTO.IS

mbl.is Árekstur við fossinn Faxa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband