Færsluflokkur: Ferðalög
25.9.2008 | 11:03
BRÚ OG STAÐARSKÁLI VIÐ HRÚTAFJÖRÐUR - MYNDIR

Þessi bygging mun kom í stað gamla Staðarskála sem er núna fyrir utan hefðbundna ökuleið og einnig verður skálinn á Brú lagður niður. N1 er búinn að kaupa báða staðina og er að byggja upp þann nýja. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá "gamla" Staðarskálann ásamt hóteli. Litla húsið við hótelið var reist á einni nóttu árið 2005 en hótelið sjálft var opnað 1994 og var það áður svínahús.

Það hafa margir íslendingar stoppað við Staðarskála til að fá sér snæðing eða fá sér einn alvöru sveittan vegahamborgara. Picture of old Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Eitthvað heyrði ég það að framkvæmdir á nýja staðnum hafi seinkað eitthvað

Fyrir þá sem geta ekki beðið eftir að sjá nýja staðinn, geta skoðað nánar þessar loftmyndir hér af Staðarskála í Hrútafirði. Picture of new Stadarskali in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Gamla pósthúsið og símstöðin í Hrútafirði er núna orðið af gistiheimili. Þar er líka gömul rafstöð sem að ég held að sé enn í gangi. Virkjun var reist í Ormsá sem sá jafnframt stöðinni fyrir rafmagni

1950 – Póstur og sími byggir símstöðvarhús á Brú undir starfsemi sína. Picture of post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo lón og stíflan í Ormsá sem má sjá þegar ekin er leið sem heitir Haukadalsskarðsleið sem liggur úr Haukadal þar sem bær Eiríks Rauða var yfir Haukadalsskarð að Brú í Hrútafirði

En þó svo að virkjunin sé orðin gömul, þá má sjá enn upprunalega leiðslu úr timbri sem var greinilega orðin míglek á leiðinni því að það var fullt af litlum gosbrunnum sem stóðu upp úr leiðslunni á leið til byggðar. Picture of damp for power station for post office in Bru in Hrutafjordur in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Staðarskáli á nýjum stað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.9.2008 | 12:58
SKJÁLFANDAFLJÓT, GOÐAFOSS, ALDEYJARFOSS - MYNDIR
Hér má sjá einn af fallegri fossum á Íslandi, sjálfan Aldeyjarfoss í Bárðardal

Aldeyjarfossi er neðstur af þremur fossum ofarlega í Bárðardal og talinn vera einn af fegurstu fossum á Íslandi. Þar fyrir ofan má svo finna Hrafnabjargafoss og Ingvararfoss. The waterfalls Aldeyjarfoss, Hrafnabjargafoss and Ingvararfoss in the River Skjálfandafljót is situated in the north of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo annar foss í sömu á og ekki síðri. Goðafoss er líklega ein mest sótta náttúruperla á Norðurlandi

Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er hópur leiðsögumanna á ferð við Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 m hár og 30 m breiður í 4 meginhlutum. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Goðafoss mynd tekin á löngum tíma

Árið 1000 kusu íslendingar að taka upp kristni. Skurðgoðum hinna gömlu goða var þá kastað í fossin í táknrænni athöfn. Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Goðafoss tekin frá hinum bakkanum

Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ekki kemur á óvert að það eru margir sem vilja beisla þennan kraft sem í fallvötnunum býr

Picture of waterfall Godafoss in in the north of Iceland. (C) WWW.PHOTO.IS Kjartan P. Sigurdsson. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Aldeyjarfoss er flottur frá ýmsum sjónarhornum og þá ekki síst vegna stuðlabergsumgjörðarinnar sem umliggja fossinn

Stuðlabergsmyndanirnar í kringum fossinn eru einstakar og má þarna sjá hvernig þunnfljótandi hraun hefur legið undir hraunhellunni. The waterfall Aldeyjarfoss in the River Skjálfandafljót is situated in the north of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er flogið við erfiðar aðstæður á fisi árið 2005 þar sem upptök Skjálfandafljóts er á vatnaskilunum við Vonaskarð

Skjálfandafljót kemur úr Vonarskarði og rennur norður í Skjálfandaflóa. The waterfall Aldeyjarfoss in the River Skjálfandafljót is situated in the north of Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Vilja friða Skjálfandafljót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.9.2008 | 08:52
STRÆTISVAGNAR Í KAUPMANNAHÖFN MEÐ ÞRÁÐLAUST NETSAMBAND
Gaman að sjá hversu ör útbreiðsla 3G kerfisins er orðin. Dönsku greinina má svo lesa nánar hér:
http://www.version2.dk/artikel/8476
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Nettengd á Reykjanesbrautinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.9.2008 | 11:52
LAXÁRGLJÚFUR - STÓRA LAXÁ Í HREPPUM
26.7.2007 eða fyrir rúmu ári síðan féll maður í gljúfrinu og má lesa um það hér:
Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270966/
og tengdist það þá þessari frétt hér á mbl.is: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07/26/mikid_slasadur_eftir_ad_hafa_fallid_nidur_laxarglju/
Ég hef verið talsmaður þess að þarna væri flott útivistar- og göngusvæði enda hrikalega flott landslag þarna á ferð. En greinilegt er að það er margt sem ber að varast þarna. Tvö slys á einu ári er einfaldlega of mikið.
Hér byrja hin eiginlegu Laxár-Gljúfur sem er rétt fyrir ofan bæinn Kaldbak sem er efsti bærinn í Hrunamannahrepp á þessu svæði

Ég átti þess kost á að fljúga yfir Laxárgljúfur í september árið 2005 og tók þá þessa myndaseríu. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Veiðistaðir eru margir á þessu svæði en mjög erfitt er að komast niður í suma þeirra.

Flogið er upp eftir gljúfrinu til norðurs og má sjá stærðarhlutföllin á mótorsvifdrekanum sem er pínu lítill miða við sjálf gljúfrin. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flogið er upp eftir Laxárgljúfrunum til norðurs. Stóra-Laxá hefur grafið sig í gegnum mjúkt móbergið og formað það og mótað á löngum tíma

Laxárgljúfur í Stóru-Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
og eins og sjá má á eftirfarandi myndum, þá eru gljúfrin hrikaleg í alla staði

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Á svæðinu er auðmótanlegt móberg eða sandsteinn sem vatn og vindur á auðvelt með að forma. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Laxárgljúfur eru ein hrikalegustu gljúfur sem finna má á Suðurlandi

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Flugmaðurinn á mótordrekanum sem ég er að mynda er Jón Sveinsson kokkur. Hann flýgur á Aeros mótordreka með Rotax 912 mótor. Sem er 08 hp og mjög gangöruggur fjórgengismótor.

Á meðan flýg ég með Árna Gunnarssyni fisflugmanni og mynda með hurðina opna á nýlegri Skyranger fisflugvél. Myndirnar eru teknar í september 2005. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Margar kynjamyndir má sjá á leið sinni upp eftir gljúfrinu. Hér má sá eitt ef kennileitum sem ungt og lítið mótað land hefur.

Hér er móbergið hálfmótað og margar kynjamyndirnar ef betur er að gáð. Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Ég er með greinagóða lýsingu á gönguleið um svæðið sem að var verkefni hjá mér í gönguleiðsögn í MK á sýnum tíma.
Á sínum tíma útbjó ég ásamt Ingu Sigríði Ragnarsdóttur og Ásgerði Einarsdóttur verkefni í gönguleiðsögn í MK. Fyrir valinu var að ganga um þetta svæði þar sem fara átti frá Kaldbak meðfram gljúfrinu að austanverðu upp í Kerlingarfjöll.
Myndir - Laxárgljúfur - Stóra Laxá í Hreppum http://photo.blog.is/blog/photo/entry/270966/
Hér má svo sjá nýlega mynd sem tekin er rétt fyrir ofan brúnna á Stóru-Laxá.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá aðra nýlega mynd sem tekin er rétt fyrir ofan búnna á Stóru-Laxá.

Laxárgljúfur í Stóru Laxá í Hreppum. Picture of canyon Laxargljufur in Storu-Laxa in Hreppum in South Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
En eins og sjá má, þá er íslensk náttúra stórbrotin og varasöm. En benda má á að leiðin vestanmegin við gljúfrin henta mun betur til göngu.
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Talinn hafa fótbrotnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.9.2008 | 22:41
BRUNI, SUMARBÚSTAÐUR, BARÐASTRÖND - MYNDIR

Picture of mountain Hreggstaðarnúpur, Skriðnafellsnúpur, Hjalla, Kringludal and farm Hreggstaði at Barðastrond in Westfjord in Iceland. (C)2008 www.photo.is Kjartan Pétur Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Er kofinn á þessari mynd?

Picture of Barðastrond in Westfjord in Iceland. (C)2008 www.photo.is Kjartan Pétur Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Er kofinn á þessari mynd?

Picture of Barðastrond in Westfjord in Iceland. (C)2008 www.photo.is Kjartan Pétur Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá bæinn Hreggstaði á Barðaströnd

Picture of farm Hreggstadir at Barðastrond in Westfjord in Iceland. (C)2008 www.photo.is Kjartan Pétur Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Er kofinn á þessari mynd?

Picture of Barðastrond in Westfjord in Iceland. (C)2008 www.photo.is Kjartan Pétur Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
spurning hvaða kofi þetta er?

Picture of Barðastrond in Westfjord in Iceland. (C)2008 www.photo.is Kjartan Pétur Sigurðsson (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eldur í sumarbústað á Barðaströnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.9.2008 | 12:41
NÖRDAR RÍFAST :)
Það vill svo til að leiðsögumenn lenda stundum í ótrúlegum viðskiptavinum sem sækja landið heim.
Ég var svo heppinn að kynnast einum slíkum í sumar, en maður að nafni Nathan Myhrvold kom hingað til landsins ásamt fjölskyldu sinni til að ferðast um landið og taka myndir - af LUNDUM.
http://www.photo.is/08/06/2/index_29.html
En eins og mín er von og vísa, þá nýtti ég að sjálfsögðu ferðina til að smella af nokkrum myndum svona í leiðinni.
Nathan Myhrvold er hreinræktaður tæknigúrú og nörd og einn af frumkvöðlunum og jafnframt fyrrverandi tæknistjóri hjá Microsoft.
Það mátti meðal annars sjá á þeim 40-50 vel merktu töskum með tæknibúnaði, myndavélum og linsum sem hann kom með með sér til landsins á sinni eigin þotu. http://www.photo.is/08/06/2/index_55.html
Umræddur nörd hefur m.a. unnið sér það til ágætis að hafa starfað náið með Stephen Hawking sem mbl fjallar um og er eitthvað tengdur öreindahraðalinum hjá Cern í Sviss.
Nathan Myhrvold starfaði á sínum yngri árum að verkefnum í stærðfræði og fræðilegri eðlisfræði við Cambridge háskóla með umræddum Stephen Hawking og síðan þá hefur frami þessa manns verið með ólíkindum.
Vefurinn Eyjan.is fjallaði aðeins um ferð Nathan's til Íslands hér:
Nathan og hans fjölskylda voru annars á ferð um heiminn og skruppu líka til Grænlands og Afríku ... aðalega til að mynda fugla :)
Til að gefa smá hugmynd af því hvað þessi maður starfar við í dag, þá er hér smá videó um karlinn, en þess má geta að hann er með nokkrar doktorsgráður.
Ein af ástæðunum fyrir því að hann kom til íslands, var að rekja sögu og slóð víkinganna frá Noregi, til Íslands, Grænlands og að lokum til Ameríku. En það vill svo til að hann á ættir sínar að rekja til Noregs.
Ferðin um landið tók 10 daga og var m.a. gist á Hótel Látrabjargi í 3 daga - til að mynda LUNDA.
http://www.mahalo.com/Nathan_Myhrvold
Natan er sankallaður frumkvöðlum hjá Microsoft og á fjöldan allan af einkaleyfum og hefur greinilega komist vel til álna:
http://money.cnn.com/magazines/fortune/fortune_archive/2006/07/10/8380798/index.htm
Í dag rekur Myhrvold sitt eigið fyrirtæki, Intellectual Ventures,
http://www.intellectualventures.com/about.aspx
sem leitar uppi og hjálpar til við þróun og fjármögnun nýrra uppfinninga. Sjálfur er Myhrvold handhafi 18 einkaleyfa og 100 önnur bíða samþykktar.
Ég hef fengið nokkur bréf frá karlinum og tvö sem eru ansi skemmtilega skrifuð um Ísland og er ég búinn að hlæja mikið eftir lesturinn.
Brot af þeim skrifum má svo lesa á bloggi hans hér:
http://freakonomics.blogs.nytimes.com/2008/07/16/how-iceland-went-from-blood-feuds-to-geothermal/#more-2805
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eðlisfræðiprófessorar í hár saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 8.4.2022 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2008 | 07:08
FJÖLSKYLDAN FÉKK HJÁ MÉR MYNDIR TIL MINNINGAR
Eftir að leit var lokið, þá hafði unnusta annars aðilans sem týndist beint samband við mig og spurði hvort að það væri hægt að fá afrit af myndunum til minningar um atburðinn.
Mér þótti það auðsótt mál og gaf ég henni þær myndir sem hún óskaði eftir til útprentunar í fullri upplausn.
En þessi 2 blog má svo lesa nánar hér:
Svínafellsjökull. Hvar eru þýsku ferðamennirnir? - Myndir og kort http://photo.blog.is/blog/photo/entry/292383/
Er hér með þrjár myndir sem komast næst staðnum þar sem tjöldin fundust! http://photo.blog.is/blog/photo/entry/293781/
Að öðru leiti vil ég votta fjölskyldum þessara manna fulla samúð og leitt að svona skyldi hafa farið.
Við sem eftir sitjum fáum enn eina staðfestingu á því hversu viðsjárverð íslensk náttúra getur verið og greinilega margt sem ber að varast.
Kjartan
![]() |
Minningarskjöldur um týnda fjallgöngumenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 07:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
2.9.2008 | 11:01
MANNABEIN Í KIRKJUMEL, BREIÐAVÍK - MYNDIR OG KORT
Þarna er mikið af fallegu myndefni þar sem andstæðurnar eru miklar. Sjórinn, rauðir sandarnir og svo Snæfellsjökull í bakgrunni.
Ekki þekki ég vel til grafreitsins í svonefndum Kirkjumel sem Sæmundur Kristjánsson, svæðisleiðsögumaður á Rifi talar um, þó er ég búinn að fara ófáar ferðirnar þarna niður í fjöru. Spurning hvort að þessi umgjörð verði næsti söguþráður í spennusögu hjá Arnaldi Indriðasyni. En umgjörðin sem þarna er, er mjög þekkt og hefur verið mikið notuð af ljósmyndurum og kvikmyndafyrirtækjum.
Spurning um að byrja á yfirlitsmynd af svæðinu. Hér skartar Snæfellsjökull sínu fegursta. Einnig má sjá Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd og svo hluta af Breiðuvík. Einnig sést í Breiðavatn og Langavatn (nær) sem liggja við jaðarinn á Búðahrauni.

Búðahraun er nefnt Klettshraun í fornum heimildum og er talið vera um 5000-8000 ára gamalt. Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Miðhús, Hraunlönd, Breiðuvík, Breiðavatn, Langavatn and lava Búðahraun (Klettshraun) (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er líklega ein af mínum þekktari myndum af Snæfellsjökli, tekin af klettinum yfir fjöruna í Breiðuvík. Mynd þessi er samsett og birtist í Íslandsbókinni 1996.

Picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðahraun (Klettshraun). (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo önnur mynd tekin á sama stað nokkrum árum seinna. Nema þessi mynd er hluti úr 360° mynd.

Panoramic picture of glacier Snæfellsjökull, Miðhúsavatn, Breiðuvík and lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Á skilti við Búðir má lesa um gönguleiðir sem liggja um hraunið og þar er minnst á gamla þjóðleið um Búðahraun sem hét Klettsgata.

Picture of hiking track over lava Búðarhraun (Klettshraun) close to Budir at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Spurning hvort að hér séu mannabeinin komin fram sem einn þekktasti fjöldamorðingi Íslandssögunnar gæti verið valdur af? Sá hét Axlar-Björn og var kenndur við bæinn Öxl sem er undir Axlarhyrnu í grennd við Búðir á Snæfellsnesi.

Axlar-Björn eltist við ferðamenn sem áttu leið um svæðið, rændi þá peningum, fötum og hestum og drap þá síðan. Hann náði að myrða 18 manns áður en upp um hann komst. Að vísu segir sagan að hann hafi dysjað líkin í flórnum á Knerri eða í Íglutjörn fyrir neðan túnið á Öxl. En hvaðan koma þá beinin sem frétt mbl fjallar um? (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér hleypur rebbi yfir veginn við fjallið Axlarhyrnu rétt fyrir ofan bæinn Miðhús við Breiðuvík

Refir hafa stundum þann háttinn á að skreppa niður í fjörur landsins til að ná sér í æti og kemur stundum fyrir að þeir sem aka þar um í ljósaskiptunum rekist á rebba þegar svo ber undir. Picture of Icelandic fox running over the road at Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kort af Breiðuvík, Miðhúsum, Hraunslöndum, Kirkjumelur, Búðum, Arnarstapa á Snæfellsnesi

Map of Breiðavík, Miðhús, Hraunslönd, Kirkjumelur, Búðir, Arnarstapi on Snæfellsnes peninsula in west Iceland. (smellið á kort til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Mannabein í Kirkjumel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2008 | 15:43
Danskt lag, þó ekki eftir Kim Larsen ásamt myndbandi
Hér kemur smá myndbútur sem ég var að prófa að setja inn á bloggið hjá mér. Ég tók þetta myndband og vann á sínum tíma. Danska lagið sem er í upphafi myndbandsins er eitt af mínum uppáhaldslögum.
Lagið fjallar um konu :)
"Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej. At tiden læger alle sår, sir de vise mænd. Jeg håber de forstår, hvad de taler ..."
"Du sir du har en anden ven. Hvad jeg frygtede mest er hændt mig nu igen. Du fortæller ligesom sidst at det er den store kærlighed. Farvel min blomst behold ham blot i fred. Så længe jeg lever. Så længe mit hjerte slår. Så længe vil jeg elske dig. Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej. At tiden læger alle sår, sir de vise mænd. Jeg håber de forstår, hvad de taler om. Jeg tror det næppe. Simpelthen fordi. De aldrig prøved dette - helt forbi. Så længe jeg lever. Så længe mit hjerte slår. Så længe vil jeg elske dig. Men du er en rullesten. Du har ikke nok i en. Derfor må du gå din egen vej."
En lag og texti er eftir John Mogensen
Kjartan
p.s. hvað er hann að meina með "rullesten" í textanum og hvar er myndbandið tekið?
![]() |
Kim Larsen fer í hart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt 8.4.2022 kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.8.2008 | 06:49
EDEN HVERAGERÐI - MYNDIR

Bragi Einarsson stofnaði fyrirtækið sumardaginn fyrsta 1958 og var haldið upp á 50 ára afmælið í vor. Bragi rak Eden til ársins 2006, eða í 48 ár, er hann seldi reksturinn. Picture of Eden in Hveragerdi in Iceland. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér má svo sjá Hótel Örk í Hveragerði og Eden sem er efst í horni myndarinnar hægra megin

Loftmynd af Hveragerði. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Hér er svo mynd af Braga Einarssyni ásamt ferðahópi. Bragi byggði upp einn af vinsælli ferðamannastöðum á Suðurlandi - Eden í Hveragerði. Myndin er tekin af hóp eldri borgara sem var á ferð við Hjálparfoss í Þjórsárdal árið 2005 eða stuttu áður en Einar fellur frá.

Bragi Einarsson frumkvöðul í ferðamennsku á Íslandi. Bragi er með dökku gleraugun og í ljósa frakkanum fyrir miðri mynd. Picture of Bragi Einarsson in front of Helping waterfall (Hjálparfoss) in Iceland the owner of Eden in Hveragerdi in year 2005. (smellið á mynd til að sjá fleiri myndir)
Kjartan
WWW.PHOTO.IS
![]() |
Eden í Hveragerði gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)